Norðurljósið


Norðurljósið - 01.12.1913, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.12.1913, Blaðsíða 3
Norburljósið 9i Setj'um svo, ennfremur, að þessi maður risi upp frá dauðum og kæmi til að lifa hjá mjer og kenna mjer hvernigjegá að breyta. Hefði jeg þá ekki miklu sterk- ari hvöt til að fylgja vegutn hans, heldur en ef hann væri mjer aðeins tóm, köld fyrirmynd?* En vinur minn sannfærðist ekki. Hann hjelt því fram að dæmið væri alveg nóg, — menn þyrftu ekki annað en gott dæmi. F*á sagði jeg honum þessa sönnu sögu: Trúboði nokkur, sem jeg þekki persónulega, sem starfar í Suður-Ameríku, settist að í borg nokkurri langt frá stórborgunum við ströndina. Par er menningin og sigferðið á mjög lágu stigi og kaþólsku prestarnir ráða þar mestu, og fólkið kann yfirleitt hvorki að lesa nje skrifa. Þessi trúboði reyndi bæði með dæmi sínu og kenningum að sýna fólkinu, að það þurfti að koma til Krists, og gekk það vel, þangað til prestarnir sáu að þeir voru farnir að missa vald sitt yfir fólkinu að nokkru leyti og kendu trúboðunum um. Fólkið hafði sem sje tekið eftir því, að það var stór munur á hinni skírlífu framkomu trúboðans og hátterni prestanna, sem lifðu margir hverjir í frillulífi og allskonar óhófi. Þeir gerðu sitt ýtrasta til þess að aftra mönnum frá að sækja sam- komur trúboðans, töluðu ilt um hann og hótuðu mönn- um öllu illu frá hálfu »kirkjunnar«, ef þeir tóku þessa »vi!lutrú«, sem trúboðinn boðaði, — það er: »Jesús Kristur og hann krossfestur.« En þegar þeim tókst samt ekki að blinda augu fólks- ins, komu þeir sjer saman um, að þessi »villutrúar- maður« yrði að deyja, og fengu nokkra æsta fylgis- menn sína til að ráðast á hús trúboðans og taka hann höndum. Þeir leiddu hann út á torgið, þar sem þeir höfðu látið reisa stóran staur, bundu hann við staurinn og lögðu eldivið í kring. Rjett í því að þeir voru að kveikja í viðnum til þess að brénna bandingja sinn að fornuni sið hinnar svo- nefndu kaþólsku kirkju, og trúboðinn var að fela sig Guði sínum og frelsara og biðja um kraft til að mæta þessum kvalafulla dauða, heyrðist óp mikið og menn- irnir hrukku undan. Þeir höfðu sannarlega ástæðu til þess að verða hræddir, því að það var óvænt sjón sem mætti augum þeirra. Tröllslegur Indíani með stóran hníf í hendi sjer æddi fram á móti þeim og hinn einbeitti svipur hans skaut þeim skelk í bringu. Árás hans var svo snöggleg og mennirnir svo kjarklausir að eðlisfari, að þessi eini maður stökti þeim undir eins á flótta. Hann þeytti sundur eldiviðnum með fótunum, skar sundur böndin sem hjeldu trúboðanum, tók hann við handlegg sjer og leiddi hann frjálsan i burt. Eftir nokkra stund var lögreglan búin að átta sig, og sendi lið til þess að koma á spekt og reglu; var trúboðinn þá ekki lengur í neinnu hættu. Hver var þessi Indíáni, og hvers vegna var honum svo ant um að frelsa líf þessa útlendings? Nokkrum mánuðum áður en þetta vildi til, var trú- boðinn á ferð langt frá þessari borg og hjeltsamkom- ur allstaðar þar sem hann kom og leitaðist við að vísa mönnum til hins sanna Guðs og sonar hans, Jesú Krists. I einu þorpi, þar sem hann gisti, sá haun einn af landsmönnum liggja úti á götu, sárveikan. Það var á- litið að hann væri dauðans matur og það er siður þessa fólks, sem er litlu betra en heiðingjar, þótt það sje kaþólskt að nafni, að bera alla slíka menn út til þess að hundarnir eða úlfarnir geti flýtt fyrir dauða þeirra. Trúboðinn komst við að sjá þenna aumingja mann hjálparlausan í þjáningum sínum, hann tók hann upp og reyndi að lækna hann. Hann vakti yfir honum og tókst með blessun Drottins að bæta veikindi hans. Maðurinn var mjög hár vexti og hafði auðsjáanlega verið mesta afarmenni til burða þegar hann var með góðri heilsu. Þegar sjúklingurinn var koniinn á góðan bata- veg, hjelt trúboðinn áleiðis á ferð sinni. Aður en hann fór frá honum, hafði hann sagt honum frá hinum kærleiksríka frelsara, sem dó til þess að frelsa fallna syndarai Mað- urinn hugsaði oft um trúboðann og boðskap hans og þegar hann var búinn að ná fullum kröftum, gat hann ekki stilt sig um að fara og heimsækja hann, til þess að læra meira um kenningu hans. Sá, sem lætur alt verða þeim til góðs, er Guð elska, stjórnaði því svo, að þessi maður kom til borgarinnar einmitt á þeirri mínútu, er menn ætluðu að fara að brenna trúboðann. Þegar hann kom á torgið, sá hann vin sinn, sem hafði frelsað líf hans, bundinn við staur, bíðandi kvalafulls dauða, og í einu vetfangi tók hann upp hníf sinn og hljóp honum til hjálpar. Nú sýndi jeg unga manninum, sem jeg átti tal við, að fólkið í borginni, sem fann til þess, hve Iíf og kenn- ingar trúboðans væru fagrar og eftirbreytnisverðar, stóð huglaust og horfði á, á meðan menn voru að búa sig til að myrða hann. Fyrirmyndin hafði auðvitað áhrif á það, en engin fyrirmynd getur gefið mönnum kraft til að fylgja henni. Indíaninn þar á móti, þekti minna en borgarmenn til fyrirmyndar trúboðans, en hann vissi einn hlut: »Þessi maður fann mig hjálparlausan og elskaði mig, þegar aðrir höfðu yfirgefið mig. Hann einn gat hjálpað mjer og hann frelsaði mitt líf.« Hjer var lifandi afl, — afl kœrleikans, og það er meira vert en þúsund fyrirmyndir. »Hann elskaði mig og gaf sig sjalfan út fyrir mig,« er það sem miljónir af frelsuðum sálum segja um Jesúm Krist, og þess vegna elska þær hann og vilja aðeins lifa til þess að vegsama hann. Ungi maðurinn vildi samt ekki sannfærast, en treyst;

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.