Norðurljósið


Norðurljósið - 01.12.1913, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.12.1913, Blaðsíða 5
Norðurljósið 93 Tennurnar. Tannfaka. (Franihald.) Þess ber vel að gæta, að baðið sje ekki of heitt, og er ekki hægt að vita hvort svo sje eða ekki með því að stinga hendinni ofan í vatnið. Þó að fullorðinni konu finnist vatnið mátulega heitt á hendinni, er það þó ekki víst að barnið þoli það. Það á altaf að stinga berum olboga ofan í vatnið, en ekki hendinni, til þess að dæma um, hvort það verði of heitt handa barninu. Ef hitamælir er við hendina, er auðvitað miklu betra að nota liann, og liafa vatnið tæplega 38°; en það vill oft til að menn hafa hann ekki við, þegar bráðliggur á. Qóður hitamælir á samt að vera til á hverju heimili. Ef barn skyldi oftar en einu sinni fá krampa upp úr tanntöku, væri best að hafa sennep í vatninu, þegar barnið er baðað í annað sinn, eina teskeið af sennepi á móti hverjum potti af vatni. Skal hræra sennepið í deig í bolla og bæta þvi í vatnið smámsaman. Það er stundum nauðsynlegt fyrir lækninn að skera í góminn til þess að tönnin geti komist í gegn, en góður læknir mun aldrei gera það nema tönnin sje mjög langt komin. Sárindunum, sem barnið finnur til þegar það er að taka tönn, er oft hægt að eyða með einföldum meðöl- um. Móðirin á að dýfa fingurgómi sínum í ediksblöndu og núa tanngarðinn þar sem tönnin er að koma. Ed- iksblandan má ekki vera sterkari en svo, að móðirin finni aðeins til, þegar hún nýr varir sínar með því. Það þarf auðvitað að gera þetta aftur og aftur, en það sefar mjög vel ónotin, sem barnið hefir í tanngarðinum. Þegar óregla er á hægðunum við tanntöku er gott að láta barnið sjúga blávatn úr flösku, jafnheitt og blóðið er, (36,9°), sikur- og mjólkurlaust. Hálfur kaffi- bolli af vatni er nóg í senn. Börn eru fegin að drekka það og það hefir mjög góð áhrif á magann. Gildi barnatanna. Margir álíta að það hafi litla þýðingu að hirða vel barnatennurnar, vegna þess að þeir vita, að börnin fá nýjar tennur aftur. En þetta er algerlega rangt. Að varðveita barnatennur sínar óskemdar er besta trygg- ingin fyrir því, að barnið hafi altaf hrausta meltingu og góða heilsu yfirieitt. Það er þess vegna skylda for- eldra að sjá um að tennurnar í börnum sínum sjeu í góðu lagi. Auk þess að það er siðferðisleg skylda þeirra gagnvart börnunu’m, margborgar það sig að kosta dálitlu til þess að börnin hafi góðar tennur. Allir skylduræknir foreldrar eiga að athuga þetta mál. Það er ennþá nauðsynlegfa að kenna börnum að bursta tennur sínar, heldur en að kenna þeim t. d. að þvo andlitið. Þau eiga að bursta tennur síuar að minsta kosti á hverju kvöldi. Það er óþarfi að nota tannduft eða tannsápu, ef tennurnar eru burstaðar með reglu. Hjá sumum börnunum er ekki rúm handa öllum barnatönnunum og þær verða þessvegna aít of þjettar saman. Þá eru og meiri líkindi til að matur sitji fastur á milli tanna og svo er þá enn fremur eríiðara að hreinsa þær. Það á að láta tannlækni skoða tennurnar, ef þess er kostur, því hann getur þá tekið nokkrar tennur út, ef hann álítur það nauðsynlegt, eða hann getur stækkað tanngarðinn með einföldu móti. Það er sjaldan gott að draga tennurnar út úr börnum, jafnvel þó þær sjeu skemdar, því þá verður tanngarðurinn þeim mun minni og verða þá jafnmiklir erfiðleikar, þegar nýju tennurn- ar koma, því það verður ekki heldur nóg rúm fyrir þær. (Framhald.) sem leita til mín um Iækningar, eru sjerstak- lega beðnir að gæta þess, að mjer er ekki hægt, vegna annara starfa, að sinna neinum lækningum nema á miðvikudögum og laugardögum einum, frá kl. n árdegis til kl. 5 síðdegis. Menn eru vinsamlega beðnir að koma ekki til mín á öðrum dögum en þessum; það bakar mjer þá hrygð að vera neyddur til að senda þá á burt og kostar þá ómaksferð. Jeg Vildi með gleði sinna mönnum á öllum tímum, ef jeg gæti, dag eða nótt; en hin önnur störf mín banna mjer það algerlega. Einasta undanteking er, ef að báðir hinir settu læknar hjer skyldu vera fjarverandi og sjúklingurinn biði skaða af að bíða. Arthur Gook.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.