Norðurljósið


Norðurljósið - 01.12.1913, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.12.1913, Blaðsíða 7
Norðurljósið 95 um inn í sálir vorar. Ráðin við þessu eru bæði einföld og áreiðanleg, því hinn mikli sálarlæknir gaf þau: „Vak- ið Og biðjið." Les þú Guðs orð, til þess að Iæra að þekkja öll brögð hans, og bið þú Guð, til þess að þú megir yfirstíga þau. (b) Onnur aðferð hans er sú, að vekja uppreistar- anda hjá oss gegn stjórn Guðs. Það vill stundum til, að vjer gerum oss miklar vonir um eitthvað, en þegar ekkert verður úr því, er oss hætt við að mögla á móti Drotni og vantreysta alvisku hans og gæsku. Þetta er í raun og veru ekkert annað en uppreisn gegn Guði, og kemur frá anda myrkranna, sem fyrst reis upp á móti Guði sínum og skapara. (c) Hann ónýtir vitnisburð marga trúaðra manna, með því að koma þeim til að þverskallast gegn boð- orði Krists um að vjer eigum að viðurkenna hann með munninum. Þar kemur hann oftast fram sem Ijósengill og hvíslar að mönnum eitthvað á þessa leið: »Vertu ekki að fleipra út úr þjer öllum þínum hjartans mál- um, þau eru of heilög til þess að um þau sje talað; haf þú trú þína út af fyrir þig;« þess vegna tala menn um alla skapaða hluti, en forðast sem heitan eld að tala um það, sem fremur öllum öðrum málefnum get- ur orðið náunganuin til gagns og uppörvunar. Sá, sem lætur ginnast á þennan hátt, getur ekki búist við að lifa neinu sigursælu lífi. (d) Hann táldregur marga unga kristna menn, með því að telja þeim trú um, að það sje engin þörf á því, að slíta fjelagsskap við óendurfædda fjelaga sína. Um þetta mál er ýtarlega rætt í kaflanum hjer á undan. Vjer verðum að vaka og biðja, til þess að láta ekki þessa tælandi freistingu villa oss. (e) Hann ónýtir vitnisburð margra trúaðra manna, með því að koma þeim til að hætta að lesa daglega Guðs orð og taka sjer tíma til bænar. Vjer höfum nógu margar áhyggjur fyrir voru líkamlega lífi, hvernig vjer eigum að afla oss alls þess, sem með þarf til lífs og viðurværis. En vjer þurfum engu síður að bera um- hyggju fyrir þörfuin hins andlega lífs; þær eru ekki síður áríðandi en hinar líkamlegu. Ef vjer vanrækjum það, að taka okkur tíma á hverj- um degi til að lesa Guðs orð, biðja og rannsaka sálu vora, til þess að dæma alt, sem vjer höfum gert rangt, þá getum vjer alls ekki átt neina von um að níkja í lífinu«. Líf vort verður kraftlítið og árangurslítið, þeg- ar alt er komið í kring, jafnvel þó vjer vinnum í aug- um manna mikilvægt starf fyrir Guð. Job gat sagt með sönnu: »Betur geyindi jeg talið hans munns, heldur en min eigin áform« (Job 23. 12), og þess vegna stóðst hann eldraunina, sem hann varð að reyna. Lætur þú lestur Guðs orðs sitja í fyrirrúmi, eða þín eigin áform? Óvinurinn hefir fleiri brögð en þessi, sem jeg hefi ihjer talið upp, en ef vjer »vökum og biðjunu, þá föll- • • • • • • • • ••••••••••••••••« um vjer ekki í freistni, eins og orð Drottins í grasgarð- inum gefa í skyn, — og þá lifum vjer hinu slgurscela lífi. (Framhald.) Mikið úr litlu. Ungur, frakkneskur hermaður lá særður á spitala eftir orustuna við Skt. Quentin í Frakklandi. Einn dag tók hann eftir smáriti, sem einhver hafði lagt ofan á rúmábreiðuna hans, Það var andlegs efnis og mjög vekjandi. Ungi maðurinn las það og sneri sjer til Guðs af einlægu hjarta. Standmynd af þessum manni stend- ur nú í París fyrir framan stóra kirkju, og er hann þar með biblíu í hendi sjer. Það var hinn mikli Coligny sjóliðsforingi, sem var einn hinn helzti leiðtogi siða- bótarmanna á Frakklandi á 16. öld. En smáritið hafði enn þá meira ætlunarverk. Hjúkr- unarkonan, sem stundaði Coligny, var nunna; hún las ritið, en þegar hún vissi, að það studdi mál siðabótar- manna og hvatti menn til að snúa sjer beint til frels- arans, en ekki til Maríu eða dýrlinganna, varð hún mjög hrædd, fór til abbadísar klaustursíns, fjekk henni ritið og viðurkendi um leið synd sína(!) með því að hún hefði lesið það. Abbadísin las ritið með athygli, varð sannfærð um sannleikann, sem það hafði inni að halda, og sneri sje í einlægri trú til Jesú Krists. Fyrir þetta varð hún að flýja burt úr Frakklandi, en komst klaklaust tit Hollands. Meðan hún dvaldist þar, kyntist hún ungum Hollendingi, sem nokkru seinna giftist henni. Þessi ungi maður varð síðar hinn mikli frelsisvinur Vilhjálm- ur frá Orange, konungur Hollandsríkis og síðar kon- ungur á Englandi. Kona hans, fyrverandi abbadísin, hafði mikil áhrif á hann, og henni er það mikið að þakka, hve hraustlega hann barðist fyrir trúarfrelsi og hreinum kristindómi í Hollandi. Athugasemdir ritstjórans. Nú er annar árgangur „Norðurljóssins" á enda. Á- skrifendatalan hefir verið svipuð því sem var í fyrra Er enginn efi á því, að „Norðurljósið" er lang vinsælast af þeim blöðuin, sem fjalla um trúmál, og hefir langt um meiri útbreiðslu en nokkurt annað blað á Norðurlandi. Er þess vegna ástæða til þess að ætla að það geti orðið 'eins vinsælt á þeim stöðum, þar sem það er enn þá ekki komið, og ritstjórinn hvetur alla lesendur sína til að hjálpa honum til þess að útbreiða blaðið sem mest.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.