Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1926, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.03.1926, Blaðsíða 4
12 NORÐURLJÓSIÐ. Þrettán kjúklingar. »Systir AbígaiU er kona nokkur kölluð, sem heima á í borginni Buffalo í Bandarikjunum. Æfi hennar öll er helguð líknarstarfi meðal fátækra, þjáðra og bjarg- arlausra aumingja. Hefir hún komið upp heimili fyrir þá og starfrækir það, án þess að hafa fastar tekjur sjer og þeim til uppeldis. En í trú biður hún Drottm um alt, sem hún þarf, og Drottinn svarar bænum hennar. Hefir hún ekki aðeins nóg fyrir heimilið, heldur afgang til að miðla öðrum þurfandi. Nokkrar konur, meðlimir góðgérðafjelags eins, heyrðu um starf hennar. Pær voru ekki trúaðar og skildu því hvorki upp nje niður í þvf, hvernig hún gæti rekið starf sitt á þennan hátt. Pær óskuðu því eftir að kynn- ast henni, svo að þær gætu sannfærst um, að alt væri satt, sem þær höfðu heyrt um starfið. Dag einn hringdi símabjallan hjá systur Abígail. Pað var ein af konunum úr góðgerðafjelaginu, sem hringdi og spurði, hvort fjelagið mætti heimsækja heimilið til að sjá, hvernig það væri útbúið. Systir Abigail kvað það velkomið. Hún vildi gjarnan haga öllu þannig, að heimsóknin mætti verða Guði til dýrðar og vinna einhverja fyrir hann. Hdn ákvað því, að heisnsóknin skyldi enda með tedrykkju og lestri Ouðs orðs. Öllu var raðað niður á sem hagkvæmastan hátt, og allir sjúklingar heimilisins fundu, að hjer gafst þeim tæki- færí til að vitna um trúfesti Guðs fyrir þessum góð- viljuðu, en trúarsnauðu konum. Pess vegna Ijómaði gleðin af hverju andliti, en það var nú annars vanalegt þar. Gestirnir komu, og systir Abígail tók á móti þeim, eins og öðrum, innilega og vingjarnlega. Konurnar skoðuðu heimilið og heilsuðu ýmsum og ræddu við þá. Síðan var þeim boðið til tedrykkju, og voru lesnir kaflar úr ritningunni; að lokum sungu allir sálm. Pegar tedrykkjunni lauk, heilsuðu konurnar upp á nokkra rúm- fasta sjúklinga, en söfnuðust svo saman til að spyrja systur Abígail na'nar um þetta trúarstarf hennar. Meðan á samtalinu stóð, sagði ein konan þetta: »Við erum nokkrar konur, sem höfum tekið að okkur það hlutverk, að senda fátækum körfur með matvörum. Næsta laugardag höfum víð ákveðið, að gefa þrettán körfur. Nú hefir vaknað sú ósk hjá okkur, að geta látið kjúkling í hverja körfu, en við höfum enga pen- inga í sjóði til að kaupa kjúklinga fyrir.« Konan þagn- aði dálítið og bætti svo víð: »Viljið þjer ekki reyna að biðja Guð um, að senda okkur þrettán kjúklinga?« Systir Abígail furðaði sig dálítið á þessari ósk og ljet í Ijósi, að það gæti verið erfitt að verða við henni. Drottinn hefði ekki lagt henni á hjarta, að biðja um þetta, og hún endaði með þessum orðum: »jeg er ekki viss um, að Drottinn gefi mjer leyfi til að biðja um þetta. Nú skulum við krjúpa niður og biðja, og segi hann mjer þá, að jeg megi biðja um þetta, skal jeg gera það.« »Pökk fyrir, það er nóg,« sagði konan, »ef þjer viljið biðja Guð að gefa okkur þessa þrett- án kjúklinga, og við fáum þá sem svar við bæn, þá vil jeg snúa mjer til Krists og treysta Guði á sama hátt og þjer.« Síðan krupu allir til bænar. Systir Abígail hóf upp rödd sína og þakkaði Guði fyrir gæsku hans og bað þess, að andi hans mætti starfa í hjörtum þessara kvenna, Á meðan hún bað, fann hún, að Guð hafði gefið sjer leyfi til að biðja um þessa þrettán kjúklinga, Gestirnir kvöddu síðan og hver fór heim til sín. En næsta laugardagsmorgun kl. 10, hringdi símabjallarf hjá systur Abígail. Frú N., konan, sem bað hana að bíðja um þessa ákveðnu gjöf, hringdi þá til að segja henni frjettirnar. Húsmóðinn í stóru matsöluhúsi hafði rjett í því sagt fjelagmu, að hún hefði þrettán kjúk- lingum fleira en þyrfti í miðdegisverðinn daginn eftir. Mætti því fjelagið fá þá til að láta þá í gjafakörfunar. Systir Abígail hlustaði glðð á frjettirnar og gat ekk* annað en sagt: »Lofaður sje Guð fyrir alia gæsku sín* við mannanna börn!« Enn einu sinni hafði hún fengið að reyna trúfesti Guðs eins og svo oft áður. Enn þá hafði hún sjeð langlyndi hans gagnvart ef- andi Tómasar-sál, sem ekki vildi trúa — nema hún sæi — að Guð væri til, og að hann bæði heyrði bænir og svaraði þeim. Sakir þessarar bænheyrslu sneri konan sjer til Drottins Jesú Krists, og upp frá því var hún ákveðin trúkbna, sem starfaði með kappi fyrir málefni hans. Margir lesendur munu eflaust vilja heyra meira um æfistarf »Systur AbígaiU, og hefir ritstjórinn því í hugar að láta blaðið flytja æf sögu hennar. Georg Miiller var, svo að segja, andlegur faðir hennar, því að húrt varð fyrir miklum áhrifum frá honum í barnæsku, og er starf hennar í sama anda og hans. Sögur um fræga sálma. ii. Jeg hefi fullkominn frelsara' á himni, þó frændur og vinir á jörð hverfi mjer; hann yfir mjer vakir með ástríku hjarta, — en, ó, að ininn frelsari tilheyröi þjer! Jeg hefi frið eins og fljótandi strauma, þann frið, sem hinn guðlausi hcimur ei sjer. Minn Jesús er aðeins, sem á hann og gefurr — en, ó, að sú friðgjöfin hlotnaðist þjer! Eilíft líf hefi' jeg nú; ástríki faðir sinn eingetinn soninn til frelsis gaf mjer; Kristur mig hefur til himneskrar sælu, — það hlutskifti, vinur minn, einnig býðst þjer! Ef fundið þú ástríka frelsarann hefur, þá far og seg öðrum i lifandi trú! Og bið fyrir öllum, það blessun þjer gefur, en bænheyrir Drottinn, því frelsaðist þú. (Nr. 85 i „Sálmum og söngvum".) Sálmur þessi hefir eflaust verið verkfæri Drottins til afr leiða marga til hans. Mr. Sankey segir tvær sögur um áhrif hans. Prjedikari einn í Illinois var beðinn að finna mann, sem átti skamt eftir ólifað. Hann var andatrúarmaður. Prjedik-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.