Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1926, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.03.1926, Blaðsíða 6
14 NORÐURLJÓSIÐ. Mr. Bryan ætlaði þá að gefa ræðu sína út á prenti og var nýbúinn að lesa síðari próförkina af henni, þeg- ar dauða hans bar skyndilega að. Merkileg grein um þetta »apamál* birtist í norska blaðintt »Tidens Tegn«, og ér hjer stuttur útdráttur úr henni: ,» Vísindin hafa í raun og veru engan myndugleika yfir einlægri Ouðstrú, — trú þeirra, sem eru »fátækir í anda.« Á því langa tímabili, sem kristna trúin hefir ríkt í hjörtum fjöl- margra manna, hefir hin vísindalega heimsskoðun breyst mörgum sinnum. »Jafnve! þróunarkenning Darwins er ekki lengur í miklu gildi í vísíndalegum rannsóknum. ... Ef menn gera ráð fyrir, að vísindaleg heimsskoðun leitist sífelt við að leysa gátu tilverunnar, verður hin einfalda trú á guðdómlega sköp- un heimsins, eins sönn og hin skarpskygnasta vísindalega skýring. Fullkomnar sannanir eru ekki til, en þar sem menn vilja hafa einhverja skýringu, þá er skýring biblíunnar eins góð og sjerhver önnur. Ef menn ættu að haga trú sinni samkvæmt hinum breytilegu skoðunum vísindamannanna, eftir hinum sí-breytilegu »sönnunum« þeirra, þá yrði trú þeirra að engu og þannig myndu þeir missa það, sem er meira vert en öll vísindin samanlögð. »Samkvæmt hinni nýjustu heimsskoðun, — Einsteins kenn- ingunni (oRelativítet®) — standa jafnvel grundvallarkenningar Kants og Newlons á völtum fæti. Eftir hundrað ár mun Einsteins-kenníngin víkja fyrir enn þá nýrri skoðun, sem færir menn þó ekki feti nær lausn ráðgátunnar. Og hvað eiga menn að gera með trú sína á meðan? Á að bíða með að ákvéða hana þangað til vísindasnillingarnir eru orðnir sam- mála?< Ræða W. J, Bryans um þetta mál er meistaralegt verk, en hún er of löng til þess að flytja hana hjer í blaðinu, hún myndi nærri fylla þrjú tölublöð. Hún tætir þróunarkenninguna í sundur og sýnir, að hún hefir við alls engin rök að styðjast. „Állir eiga þeir að vera eitta. (Jóh. 17. 1,—26.). (Ávarp til trúaðra). Rað var nokkrum stundum áður en Drottinn Jesús þurfti að stíga hin þungu, dimmu, einmana spor til Golgata. Pá opnaði hann hjarta sitt í þessari bæn og leyfði oss að skygnast inn í hugsanir og tilfinningar þær, sem gagntóku hann á þeirri stundu. „Allir eiga þeir að vera eitt.“ Drottinn Jesús biður um þetta, augliti til auglitis við Golgata. Ekki allir án undantekningar. Satan vill líka samein- ingu. Hann vill sameina Guðs börn og heiminn. En ritningin segir: »Hvað er sameiginlegt með rjett- læti og ranglæti? Eða hvaða samfjelag hefir Ijós við myrkur? Og hver er samhljóðan Krists við Belíal? Eða hver hlutdeild er trúuðum með vantrúuðum?* (II. Kor. 6. 14.-15.) En öll Guðs börn vill Kristur sameina. (20. v.). Ert þú, kæri lesari, einn þeirra, sem er eitt með öílum Guðs börnum? Ef ekki, þá hefir Guð nokkuð að segja þjer: 1. Pú hefir ekki skilið allan tilgang krossdauða frels- arans (Jóh. 11. 51, —52.). 2. Þú óhlýðnast vilja Drottins Jesú, sem hann Ijet í Ijósi í síðustu bæn sinni nóttina fyrir föstudaginn langa. 3. Rú ert þröskuldur í vegi þeirrar vakningar, sem beðið er um. (21. v.) 4. Pú ert ekki meðal þeirra, sem Páll postuli þakkar Guði fyrir. (Ef. 1. 15, —16.; Kól. 1. 3.-4.). 5. Pú ert með í því að eyða musteri Guðs. (I. Kor. 3. 16.-17.). 6. Pú hryggir Guðs Heilaga Anda með því að varð- veita ekki einingu Andans. (Efes. 4. 3. og 30.). Pú hefir ástæðu til að spyrja sjálfan þig, hvort þú ert Guðs barn (I. Jóh. 3. 10. og 14.) og hvort þú elskar Foðurinn (I. Jóh. 5. 1.). Porir þú að vera lengur í þessu ástandi, án þess að vera eitt með öllum Guðs börnum? Hvernig geta þá Guðs börn orðið eitt? Engar ytri athafnir nje siðvenjur geta saméinað þau. Pau geta aðeins orðið eitt með því að veita viðtöku gjöf Drottins Jesú Krists: »Dýrðina, sem þú hefir gef- ið mjer, hefi jeg gefið þeim. til þess að þeir sjeu eitt, eins og við erum eitt«. (22. v.) Hverskonar dýrð er það? Pað er: »Kristur i yð- ur, von dýrðarinnar«. (Kól. 1. 27.). »Jeg f þeim, og þú í mjer; — svo skulu þeir vera fullkomlega sam- einaðir« (23. v.). Það er hið holdlega, sem sundrar, en Drottinn Jesús, sem sameinar. (Gal. 3. 28.). Láttu hið holdlega vera neglt við krossinn, en setlu Drottin Jesúm í hásæti hjarla þíns. Trúðu í alvöru á endurlausnina í Kristi, þá verður þú eitt með öllum sönnum börnum Guðs. Hlust3ðu á fagnaðarboðskapinn um fullkomið frelsi í Kristi. »Jeg hefi kunngjört þeim nafn þitt, til þess að kærleikurinn, sem þú hefir elskað mig með, sje í þeim og jeg í þeim.« (26. v.). Heyrið nú, hver er vilji Drottins Jesú gagnvart þeim, sem eru eitt í honum: »Faðir, jeg vil, að það sem þú gafst mjer, — að einnig þeir sjeu hjá mjer, þar sem jeg er, til þess að þeir sjái dýrð mína, sem þú hefir gefið mjer, því að þú hefir elskað mig, áður en heim- urinn var grundvallaður.« (24. v). Hvílíkar framtíðar- horfur! Hve dýrðlegt takmark fyrir þá, sem eiga Krist í hjarta sjer, von dýrðarinnar, og eru þess vegna eitt með öllum sönnum börnum Guðs! Sameinumst í lífi, vitnisburði og bæn um að brjóta það niður, er skilur Guðs börn að, svo að bæn hans megi uppfyllast á oss. Elskum ekki »lofstír manna* og mannaboðorð »meira en dýrð Guðs« og vilja Drottins vors Jesú Krists. B r j e f til eins hinna yngri lesenda »Norðurljóssins«. Kæri, ungi vinur! Mig langar til að rita þjer nokkrar linur og biðja „Norð- urljósið" að flytja þær til þín. Á þínum aldri mæta æskumanninum margir erfiðleikar, og þú ert nú þegar farinn að verða var við þá, grunar mig,

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.