Norðurljósið - 01.05.1951, Blaðsíða 1
o
JnORÐURLJÓSIÐ
XXXIII. árg.
Maí—Júní 1951
5.-6.
SONUR EKKJUNNAR
(Lokaþáttur ræðu eftir dr. Oswald J. Smith, Toronto.)
„Vjer stöndum við hliðið í Nain. Út um það er
komið með líkbörur. Á þeim hvílir lík ungs manns.
Hann er einkasonur móður sinnar, og hún er ekkja.
Fólksfjöldi mikill fylgir á eftir. Höfuð drúpa, og
andlitin spegla innilega samúð.
Beisklega grætur móðirin, þar sem hún gengur
á eftir líkbörunum, því að hann, einkasonurinn
hennar, var eina athvarfið hennar.
Skyndilega truflast sorgargangan. Maður hraðar
sjer áfram. Hann baðar út örmum í ákafa.
„Hjerna, leyfið mjer að eiga við hinn dána,“
hrópar hann. „Jeg get lífgað hann aftur.“
Allir nema staðar á augabragði. Þeir, sem bera
líkbörurnar, stara, ráðþrota á svipinn, á manninn,
þar sem hann ryðst í gegnum mannþröngina.
„Þennan mann vantar aðeins mentun,“ segir mað-
urinn um leið og hann kemur að líkbörunum. Og
úr bókum sínum um vísindi og heimspeki tekur
hann að fræða unga manninn, sem hvílir á líkbör-
unum.
Árangurslaust gætir hann að lífsmarki með hon-
um. Mentunin hefir brugðist. Hvers vegna? Hann
hefir gleymt, að fæðing og líf koma fyrr en mentun.
Maðurinn verður að fæðast áður en hægt er að
menta hann.
Annar maður kemur fram. Hann lýsir yfir, að
hann geymi leyndardóm lífsins.
„Alt, sem þessi maður þarfnast," boðar hann,
er betra umhverfi. Hvernig getur þú búist við, að
þú hafir áhrif á hann í svo óheilnæmum kringum-
stæðum?" Og hann bendir á sorpið og forina á göt-
unni.
Hann tekur til starfa. Sorpið er hreinsað í burtu.
Á listrænan hátt er fögrum blómum komið fyrir um-
hverfis líkið. En til einskis gáir hann að árroða lífs-
ins. Ungi maðurinn heldur áfram að vera lík. Þjóð-
fjelags umbœtur hafa líka brugðist.
Alt í einu kemur þriðji maðurinn fram. Hann
ýtir hinum frá og fullyrðir, að sjer muni takast að
lífga unga manninn.
„Heyrðu, ungi maður,“ hefur hann máls. „Taktu
þá ákvörðun, að þú skulir lifna við. Notaðu vilja-
kraft þinn. Hertn þig upp. Þú getur risið upp. Þú
getur risið upp, ef þú aðeins vilt.“ Og þannig heldur
hann áfram.
„Svona, nngi maður,“ segir hann og talar til til-
finninga hans. „Betraðu þig, betraðu þig. Sjáðu vesa-
lings syrgjandi ekkjuna, hana móður þína. Lifnaðu
við, hennar vegna.“
En það er ekkert svar, og maðurinn fer að verða
ráðþrota.
„Hjerna, undirritaðu þetta heit,“ hrópar hann og
heldur litlu spjaldi fyrir honum. „Jeg heiti því með
Guðs hjálp, að jeg skuli aldrei deyja aftur.“
En — hann var dáinn, dáinn, dáinn! Sjálfsbetr-
unin hefir brugðist.
Þá varð þögn. Enginn hreyfir sig. Að loknm fer
þó svo, að frægur rabbí gengur hægt að líkbörun-
um.
„Vinir mínir,“ hrópar liann. „Vitið þjer ekki, hvers
þessi maður þarfnast? Það er trúarbrögð! Með því
að þekkja bækur Móse og Talmúd mun hann lifna
við.“
Hann tekur bókfell undan handleggnum. Fólkið
sjer, að þar eru bækur Móse, Talmúd og Lagasafn
Gyðinga. Hann leggur þetta á líkbörurnar. Fólkið
þyrpist nær, forvitið að sjá, hvað gerist.
„Nú,“ segir rabbíinn, „jeg ætla að boða unga
manninum hin 613 fyrirmæli lögmálsins, því að ef
hann heldur þau vandlega, mun hann lifa.“
Áhorfandi spyr: „Hvernig getur lík haldið boð-
orðin, þar sem það heyrir jafnvel ekki orð þín?-“
„Æ, sonur minn!“ hrópar rabbíinn undrandi.
„Þetta datt mjer ekki í hug. Þetta er satt. Hann verð-
ur fyrst að lifna, því að hann er dauður.“
„Áuðvitað," svarar spyrjandinn, „og þangað til