Norðurljósið - 01.05.1951, Síða 3
NORÐUR.LJÓSIÐ
19
því fram og fleiri, að þetta væru skjöl frá leynileg-
um fundum Zíonista, sem hjeldu þing í Basel í Sviss
árið 1897. Samkvæmt þeim upplýsingum höfðu
Gyðingar hafið þetta samsæri í þeim tilgangi, sem
áður er getið.
Lesendur eru beðnir að veita þessu sjerstaka at-
hygli, að Nilus hjelt því fram, að Siðareglurnar“
vœru þýðing á leynifunda-gjörðabók Gyðinga í
Basel 1897.
Árið 1921 ritaði breskur blaðamaður þrjár grein-
ir í blaðið „Times“ í London. Þar segir hann frá,
að hann keypti það ár franska skáldsögu. Titilblað-
ið vantaði. Hann sendi því bókina til Breska safns-
ins (British Museum) og fjekk þær upplýsingar. að
þetta væri ádeilurit, háðrit, um Napóleon III.
Frakkakeisara, gefið út 1864. í þessu franska riti
voru setningar, heilar málsgreinar og heilar blað-
síður nærri samhljóða „Siðareglunum“, sem áttu að
vera frá 1897! gjörðabók Zíonista-leynifundanna.
Greinir breska blaðamannsins, þessi uppljóstrun
hans, að „Siðareglurnar“ væru falsrit, vöktu feikna
athygli víða, og í Englandi hjaðnaði að mestu niður
sú andúð á Gyðingum, er „Siðareglurnar“ höfðu
vakið. Annars staðar lifði í glæðunum undir niðri,
og logaði stundum upp úr.
Þá kom Hitler til sögunnar. Hann trúði því, að
„Siðareglurnar“ væru ófalsaðar. Bólginn af heift
og hatri til Gyðinga hjelt liann hverja æsingaræð-
una af annarri. Þegar hann náði völdum, hófust
neyðarár þýskra Gyðinga. Útrýmingarstarfsemi hans
hófst þó ekki fyrir alvöru fyrri en á stríðsárunum.
Þegar styrjöldinni lauk, höfðu sex miljónir Gyðinga
verið myrtir, margir með hryllilegustu pyntingum.
Uppruna þessara ódæða má rekja beint til áhrifa
„Siðareglnanna". Áhrif þeirra hafa alstaðar verið hin
sömu, þau, að vekja andúð á Gyðingum og hatur
gegn þeim.
Þegar því rit þetta verður birt á íslensku, má
vænta sömu áhrifa hjer. Þess vegna þykir rjett að
benda mönnum á, að rit þetta er / a l s r i t. Því
er klínt á alsaklausa menn.
Árið 1942 gaf amerískur sagnfræðingur út rit um
„Siðareglurnar". Niðurstöður þær, sem hann komst
að við nákvæmar rannsóknir, voru samþyktar af
þrettán helstu sagnfræðingum Bandaríkjanna. Sögðu
þeir, að þeir „veittu viðtöku og samþyktu niður-
stöður hans sem algerlega eyðileggjandi fyrir sagn-
fræðilegt gildi „Siðareglnanna" og að staðfest væri
án alls vafa, að þær væru einbert, svívirðilegt fals.“
Ástand heimsins nú á dögum á dýpri og duldari
rætur en ímyndað — eða virkilegt — samsæri 300
manna. Biblían, ekki „Siðareglurnar", birtir, hverj-
ar þær eru. Orsök styrjalda, manndrápa, lyga og
siðspillingar er Satan og andaverur vonskunnar í
himingeimnum. Þær eru „heimsdrotnar þessa myrk-
urs,“ og Satan er sá „valdhafi í loftinu“, sá andi, sem
„nú starfar í sonum óhlýðninnar.“ (Efes. 6. 12. og
2. 2.)
Óvinurinn, „mannkynsmorðinginn" eins og hann
er kallaður í sálminum: „Vor Guð er borg á bjargi
traust“, veit, að hann hefir lítinn tíma. Hann veit,
að bráðum fullnast spádómar heilagrar ritningar og
fyrirheit Guðs um endurkomu sonar hans, Drottins
Jesú Krists. Þess vegna æsir hann mennina upp,
hvern á móti öðrum, tryllir þá til hernaðar og
manndrápa í stærri stíl en nokkurn tíma fyrr í sögu
mannkynsins. Hann elur á syndum og siðspillingu.
Hann reynir að skapa úlfúð og tortrygni. Hann
dreifir út hvers konar lygum og óhróðri, einkum
um Jesúm Krist, þjóna hans og Gyðinga.
Barátta sú, sem myrkravöldin heyja, er vonlaus
með öllu. Bráðum kemur Kristur aftur. Þá mun
hann stöðva styrjaldir til endimarka jarðar og leiða
inn rjettlæti og frið. Þess vegna getur hver sá, sem
trúir á Krist, verið bjartsýnn og vongóður. En með-
an við bíðum komu hans, eigum við að þjóna hon-
um sem konungi rjettlætisins og sannleikans.
--------------------------
Hann var heilsteyptur.
Jimmy Moor var ekki prjedikari. Hann var að-
eins ungur maður, 23 ára gamall. Hann hafði þekt
Krist sem frelsara sinn í eitt ár eða tvö. Heimsstyrj-
öldin síðari skall á, og hann var í sjóhernum á stóru
herskipi, sem hjet „Glorious".
Fregnin kom, að herskipinu hefði verið sökt.
Mörg hundruð manna druknuðu, og meðal þeirra
Jimmy Moor. Aðeins sjö mönnum var bjargað.
Nokkur ár liðu, og ekkert frjettist um Jimmy
Moor, þangað til 1945, að sjómaður kom heim frá
Austurálfuhöfum. Hann var einn hinna siö, sem
biargað var, þegar „Glorious“ var sökt. Hann sagði
þessar frjettir af Jimmy:
Dag nokkurn hafði hann gengið á fund skipstjór-
ans og beðið um leyfi til að boða skipsmönnum
fagnaðarerindið. Skipstjórinn veitti leyfið og ljeði
honum sal.
Allir vissu, að Jimmy var heilsteyptur lærisveinn
Krists, en þennan dag, þegar hann boðaði fjelögum
sínum fagnaðarerindið, var slíkur kraftur frá Guði
með boðskap hans, að ekki færri en 500 menn iát-
uðu Krist sem frelsara sinn, áður en samkomunni
lauk. Daginn eftir var skipinu sökt.
Sjómaðurinn, sem bjargað var og flutti frjett-
irnar, segir, að rjett áður en skipið hvarf í hafið, var
Jimmy Moor að flytja hinn dýrmæta boðskap Guðs
um eilíft hjálpræði þeim til handa, sem veita Kristi
viðtöku. Og á þessu síðasta augnabliki voru margir
að játa Krist sem frelsara sinn.
Ef þú vissir, að síðasta stund lífs þíns væri kom-
in, mundir þú taka við Kristi sem frelsara þínum