Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1951, Qupperneq 4

Norðurljósið - 01.05.1951, Qupperneq 4
20 NORÐURLJÓSIÐ og játa nafn hans fyrir mönnum. Ef þú ert viss um, að þú mundir gera það í þeim kringumstæðum, hví ekki að gera það NÚ? Veistu, hvenær dauða þinn ber að höndum? Eða ertu reiðubúinn, ef Kristur skyldi koma og loka dyrum náðarinnar? Tak við Kristi i dag. En hvað um okkur hina, sem játum Krist? Segj- um við öðrum frá Drotni Jesú Kristi? Eða fær hann svo lítið rúm í hjörtum okkar, að ljettara sje að tala um alt, nema hann? Elskum við hann svo lítið og mennina, sem hann dó fyrir, að okkur sje alveg sama, hvort þeir glatast eða frelsast? Getum við ekki orðið heilsteyptir lærisveinar Krists eins og Jimmy Moor? Hver veit, nema Drott- inn mundi þá nota okkur til að leiða menn til sín meira en nú. Hvað er að vera heilsteyptur lærisveinn Drottins? Það er að elska hann og kosta kapps um að gera vilja hans með því að fylgja boðum hans; það er að vegsama hann með líferni sínu og orðum sínum og boða öðrum hjálpræðið, sem aðeins fæst í honuin einum. Hvar fáum við kraft til að vera heilsteyptir læri- sveinar Krists? Frá Drotni fyrir Heilagan Anda og orð Guðs í heilagri ritningu. Lesið og rannsakið greinina „Fylling Andans“, sem birt var í siðasta blaði. Þeir lærisveinar Krists, er finna mjög til kraft- leysis til að lifa Drotni og vitna um hann, ættu að íhuga rækilega það, sem þar er skráð um fylling Andans, og lesa hverja einustu tilvitnun þar í heil- aga ritningu með sjálfsprófun og innilegri bæn. Gleymum því ekki, að ábyrgð hvílir á okkur. Við eigum öll að vera heilsteyptir, sannir lærisveinar Drottins Jesú Krists. Morgundagur. Eftir V. MINSHALL. (Framhald). 3. KAPÍTULI. Heimboð. Nokkrum dögum eftir þetta atvik bar svo til, þegar Júdit var að ganga gegnum forstofuna, að einhver kall- aði nafn hennar. Hún sneri sjer við og sá, að gestir tveir sátu hjá Robin. Hún gekk brosandi til þein-a. Þetta voru ung og skemtileg hjón. „Robin hefir sagt okkur sögumar af yður,“ sagði konan og rjetti henni höndina. „Jeg er frænka hans og heiti Kristín Stevens. Þetta er Jón, maðurinn minn,“ sagði hún og benti á hávaxinn, ungan mann, er sat hjá henni. „Mig langar til að þakka yður fyrir, hvað þjer hafið verið góð við hann Robin.“ „Við erum góðir vinir,“ svaraði Júdit og brosti. „Hvernig geðjast yður að vera hjerna?“ spurði Jón. „Ágætlega. Jeg hefi samt ekki mátt vera að því að ganga um þorpið, en jeg ætla að gera það núna einhvem dag, þegar jeg á frí.“ „Við Jón höfum bókabúð í Hástræti,“ skaut Kristín inn í, „við höfum átt hjer heima í sex ár, og okkur finst þetta alveg ágætur staður." Júdit leit á þau. Áhugi hennar óx. „Ó, jeg verð að ein- setja mjer að líta inn, þegar jeg kem í þorpið næst. Jeg er hneigð fyrir lestur,“ sagði hún. Kristínu og henni talaðist þá svo til, að hún skyldi heimsækja hjónin næsta þriðjudag og drekka te hjá þeim. Hún kom eins og um var talað og gekk að búðargluggan- um til að virða fyrir sjer bækumar. Sjer til furðu sá hún, ef dæmt var eftir kápum og nöfnum bókanna, að þær voru allar kristilegs efnis. Nokkrar biblíur og nýja testa- menti voru á meðal þeirra. Hún gekk inn í búðina. Jón Stevens kom á móti henni og heilsaði henni vingjarnlega. „Það gleður mig, að þjer gátuð komið. Kristín skrapp aðeins frá. Hún verður ekki lengi. Viljið þjer skoða yður um í búðinni, þangað til hún kemur?“ „Já,“ svaraði Júdit og gekk að einni hillunni. „Þjer virð- ist eiga miklar birgðir." „Það er töluvert til,“ svaraði hann. „Það er talsverð eftirspurn að þess konar bókum hjer, og svo koma hingað margir gestir að sumrinu." Skiptavinur kom þá inn. Júdit gekk um kring og leit í hillumar. Bókhneigð sem hún var fann hún þó ekkert, sem drægi athygli hennar að sjer. Hún hafði aldrei hugs- að neitt um kristileg efni. Fleiri komu inn, og þegar hún hafði athugað flest, sem hillurnar geymdu, hringdi búð- arbjallan, og Kristín kom inn brosandi með fulla körfu í hendinni. „Það gleður mig, að þú ert komin,“ sagði hún. „Ertu nú búin að litast vel um?“ „Já,“ svaraði Júdit og velti fyrir sjer, hvort þeim mundi mislíka, er þau tækju eftir, að hún ætlaði ekki að kaupa neitt. „Jæja, þá ættir þú að koma upp í dagstofu.“ Kristín gekk á undan, upp stiga, inn í bjart og skemtilegt her- bergi. „Fanstu nokkuð, sem þjer líkaði?“ spurði Kristín um leið og hún smeygði sjer úr kápunni og fór að leggja á borðið. „Nei, jeg er hrædd um, að það hafi ekki verið,“ svar- aði Júdit feimnislega. „Hefir þú ekki áhuga fyrir þess konar lesefni?“ „Nei, jeg hefi ekki mikinn tíma fyrir trúarbrögðin. Ef til vill ætti jeg ekki að segja þetta, og jeg vona, að þjer mislíki ekki, en þegar jeg lít á bömin í „Skipalægi“ og sje, hvernig sum þeirra hafa þurft að þjást, þá finst mjer erfitt að trúa, að Guð sje til. Ef hann, eins og þið segið okkur, er kærleiksríkur Guð, hví leyfir hann þá, að sak- laust fólk þjáist?“ Kristín var alvarleg á svip, er hún svaraði: „Tilfinn- ingar þínar get jeg skilið að nokkru leyti, en þú getur ekki kent Guði um þær þjáningar, sem koma yfir heim- inn vegna synda mannanna." „En hvernig geta lítil börn, eins og systursonur þinn, til dæmis, hafa verðskuldað refsing á svona stuttri æfi?“ „Þau hafa ekki unnið til hennar. Hið sorglega er, að í þessum heimi þjást saklausir oft vegna sekra. Jeg skal segja þjer sögu Robins, ef jeg má. Hún hjálpar til að skýra, hvað jeg á við.“ „Já, gerðu það. Jeg er forvitin að heyra um hann.“

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.