Norðurljósið - 01.05.1951, Page 5
NORÐURLJÓSIÐ
21
„Yngri systir mín, María, móðir Robins, var altaf mjög
einþykk manneskja, jafnvel á unga aldri. Hún var kát,
gefin fyrir hvers konar skemtanir heimsins, og henni stóð
á sama, hverjum hún gerði mein, ef hún aðeins kom sínu
fram. Þegar hún heitbatst Davíð Hastings, reyndu for-
eldrar okkar að benda henni á, að litlar líkur væru til,
að þau yrðu hamingjusöm. Davíð var læknir, alvörugef-
inn ungur maður, sem ljet sig miklu skipta mannlegar
þjáningar og þráði að ljetta þær, án þess að láta sig
nokkru skipta efnalegan ávinning. En María hjelt, að
skínandi lífsbraut lægi fram undan honum, og hún var
altaf mjög framagjörn. Hún gerði sjer ljóst, að væri hún
konan hans, nyti álits í mannfjelaginu. Hún sinti eng-
um röddum samviskunnar og giftist honum.
„Þau höfðu ekki verið gift nema fjögur ár, þegar aug-
Ijóst varð, að hún sá eftir því, sem hún hafði gert. Davíð
sneri sjer til Krists um það leyti, og fjarlægðin óx á milli
þeirra. Hann var sæll í trú sinni og átti enn erfiðara að
skilja löngun hennar til fánýtra skemtana. Þó að hann
væri henni ávalt góður og þolinmóður, reyndi hún aldrei
að skilja hugsjónir hans. Þau fjarlægðust hvort annað
meir og meir. Börnin drógust að Davíð til að finna þann
kærleika, sem móðirin virtist aldrei hafa tíma til að veita
þeim.
„Svo kom sá dagur, þegar Maríu fanst hún ekki þola
þetta lengur. Davíð var ekki heima. Hún tók börnin, bjó
þau og tók saman farangur sinn. Síðan ók hún að heiman
með þau. Hún var aldrei gætin, þegar hún ók. í því hug-
arástandi, sem hún var, gáði hún einskis. í slæmri beygju
rakst hún á vörubifreið. Litla stúlkan og hún dóu sam-
stundis. Robin varð farlama, og það er vafasamt, hvort
hann stígur aftur í fæturna."
„Ó, þetta er sorglegt,“ hrópaði Júdit lágt upp yfir sig.
„Hvað gerði faðir hans?“
„Jeg hjelt fyrst, að hann mirndi bugast, en trú hans á
gæsku Guðs reyndist staðföst, og hann vann sigur á sorg-
inni.“
„Haldið þjer því fram, að trúarbrögðin geti hjálpað
manni til að sigra slíka erfiðleika?" spurði Júdit efandi
rómi.
Kristín hristi höfuðið. „Nei, ekki trúarbrögðin ein,“
svaraði hún. „Ekkert nema persónuleg þekking á frels-
andi og varðveitandi mætti Jesú Krists og náið samlif
með Guði getur þetta.“
Þá opnuðust dyrnar, og Jón Stevens kom inn. Kristín
leit upp. „Teið er tilbúið, góði minn,“ sagði hún. Þau
settust öll að borðum, og Jón gerði Guði þakkir.
„Jeg hefi verið að segja Júdit sögu Robins,“ sagði
Kristín við mann sinn.
„Þjer hafið verið mjög góð við hann,“ sagði hann við
Júdit, „og það er lánið hans Robins að eiga föður, sem er
sannur trúmaður."
Júdit sat þögul og hugsandi um stund. Síðan sagði hún
við Kristínu: „Eitthvað, sem þú sagðir, áður en við fórum
að drekka teið, hafði djúp áhrif á mig. Þú sagðir, að trú-
arbrögðin ein gætu ekki hjálpað neinum, heldur aðeins
persónuleg þekking á frelsandi og varðveitandi mætti
Jesú Krists. Hvað áttir þú eiginlega við með þessu?“
„Það er þannig,“ svaraði Kristín, „að það er alveg sama.
hve trúrækin og siðferðisgóð, sem við erum, við getum
aldrei unnið fyrir hjálpræði okkar; við getum ekki þekt
Guð í raun og veru persónulega, fyrri en við komum til
hans vegna verðleika Jesú Krists. í augum Guðs eru „all-
ar dygðir vorar sem saurgað klæði“. f auðmýkt og trú
verðum við að taka á móti hjálpræðinu sem gjöf frá hon-
um. „Af náð eruð þjer hólpnir orðnir fyrir trú, og það er
ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf“. Af því að Jesús
dó og reis upp aftur, getum við fengið fyrirgefning og
rjettlæting og lifað í samfjelagi við Guð. Það er sama,
hvað mætir hinum trúaða. Hann veit, að vilji Guðs er að
verki og stjómar lífi hans. Hversu erfið, sem brautin er,
þá er Guð með honum til að leiða hann og styrkja hann.“
„Hafið þið altaf trúað þessu?“ spurði Júdit.
(Framhald).
Laugardagur - sunnudagur.
Mjer hafa borist fyrirspurnir að svara í „Nlj.“:
1. „Hvar stendur það í biblíunni, að hvíldardagsboðorð-
inu eigi að breyta, halda helgan fyrsta en ekki sjöunda
daginn?“
2. „Hvílir nokkur skylda á okkur með helgihald sunnu-
dagsins, fyrst það er ekki boðið í biblíunni?"
3. „Er það rjett, að helgihald sunnudagsins sje til okkar
komið frá kaþólskum mönnum?“
í 15. árg. „Nlj.“ (1932) birti ritstjórinn grein, sem
nefndist: „Eiga kristnir menn að halda lögmálið?“ í þeirri
grein bar hann fram mörg rök um þetta mál. Vísa jeg
spyrjanda og öðrum til hennar. Nokkur svör skal jeg þó
gefa þessum spurningum.
1. Það stendur hvergi í biblíunni, að hvíldardagsboðorð-
inu eigi að breyta.
2. Það stendur heldur hvergi í biblíunni, að nokkur
þjóð eða maður, sem ekki er umskorinn eða ekki er af
ísraelsætt, eigi að halda lögmálið eða sjöunda daginn.
3. Það stendur í Róm. 7. 1.—6., að vjer, kristnir menn,
sjeum „deyddir lögmálinu,11 „dánir því,“ „leystir undan
lögmálinu." Þess vegna getum vjer ekki haldið sjöunda
daginn. Eða þurfa dauðir að halda lög?
4. Vjer, kristnir menn, erum upprisnir með Kristi, og
það lögmál, sem vjer erum imdir, er lögmál Krists, lög-
mál kærleikans. „Sá, sem elskar náunga sinn, hefir upp-
fylt lögmálið.“ (Les. Róm. 13. 8.—10.) Þessi orð sýna, að
kristindómurinn er ekki fólginn í keðju af boðorðum,
heldur lífi og anda. „Vjer þjónum í nýung anda, en ekki í
fyrnsku bókstafs."
5. Vjer höfum dæmi Krists og postula hans til að koma
saman á fyrsta degi vikunnar. (t. d. Lúk. 24. 13.—43; Jóh.
20.; Post. 20. 7.) Orð postulans: „Einn gerir sjer dagamun,
en annar metur alla daga jafna,“ (Les. Róm. 14. 1.—6.)
sanna, að ekkert boðorð er gefið í ntm. um helgihald
nokkurs dags. Hins vegar er það algerlega í anda nýja
sáttmálans, að kristnir menn verji fyrsta degi vikunnar til
hvíldar og samfjelags við Drottin.
6. Helgihald fyrsta dagsins sem tilbeiðsludags og guðs-
þjónustu hófst ekki hjá kaþólskum mönnum, heldur hin-
um fyrstu kristnu. Ritið „Didakí“ (Kenning hinna tólf
postula) tekur þar af öll tvímæli. Þetta rit mun vera
skrifað ekki löngu eftir daga postulanna.
„Til frelsis frelsaði Kristur oss; standið því fastir og
látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok.“ (Gal. 5. 1.)
Sæmundur G. Jóhannesson.