Norðurljósið - 01.05.1951, Blaðsíða 6
22
N ORÐURLJ ÓSIÐ
MOLAR FRÁ BORÐI MEISTARANS.
(Greinir fyrir trúaða.)
VJER f KRISTI — KRISTUR í OSS.
(Framhald.)
Lesið fyrst Jóh. 15. 1.—17.
„Jeg er hinn sanni vínviður,“ sagði Drottinn Jesús. Var
nokkur annar vínviður til?
„ísrael var gróskumikill vínviður, sem bar ávöxt.“
Hann var vínviður Guðs hjer á jörðu. En „hjarta þeirra
var óheilt.“ Fyrir það tóku þeir gjöld. (Hós. 10. 1.—2.)
Greinar hans voru teknar burt, af því að þær heyrðu
ekki Drottni til. (Jer. 5. 10.) í staðinn fyrir að bera vínber
rjettlætis bar hann muðlinga ranglætis. (Jes. 5. 2., 7.)
Vínrækt var mikil í Gyðingalandi, og vínyrkju þekti
hvert mannsbarn. Þegar vínviðurinn fór að blómstra, var
hann sniðlaður. (Ljóðalj. 2. 12.—13.) Blómin sögðu til,
hvort greinin mundi bera ávöxt eða ekki. Ef hún bæri
ekki ávöxt, tók vínyrkinn greinina burtu, sneið hana af.
Sólin bakaði hana. Hún þornaði. Þegar Drottinn sagði
þessa líkingu, sem við lásum í Jóh. 15. yrðu vínyrkjar
ínnan skamms hvarvetna að starfi: að taka burtu þurrar
greinar, en hreinsa hinar safaríku og grænu, er síðar
mundu svigna undan ofurmagni ávaxtarins, sem þær
báru. Þá voru hinar þurru löngu úr sögunni, því að þær
höfðu ekki gegnt því hlutverki, sem þeim var ætlað að
gegna: að bera ávöxt, vera til gagns.
Hvað gerði þennan geysimun? Hví varð önnur greinin
eldsmatur, en systir hennar ávöxtum hlaðin? Voru þær
ekki einu sinni báðar á sama vínviðnum? Vissulega, en
önnur hjelt áfram að vera kyrr á honum, teiga safann úr
æðum hans, en hin ekki. Þess vegna varð hún þurr og
visin, ávaxtalaus með öllu. Önnur var í órofnu sambandi
við hann dag og nótt. Hún naut alls, sem vínviðurinn gat
veitt henni. Hin fór alls á mis. Hvorug þeirra var nokkuð
í sjálfri sjer. Sú sem var ávöxtum hlaðin var ekkert betri
en hin. Það var vínviðurinn sjálfur, lífið, sem streymdi
frá honum, sem gerði þennan óendanlega mun. Önnur
naut þess, hin ekki.
„Án mín getið þjer alls ekkert gert.“ Þannig vildi
Drottinn kenna oss, að vjer getum ekkert af oss sjálfum,
ekki fremur en afsniðin grein.
Hve ólýsanlega mikilvægt er þá, að vjer dveljum í
Kristi, svo að hann dvelji í oss, til þess að vjer fáum
borið Guði ávöxt, vegsamað föðurinn með því að bera
mikinn ávöxt,
Hefir þú ekki einhvern ávöxt?
Hefir þú ávöxt vara, sem játa nafn Drottins Jesú? Ber
þú fram fyrir hann, fyrir hans kraft, lofgerðarfórn fyrir
Guð? (Hebr. 13. 15.)
Ertu orðinn auðugur að rjettlætis-ávexti, sem fæst fyr-
ir Jesúm Krist, til dýrðar og lofs Guði? (Fil. 1. 11.)
Hefir þú ávöxt til helgunar, leystur frá syndinni og orð-
inn þjónn Guðs? Eru limir þínir þjónar rjettlætisins til
helgunar? (Róm. 6. 18.—22.)
Erfiðar þú fyrir Krist? Sjerðu árangur, ávöxt, af starfi
þínu? (Fil. 1. 22.)
Bróðir, lifir þú í sífeldu samfjelagi við vínviðinn sanna,
við Drottin Jesúm Krist? Er trúarlífið sem heiðríkur
sólskinsdagur, eða er trúarhiminn þinn skýjaður, svo að
meiri sjeu skuggar en skin?
Ertu að þorna? Var einu sinni meiri ánægja að lesa og
biðja heldur en nú? Meiri gleði að vitna um Drottin og
vegsama hann? Var áður meiri sigur yfir syndinni, grein-
ing frá heiminum heldur en nú?
Stendur Drottinn Jesús eins og utan við líf þitt, utan
við hjarta þitt? Sje það svo, þá stendur hann við dyrnar
og knýr á.
Hann vill koma inn í hjarta þitt, gera sjer þar heimili.
Hann vill koma inn í líf þitt, umskapa það. Hann vill láta
hið gamla verða að engu, gera alla hluti nýja. Hann vill
láta líf sitt og kraft sinn streyma inn í þig, um þig og út
frá þjer. Hann vill gera þig sem vökvaðan aldingarð, sem
uppsprettulind, sem aldrei þrýtur, (Jes. 58. 11.) svo að
þú verðir Guði sem aldingarður, meðbræðrum þínum
blessunarlind.
Hvað þarft þú að gera til að bera ávöxt, mikinn ávöxt?
Þú þarft að taka á móti, fyrst af öllu. Það er það, sem
greinin gerir, sem kyrr er á vínviðinum. Hún tekur á
móti lifandi safa hans. „Þeir, sem taka á móti gnóttum
náðarinnar og rjettlætis-gjafarinnar, ríkja í lífi fyrir Jes-
úm Krist.“ (Róm. 5. 17.)
Hvernig kemur Drottinn Jesús inn í hjarta þitt og líf
þitt?
Hann segir: „Sjá, jeg stend við dyrnar og kný á. Ef ein-
hver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun
jeg fara inn til hans.“ (Les Opinb. 3. 17.—20.) Drottinn
knýr að dyrum. Hvað gerir þú, þegar þú heyrir, að knúð
er á dyr þínar? Þú annaðhvort opnar eða segir: „Kom
inn.“ Þá gengur gestur þinn inn. Þú segir á sama hátt við
Drottin Jesúm: „Kom inn, Drottinn Jesús. Jeg opna fyrir
þjer. Jeg veiti þjer viðtöku. Kom inn í veru mína og líf
mitt, inn í hjarta mitt og starf mitt, á þann hátt sem þú
vilt koma inn. Lif lífi þínu í mjer, eins og þú vilt fá að
lifa þar. Dvel í mjer, eins og þú vilt fá að dvelja í hjarta
lærisveins þíns. Styrktu mig til að dvelja í þjer, eins og
þú vilt að jeg dvelji í þjer. Starfa þú í mjer og í gegnum
mig, eins og þú vilt fá að starfa í mjer. Drottinn, ver
mjer alt, því að án þín get jeg alls ekkert gert. Jeg reiði
mig á orð þín, áreiðanleik þinn. Á sjálfan mig get jeg ekki
reitt mig, hvorki trú mína nje tilfinningar, en jeg reiði
mig á þig. Þú ert sannleikurinn. Hvað sem kemur fyrir,
þú getur ekki brugðist. Þökk fyrir það, að jeg má alger-
lega reiða mig á þig. Fyrir þíns nafns sakir meðtekur þú
bæn mína, Drottinn Jesús. Amen.“
Þú finnur, ef til vill, ekki mikla breytingu fyrst í stað,
þegar þú býður Drotni þannig inn. En breyting kemur,
þegar líf og kraftur Drottins fer að streyma um þig í nýj-
um mæli, því að þú átt ekki aðeins að taka á móti, þú átt
líka að gefa, láta blessun þína halda áfram til annarra.
Þetta, að blessun Drottins í lífi þínu verði eins og læk-
ur, sem ávalt streymir áfram, en ekki eins og tjarnarpoll-
ur, sem fúlnar af kyrrstöðu, það er einmitt leyndardómur
þess að bera Guði ávöxt. Þú þiggur af Drotni til að gefa
mönnunum. Þú tekur á móti til að láta aðra njóta þess
með þjer.
Þegar Drottinn Jesús var hjer á jörðu, var hann sífelt
að gefa: af tíma sínum, mætti sínum, kærleika sínum og
ástúðlegri umhyggju fyrir öðrum. Þetta er það líf, sem
hann býður þjer að njóta og taka þátt í með sjer.
(Framhald.)