Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1951, Side 7

Norðurljósið - 01.05.1951, Side 7
NORÐURLJÓSIÐ 23 Trúlausa stúlkan. Þangað til jeg var 16 ára, var jeg rammheiðin. Jeg sótti aldrei guðsþjónustur og leit á þá, sem gerðu það, sem hræsnara. Jeg var aldrei látin lesa biblíuna. Jeg vissi, að Guð var til. Það var alt og sumt. Svo bar það til eitt sunnudagskvöld, að mig fór alt í einu að langa til að vera við guðsþjónustu. Jeg sagði við bróður minn: „Sid, mjer finst mig langa til að fara í kirkju. Vertu svo vænn að koma með mjer.“ Bróðir minn hló að beiðni minni. „Hver hefir komið þessari flugu í kollinn á þjer, Edit?“ sagði hann. Fólk mitt hafði ákaflega gaman af, að jeg skyldi vilja fara í kirkju, því að jeg var svo trylt og forsprakki í öllum ærslum. Jeg átti í dálitlu stímabraki við bróður minn, en loksins ljet hann undan og fór með mjer. Við sátum frammi við dyr. Honum fanst ræðan aldrei ætla að enda, og meðan stóð á guðsjjjónustunni, sagði hann: „Ef það er svona að fara í kirkju, þá fer jeg aldrei hingað aftur. Jeg var flón að fara.“ Guðsþjónustan var loksins úti. „Sid,“ sagði jeg, „þessi maður ljet mjer líða illa.“ „Minstu ekki á það, Edit. Jeg hefi fengið nóg. Jeg fer aldrei aftur.“ „Það geri jeg ekki heldur,“ sagði jeg. Jeg hugsaði svo ekki meira um þetta, uns næsti sunnudagur kom. Þá fann jeg, að jeg varð að fara. Mjer datt ekki í hug, að jeg gæti farið ein, svo að jeg sárbað bróður minn aftur og aftur. Loksins hafði hann fataskipti og kom. Við sóttum sömu kirkjuna, sátum í sama bekk. Hið sama endur- tók sig. Mjer leið illa. Bróðir minn var óánægður við sjálfan sig fyrir að koma. Þegar guðsþjónustan var úti, sagði jeg: „Jeg fer aldrei, aldrei þangað aftur.“ „Þú sagðir það seinast," svaraði liann. „Jeg veit, að hvorki nokkur eða nokkuð skal fá mig til að fara aftur." Við fórum bæði heim. Jeg gleymdi að geta þess, að faðir minn var eiginlega guðlaus maður. Jeg hugsaði svo ekkert um þetta alla vikuna, þangað til samkomutíminn kom. Enn fann jeg, að jeg yrði að fara. Ó, hvað jeg sárbændi Sid að koma með mjer. Hann gerði það, ákaflega ófús, eins og skiljanlegt er. Við vorum á sama stað, sátum á sama bekk. Með- an jeg sat þar, varð mjer ljóst, að jeg var glötuð sál. Enginn hafði talað við mig, en jeg vissi, að dæi jeg næstu nótt, færi jeg beint í glötunarstaðinn. Jeg held, að textinn hafi verið: „Yður ber að endurfæð- ast.“ }eg vissi, að jeg var syndari, en jeg vissi ekkert um hjálpræði Krists. Jafnskjótt og við vorum komin út, sagði jeg við bróður minn: „Ef við deyjum í nótt, förum við beint í glötunarstaðinn.“ Hann leit á mig og sagði: „Hvað gengur að þjer?“ „Talaðu ekki við mig,“ sagði jeg. „Við erum bæði syndarar. Hugsaðu þjer, við höfum framið meira en eina synd, og hann sagði, að enginn, sem framið hefði eina synd, gæti komist inn í himnaríki. Hvað eigum við að taka til bragðs?“ Við gengum heim. Bróðir minn hengdi upp hatt sinn og frakka, en jeg gekk fram og aftur um eld- húsgólfið og fór ekki úr kápunni. Loksins kom bróðir minn og sagði: „Edit, farðu úr kápunni og komdu inn.“ „Sid,“ svaraði jeg í örvæntingu, „jeg fer að finna manninn, sem talaði í kvöld.“ Bróðir minn leit á mig og sagði: „Jæja, jeg skal fara með þjer.“ Aldrei á æfi minni hafði mjer þótt eins vænt um hann og þá. Við fórum aftur til kirkjunnar, og þá bar svo til, að prjedikarinn var að koma út. Jeg gekk til hans og sagði: „Herra minn, mig langar til að skírast.“ Jeg hjelt, að skírnin mundi frelsa mig. Hinn góði þjónn Drottins leit á mig; og hvernig get jeg lýst því, er jeg heyrði í fyrsta sinni, svo að jeg skildi, sögu krossins. Hann sagði mjer frá frelsaranum og kærleika hans, að hann elskaði MIG. Jeg sagði: „Herra, jeg hefi aldrei hugsað til lians alla mína æfi, ekkert skeytt um hann. Með mikilli viðkvæmni og kærleika svaraði hann: „Barnið mitt, Drottinn elskar þig og dó fyrir þig,“ Fyrir mig! fyrir mig! Tilfinningum mínum get jeg ekki lýst. í gleði minni hristi jeg bróður minn og sagði: „Sid, hlustaðu á góðu frjettirnar.“ „Ó, hvað á jeg að gera?“ spurði jeg. Þjónn Drottins tók biblíuna sína og las nokkur vers. Eitt þeirra var þetta: „Þann, sem til mín kem- ur, mun jeg alls ekki burt reka.“ (Jóh. 6. 37.) „Herra minn,“ sagði jeg, „jeg vil koma á þessu augnabliki.“ Fyrsta bæn mín var: „Drottinn, frels- aðu mig, syndarann, og frelsaðu bróður minn líka.“ Jeg reis á fætur, og þjónn Drottins sagði við mig: „Hafið þjer treyst honum? Trúið þjer því, að þjer sjeuð frelsuð?“ „Auðvitað,“ svaraði jeg, „sagði hann ekki: ’þann, sem kemur’? og jeg hefi komið.“ Fagnandi hljóp jeg alla leið heim með bróður mínum, þaut inn til fólksins míns og gerði það steinhissa með því að segja: „Jeg er frelsuð. Jeg hefi fundið Jesúm Krist.“ Jeg fór um alt til að segja fólki frá. Jeg hjelt, að enginn þekti fagnaðarerind- ið. Jeg trúi enn því, sem jeg trúði þá: Ef menn þektu Krist, hlytu þeir að elska hann. Einhver, sem les þetta, getur spurt: „Entist þetta lengi?“ Jæja, það eru níu ár, síðan jeg kom til Krists. Jeg get sagt frá insta djúpi veru minnar, að ávalt síðan jeg heyrði hinn dásamlega boðskap, um frels- andi kærleika Guðs, hefir það verið gleði mín í líf- inu að flytja öðrum Joann boðskap. Engin gleði í

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.