Norðurljósið - 01.05.1951, Page 8
24
NORÐURLJÓSIÐ
heimi jafnast á við það: að sjá kraft Guðs umskapa
líf manna eins og liann umskapaði mitt líf. Jeg hefi
sjeð drykkjumenn, fjárhættuspilara, blótvarga — alls
konar fólk í alls konar ástandi — komast undir áhrif
hans. Árangurinn hefir verið dásamlegur: Ný sköp-
un í Kristi Jesú. Drottinn Jesús lætur sjer ekki
nægja að gera fólk að betri mönnum. Hann endur-
skapar það, fyrirgefur og gleymir fortíð þeirra. Hve
dásamlegur boðskapur, sem frelsar alla, lyftir öllum
upp, ÖLLUM, sem vilja veita honum viðtöku! Jeg
hefi liorft á þetta gerast.
,,Ef einhver er í Kristi, er hann ný sköpun, hið
gamla varð að engu, sjá, það er orðið nýtt.“ (II. Kor.
5. 17.)
„Þann, sem til mín kemur, mun jeg alls ekki burt
reka.“ (Jóh. 6. 37.)
„Komið til mín, .... og jeg mun veita yður
hvíld." (Matt. 11. 28.) E. G.
„Lítið á akrana/#
FORBOÐNA EYJAN.
Fyrir austan Java í Indlandshafi er lítil ey, scm nefnist
Bali. Frjósöm er hún og því fjölbygð, sem vænta má. Hún
laut áður Hollendingum, en er líklega nú í lýðveldi Indó-
ncsíu.
Hollendingar sendu þangað tvo trúboða árið 1866. Annar
veiktist og sneri heim. Hinn starfaði þar í 18 ár og hafði
snúið einum manni. Þá gerðust þau tíðindi, scm eiga hvergi
sinn líka i allri sögu trúboðsins. Trúskiptingurinn myrti
trúboðann. Hvers vegna hann gerði það, sagði hann engum,
en hann var síðan tekinn af lífi.
Hollenska stjórnin skipaði þá svo fyrir, að trúboðar mættu
ekki fara til Bali, og fjekk enginn að fara þangað. Stóð svo
fram um 1930.
Trúboði nokkur, sem starfaði í Kína, varð að hætta starfi
þar vegna ræningja. Hann frjetti um Bali og ferðaðist þang-
að. Þegar hann bað um starfsleyfi, var því óðara neitað. Þá
sagði liann: „Það eru þúsundir Kínverja á eynni. Jeg tala
kínversku, má jeg ekki starfa meðal þeirra?" Hann fjekk
leyfi til þess, en var fyrirboðið að snerta landsmenn sjálfa.
Hann hóf svo starf meðal Kínverja. Hönd Drottins var
með honum, og nokkrir sneru sjer til Krists. Sumir þeirra
voru kvæntir Bali-konum. Þær sóttu þá samkomurnar með
mönnum sínum og heyrðu fagnaðarerindið. Síðan sögðu þær
vinum sínum og ættingjum frá. Margir jreirra könnuðust
við það, }>ví að guðspjöllunum hafði verið dreift út meðal
eyjarbúa.
Arangur jressa varð sá, að um fjörutíu Bali-búar báðu um
skírn. Trúboðinn komst í vanda. Hann ákvað loks að skíra
mennina fyrst og biðja svo stjórnina um leyfi á eftir! Þeir
voru svo skírðir opinberlega í einni á þar.
Nú skall ofviðri yfir, því að stjórnin, blöðin og ferðaskrif-
stofan var á móti trúboðanum. Maður að nafni E. Tipson,
sem mun vera sjálfur trúboði, var beðinn að fara jrangað
með tveimur hollenskum trúboðum og rannsaka málið.
Þeir fundu landstjóra Bali að máli. Hann var sannkristinn
maður, en sem fulltrúi stjórnarinnar varð hann að liefja
rannsókn yfir 26 mönnum, sem gerst höfðu kristnir.
Þeir voru leiddir fram að viðstöddu fjölmenni og látnir
krjúpa niður. Síðan hóf hann að spyrja þá um trú jjeirra og
gerði jrað svo meistaralega, að rjettarhaldið varð kröftugasta
prjedikun boðskapar Krists. Hann spurði, t. d.: „Hver er
Jesús Kristur?" „Hvers vegna kom hann hingað?“ „Hvers
vegna dó hann?“ „Hvað eigið jjið við með orðunum: fyrir-
gefning syndanna?“ Rjettarhaldinu lauk liann þannig: „Þið
eruð allir Hindúar. Þið hafið fullkominn rjett til að vera
Hindúar, ef Jjið viljið. Þessir menn hafa sagt ykkur, að þeir
sjeu kristnir. Þeir hafa fullkominn rjett til að vera kristnir,
ef þeir vilja. Sjáið þá því í friði."
Þannig er jrá fagnaðarerindið komið loks til Bali. Guð
gefi því vöxt og viðgang jrar. Við skulum sameiginlega biðja,
að Guð varðveiti þessi börn sín á Bali, blessi þau, og geri
þau að trúföstum vottum sínum og þjónum. Hann veiti orði
náðar sinnar framgang þar.
UM FERÐIR RITSTJÓRANS.
Þess var síðast getið, að ritstj. „Nlj.“ var staddur í Mið-
Afríku, Uganda. Þar var hann ekki nema nokkra daga.
Áður en hann kom þangað, hafði hann dvalið í borginni
Nairobi í Kenya. Þangað fór hann aftur og hjelt svo til
Jóhannesarborgar í Suður-Afríku. Þaðan fór hann til
Höfðaborgar (Cape Town) og sneri síðan til Jóhannesar-
borgar. í þessum borgum hjelt hann margar samkomur,
stundum tvær á dag.
10.—17. mars dvaldi hann aftur í Nairobi. Þar höfðu
allar evangeliskar starfsgreinar sameinað krafta sína til
að halda sameiginlegar samkomur í viku. Hann var feng-
inn til að tala á þessum samkomum.
18. mars var haldið til Indlands, til Bombay. Þar í landi
er ráðgerð dvöl til 18. apríl. Síðan á að halda um Singa-
pore til Ástralíu, þar sem hann gerir ráð fyrir að dvelja
fram um 12. júní.
Annríkið, sem fylgir þessu ferðalagi, er geysilegt. Fólk
er altaf að koma og tala við hann. Hann fær lítinn eða
engan tíma til brjefaskrifta. Þess vegna eru þær frjettir,
sem blaðið færir, af skornum skamti.
1 brjefi, sem kona hans skrifaði móður sinni, segir hún,
að hún hafi ekki fyrirfram getað skilið, hvílík þörf hafi
verið fyrir þetta starf, sem maður hennar leysir nú af
hendi. Alstaðar eru þau beðin að koma aftur eða standa
lengur við. „Okkur vantar svo uppfræðslu í Guðs orði“,
segir fólkið. Drottinn vissi um þessa þörf. Þess vegna
sendi hann hjónin í þetta ferðalag .— Trúuðu vinir, minn-
ist þeirra í bæn.
TIL KAUPENDA.
Margra hluta vegna var betra fyrir mig að gefa út
„Nlj.“ fyrir mars og aprfl, maí og júní um sama leyti og
senda blöðin út samtímis. Vonandi reynisi kleift að gefa
næsta blað út á rjettum tíma.
Fólki skal bent á, að það getur leitað hingað, ef það vill,
á sama hátt og gert var, meðan ritstj. var heima.
S. G. J.
NORÐURLJÓSIÐ kemur út annan hvorn mánuð, 48
blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 5 kr. og éreiðist fyrir-
íram. Verð t Vesturheimi: 50 cents.
Ritstjóri og útgefandi: Arthur Gook, Akureyri.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.