Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 8
8 NORÐURLJÓSIÐ Nú er það löngun mín: að lifa ekki á útjöðrum kristin- dómsins, heldur inni á miðjum vegi hins fullkomna vilja Guðs. Mig langar til að minnka meir og meir og veita Jesú rúm hjá mér. (Þýtt úr „Contact,“ málgagni Kristinna kaupsýslumanna, 127 South Wacker Drive, Chicago 6, III., V. S. A.) --------x-------- EILÍFÐIN OG ÁBYRGÐ VOR Eftir síra R. Eugene Crow. (Talin bezta ræða af 250 ræðum um þetta efni. Hlaut 1. verðlaun hjó timaritinu „Christianity Today" ( Kristindómurinn nú á dögum), sem efndi til slikra verðlauna). Texti: Matteus 25. 31.—46. „En er manns-sonurinn kemur í dýrð sinni og allir englarnir með honum, þá mun hann setjast í hásæti dýrð- ar sinnar, og allar þjóðirnar munu safnast saman frammi fyrir honum, og hann mun skilja þá hverja frá öðrum, eins og hirðir skilur sauðina frá höfrunum, og hann mun skipa sauðunum sér til hægri handar og höfrunum sér til vinstri handar. Þá mun konungurinn segja við þá til hægri handar: „Komið þér blessuðu föður míns og takið að erfð ríkið, sem yður var fyrirbúið frá grundvöllun heims; því að hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta; þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka; gestur var ég, og þér hýstuð mig; sjúkur var ég, og þér vitjuð- uð mín; nakinn, og þér klædduð mig, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.“ Þá munu hinir réttlátu svara honum og segja: „Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og fæddum þig, eða þyrstan og gáfum þér að drekka? Og hvenær sáum vér þig gest og hýstum þig, eða nakinn og klæddum þig? Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða i fang- elsi og komum til þín?“ Og konungurinn mun svara og segja við þá: „Sannlega segi ég yður, svo framarlega sem þér hafið gert þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gert mér það.“ Þá mun hann og segja við þá til vinstri handar: „Farið frá mér, þér bölvaðir, i ei- lífa eldinn, sem fyrirbúinn er djöflinum og englum hans. Því að ég var hungraður, og þér gáfuð mér ekki að eta; ég var þyrstur, og þér gáfuð mér ekki að drekka; ég var gestur, og þér hýstuð mig ekki; nakinn, og þér klædduð mig ekki; sjúkur og í fangelsi, og þér vitjuðuð mín ekki.“ Þá munu þeir svara og segja: „Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan eða gest eða nakinn eða sjúkan eða í fangelsi og hjúkruðum þér eigi?“ Þá mun hann svara þeim og segja: „Sannlega segi ég yður: svo framarlega sem þér hafið ekki gert þetta einum þessara minnstu, þá hafið þér heldur ekki gert mér það.“ Og þessir skulu fara burt til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.“ Geimferðaöldin hefir vakið spurningar. Ein spurning- in, sem kom fram nýlega, var á þessa leið: „Hvað mundu geimfarar gera við lík manns, sem dæi á löngu ferðalagi til fjarlægra stjarna?“ Vísindamaður svaraði: „Líkinu mætti ýta út í tóman geiminn, þar sem það mundi leysast upp í tóm geimsins.“ Þó að slíkar framtíðarhorfur séu skelfandi, eru þær eigi að síður augljóslega sannar. En jafnvel á þessari efnis- hyggjuöld, minnumst við samt hinna ævagömlu hebresku, grísku og kristnu arfsagna með þeirri gleðiriku von, að enda þótt líkaminn leysist upp „í tóm geimsins,“ heldur lífið áfram. Við hlustum á rödd Jesaja, er hann ritar: „Menn þín- ir, sem dánir eru, skulu lifna; . . . vaknið og hefjið fagn- aðarsöng, þér, sem búið í duftinu.“ (Jesaja 26. 19.). Við horfum á dauðann með „Prédikaranum", og hlustið nú: „Moldin hverfur aftur til jarðarinnar, þar sem hún áður var, en andinn til Guðs, sem gaf hann.“ (Préd. 12. 7.). Við skyggnumst yfir brún eilífðarinnar með Daníel, hr,ifn- ir af orðum hans: „Margir þeirra, sem sofa í dufti jarð- arinnar, munu upp vakna, sumir til eilífs lífs, sumir til smánar, til eilífrar andstyggðar.“ (Dan. 12. 2.). Þegar við snúum okkur að blöðum nýja testamentis- ins, hefja orð Jesú von okkar til stjarnanna: „Ég er upp- r.isan og lífið, sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ — „Mínir sauðir heyra mína raust, og ég gef þeim eilíft líf.“ — „I húsi Föður míns eru mörg híbýli.“ Hann sannaði orð sin með upprisu sinni, er hann hrósaði sigri yfir gröfinni, og þar með verður vonin að fullvissu. V.ið flettum máðum blöðum gamallar heimspekibókar og heyrum, hvað hinn sérlega virðulegi, gríski heimspek- ingur, Sókrates, segir, er komið var að aftöku hans: „Þeg- ar ég hefi drukkið eitrið, mun ég skiljast við þig og fara til gleði hinna sælu. Vertu því hughraustur, minn kæri Krító, og hugsaðu um það, að þú ert aðeins að grafa líkama minn.“ (B. Jowett, trans. The Works of Plato, New York, Tudor Publishing Co„ III. 267, 268.). Þann- ig er það, að jafnvel heiðin rit, skráð fjórum öldum fyrir Krist, hvetja okkur til að vonast eftir meiru en „tómi geimsins.“ Hjá flestum er spurningin ekki í raun og veru sú, hvort um líf sé að ræða eftir dauðann eða ekki, heldur: Hvaða tegund af líf.i er þar handa mönnum, sem alvarlega hugsa um framtíðina? Og hvernig er unnt að eignast líf, sem er þess vert, að því sé lifað áfram? Jesús Kristur, hinn eini, sem komið hefir aftur úr gröfinni til þess að sanna fyrir- heit sín, hann kennir skýrt og ákveðið, að slíkt líf sé Guðs gjöf, gefið fyrir milligöngu hans sjálfs. Við heyrum hann segja um þá, sem fylgja honum: „Ég gef þeim eilíft Iíf.“ Siðabótin var afturhvarf til skýrrar kenningar Jesú og nýja testamentisins, að eilífa lífið, hjálpræðið, er gjöf Guðs, en ekki verk manna. Ennfremur kennir Kristur mjög skýrt, jafnt sem þeir, er ritninguna r.ituðu, að eilíft líf er því skilyrði bundið, að veita verður því viðtöku til þess að fá notið þess. Undarlegt er það, en þeirri nauðsyn, að fela sig Guði og taka þessa ákvörðun, að verða aðnjótandi gjafar ei- lífa lífsins frá honum, hefir oft verið neitað og einkuin í Bandaríkjunum. Allt frá dögum guðfræðingsins Origens,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.