Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 9

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 9
NORÐURLJÓSIÐ 9 í upphafi þriðju aldar kristninnar, hafa sumir kristnir menn haft þá trú, að Guð mundi að lokum frelsa alla menn. Sjónarmið þeirra, sem nefnt er Alsælutrú (Uni- versalism), á sér margar sögulegar rætur. í Bandaríkjun- um hefir hún þó, þangað til nýlega, verið fremur heima- ræktuð heldur en angi af gamalli erfikenningu minnihlut- ans innan kristninnar. Alsælutrúin var oft hreinskilin afstaða, sem menn tóku gagnvart geigvænlegri framsetningu á kenningunni um dóm Guðs. Ræða Jónatans Edwards: „Syndarar í reiði- hendi Guðs,“ sýnir bezt, hvernig venja var að prédika dóm Guðs á þann hátt, að svo virtist sem Guð hefði ánægju af kvölum fordæmdra, og hve minnisstæð eru orð hans: Sá Guð, sem heldur þér yfir afgrunni helvítis, svipað eins og sá, sem heldur á kónguló eða einhverju viðbjóðslegu skorkvikindi yfir eldi, hefir viðbjóð á þér og er hræðilega egndur til reiði. Reiði hans gagnvart þér brennur eins og eldur. Augu hans eru hreinni en svo, að hann geti horft á þig. Þú ert tíu þúsund sinn- um viðbjóðslegri í augum hans heldur en hinn eitraðasti og and- styggilegasti höggormur er í okkar augurn." (Mayo W. Hazeltine, ed. Orations, New York, Collier Publishing Co., V. 1811.). Hann eignaðist margar ruddalegar eftirhermur og á þær enn í dag. Góðviljaðir menn sáu undir eins, að þessi skýring á dómi Guðs kom hvorki heim við hugarfar Guðs til mannanna, eins og það kom fram í Jesú Kristi í nýja testamentinu, né heldur við þann sannleika, að helvíti var fyrirbúið andlegum verum, djöflinum og englum hans. Menn fóru því í andstæða átt, og alsælutrúarmenn neituðu, að Guð dæmdi nokkurn mann eftir dauðann. I öðru lagi er til alsælutrú, sprottin af tilfinningum manna. Hún hefir enga fasta stofnun á bak við sig, en margar „raddir“ og „spámenn“. Uppruni hennar er í þjóðlegri tilfinninga-viðkvæmni amerískra mótmælenda. Guðfræði hennar er sú, að Guð sé of kærleiksríkur til að refsa nokkrum manni. Jafnvel maður eins frjálslyndur og Harry Emerson Fosdick hefir gert uppreisn gegn guð- fræði, byggðri á svo losaralegri hugsun, sem hangir saman á lími tilfinninga-viðkvæmni. Hann lýsti yfir því, að Guð refsaði hinum iðrunarlausu vegna kærleika síns til allra manna, en ekki vegna galla á hans eigin eðli. Guðfræði byggð á tilfinningum. Þriðja rót okkar heimavöxnu alsælutrúar er sálfræðileg. Það þarf ekki skarpgáfaðan hlustanda til þess að verða þess áskynja, að margir þeirra prédikara, sem prédika helvítiseld og dóm, leiðast meir af þörfum síns eigin rang- snúna persónuleika en af löngun sinni til að boða allan sannleika Orðs Guðs. Þessi einfalda athugun hefir oft verið notuð til að styðja alsælutrúna. Nýlega var ég að ræða við einn velkunnan leiðtoga, sem að endingu spurði mig: „Hvers vegna þarftu að hafa helvíti?“ Svar mitt var: „Ég þarfnast þess ekki. Eigi að síður segir Jesús Kristur, að það sé til. Ef við getum ekki trúað, að við höfum sanna frásögn af kenningu hans um þetta efni, hvernig getum við þá trúað nokkru af öðrum skráðum kenningum hans?“ Nánari íhugun sýndi mér, hvers vegna þessi sérstaki maður þurfti á því að halda, að ekki væri til helvíti. Hugmyndinni um helvíti er hafn- að af sumum mönnum, af því að þeir sjá það skýrt, að sumir prédikarar boða það meir vegna sinnar hefnigjörnu tilfinninga heldur en vegna Orðs Guðs. Enn aðrir neita hugmyndinni um glötun, af því að hún fellur ekki til- finningum þeirra í geð. Tilfinningar eru lélegur grund- völlur undir guðfræði. Kristindómur, byggður á fagnað- arerindinu, hefir reynzt fær um að hrekja þessi sjónarmið. Ný tegund af alsælutrú ógnar nú eigi að síður hinni skýru og ákveðnu, biblíulegu kenningu. Hún er tvöfalt hættulegri vegna þess, að hún á rætur sínar að rekja til frægasta bandamanns kristindóms fagnaðarerindisins, nefnilega Karls Barths. Þessi heimsfrægi, kristni guð- fræðingur hefir snúið aftur mörgum leiðtogum hugsandi manna frá heimspekilegri guðfræði til biblíulegrar guð- fræði. Risavaxnar ritgerð.ir hans hafa unnið mikið í þá átt að stöðva mótmælendakirkjuna í heild á reki hennar til vísindalegrar skynsemistrúar, „nýguðfræði“ fyrri kyn- slóðar. Málið hefir orðið flóknara fyrir þá sök, að margir kristnir söfnuðir hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá honum. Fagnaðarerindið er einfalt, en verður að boðast heimi, sem er mjög margflókinn. Fáir menn hafa þá hæfileika eða þann tíma, sem þarf til að finna, hvernig hentast er að heimfæra fagnaðarerindið, svo að þeirra eigin kynslóð geti notfært sér það. Flestir prédikarar og guðfræðingar verða að leita til hinna, sem snillingar eru, skara fram úr, til að fá umgjörðina, rammann, um guð- fræði sína og heimfærslu fagnaðarerindisins á sínum dög- um. Hvernig á oð boða nútímonum fognoðorerindið? Það eru þrjár meginleiðir, sem miklir hugsuðir hafa alltaf farið, til að verja og útskýra fagnaðarerindið, jafn- framt og að boða það. Fyrsta leiðin er: að laga sig eftir hugsunarhætti sinnar kynslóðar, en reyna þó að halda meginkjarna fagnaðar- erindisins. Rudolph Bultmann hefir manna mest notað þessa aðferð. Önnur leiðin er: samræðu-aðferðin, en með þeirri að- ferð tengir guðfræðingur.inn saman beztu hugmyndir kyn- slóðar sinnar og hið eilífa fagnaðarerindi. Paul Tillich er forvígismaður þessarar aðferðar, en því miður hljóma orð hans oft meir sem orð fornmenntamanns (humanista) en kristins guðfræðings, sem upplýstur er af biblíulegum heimildum. Síðasta aðferðin er hin biblíulega. Guðfræðingur, sem notar þessa aðferð, dæmir heiminn og kynslóð sína frá sjónarmiði biblíulegs hugsunarháttar. Þótt hann skilji og meti hugsunarhátt sinna tíma, er hann ekki bundinn af honum, heldur leggur hann undir dóm Orðs Guðs. Karl Barth er færastur og kunnastur leiðtogi, sem beitir þess- ari aðferð. Og vegna þess að honum hefir orðið svo vel ágengt með þessari aðferð, hefir evangelisk guðfræði unn- ið mikla sigra meðal síðustu kynslóðar, og þessi stóru skref áfram eru hinum mikla leiðtoga til hróss. En tvennt af því, sem Karl Barth leggur áherzlu á, hef-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.