Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 14

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 14
14 NORÐURLJÓSIÐ og það er ekki af sjálfum yður, það er gjöf Guðs.“ (Efes. 2. 8., ensk þýð.ing). Við ættum öll að biðja um þessa óumræðilegu gjöf. Af því að hún er gjöf Guðs, verðskuldar ekkert okkar nokkurn eiginn heiður fyrir það að trúa á Krist eða fyr- ir þá trú, sem við kunnum að hafa. Við verðum að gefa Guði allan heiðurinn, jafnvel fyrir þann skammt af trú, sem við birtum og eigum. Þennan sunnudag, sem hvorki Amelia Holmquist né maður hennar munu nokkru sinni gleyma, ók sjúkravagn- inn að bakdyrum samkomusalarins. Burðarmennirnir báru sjúkrabörurnar með ósjálfbjarga konunni á upp á ræðu- pallinn. „Ef til vill var ég læknuð, áður en ég kom í samkomu- salinn,“ segir Amelia, er hún rifjar þetta upp, „því að ég man ekkert eftir því, að ég væri borin inn. H.ið fyrsta sem ég vissi, var það, að ég var allt í einu uppi á ræðu- pallinum, og ég vissi, að gæti ég aðeins komist þangað og verið þar við hlið ungfrú Kuhlman, mundi Guð lækna mig. Eg vissi blátt áfram, að hann mundi gera það.“ Meðan hún lá þar á sjúkrabörunum, rétt áður en guðs- þjónustan hófst, sá hún sýn. Margt fólk segir, að það sjái sýnir, og skoðun mín er, að langsamlega flestar þeirra séu ímyndun ein, sem stafi af yfirspenntum tilfinningum, en þessi smávaxna kona — og ég hefi lengi aðgætt hana vandlega — er ein af því fólki, sem lausast er við til- finningasemi, er ég hefi nokkru sinni kynnzt. Hún er dauf og ímyndanasnauð, en mjög heiðarleg. Eg get ekki trúað öðru en að það, sem hún sá, hafi verið raunverulegt og komið frá Anda Guðs í raun og veru. „Eitthvað kom mér til að líta upp í hornið á samkomu- salnum," segir Amelia, „og um leið og ég leit þangað, varð mér ljóst, að Drottinn hafði þá þegar læknað háls- inn á mér; því að í fyrsta skipti í marga, marga mánuði, hafði ég undið hann til. Eg veit nú, að það er ljós í þessu horni, en ég sá ekkert ljós þar þennan dag. Eg sá í stað- inn eitthvað líkt glugga og að þar stóð maður, andlit hans gat ég ekki séð. Hann var í hvítum kyrtli, og á borðinu hjá honum var bók, sem hann var að rita í.“ „Eg hafði aldrei verið á svona samkomu áður, svo að ég vissi ekki, hvers ég mátti vænta. Ég sneri mér að manni mínum og mælti: „Hver skyldi vera þarna uppi?“ Hann svaraði: „Það er ekkert þarna uppi nema stórt ljós.“ “ Amelia vissi þá, að hún ein átti því láni að fagna, að sjá veruna í hvíta kyrtlinum. „Þegar ég leit þangað aftur, gat ég séð, að allar síður bókarinnar voru útskrifaðar. Hann sýndist vera að fletta þessum blöðum, hverju eftir annað, og í huga mér kom, að bókin væri um mig, og síðurnar væru fylltar með syndum mínum. Síðan, er ég hélt áfram að horfa, sýnd- ust allar blaðsíðurnar verða hvítar. Það var sem Guð hefði afmáð allar syndir mínar og gefið mér annað tæki- færi til að byrja upp á nýtt.“ Þetta var fyrsta raunverulega ræða Ameliu Holmquist um hjálpræðið. Ég flutti hana ekki. Heilagur Andi gaf hana. Þetta var ræða hennar um endurfæðingu. Allt fór eins og Amelia hafði vitað, að það mundi fara. Er Drottinn hafði leyst höfuð hennar, gjört henni kleift að sjá Hann, kom ein af starfskonunum við guðsþjónust- una til hennar og sagði: „Viljið þér koma með mér nú?“ Hún svaraði í flýti án þess að hugsa: „En ég get ekki gengið.“ En síðan sagði hún: „Ó, jú, ég get það! Ég veit, að ég get það!“ A því andartaki fann hún greinilega, að einhver hafði lyft henni upp af sjúkrabörunum. „Það var mjúk snerting,“ segir hún, er hún brosandi rifjar þetta upp, „svo mjúk.“ Þar sem Amelia var nú risin á fætur, færði starfskon- an hana yfir til mín. Hún sneri sér við og gekk hálfa leið aftur alein að börunum og síðan til mín. Ég setti stól handa henni á ræðupallinn, og hún settist niður án nokkurra erfiðleika. „Árum saman,“ sagði Amelia, „hafði ég ekki getað setið. Síðan stóð ég sjálf upp og lagði af stað til setu- stofu kvenna. Ég gat ekki fundið hana, og í leit minni gekk ég um allan samkomusalinn og niður tröppur í kjall- ara og aftur þaðan upp, algerlega alein.“ Þetta var afrek konu, sem 30 mínútum áður hafði legið á sjúkrabörum án þess að geta hreyft sig, algerlega ósjálf- bjarga. Þetta var afrek konu, sem læknirinn hennar hafði sagt um: „Hún verður ósjálfbjarga, meðan hún lifir, og í stöðugri þörf fyrir Iyfjanotkun.“ Er samkomunni lauk, komu sjúkravagnsmennirnir aft- ur til að bera hana út, eins og þeir höfðu borið hana inn. þeir göptu af undrun og vantrú, er þeir sáu hana. Þeir spurðu hana, hvort hún vildi fara heim aftur á sjúkrabörunum. Það var ekkert hik á svarinu: „Nei, á- reiðanlega ekki. Ég ætla að sitja í framsætinu.“ Þar með klifraðist hún upp háu þrepin á sjúkravagninum og tók sér sæti. Þar sem aðeins þrír gátu setið í framsætinu, varð annar mannanna að vera á sjúkrabörunum heim. Amelia segir, að hún gat ekki hætt að tala alla leiðina heim, hún var í slíku uppnámi. Heimurinn allur virtist henni svo fagur og nýr, að hún gat ekki annað en orðið snortin af því. Þetta var reynsla endurfæðingar hennar. „Frá þeim degi,“ segir hún, „gaf ég sjálfa mig Drottni, og ég vildi ekki hafa það öðru vísi. Ég blátt áfram elska það líf, sem ég lifi nú, og allir hlutir eru svo dásamlegir.“ Er Amelia bjóst til að hátta um kvöldið, spurði hún hrifinn mann sinn: „Manstu eftir því þarna á pallinum við guðsþjónust- una, þegar ég reis fyrst upp af sjúkrabörunum?“ Hann kinkaði kolli til samþykkis. „Jæja, hver var það, sem lyfti r O 44 mer upp: „Enginn,“ sagði hann, „enginn lyfti þér upp. Þú stóðst upp sjálf.“ Hún brosti. Hún vissi, hvers vegna snertingin, sem hún hafði fundið, var svona óviðjafnanlega mjúk. Næsta morgun gekk Amelia út í garðinn til að líta eftir rósarunnunum sínum. Nágrannakona hennar, sem sá hana út um glugga, kom og sagði: „Það er eitthvað dularfullt við þetta. Þér eruð svo lík henni frú Holm . . . “ Og þa varð henni ljóst, að þetta var hún. Föl og titrandi, eins og hún hefði séð vofu, gat konan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.