Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 18

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 18
18 NORÐURLJÓSIÐ Kvöld nokkurt stökk Speedy upp frá borðinu, ásakaði stjúpson sinn, Bill, 15 ára gamlan, að hann horfði skrýti- lega á sig, og tók að berja hann með báðum hnefum. Bill hljóp upp á loft og faðir hans á eftir. Kay stökk á milli þeirra. Speedy greip fyrir kverkar henni og reyndi að kyrkja hana. „Augu hans voru starandi,“ rifjar hún upp, „og ég vissi, að hann jafnvel sá mig ekki. I stað þess að streitast á móti, gerði ég mig alveg máttlausa. Hann sleppti mér að lokum, en ekki fyrr en allt loft var úr mér.“ Þetta atvik skelfdi Speedy alveg eins mikið og konu hans. Hann varð að lokum fús til að leita hjálpar. Hann fór til Rauða krossins, sem hafði hjálpað honum, meðan hann var í herþjónustu. Honum var ráðlagt sjúkra- hús í Youngstown, Ohio. Það var ekki fyrr en hann var kominn inn í bygging- una, að honum varð ljóst, að hann var kominn í geð- veikrahæli. Fokreiður yfir því, að vera haldið þar, gat hann sigr- ast á dómgreind Kay, svo að hann var látinn laus. Eftir fimm vikur var honum sleppt gagnstætt ráðum sálfræð- ings hans og aðvörun, að ástand hans væri alvarlegt og að hann væri að líkindum ólæknandi áfengissjúklingur. Það leið ekki á löngu, unz Kay varð ljóst það glappa- skot, sem hún hafði gert. „Ef ég hafði haldið, að hann væri slæmur áður,“ segir hún, „þá hafði ég ekkert séð af því fyrri en nú. Speedy fór til vinnunnar á morgnana, en fór ekki lengra en í fyrsta veitingahúsið. Síðar á deginum kom hann svo blindfullur og skjögrandi heim.“ „Á hverju kvöldi bað hann um, að sér væri gefið ann- að tækifæri, og á hverjum morgni tók ég til hádegisverð- inn hans handa honum að fleygja og koma skjögrandi heim. Hann missti fljótt atvinnu sína, og við urðum að leita til Hermannahjálparinnar um hjálp.“ Yelferðarstarfsmaður reyndi afskaplega mikið, en ár- angurslaust, að koma Speedy á fæturna aftur. Hann naut hjálpar velþekkts læknis í Warren, sem lagði sig lengi fram, en gafst upp að lokum, honum yrði ekki hjálpað. Hann reyndi AA-samtökin, og sá félagsskapur útvegaði honum vinnu hjá stáliðnaðarfélagi, þar sem vinnuveit- andinn var í AA-samtökunum. En það leið ekki á löngu áður en hann hrundi alveg saman. Hann æpti til vina sinna í vinnunni að halda sér niðri, og þeir fóru með hann í AA-sjúkrahúsið í drykkjuæði. I því sjúkrahúsi má enginn dvelja lengur en fimm daga, því að sjúkrahúsið er reist í þeim tilgangi einum að „þurrka“ sjúklinginn og koma honum á fætur. Sjúkrahús fyrrverandi hermanna vildi ekki hafa hann, nema kona hans legði hann þar inn með lagaheimild, svo að hann gæti ekki komizt út, þegar eitt sinn væri búið að leggja hann þar inn. I fyrsta skipti virtist nú George Speedy gera sér alveg Ijóst, í hvaða kröggur hann var kominn, svo að hann sam- þykkti fúslega uppástungu konu sinnar og systur: að fara til Pittsburgh og fá þar Keely meðferðina á ofdrykkju. Hann drakk alla leiðina til Pittsburgh, þar sem systir hans, er þar bjó, tók á móti honum. Hún fór með hann beina leið til læknisins í Shadyside sjúkrahúsi. Læknirinn gaf þá skýrslu, að hann væri á lokastigi áfengissjúklinga, ástand hans væri slíkt, að hann gæti aldrei vonazt til að lifa meðferðina af. Þrátt fyrir áköf mótmæli Speedys, því að hann hafði verið tvær stundir án áfengis og krafðist drykkjar, var hann þegar lagður í sjúkrahúsið og látinn hátta. Þegar hjúkrunarkonan kom tveimur stundum síðar, var rúm hans autt. Aðvörunarmerki var gefið, og Speedy fannst að lokum uppi á efstu hæð sjúkrahússins í sjúkrahúss- hjúp sínum, haldin ofsjónum. Hann var færður aftur í rúm sitt, en þá var hann orðinn algerlega bandóður. Hann var þá fjötraður við rúmið með leðurólum um ökla, mitti og úlnliði. Algerlega vitstola var hann svo ofsafenginn, að ólarnar skárust inn í holdið, svo að blæddi. „Fram að þeim tíma,“ segir Speedy, „hafði ég alltaf haldið, að tal um fólk, sem væri með drykkjuæði sæi snáka, væri aðeins lygasaga. En trúðu mér, þetta er satt, og snákarnir eru þér algerlega raunverulegir, þegar þú sérð þá.“ „Um kvöldið sá ég þessa snáka. Þeir átu sig inn í úln- liði mína og ökla, svo að blæddi. Ég man, að ég hljóðaði, að einhver tæki þá af mér, en enginn gaf þessu gaum.“ I sex daga lá Speedy þarna, fjötraður niður. Hann minnist þess, og enn með skelfingu, hvernig honum fannst hann vera á mjórri landræmu, en ár á hvora hönd með háum klettum til hliðanna. Snákarnir skriðu stöðugt upp úr ánum og bitu hann, á meðan Satan, svartur eins og miðnættið, stóð á öðrum klettinum og hló illgirnislega, en á hinum klettinum sat margt fólk, sat allt í bekkjum eins og í kirkju. Það hvorki talaði né hreyfði sig, en aðeins horfði á. „Ég hrópaði og formælti og bað einhvern að hjálpa mér,“ segir Speedy frá, „en djöfullinn hélt bara áfram að hlæja, og „kirkj u“fólkið hélt bara áfram að sitja og horfa.“ Þessi reynsla, sem hélt svo lengi áfram, var skelfilegust af öllu, sem fyrir hann kom. Þegar hann loks var hraut- skráður úr sjúkrahúsinu, fann hann sig glataðan og al- gerlega vonlausan, þar sem því fór fjarri, að hann hefði fengið lækningu, að hann var nú skráður sem algerlega ólæknandi og gefin sú aðvörun, að ef hann fengi sér oftar í staupinu, mundi það kosta hann lífið. Hann gat varla beðið þess að losna, en ekki til að sjá fjölskyldu sína, heldur til að fá sér í staupinu. Hálfri stundu eftir að hann fór úr sjúkrahúsinu, var hann kom- inn í veitingahús. Næstu viku á eftir heima hjá sér var hann úr öllu lagi, óttasleginn og fjarska þunglyndur. í einu af þessum þunglyndisköstum hafði liann setið svo lengi uppi á lofti, að konan hans fór til að vitja um hann. Hún fann hann sitjandi á rúmstokknum með höf- uð.ið milli handa sér. Hún sá þegar í stað, að byssan var farin úr horninu við rúmið. Hún þorði ekki að láta hann vita, hve skelfd hún var, en settist við hlið honum, talaði rólega og neri sefandi arma hans með annarri hendi, en þreifaði undir rúmið með hinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.