Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 23

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 23
NORÐURLJÓSIÐ 23 er í líferni þínu, að hjálpa þér til að dæma og að snúa þér frá sérhverri synd, sem hryggir Guð. Síðan biður þú heil- agan Anda að leiða þig greinilega til að þrá að fá þá hluti, sem eru réttir, og láttu hann leiða þig í bæninni. I hvert skipti, sem þú getur beðið bænar, sem þú veizt, að heilagur Andi hefir lagt í hjarta þitt, getur þú með djörfung krafizt svars; og þú munt vita, að þú ert að biðja samkvæmt vilja Guðs og að þú munir fá beiðni þína uppfyllta. Ákveðin bæn er ekki það, að þú sért að reyna að vinna Guð á þitt mál. Hún er öllu heldur það, að þú reynir að finna einmitt það, sem Drottinn vill gefa þér, sem hann vill, að þú biðjir um, og síðan biður þú þeirrar bænar, sem heilagur Andi leggur þér á hjarta. --------x-------- BÆN FYRIR DAUÐUM „Hjálpræðið heyrir til Guði vorum, sem í hásætinu situr og Iambinu.“ Opinb. 7. 10. Bæn fyrir dauðum er marklaus, hún hefir eigi neinn hljómgrunn í orði Guðs né fyrirheitum. Á Golgata hrópaði Jesús: Það er fullkomnað. Allt sem þénar oss til frelsis og eilífrar sáluhjálpar er fullkomnað í endurlausnarverki Jesú Krists. Friðþæging Hans fyrir syndir vorar er fullgild og staðfest með dýrlegri upprisu Hans frá dauðum og himna- för, fyrir hverja Hann hefir búið oss sæluvist í himneskum og dýrlegum híbýlum í húsi síns Föður. Jóh. 14. Bæn fyrir dauðum eykur ekkert á fögnuð þeirra og sælu, sem komnir eru heim fyrir lambsins blessaða og dýr- mæta blóð. En bæn fyrir dauðurn bjargar ekki heldur þeim, sem dáið hafa í synd, án iðrunar og trúar og þar með hafnað Jesú Kristi og hjálpræði Hans. Því án blóðs Jesú er maðurinn algjörlega útilokaður frá Guði og Hans dýr- lega ríki. Guð fyrirgefur syndina á þann hátt, að Hann afmáir, þurrkar hana út með blóði Sonar síns Jesú Krists, sem íklæðir mann dýrlegum klæðum Jesú Krists, alskínandi réttlæti, já, björtum klæðum heilagleika Hans. „Farið ekki lengra en ritað er,“ segir Páll postuli. Ef bæn fyrir dauðum er samkvæmt orði Guðs og vilja, mundi Jesús hafa sagt það lærisveinum sínum, er Hann kenndi þeim Faðirvorið, en eins og allir vita, er þar engin bæn fyrir dauðum. Bænin Faðirvor er hin fullkomnasta og auðugasta bæn. sem Guð hefir lagt á varir sinna barna. En Hans börn eru allir þeir, sem hlýtt hafa köllun Hans í Jesú Kristi, sem er yfir öllu, Guð blessaður að eilífu. Róm. 9. 5. Farið því ekki lengra en ritað er, því hjálpræðið heyrir til Guði vorum, sem í hásætinu situr og lambinu, eins og áður er sagt. Það bendir til þess, að þeir sem rækja bæn þessa trúi ekki friðþægingu Krists. Ég trúi eða álít, að bæn fyrir dauðum sé móðgun við endurlausnarverk Krists og dómsorð. Jesús er ekki aðeins Frelsari. Hann er einnig dómari lifenda og dauðra. Post. 10., 42. „Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir Hans nafn syndafyrirgefning.“ Post. 10., 43. Þeir sem kenna, að allir verði hólpnir, fara með blekk- ingar og lygi, sem áreiðanlega verður straffað með þung- um dómi. Ég get varla hugsað mér meiri synd en að leiða fólk í villu, fremja sálnamorð. Páll postuli sagði: Þeir sem ekki þekkja Guð og ekki hlýða fagnaðarerindinu um Drottin Jesúm Krist, „munu sæta hegningu, eilífri glötun, fjarri augliti Drottins og fjarri dýrð máttar hans.“ II. Þess. 1. 8.-9.). Sjálfur hefi ég séð hættuna í því að biðja fyrir hinum dauðu, því að ekki eru allir hólpnir, sem dánir eru, ekki allir hjá Guði, því að synd er þar útilokuð. Ef Guð tæki mennina í syndinni inn í sitt ríki, mundi það vera verra en sá heimur, er vér nú búum í. Þess vegna er Guðs himn- eska ríki sælunnar ríki, af því þar er engin synd. Guð er ekki aðeins kærleikur. Hann er einnig heilagur og réttlátur, sem ekki líður neitt ranglæti í sínu ríki. Guð er engin meinleysis gufa, því að reiði Guðs opinberast af himni yfir sérhverjum óguðleika og rangsleitni þeirra manna, sem drepa niður sannleikanum með rangsleitni. Róm. 1., 18. Látið því frelsast. I Jesú Kristi er líf og sáluhjálp, frelsun frá allri synd. Sælir eru þeir, sem þvo skikkjur sínar, hvít- fága þær í blóði lambsins. Þeir hvílast í sælum friði í fríð- um faðmi Jesú, miklu fegri en sól. Sælir eru þeir, sem þvo skikkjur sínar, til þess að þeir geti fengið aðgang að lífsins tré og megi ganga um hliðin inn í borgina. Uti gista hundarnir, töframennirnir, frillu- lífismennirnir, manndrápararnir, skurðgoðadýrkendurnir og hver sem elskar og iðkar lygi. Opinb. 22., 14.—15. Blóð Jesú Krists Guðssonar, hreinsar frá allri synd. Guði sé lof. Kristján A. Stefánsson frá Bolungarvík. --------x--------- AFTURHVARF BANKASTJÓRANS Trúboði nokkur, sem heimsótti öldruð og auðug hjón, sagði, að þau ættu að vera Guði mjög þakklát fyrir, að veita þeim öll þægindi í ellinni. Gamla konan fór þá að gráta og sagði, að hún væri mjög þakklát og að hjarta hennar ætlaði að bresta, af því að sonur hennar, ungur, atkvæðamikill bankastjóri, væri ekki frelsaður. Hún hafði beðið fyrir honum, síðan hann fæddist, en Guð hafði enn ekki svarað bænum hennar. Trúboðinn hvatti þá til þess, að þau þrjú skyldu biðja fyrir honum þegar í stað. Þau krupu öll niður, og trúboðinn bað móðurina að biðja, Hún bað mjög innilega, síðan maður hennar og trúboð- inn seinast. Er þau stóðu á fætur, leit móðirin upp, bjart var yfir svip hennar, og hún sagði, að hún hefði fullvissu um, að bænum hennar hefði verið svarað. Eftir litla stund var hringt til miðdegisverðar, og er þau voru að leggja af stað inn í borðstofuna, kom ungi bankastjórinn inn og sagði móður sinni, að rétt fyrir fáeinutn mínútum hefði hann tekið á móti Kristi sem frelsara sínum niðri í bank- anum. Það var sameinuð bæn þeirra þriggja, sem fékk loka- svarið , (Þýtt úr: „Eg hrópaði, hann svaraði.“)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.