Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 25

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 25
N ORÐURLJ ÓSIÐ 25 að liggja úti á Olíufjallinu (Jóh. 7. 53. og 8. 1.), eða þegar hann var tekinn og krossfestur. Við ættum því að kosta kapps um að vera með sama hugarfari og Kristur Jesús var, laus við alla öfund og allt mögl, fela okkur algerlega Guði og bíða svo róleg þeirrar stundar, að Guð sjálfur upphefji okkur, ef hann sér, að slíkt megi honum til dýrðar verða og að v.ið bíð- um engan andlegan skaða við upphefðina. Þann skaða bíð- um við ekki, ef við gætum þess, að gefa Guði af öllu hjarta allan heiðurinn, alla dýrðina. Honum ber einum allur heiður, öll vegsemd ásamt honum, sem hann hefir upphafið og gefið nafnið, sem hverju nafni er æðra. „Verum ekki hégómagj arnir, svo að vér . . . öfundum hver annan.“ Gal. 5. 26. — Ef við erum sek um þessa synd, þá flýtum okkur að krossi Krists, dæmum hana þar og játum fyrir Guði. Þá fyrirgefur hann og hreinsar okkur. 1. Jóh. 1. 9. Stafur Arons Les. 4. Mós. 17. Mannkynssagan sýnir, að oft hafa þegnar risið upp gegn konungum sínum eða öðrum, sem ráðið hafa lönd- um og þjóðum. Hún sýnir einnig, að erfitt hefir oftast reynzt að bæla slíkar uppreisnir niður og að margoft hafa þær heppnast. Israelsmenn höfðu gert uppreisn gegn ráðstöfunum Guðs um stjórn á þjóð sinni, bæði á andlega og verald- lega sviðinu. Þúsundir manna af fsrael höfðu látið lífið af þessum sökum. Nú vildi Drottinn hefta með öllu kurr þeirra og uppreisn gegn sér. Aðferð hans var ólík aðferðum manna, því að vegir hans eru ekki vorir vegir né hugsanir hans eins og vorar hugsanir (Jes. 55. 8.). Hann býður, að höfuðsmenn ísra- els komi hver með sinn staf, stafirnir skulu bornir inn í sáttmálstjaldið fyrir framan sáttmálið. Nöfn þeirra skyldu standa á stöfunum. „Og það skal verða, að stafur þess manns, sem ég kýs, skal laufgast.“ Með þessu móti ákvað Guð að hefta kurr og mögl ísraelsmanna gegn þeirri ráðstöfun sinni, að Aron skyldi vera æðsti prestur Israels. Stafirnir voru síðan lagðir á þann stað, er Drottinn til- tók. Farið var nákvæmlega eftir fyrirmælum hans. Hvað voru svo þessir stafir? Án efa greinar, sem eitt sinn höfðu verið grænar og safamiklar, meðan þær voru á trjánum. Nú voru þær þurrar, uppþornaðar, dauðar. Daginn eftir gekk Móse inn í samfundatjaldið og bar stafina út. Þá hafði kraftaverkið gerzt, sem Drottinn sagði að mundi verða. Stafur Arons var allaufgaður, blóm voru sprottin á honum, og hann bar fullþroskaðar möndl- ur. Kraftaverk upprisunnar frá dauðum hafði gerzt. Stafur Arons er táknmynd af Kristi og upprisu hans. Með upprisu hans frá dauðum auglýsti Guð, að Jesús frá Nazaret væri sonur sinn. Enginn andlegur leiðtogi, sem fram hefir komið meðal mannkynsins, hefir slíka viðurkenning hlotið frá Guði nema hann. Með upprisu Jesú Krists frá dauðum hrópar Guð til mannanna og seg- ir: „Þessi er minn útvaldi sonur, hlýðið á hann.“ (Lúk. 9. 35.). Kraftaverkið með stafinn auglýsir einnig mátt Guðs sem skapara. Ef greinin hefði verið kyrr á möndluviðn- um, sem hún var skorin af, mundi hún hafa á sínum tíma borið blöð, blóm og þroskaða ávexti. En þetta hefði tek- ið margar vikur eða mánuði. Samt lét Guð það gerast á einni nóttu og hefir getað látið það gerast á einu andar- taki. Guð þurfti áreiðanlega skemmri tíma til að skapa heiminn og allt, sem í honum er, en vitringar vorrar ald- ar vilja vera láta. Þeir reikna flest í milljónum og milljörð- um ára. Sliks þarfnaðist Guð ekki. „Hann talaði, -—- og það varð, hann bauð, — þá stóð það þar.“ (Sálm. 33. 9.). Sagan af stafnum hans Arons er einnig mynd af aftur- hvarfi og frelsun syndugs manns. Biblían sýnir oss mennina sem dauða í syndum og yf- irtroðslum, fjarlæga lífi Guðs. (Efes. 2. 1., 4. 18.). í syndum vorum erum vér fjarlægir Guði, líkt og sonurinn týndi var fjarlægur föðurnum góða, meðan hann var í fjarlæga landinu. En sonurinn tók sig upp og hvarf aft- ur heim til föður síns. Þegar syndugur maður, dreginn af Guði fyrir heilagan Anda, kemur til Drottins Jesú Krists og veitir honum við- töku sem frelsara sínum, þá gerist mikið og undursam- legt kraftaverk, ef maðurinn sannarlega endurfæðist og verður ný skepna eða sköpun í Kristi. (2. Kor. 5. 17.). Hjartað, sem áður var óhreint, sem elskaði syndina og líferni lifað í löstum og syndum, það missir alla ánægju af syndinni, hættir að þrá hana, svo að maðurinn snýr sér frá löstum sínum og syndum. Varirnar, sem áður mæltu lygar, lastyrði og formælingar, taka að lofa Guð, vegsama hann og lofsyngja honum. Á einu andartaki hef- ir maðurinn stigið yfir frá dauðanum til lífsins og tekur samstundis að færa Guði lofgerðarfórn, ávöxt vara, sem játa nafn hans. (Hebr. 13. 15.). Satt er það, hann er enn ungbarn í fjölskyldu Guðs. Hann þarf að nærast og vaxa og verða sem fullorðinn maður. En kraftaverkið, endur- fæðingin, gerðist á einu andartaki. En stafurinn hans Arons geymir boðskap handa þér og mér sem lærisveinum Krists, ef við þráum að bera Guði ávöxt. Sá Guð, sem lét þurra trjágrein laufgast, blómg- ast og bera ávexti, hann er áreiðanlega fullríkur af and- legri blessun handa þér og mér. Satt er það, að Guð kallar stundum menn, undirbýr þá og útbýr þá til einhvers sérstaks starfs, sem hann ætl- ar þeim að vinna, hlutverks, sem þeir eiga að leysa af hendi. Þannig koma fram óvenjulegir kristnir menn. Eigi að síður hefir Guð miklu meira handa öllum venjulegum börnum sínum heldur en þau dreymir um. Þar eru að verki andleg lögmál, sem Guð hefir sett, lögmál, sem gilda jafnt fyrir alla, því að Guð fer ekki í mann- greinarálit. Kristur sagði um þá, sem hann kallaði sauði sína, að hann væri kominn, „til þess að þeir hafi líf og hafi ruegtir.“ (Jóh. 10. 10.). Nægtir eru meira en að hafa líf. Fátækl- ingurinn, sem aðeins getur dregið fram lífið, hann hefir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.