Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 26

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 26
26 NORÐURLJÓSIÐ líf, en hann hefir ekki nægtir. Auðmaðurinn, sem veltir sér í peningum, hann hefir bæði líf og nægtir. Hvernig getum vér öðlast þessar nægtir Krists? Stafurinn hans Arons var í hendi hans, þegar hann gekk um eyðimörkina og studdist við hann. Aron var orðinn æðsti prestur Guðs. Hann hafði verið smurður Guðs heil- ögu olíu, táknmynd heilags Anda. Þetta hafði samt engin áhrif á stafinn. Hann hélt áfram að vera þurr og dauð grein, ólaufguð og ávaxtalaus. Svo er hann að boði Drottins borinn inn í bústað Guðs, lagður fyrir framan sáttmálið, lagður í nálægð Guðs. Þarna er það, sem kraftaverkið gerist. I helgidóminum, í nálægð Guðs. Þarna er það, sem kraftaverkið gerist með Guðs börn. I nálægð Drottins. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.“ (Sálm. 23. l.,2.). Þarna eru nægtirnar, þar sem Hirðirinn er, í návist hans. Abraham var sem þurr og dauð grein. Hjónabandið hafði án vafa byrjað sem langflest önnur hjónabönd með von um Iítil börn, er segðu við hann: „Faðir minn,“ og við Söru: „Móðir mín.“ En árin liðu, vonin dofnaði og dó að lokum með öllu. „Og er Abraham var níutíu og níu ára gamall, birtist Drottinn honum og sagði: Eg er almáttugur Guð; gakk þú fyrir mínu augliti og ver grandvar, þá vil ég gera sátt- mála milli mín og þín og margfalda þig mikillega.“ (1. Mós. 17. 1., 2.). Ég er almáttugur Guð. Gakk þú fyrir mínu augliti og ver grandvar. Lifðu í nálægð minni, Abraham. Hafðu mig alltaf fyrir augum þér, beindu sjón- um þínum til mín. Þá geri ég þig frjósaman, Abraham. Þú skalt hafa nægtir. Þú skalt verða faðir margra þjóða. Þú ert þurr grein, dauður stafur í sjálfum þér, Abraham. Ég er líf þitt. Ég læt kraft minn streyma inn í þig. Þannig verður þú frjósamur. Þú ert ekkert í sjálfum þér. Þú ert orðinn níutíu og níu ára. Þú megnar ekki lengur að geta börn. Nú er minn tími kominn að gefa þér soninn, sem þú hefir þráð. Er það ekki eitthvað á þessa Ieið, sem Guð talar til Abrahams, er hann gefur honum fyrirheitið? Ó, hve Abraham hefir orðið grandvar. Ó, hve hann hefir hlotið að gæta þess að biðja og ganga fyrir augliti Guðs! Og þó er eitthvað ennþá að. Það eru ein gömul hálf- sannindi, sem stundum verða að ósannindum, er draga þarf fram í Ijósið og láta Abraham kannast við. Það er afstaða hans til Söru, konu hans, þegar hann kemur í annað land en það, sem Guð hafði sagt honum að dvelja í. (1. Mós. 20.). Þá segir hann um Söru: „Hún er systir mín.“ Satt er það, hún var hálfsystir hans, en samband þeirra var ekki lengur bróður og systur, heldur eiginmanns og eiginkonu. í hjarta Abrahams leyndist ennþá ótti við mennina, ef hann heldur þeir munu vinna honum mein. Guð dregur Abraham fram í ljósið. Hann verður að segja sannleikann, en hann fær að sjá enn að nýju hinn mikla varðveitandi mátt Guðs. Þá var ekkert lengur til fyrirstöðu, að Guð veitti Abra- ham lengi þráða blessun. „Og Drottinn vitjaði Söru, eins og hann hafði lofað, og Drottinn gerði við Söru, eins og hann hafði sagt .... Og Sara varð þunguð og fæddi Abra- ham son í elli hans.“ (1. Mós. 21. 1., 2.). Kraftaverkið er komið í framkvæmd, orðið að veruleika. Undir lok síðustu aldar og í upphafi þessarar voru nöfn tveggja starfsmanna Guðs á hvers kristins manns vörum, ef svo má segja. Það voru nöfnin Moody og Torr- ey. Mennirnir, sem báru þau, voru báðir andlegir risar, er sneru mönnum svo að skipti hundruðum þúsunda, til trúar á Drottin Jesúm Krist. Guð hafði klætt þá báða krafti heilags Anda. Á því leikur enginn vafi. Var það ekki nóg? Dr. R. A. Torrey segir frá einu atviki, sem átti sér stað, þegar þeir Moody voru saman vegna einhverra samkomu- halda. Þeir höfðu farið seint að hátta, því að um margt var að ræða. En næsta morgun kl. 5 er drepið á dyrnar að herbergi því, sem Torrey var í, og hann heyrði Moody segja lágt — til að vekja ekki aðra: „Torrey, ertu kominn á fætur?“ Hann var kominn á fætur. Það var ekki regla hans að fara svo snemma á fætur, segir hann, en í þetta skipti var hann kominn á fætur. Þá komst hann að því, að Moody hafði þá þegar verið lengi á fótum við að lesa og rannsaka orð Guðs. Þetta var líklega sterkasti þátturinn í starfi þessara þjóna Guðs: Þeir gáfu sér tíma, tóku sér tíma, til að lesa Guðs orð og vera á bæn frammi fyrir augliti Guðs. í helgidóminum, hjá sáttmálinu, dvaldi andi þeirra hjá Jesú Kristi, endurnærðist, styrktist, drakk í sig lífið og kraftinn frá Guði, opnaði sig, svo að hann varð sem tálmanalaus leiðsla fyrir blessun Guðs. Báðir þessir menn höfðu meira en lífið frá Guði. Þeir höfðu nægtirnar, sem Kristur kom til að gefa. Hvers vegna höfðu þeir þær? Þeir leituðu Guðs, leituðu blessunar hans, leituðu og fengu fylling heilags Anda og varðveittu fyll- ing sína með því að fylla anda sinn með orði Guðs. Þetta stendur öllum börnum Guðs til boða. Með því er ekki sagt, að hvert Guðs barn verði nýr Moody eða Torr- ey. En það mun áreiðanlega eitthvað gerast, þegar guðs- barnið fer að dvelja í helgidóminum, liggja við sáttmál- ið, niðurlægja sig, auðmýkja sig fyrir Guði. Stafirnir voru ekki látnir standa inni í helgidóminum. Þeir voru látnir liggja þar, vera táknmynd tilbeiðslunnar, undirgefninnar og hlýðninnar, sem beygir sig, leggur sig flata frammi fyr- ir Guði og mikilleika máttar hans, heilagleika og kærleika. Bæði Moody og Torrey voru grandvarir í líferni sínu. Dr. Torrey sagðist hræðast syndina meir en drepsótt. Þeir uppfylltu báðir skilyrðin, sem Guð setti Abraham: „Gakk þú fyrir mínu augliti og ver grandvar.“ Stafirnir voru bornir inn í helgidóminn. Þeir fóru þang- að ekki af sjálfsdáðum. Okkur, börnum Guðs, er opin leið fram fyrir Guð. Þangað megum við ganga með djörf- ung fyrir Jesú blóð. (Hebr. 10. 19.). Þangað eigum við að ganga með einlægum hjörtum í öruggu trúartrausti, er við höfum hreinsað hjörtu okkar af vondri samvizku. (Hebr. 10. 22.). Þangað inn eigum við aðgang í heilög-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.