Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 31

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 31
NORÐURLJÓSIÐ 31 an hátt en þessir menn, sem heyrðu hann tala þau? Alls ekki. Var ekki Jesús frá Nazaret ábyrgur orða sinna og gerða? Auðvitað var hann það. Þeir, sem heyrðu hann segja þetta, voru í engum vafa um, að hann meinti það, sem hann sagði, og að hann var ekki brjálaður. Við sjáum ennfremur, að vegna þessara orða sinna, var hann kominn í lífshættu. Ef Gyðingar höfðu misskilið orð hans, var ósköp auðvelt að leiðrétta þann misskilning. En Jesús gerði það ekki. Sannleikans vegna kaus hann lífs- hættu fremur en draga nokkuð úr staðhæfingu sinni. Önnur hlið er einnig á þessu máli. Við vitum, að það er siðferðileg skylda sérhvers manns, að leiðrétta mis- skilning, sem orð hans hafa valdið. Það var því siðferði- leg skylda Jesú að leiðrétta misskilning Gyðinga, ef um misskilning var að ræða. Þar sem hann gerði það ekki, þá staðfestir hann þar með, að skilningur Gyðinga sé réttur: Að Guð sé faðir hans og að hann sé jafn Guði. Alvarlega hl.ið málsins er þessi: Ef Jesús frá Nazaret sagði eitthvað um sjálfan sig, sem ekki var stranglega satt, þá var hann orðinn ósannindamaður. Slíkt er ekki hugsanlegt um hann, því að hann sagði: Ég er sannleik- urinn. Þess vegna hlýtur hann að hafa sagt satt. Ef hann sagði eitthvað um uppruna sinn og eðli, sem menn mis- skildu, ef hann vissi um þennan misskilning þeirra, var það þá ekki skylda hans að leiðrétta hann? Hann vissi, hvernig menn skildu orð hans, en leiðrétti þau ekki. Þess vegna höfðu menn skilið þau rétt. Sbr. Jóh. 6. 56.—63. Við höfum séð hér að framan, að Jesús hélt því fram, að þeir, sem ekki trúa því, að hann er sá, sem hann er, þeir munu deyja í syndum sínum. Eftir dauðann geta þeir ekki komizt þangað, sem hann er, eða svo sagði hann sjálfur. Af þessu leiðir, að honum hlýtur að hafa verið ákaflega annt um, að menn gætu haft rétta hugmynd um, hver hann væri. Þegar menn sögðu, að hann hefði illan anda, neitaði hann því. Þegar óvinir hans sögðu, að hann gerði kraftaverk sín með fulltingi Beelsebúls, djöfulsins, sagði hann, að þeir hefðu talað lastmæli gegn heilögum Anda og orðið sekir um synd, sem aldrei yrði fyrirgefin, hvorki í þessum heimi né hinum komandi. Af þessu sjáum við, að honum stóð ekki á sama, hverju trúað var um hann. Ovenjufeg hondtoko. í þeirri hlíð Olíufjallsins, er snýr að Jerúsalem, er enn til þessa dags garður, sem nefndur er Getsemane. Ef við hefðum verið þar stödd í aprílbyrjun fyr.ir 1935 árum eða svo, þá hefðum við séð þar lítinn hóp manna, 12 alls. Tunglið er gengið undir, og nóttin er hljóð og dimm. Skyndilega er dimman og kyrrðin rofin, þegar hersveit kemur þangað ásamt þjónum frá æðstu prestum Gyðinga og Faríseunum. Þeir bera bæði blys og lampa. Fram úr litla hópnum gengur maður, Jesús frá Naza- ret, og segir við þá: „Að hverjum leitið þér?“ Þeir svör- uðu: „Að Jesú frá Nazaret.“ Jesús segir við þá: „Ég er. (hann).“ .... Þegar hann nú sagði: „Ég er (hann),“ hopuðu þeir á hæl og féllu til jarðar.“ (Jóh. 18. 4.—6.). Hér verður að geta þess, að Jesús sagði ekki: „Ég er hann,“ heldur aðeins: „Ég er.“ Er þetta venjuleg handtaka, sem þarna fer fram? Sam- kvæmt heimild Matteusar í guðspjalli hans (26. 47.) var það mikill mannfjöldi, sem kom til að handtaka Jesúm. En allur þessi fjöldi hopar á hæl og fellur til jarðar fyrir krafti þessa nafns guðdómsins, sem Jesús tileinkar sér. Með þessu gaf hann enn til kynna, að hann væri enginn venjulegur maður, sem handtaka mátti að vilja manna og fjötra, heldur Guð og maður, sem vildi sjálfur láta taka sig, fjötra og deyða, af því að til þess var hann kom- inn. Jesús lét síðan binda sig og leiða til yfirheyrslu. Ef lesið er allt, sem guðspjöllin segja frá réttarhöldunum, þá kom aldrei fram nokkur ákæra, sem hann þyrfti að svara, af því að aldrei komu fram tveir menn, sem bæru alveg samhljóða vitnisburð. Æðsti presturinn greip seinast til þess ráðs, að fleygja öllum réttarreglum Gyðinga fyrir borð og spyrja Jesúm blátt áfram undir eið: „Ég særi þig við Guð hinn lifanda, að þú segir oss, hvort þú ert Kristur, Guðs-sonurinn.“ Þessu svaraði Jesús þannig: „Þú sagðir það. En ég segi yður, að upp frá þessu munuð þér sjá manns-soninn sitja til hægri handar máttarins og koma á skýjum him- ins.“ „Hann hefir guðlastað." Þá reif æðsti presturinn klæði sín og segir: „Hann hefir guðlastað! Hvað þurfum vér framar votta við? Sjá, nú hafið þér heyrt guðlastið.“ (Matt. 26. 63.—65.). Nú skulum við athuga þetta ofurlítið nánar. Hvað átti Jesús við með orðunum: „Þú sagðir það“? Kvöldið áður hafði Jesús sagt lærisveinunum, að einn þeirra mundi svíkja hann. Þá spurði Júdas, „Er það ég, rabbí?“ „Þú sagðir það,“ svaraði Jesús. Hann hefði alveg eins getað sagt: „Já, sannarlega.“ Svar hans: „Þú sagðir það,“ merkir því mjög ákveðið jáyrði. Hvað merktu orð æðsta prestsins: „Kristur, Guðs-son- • O ii urinn r Nafnið Kristur merkir „smurður," á grísku Messías. Það táknaði konung, sem Guð mundi senda ísraelsmönn- um. Um þennan komandi konung eru margir spádómar í ritum gamla testamentisins. Sýndu þeir glöggt, að Krist- ur yrði af guðlegum uppruna. Má nefna hér nokkra þeirra: Jesaja spáði, að yngismær yrði þunguð og fæddi son „og lætur hann heita Immanúel," — Guð með oss. Þessi spádómur er heimfærður til fæðingar Jesú. (Matt. 1. 23.). Ennfremur ritaði Jesaja, og eru hér orðin bókstaflega þýdd: „Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn; á hans herð- um skal höfðingjadómurinn hvíla; nafn hans skal kall- að Undursamlegur, Ráðgjafi, Máttugur Guð, Faðir ei- lífðar, Friðarhöfðingi.“ Jeremía spáði um hann: „Sjá, þeir dagar munu koma. segir Drottinn, að ég mun uppvekja Davíð réttan kvist, er ríkja skal sem konungur og breyta viturlega og iðka rétt og réttlæti í landinu. Á hans dögum mun Júda hólp- inn verða og Israel búa óhultur, og þetta mun verða nafn hans, það er menn munu nefna hann með: Drottinn vort réttlæti.“ (Jerem. 23. 5.—6.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.