Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 39

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 39
NORÐURLJOSIÐ 39 við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn; þeim, sem trúa á nafn hans.“ (Jóh. 1. 12.). Ef vér tökum mann inn í heimili vor, þá er hann í heimilinu, vér höfum hann sem heimilismann eða gest um lengri eða skemmri tíma. Ef vér tökum á móti Jesú í hjörtu vor, svo að hann sé Drottinn vor, sem vér hlýðum, og frelsari vor, sem frelsar oss frá syndum vorum, þá höfum vér veitt Jesú viðtöku í biblíulegum skilningi. Þá rætist á oss, að Guð hefir gef- ið oss eilíft líf, og þetta líf er í syni hans. Sá, sem hefir soninn, hefir lífið. (1. Jóh. 5. 11., 12.). Trúboði nokkur seg.ir frá því, að hann var staddur á götu í Lundúnum og var að skoða í búðarglugga, þegar hann fann, að togað var í jakkann hans. Hann leit niður, og þarna stóð lítil telpa, á að gizka fimm ára, alvarleg á svip. „Hvað er það, barnið mitt?“ spurði hann. „Ég veit það er óttalegt, herra minn, en ég elska ekki Jesúm,“ svaraði telpan, og augu hennar flutu í tárum. „Langar þig til að elska hann?“ „Já.“ „Þá skaltu fara heim og segja alltaf við sjálfa þig á Ieiðinni: „Jesús elskar mig. Jesús elskar mig,“ sagði hann. Litla stúlkan fór. Nokkrum vikum seinna mætti hann aftur litlu stúlkunni, sem sagði við hann fjarska glöð: „Nú elska ég Jesúm, því að Jesús elskar mig.“ Ljós kviknar af ljósi, líf af lífi, ást af ást. Hugleiddu því svo oft, sem þú getur, elsku Krists til þín, hvernig hann lagði allt í sölurnar fyrir þig og dó fyrir þig. Ihug- aðu orð hans og reyndu að gera eitthvað fyrir hann, af því að það er Hann, sem býður það. „Vér elskum, af því að hann elskaði oss að fyrrabragði.“ (1. Jóh. 5. 19.). Orðin: „Jesús elskar mig,“ geta vakið elsku í fleiri hjört- um en hjarta lítils barns. S. G. ]. --------x--------- HANN ER ALVEG EINS Atvik þetta gerðist, þegar Abraham Lincoln var for- seti Bandaríkjanna. Þjóðin átti í erfiðleikuin, og erlend- um gestum var haldin veizla í Hvíta húsinu. Það var ver- .ið að kynna ungan, enskan aðalsmann fyrir forsetanum. Frammi við dyr stóð gamall bóndi, heiðarlegur á svip, og við hlið hans gömul kona. Þeim ofbauð viðhöfnin og hörfuðu undan mannþrönginni upp að veggnum. Þá kom Lincoln auga á þau og sagði við enska aðalsmanninn: „Afsakið mig, lávarður minn, en þarna er gamall vinur minn.“ Forsetinn gekk aftur á bak að dyrunum, greip um hönd gamla bóndans og sagði: „Það gleður mig, Jón, að sjá þig. Ég hefi ekki séð þig, síðan við vorum að smíða fyrir gömlu frú ....... í Sangamon-sýslu árið 1847. Hvernig líður þér?“ Gamli maðurinn sneri sér að konu sinni, varir hans titruðu, er hann sagði: „Hann er alveg eins, enn sami gamli Abe.“ Huggunarríkt er að vita, að einn er til, sem aldrei breyt- ist, hvernig sem tímarnir breytast. „Ég, Drottinn, hefi ekki breytt mér.“ (Malakí 3. 6.). „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“ HÚN ÞEKKTI EKKI KÓNGSSONINN Þegar Játvarður, hertoginn af Windsor, var ríkisarfi Breta, heimsótti hann Afríku eitt sinn og ferðaðist þá meira en 1000 km. yfir eyðimörk. Lestin hélt áfram að næturlagi og nam staðar um morguninn til að taka vatn úr vatnsgeymi. Játvarði datt í hug, að gott væri að liðka fæturna, svo að hann sagði við vini sína: „Ég ætla að ganga meðfram járnbrautinni. Þið takið mig með, þeg- ar þið náið mér.“ Lestin náði honum seinna en hann bjóst við. Sól var komin á loft, og hann gerðist þyrstur. Kom hann þá að bárujárnsskúr. Gömul kona sat þar á bekk úti fyrir hon- um. Hann gekk til hennar og sagði: „Ég er þyrstur, móð- ir góð, getur þú gefið mér vatn að drekka?“ „Ef þig lang- ar í vatn, þá getur þú farið inn og náð því sjálfur. Ég hreyfi mig ekki héðan fyrri en ég hefi séð ríkisarfann.“ Játvarður gekk inn og fékk sér að drekka. Síðan kom hann út og settist við hlið hennar. Hún sagði honum frá því, að hún hefði átt heima á Englandi, þar hefði hún gift sig og þaðan ætti hún margar sælar minningar. Hún sagði honum, að hún ætti þó nokkrar myndir af kon- ungsfjölskyldunni, meðal annarra eina, sem sýndi ríkis- arfann, er hann var smábarn. Nú sat hún hér og átti eina heita þrá: að sjá ríkisarfann, því að maður hennar hafði sagt henni, að lestin hans fær.i framhjá þá um daginn. Allt í einu kom lestin, meðan hún var að tala. „Ég vona, að hann horfi út um gluggann,“ sagði hún, „því að mig langar svo til að sjá hann.“ Henni til mikillar undr- unar og gleði, nam lestin staðar við kofann hennar. Ját- varður hristi hönd hennar, kyssti á hana og sagði: „Móð- .ir góð, þú hefir séð ríkisarfann.“ Á næsta andartaki var hann horfinn, en furðuslegin konan starði á eftir lest- inni, er þaut leiðar sinnar. Atvik þetta minnir á orðin um frelsarann í Jóh. 1. 10.: „Hann var í heiminum, . . . og heimurinn þekkti hann ekki.“ (Þýtt). — Við þetta má bæta, að tækifærin til að veita Kristi viðtöku, bjóða honum inn í hjarta sitt og veita honum hið bezta, sem vér eigum, geta liðið hjá, án þess að þeim sé gefinn gaumur fyrri en um seinan. --------x------- GÓÐ RÁÐLEGGING Lotningarverður þjónn Drottins hafði prédikað af mik- illi samúð og einlægni um alvöruþrungna málið — glöt- unina. Daginn eftir kom nokkrum hugsunarlausum mönn- um saman um, að einn þeirra skyldi fara og tala við pré- dikarann og þvæla honum út í rökræður, ef það væri unnt. Maðurinn, sem fyrir valinu varð, fór því og hóf samtalið þannig: „Ég held það sé dálítið deiluefni okkar á millum, og ég hélt það væri bezt að koma þennan morgun og gera út um það.“ „Ó,“ mælti góði maðurinn, „hvað er það?“ Gesturinn svaraði: „Þér segið, að þjáningar þeirra, sem deyja án iðrunar, verði eilífar, en ég held, að þær verði það ekki.“ „O, sé það ekki annað en þetta,“ svaraði hann, „þá er ekkert deiluefni á milli mín og yðar. Ef þér lítið í Matteusar guðspjall 25. 46., þá munuð þér sjá, að deilan er á milli yðar og Drottins Jesú Krists, og ég ráðlegg yður að fara þegar i stað og útkljá málið við hann.“ (Þýtt).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.