Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 41

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 41
NORÐURLJÓSIÐ 41 mann sinn um, að þau skyldu búa aðskilin undir sama þaki. Barnanna vegna vildi hún ekki yfirgefa hann. Hún aetlaði að matbúa handa honum, en halda sig í herbergj- um sínum og vera kona hans aðeins að nafninu til. Þegar þessi óskemmtilegi samningur hafði ver.ið gerður, sá hún hann ekki oft. Hann hélt áfram að drekka og spila fjár- hættuspil og var úti fram á nætur. Kvöld nokkurt, er hún sat framan við litla sjónvarps- tækið sitt, birtist Billy Graham á tjaldinu. Hún fór að horfa og að hlusta með athygli á það, sem hann var að segja: „Ert þú í raun og veru ánægður með ævi þína?“ spurði hann. „Getur þú í sannleika sagt, að þér hafi tekizt vel að lifa lífinu ? Ég á ekki við á mælikvarða peninga eða stöðu. Ævin er meira en að græða peninga eða hafa góða stöðu. Ævin er léleg, nema þú þekkir eitthvað til kristilega krafta- verksins, friðar, fyrirgefningar og kraftar. Við þörfnumst öll Guðs í þessum heimi. Það getur virzt auðvelt að segja skilið við Guð, en það er heldur erfiðara að losa sig við djöfulinn. Þegar ég er sjúkur og hryggur og veit, að ég hefi syndgað mikið fyrir Guði og mönnum, þá þrái ég ekki eigur eða peninga. Eg þrái Guðs náð, sem bætir úr brýnni þörf minni, sem veitir mér kraft til að vera styrkur aftur og fyrirgefning minna mörgu synda. Þegar ég veit, að Guð elskar mig og sannar það með því að senda Jesúm til að vera frelsari minn og vinur, þá finn ég, að lífið á sína dýrð og sinn tilgang. Það er engin önnur leið til réttrar afstöðu manns gagnvart manni, manns gagnvart konu, en hin skýra og örugga leið Jesú Krists. Jesús elskar þig, vinur minn. Hví ekki að taka á móti kærleika hans í kvöld og þekkja blessun lífs í friði, gleði og Iækningu?“ Þá varð henni ljóst, hve mjög hún þurfti á Guði að halda, Guði, sem er líkur Jesú, Guði, sem hægt er að f.inna í Jesú. Er hún hugsaði alvarlega um það, að hún hafði boðið flestum sínum erfiðleikum heim með því að lifa lífinu á lágu sviði með því að bægja Guði burtu frá hjónabandinu, þá ákvað hún að snúa við blaðinu og að reyna hina kristnu leið til að lifa lífinu. Tveimur kvöldum síðar tók hún börnin með sér að hlusta á Billy Graham. Þegar svo trúboðinn sagði, að hún og allir aðrir, sem viðstaddir voru, gætu fengið að reyna þetta gleðiríka kraftaverk, sem gerði menn frjálsa, kristilega endurfæð- .ingu, þá var hún ein af hinum fyrstu til að standa upp og ganga inn í salinn, þar sem leitandi sálum var leið- beint, og þar skilmálalaust afhenti hún Jesú Kristi sjálfa sig, líkama og sál. Hún vissi, að mikil siðferðisleg og andleg breyting hafði átt sér stað nú á æv.i hennar. Hún var sæl hið innra og leit- aði tækifæra til að vitna um hinn nýfundna Drottin sinn. Þegar hún sagði manni sínum frá kristilegu afturhvarfi sínu, hló hann hæðnislega og kallaði hana hræsnisfullan einfeldning, guðrækið kirkjubarn. Eitt sinn sá hann hana vera að lesa í biblíunni fyrir börnum þeirra tveimur. Hann greip biblíuna, fleygði henni niður og tróð hana undir fótum sér. Þetta særði hana, en hún hélt áfram að bera sinn kristilega v.itnisburð bæði utan heimilis og innan. Frásaga konunnar stóð yfir mestallan morguninn. Við urðum fyrir margs konar truflunum. Aðrir vinir komu með vingjarnleg orð. Oft var okkur boðið að taka þátt í leikjum. Oftar en einu sinni urðum við að leita okkur að rólegri stað, af því að hugsunarlausir, hávaðaelskir far- þegar komu með viðtæki sín, settu þau nálægt okkur og kvöldu eyrun á okkur með öskrandi danshljómlist og æp- andi misnefndum rugg og veltu söngvurum .... Við á- kváðum að hittast aftur næsta dag. Þegar hún kom þá til að finna mig á öðrum stað út af fyrir okkur, brá mér við að sjá breytt útlit hennar. Andlitið var illa bólgið af nýlegu mar.i. Hún var með glóðarauga. Blóðugt hrúður var ofan við vinstri augabrún hennar. Mér varð líka ljóst, að hún hafði verið að gráta um tíma. Einurðarlítil rétti hún fram höndina til að heilsa og hvíslaði hljómlaust: „Góðan dag.“ Hún greip áköf stólinn, sem ég setti fram handa henn.i, og sat um stutta stund í sársaukafullri þögn. Eg leit svo á, að bezt væri fyrir mig að þegja, að láta hana skýra sjálfa frá, hvernig hún hefði marizt svo í andlitinu. „Yður furðar auðvitað á því, hvernig ég fékk þetta,“ sagði hún dapurlega og snart snöggvast andlitið. Það er hræðilegt, er ekki svo? Þegar ég kom í klefa minn í gærkveldi, greip mig beiskjutilfinning. „0, Guð, bað ég, láttu mig deyja.“ Þetta var heimskulegt. Mér líður betur nú, og ég get mætt hverri reynslu, sem bíður mín í fram- tíðinni. Eg á við, að mig langar til að reyna kraft minn- ar kristnu trúar, hvað sem ég þarf að reyna.“ Hún þagnaði andartak og hélt síðan áfram. „Sjáið þér, þessi óþægilega reynsla, sem ég varð fyr- ir í gærkveldi, er tengd því, sem ég var að segja yður í gærmorgun. Eftir afturhvarf mitt skrifaði ég systur minni, sem býr í Bondi nálægt Sidney, til að láta hana heyra góðu fréttirnar. Hún er ágæt kristin kona og vinn- ur talsvert sem líknarsystir (diakonissa) þar. Hún bauð mér að dvelja þar í sumarleyfi. Ég fékk vinnu hluta úr degi í skrifstofu, sparaði saman, flaug þangað og dvaldi sex vikur hjá fjölskyldu hennar. Síðan sneri ég heim með þessu skipi frá Sidney. Skömmu eftir að ég kom á skipsfjöl brá mér heldur illa við. Ég mætti manni, sem ég bjóst ekki við að sjá þar. Hver haldið þér að það hafi verið? Það var maðurinn minn. Ég hafði að sjálfsögðu sagt honum frá þessu sumarleyfi mínu, og þar sem hann vildi ekkert hafa með börnin — hann hefir oft sagt, að ég eigi þau, ekki hann — bauð móðir mín mér að taka þau. Ég fann, að mér var þá frjálst að fara. Maðurinn minn sagði mér, bæði í Englandi og aftur í gærkvöldi, að hann tryði ekki sögu minni. Hann sagði, að ég ætti ein- hvern leyndan elskhuga einhvers staðar, sem ég færi að finna. Hann blátt áfram yfirgaf atvinnu sína, fékk sér far með öðru skipi, en tók þetta heim aftur, því að hann vissi, að ég yrði með því. Hvernig lízt yður á þetta? Hann hefur eytt allmiklu af fé sínu í þessa heimskulegu eftir- grennslan. I gærkvöldi var ég alein í þvottahúsinu að strjúka yf.ir nokkrar flíkur, þegar hann kom þar inn. Til allrar ógæfu var ég alein. Hann hafði verið að drekka og vildi þrætu. Hann kallaði mig trúrækinn glæfraskúm og margt annað heimskulegt, notaði hryllileg blótsyrði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.