Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 42

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 42
42 NORÐURLJÓSIÐ og tók allt í einu að berja mig. Til allrar hamingju komu nokkrar konur inn, og hann fór á brott urrandi og for- mælandi með sjálfum sér.“ Hún endaði snögglega, kippti höfðinu afturábak og horfði á mig með óeðlilegu augnaráði. Síðan, mér til vandræða, hengdi hún niður höfuðið og fór að hágráta. Líkami hennar engdist allur, og blindandi tár streymdu henni af augum. Areynslan langvinna, að fást við erfið- an eiginmann, hafði að lokum bugað hana. í fullar fimm mínútur hélt þessi ákafi grátur áfram. Síðan náði hún smám saman valdi yfir sér. Hún lyfti höfðinu hægt upp og leit á mig társtokknum augum. „Mér þykir þetta leitt,“ sagði hún hikandi. „Þetta er heimskulegt af mér. Hvað sem því líður, mér líður bet- ur núna. Einungis geðjast mér ekki að þessu andliti mínu.“ „Hafið þér engar áhyggjur af því, góða mín,“ svaraði ég. „Þessir marblettir hverfa bráðum. Eins og Páll post- uli berið þér á yður merki yðar kristilegu baráttu. Þér þekkið orðtækið, „að gera og að sýna þolgæði.“ Kristi- legt trúarlíf er erfið orrusta, er ekki svo? Þér, eins og v.ið öll hin, fáið yðar reynslustundir, og þér eruð að leit- ast við að sýna raunveruleik yðar kristnu trúar, ekki með vörunum einum, heldur og með líferninu. En á okk- ur hvílir skylda gagnvart yður líka, sem er að vernda yður fyrir ósanngj örnum, barsmíðafúsum eiginmanni yð- ar. Yður er ekki gefið andlitið, til þess að hann æfi sig í barsmíði. Þegar þér far.ið aftur til herbergis yðar, sjáið þá til þess, ef þér getið, að einhver sé að fara sömu leið og þér, svo að þér séuð ekki alein. Getur verið, að ég rekist á hann á skipinu einhvern daginn, og geti spjallað við hann. Hver veit! Eitthvað gott getur hlotizt af þessu njósnar-ævintýr.i hans.“ Eigi kom mér til hugar þá, að svo einföld orð, fyllt von, myndu bráðum gefa ríkulega uppskeru. Eg sagði minni grátandi samferðakonu. sem ég hafði fengið að vita, að hét Irene, að ég hefði verið beðinn af nokkrum vinum mínum um borð að halda guðræknistund tvo morgna vikunnar, klukkustund í einu, og að mér vær.i leyft að hafa hana í barnastofunni. Ég bauð henni að koma. Um tuttugu manns eða svo komu á fyrstu samkomu okkar. Eg tilkynnti þá, að ég mundi tala um: Guð er kær- leikur, og á komandi samverustundum: Guð er ljós, Guð er friður, Guð er kraftur, Guð er miskunn, Guð er líf, og svo framvegis. „Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn.“ Við athuguðum síðan hin æðstu sannindi lífsins, að Jesús kom sérstaklega til að segja fólki, að nafn Guðs og eðli var kærleikur. Kærleikur hans var undir því, yfir því, umhverfis það, hið innra með því. Kærleikur hans endurleysir, umbreytir, lyftir upp. Hann leiðir fram hið bezta í mannshjartanu, skap- ar trú, innblæs von, fæðir af sér þjónustu. Ekkert heimili, engin mannsævi getur farið forgörðum, þar sem kærleik- ur Guðs dvelur. Þótt maðurinn eignist allan heiminn, en skorti kærleika, er ævi hans aðeins gys. Guð þráir að gera hjörtu okkar að kæru heimili sínu. Með honum sem daglegum ástvini, leiðtoga og félaga, getum vér fengið að lifa lífi upphefjandi þjónustu, ævarandi friðar og fullnægju hjartans. Vér getum litið upp í auglit hans og brosað brosi fullkomins trausts og undirgefni. Um það bil þremur kvöldum síðar var ég að reika um skemmtigönguþilfarið. Heyrði ég þá óminn af rámum köllum, háróma, reiðilegum röddum. Er ég nálgaðist stað, þar sem veitingar voru seldar, sá ég hávaxinn, herða- mikinn, andlitsrauðan mann, sjáanlega ölvaðan, standa í hópi farþega, karla og kvenna, og hélt hann á bjórglasi í hendi sér. Hann var orðljótur og var að reyna að strjúka einni konunni. Meðan hinir ýttu og öskruðu til hans, lyfti hann upp glasinu og kallaði með drykkjuraust: „Þetta er lyfið mitt,“ drakk dálítið úr því, en skvetti hinu í andlit konunnar, sem næst honum stóð. Þegar í stað varð ærandi hávaði. Einn karlmannanna sló hann niður með hnefanum. Glasið flaug úr hendi hans og brotnaði í smámola; og er hann lá útbreiddur á þilfarinu, slógu sumir úr hópnum hann með hnefunum og spörkuðu í hann. Mitt í hávaðanum og gauragangnum komu menn frá vín- barnum og komu reglu á aftur. Morguninn eftir fræddi Irene mig á því, að hún hefði frétt, að maður hennar hefði lent í ryskingum, verið barinn illa og væri skipað af lækni að halda sig í rúminu. Hún vildi fara að finna hann, en var dálítið hrædd við að gera það, ef hann skyldi aftur reyna að heita hana ofbeldi. Hér var komið tækifæri, sem Guð hafði gefið mér, til að reyna að gera þeim báð- um gott. „Ég skal fara og finna hann,“ sagði ég einlæglega. „Ég býst við, að gjaldkeri skipsins vilji glaður nota mig sem sjúkraprest til að heimsækja hina sjúku og vanheilu. Hvað er númerið á herbergi hans? Finnið mig hér aftur uppi eftir kvöldverð, og ég skal láta yður vita, hvernig mér farnast.“ Sj úklingurinn minn var í tveggja manna herbergi niðri á E þilfari. Ég setti á mig prestskraga minn, svo að hann skyldi vita, að ég kæmi sem hirðir í heimsókn. Er ég drap á dyr, var fruntalega svarað: „Kom inn.“ Komu minni var fagnað með lágu blístri og upphróp- un. Ég brosti og heilsaði með handabandi. Hann sat uppi í rúminu og las í gömlu dagblaði. Andlitið var bólgu- hella með blóðugum skurðum. Misþyrmingar þær, sem hann hafði veitt konu sinni, hafði hann fengið endur- goldnar hundraðfalt. „Hvernig stendur á þessum óvænta heiðri?“ spurði hann hvasst. „Himna-flugstjóri, ha, kominn að finna gaml- an vínbelg eins og mig! Er ég svona mikils virði?“ Ég náði mér í stólinn í herberginu og settist andspæn- is honum. „Ég er Jennings herprestur,“ mælti ég glaðlega. „Ég frétti, að einn af farþegahj örðinni minni hefði særzt á orrustuvellinum, svo að mér fannst það skylda mín að koma og finna hann. Jæja, hvernig líður yður?“ Andúð hans breyttist samstundis í vingjarnleik. Honum þótti sjáanlega vænt um komu mína og vildi sýna mér kurteisi og góðvild. „Þér vitið það, herprestur,“ sagði hann, og lagði blaðið til hliðar og reyndi að brosa út í annað munnvikið, „að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.