Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 67

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 67
NORÐURLJÓSIÐ 67 Læknir hennar innritaði hana í hæli tvisvar sinnum, en þar sem fjölskylda hennar hafði ekki formlega gert það, var henni frjálst að fara, þegar hún vildi, og í bæði skiptin -,,vildi“ hún það eftir fáeina daga. Vegna stöðu fjölskyldu hennar í þjóðfélaginu og vina fjölskyldunnar, var hún aldrei formlega innr.ituð í stofnanirnar. Astand hennar fór versnandi á allan hátt. Hún gat ekki etið og léttist um nálega 15 kg. Hún hafði dregið sig svo í hlé frá heiminum, að hún neitaði að vera með fólki úr fjölskyldu sinni, sem vissi, hvað var að henni og reyndi að hlífa henni og vernda hana. Samkvæmt hvatningu læknisins átti að setja hana í hæli i þriðja sinn. I þetta skipti átti það að vera með formlegu samþykki fjölskyldu hennar, og þá yrði henni ekki leyft að fara, unz hún hefði fullnað tímann, sem læknismeð- ferðin tók. Skjölin voru tilbúin og biðu aðeins undirskriftar lækna. Þó átti að flytja hana tafarlaust næsta morgun í hælið. Síðdegis daginn óður en hún skyldi flutt, kom hún á samkomuna. Hún vissi fullvel, að Guð var síðasta vonin, eini vonargeislinn, sem eftir var, áður en hún yrði lögð inn sem eituræta. Þess vegna var örvænting hennar svo mikil. Það var um líf eða dauða að tefla fyrir hana, þegar hún gekk inn ganginn í samkomusalnum og kraup v,ið neðsta þrepið. Þetta var ástæðan, að hún gaf fólkinu engan gaum, því að Jesús var eina vonin hennar, og brygðist hann, þá var ekkert eftir. Guð sá það, sem engin mannleg vera gat séð: Einlægni hennar, fúsleika, uppgjöf hennar og þrá, þar sem hver frumeind í líkama hennar hrópaði til hans um hjálp og lausn. „Eins og faðirinn er börnunum líknsamur, svo er Drott- inn líknsamur þeim, sem óttast hann.“ Læknirinn var ráðþrota á svipinn, og spurði síðan: ,,Þér eigið við, að hún hafi engin einkenni þess, að eitrið hafi verið tekið af henni? Engin?“ „Það gerist eitthvað skrýtið í þessum samkomusal! Eg hefi sjúkling, sem hafði verið illa farinn áfengissjúklingur árum saman, og hann losnaði svona á svipstundu líka. Ég býst við, að útkoman úr þessu verði sú, að Guð geti gert allt.“ Þegar lækninum í hælinu hafði verið tilkynnt, hvað hafði komið fyrir, varð hann sem steini lostinn. „Þetta er hið furðulegasta, sem ég hefi nokkru sinni heyrt,“ sagði hann, og bætti svo hrakspá v.ið: „En hún kemur aftur.“ Þetta var fyrir fimm árum, og Rósa hefir ekki „komið aftur“. Hún hefir átt frjálsan aðgang að deyfilyfjum í sjúkrahúsi, meðan hún vann þar um tíma. Hún hafði ekki minnsta áhuga fyrir þeim, hvað þá, að þau freistuðu hennar. Það var stund mikillar geðshræringar og dýpsta þakk- lætis, þegar ég fékk bréf frá öldungadeildarþingmanni í ríkinu, sem er gamall og kær vinur fjölskyldu Rósu, því að það bréf kom algerlega óvænt. Það stóð meðal annars í því: „Sem tákn um þakkargerð til Hans fyrir kraftaverks lækningu Rósu, viljið þér þiggja þessa biblíu, sem var notuð, er ég sór embættiseið minn?“ SKÖPUN EÐA ÞRÓUN? GREIN HANDA ÆSKUFÓLKI. „ „Hver hefir skapað þig, skinnið mitt?“ ein skólans léttasta spurning var, og fá voru til svo fráleit börn, að fyndu ]iau ei hið gilda svar. „Hver hefir skapað þig, skinnið mitt?“ Nú skorast á ykkur, vitringar og lærdómsgarpar, að leysa úr. Þið leitið, — en finnið ekkert svar.“ (Jakob Thorarensen). „Hvernig varð allt til?“ spurði Árni. Bjarni varð fyrir svörum: „Svörin eru ólík. Sumir segja: „Guð skapaði allt. Biblí- an segir það.“ Aðrir segja: „Allt varð til af sjálfu sér, það þróaðist. Lærðu mennirnir segja það.“ “ „Ég er með því, að Guð hafi skapað allt,“ sagði Árni, „mér er ekki hægt að skilja, að jörðin okkar og allt, sem á henni er, hafi orðið til af sjálfu sér.“ „Mér er ekki heldur hægt að skilj a,“ svaraði Bjarni, „að lærðu mennirnir segi það ekki satt, að allt, allar lif- andi verur, á jörðinni hafi þróazt.“ „Heldur þú, að allir lærðir menn trúi þessu?“ „Það er ég viss um,“ svaraði Bjarni. „Þetta er kennt í skólanum. Heldur þú, að kennararnir viti ekki, hvort það er satt eða ósatt, sem þeir eru að kenna okkur?“ „Kennararnir vita ekkert nema það, sem þeim hefir verið kennt,“ svaraði Árni, „og svo það, sem þeir hafa lesið. Þetta minnir mig á það, að ég þekki mann, sem fær mikið af útlendum blöðum og bókum. Ég ætla að spyrja hann um það, hvort allir lærðir menn trúi á þessa þróun.“ „Jæja, ég er viss um, að allir lærðir menn trúa á þróun, en ekki sköpunina, sem biblían talar um,“ svaraði Bjarni. „En láttu mig heyra, hvað þessi náungi segir.“ Nokkrum dögum seinna sjást þeir aftur. Þá segir Árni og er dálítið hróðugur: „Ég er búinn að fá að vita, að það er langt frá því, að allir lærð.ir menn nú á dögum trúi á þessa þróun. Vinur minn sýndi mér bæði blöð og bækur, sem eru alveg á móti þróun.“ „Það hlýtur að vera eintóm vitleysa,“ svaraði Bjarni. „Þeir, sem svona skrifa, eru menn, sem ekkert vita.“ „Vertu ekki svona viss um það. Veiztu, að það er stofn- un í Lundi í Svíþjóð, sem kallast „Grasafræði-stofnunin.“ Nýlega er dáinn maður, sem hét Herbert Nilsson, og hann var forstjóri hennar. Hann starfaði að grasafræðirann- sóknum í 30 ár. Hann hlýtur að hafa vitað eitthvað um grasafræði. Þá gaf hann út bók um rannsóknir sínar, og hún er 1130 blaðsíður. Eftir að hafa skýrt frá rannsókn- um sínum, spyr hann: „Hefir þróun raunverulega átt sér stað? Eru sannanir fyrir því, að hún hafi átt sér stað, verjandi? Eftir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.