Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 71

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 71
NORÐURLJÓSIÐ 71 Svo þrungin af krafti heilags Anda voru bein Elísa, aS lífgandi kraftur var geymdur í þeim, nægur til að lífga þennan látna þann. Það fara engar aðrar sögur af þessum manni. Hann er líkur póstinum eða bréfberanum, sem aðeins einu sinni á ævinni færir þér bréf, sem gerbreytir öllum örlögum þín- umum. Hann er settur hér með boðskap handa þér og mér. Mér skilst, að sá boðskapur sé meðal annars þessi: Fólk, sem lifir helgað Guði, fólk, sem fyllist heilögum Anda, fólk, sem klæðzt hefir krafti Guðs, það lætur blessun eftir sig, er lifir í minningu þess og verkum, þótt það sjálft sé horfið. Abel er dæmi slíkra manna. Nafn hans stendur efst á skrá þeirra, sem fyrr á tíðum fengu góðan vitnsburð fyrir trú sína. Fyrir trúna talar hann enn, þótt dauður sé. (Hebr. 11. 2.-4.). Sagan hans Elísa geymir einnig annan boðskap handa okkur. Þegar hann lífgaði látna sveininn, fór hann þannig að: Hann „lokaði dyrunum að þeim báðum og bað til Drottins. Síðan steig hann upp í og lagðist yfir sveininn, lagði sinn munn yfir hans munn, sín augu yfir hans augu og sínar hendur yfir hans hendur og beygði sig yfir hann; hitnaði þá líkami sveinsins. Þá kom hann aftur, gekk einu sinni aftur og fram um húsið, fór síðan upp og beygði sig yfir hann; þá hnerraði sveinninn sjö sinnum; því næst lauk sveinninn upp augunum.“ (2 Kon. 4. 33.—35.). Við veitum því athygli, hve mikla fyrirhöfn það kostaði Elísa að lífga þennan dreng. Og við veitum því einnig at- hygli, að maðurinn dáni lifnaði þegar í stað, er hann snart bein hans. Er nokkuð unnt að læra af þessu? Er ekki unnt að spyrja: Var það nærri ofraun fyrir trú Elísa að lífga drenginn dána? Eða kaus Guð að láta þjón sinn þurfa að bíða eftir árangri? Gat sú aðferð, sem Elísa beitti, verið til að gefa okkur fyr.irmynd, sem viljum leiða börnin til trúar á Krist og lífsins í honum. Athugum skrefin hvert á eftir öðru. 1. Bæn, hann bað til Drottins. Við eigum að biðja fyrir börnunum, ef við viljum vinna þau fyrir Krist. 2. Lagði sinn munn yfir hans munn. Við kennum þeim bænir, leggjum þeim orð í munn. 3. Elía lagði sín augu yfir hans augu. Við verðum að sjá og skilja, hvernig börnin líta á hlutina, sjá þeirra sjónar- mið, og einnig að kenna þeim að sjá með okkar augum, líta á málin frá sjónarmiði hins fullorðna manns. 4. Hann lagði hendur sínar yfir hendur sveinsins. Við eigum að kenna börnunum að vinna, leiðbeina þeim í at- höfnum þeirra, kenna þeim að gera það, sem er gott og réft. 5. Þegar ekkert af þessu nægði til að gera meira en hita líkama sveinsins, þá beygði hann sig seinast yfir hann. Við þurfum einnig að lúta niður að barninu, tala þannig við þau um frelsarann, að þau geti skilið okkur. Þau verða að finna, að okkur er annt um það, að þau geti lært að þekkja og elska Drottin Jesúm Krist. Þetta er það, sem mest liggur í augum uppi í þessari sögu. Þetta er allt gott, það sem það nær. En öll er fyrir- höfnin til einskis, ef kraftur Guðs gefur ekki lífið. Þess vegna verðum við að reiða okkur á, að Guð vill vera í verki með okkur. En það er ekkert líf í okkur sjálfum án Guðs, ekki fremur en verið mundi hafa í beinum Elísa, án kraftar heilags Anda. Það var kraftur hans, sem gerði kraftaverkið. Það var Guð, sem lífgaði hinn dána, er hann snerti þessi heilögu bein Guðs helgaða, Anda-fyllta manns. Vantraust okkar á blessun Guðs með viðleitni okkar að vinna aðra fyrir Krist, getur tafið eða hindrað mátt Guðs. Við erum ekki nægilega helguð Guði, ekki búin nægilega að læra, að líta af okkur sjálfum, okkar verki, en horfa aðeins á Guð. Ef beinin hans Elísa hefðu getað hugsað og rökrætt, mundu þau hafa sagt: „Það er ekkert gagn að okkur lengur. Við erum aðeins bein dáins manns.“ Eigi að síður notaði Guð þau til að sýna, að bæn Elísa um tvöfaldan skammt af andagift Elía, hafði ver.ið heyrð. Einn mann hafði Elía reist upp frá dauðum. Tveir voru vaktir upp frá dauðum vegna kraftar Guðs með Elísa lífs og liðnum. Óeigingjörn bæn um andlega blessun, fær svar. Við eig- um mikinn Guð, biðjum því stórra bæna. S. G. J. --------x------- GÓÐ FYRIRMYND Það er ein af indælustu minningum bernsku minnar, að fjölskyldan öll fór alltaf saman í sunnudagaskóla. Allir fóru til morgunguðsþjónustu á sunnudögum, allir sóttu kvöldsamkomuna á sunnudögum, allir fóru á bænasam- komuna, og allir sóttu vakningar samkomurnar. Aldrei spurði nokkur að því heima, hvort einhver annar ætlaði að fara í sunnudagaskólann eða til kirkjuguðsþjónustu. Pabbi sá um þetta mál, og það var fyrirfram ákveðið mál, að allir væru komnir nógu snemma í sunnudagaskólann. Það var sjálfsagður hlutur, að allir hefðu sunnudagaskóla námskaflann tilbúinn, að fórnin (gjöfin) væri við hönd- ina, skórnir burstaðir og hárið greitt og verið væri í „sunnudags fötunum.“ Aldrei var nokkur heima til að elda miðdegismatinn, hvort sem gestir voru komnir eða ekki. Enginn var nokkru sinni heima með litlu börnin, því að börnin voru alltaf borin til kirkjunnar. Aldrei lá svo mikið á nokkru við búskapinn, hvort heldur var að gefa skepnunum, vinna að uppskeru, slátrun eða niðursuðu, að það héldi nokkrum í okkar húsi í burtu frá húsi Guðs, þegar tíminn var kominn að vera þar. Faðir minn sá um þetta. Hann var andlegt höfuð heimilisins jafnt sem fyr.ir- vinna þess í tímanlegum efnum. Þýtt úr bókinni „The Home“ (Heimilið) eftir dr. John R. Rice, bls. 92). Hvað varð svo úr þessum börnum, sem fengu svona uppeldi? Minnsta kosti þrír af bræðrunum urðu prédik- arar, og af þeim er dr. John einn af mestu áhrifamönnum kristninnar í Bandaríkjunum. Hann er talinn eiga mátt- ugasta pennann af öllum núlifandi kristnum mönnum þar í landi, því að hann hefir ritað fjölda bóka, og þar kennir engrar hálfvelgju. Hreinskilnislega og afdráttarlaust boðar hann sannleikann, eins og hann blasir við honum af blöð- um heilagrar ritningar. „Ég heiðra þá, sem mig heiðra,“ segir Drottinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.