Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 79

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 79
NORÐURLJÓSIÐ 79 eins og þessi þekkir lög lands síns og leyfir ekki, að á þeim sé traðkað. Einhver segir ef til vill: „Ekki á hvaða kona, sem er, aðgang að æðstu mönnum þjóðarinnar til áhrifa. En er það nú víst? Burðarásar þjóðfélags morgundagsins eru í dag undir áhrifavaldi konunnar í heimilinu. Ef til vill er það sá staðurinn, þar sem mikilsverðast er, að lög Guðs og manna séu í heiðri höfð. Uppeldi barna kostar erfiði, misjafnlega mikið þó eftir eðlisfari hvers einstaklings og aðstæðum. Uppeldið kann að kosta vel launað starf, skemmtilega dægradvöl, félagslíf o. s. frv., og eitt er víst: það kostar tíma. En Guð lagði mikla áherzlu á það við Israelsþjóðina, að hún sýndi árvekni í því að kenna börnum sínum að breyta eftir regl- um hans og fyrirmælum. í 5. bók Móse, 11. 19. stendur: „Og þér skuluð kenna þau (orð Drottins) börnum yðar, með því að tala um þau, þegar þú ert heima og þegar þú ert á ferðalagi, þegar þú leggst til hvíldar og þegar þú fer á fætur. Og þú skalt skrifa þau á dyrastafi húss þíns og á borgarhlið þín.“ Með öðrum orðum: Óþreytandi eljusemi skyldi sýnd v.ið það, að veita lífsstraumum orða Drottins inn í næstu kynslóð. Það kann að vera, að ekkert af störfum þínum sé jafn mikilvægt og það, að manna manninn, stúlkuna eða dreng- inn, í húsi þínu, sem þér er til forsjár fenginn. --------x--------- Kross og áhyggjur Biblían segir okkur, að við eigum að bera kross okkar, en varpa áhyggjum okkar upp á Guð. (Lúk. 14. 27. 1. Pét. 5. 7). Maður, sem bar kross sinn, bar hann ekki eingöngu til þess að þjást á honum, heldur til að deyja á honum. Kross Jesú er kross frelsarans og kross syndarans, af því að á krossinum á Golgata mættust bæði syndarinn og frelsar- inn. í Guðs augum gerðist það þar á þeim deg.i, að synd- arinn — gamli maðurinn — var krossfestur með Jesú. (Róm. 6. 6.—11.). En gamli maðurinn minn lifir í mér og sýnir sig oft á dag. Þegar ég stíg trúarspor og trúi orði Guðs, álít sjálfan mig dáinn með Jesú Kristi á krossinum á Golgata, þá getur ekki gamli maðurinn starfað í mér, og heilagur Andi er frjáls til að verka í mér. Þannig verður sann- leikurinn í Gal. 2. 20. að raunveruleik: „Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér.“ Við erum ekki kölluð til að bera áhyggjur okkar. Það á alveg að fela Drottni áhyggjurnar. Þetta er einnig trúar- spor, sem verður að stíga. Þegar við stígum þetta spor, finnum v,ið, þó að kringumstæðurnar hafi ef til vill ekkert breytzt, þá getum við mætt þeim með frið í hjarta, ekki með ótta, heldur með djörfungu, af því að við vitum, að Guð ber áhyggjurnar, og hann ætlar að nota kringum- stæðurnar til góðs, þó að við fáum ekki að sjá það fyrri en síðar. (Þýtt úr „It’s Harvest-Time). Unglingur bjargar mannslífi Það er orðið langt, síðan saga þessi gerðist, en hún er þess verð að vera sögð einu sinni enn. Maður var nefndur Páll. Hann var mjög merkur maður. Hann var starfsmaður mikill og boðaði nýjar kenningar, sem mörgum geðjuðust ekki, þótt ýmsir tækju þeim vel. Hann átti því bæði vini og óv.ini. Vinir hans elskuðu hann, en óvinir hans hötuðu hann og sátu alltaf um líf hans til að drepa hann. Var hann hvergi óhultur um líf sitt og allra sízt í ættlandi sínu, og hann dvaldi löngum erlendis. Páll þráði þjóð sína, og einu sinni ásetti hann sér að fara heim í höfuðborg lands síns. Ekki hafði hann dvalið þar nema fáeina daga, þegar óvinir hans komu auga á hann. Þeir lögðu þegar hendur á hann. hrópuðu og æptu og komu öllu í uppnám. Ætluðu þeir þegar í stað að drepa Pái. Af því varð þó ekki, því að herflokkur kom undir eins, og foringinn leyfði ekki, að Páll væri drepinn. Landið var sem sé hernumið, og þar dvaldi setuLið, sem halda átti uppi lögum og reglu. Foringinn fór með Pál til aðalstöðva hersins í borginni, og þar dvaldi hann nokkra daga. Þá bundust yfir fjörutíu landar hans samtökum, að þeir skyldu drepa hann. Fóru þeir til æðstu manna borgarinnar, sem voru óvinir Páls, og sögðu þeim frá áformi sínu. Æðstu mennirnir ættu að biðja foringjann að láta koma með Pál til yfirheyrslu hjá yfirvöldum borgarinnar, en meðan hann væri á leiðinni þangað, ætluðu þeir að ráðast á mennina, sem kæmu með Pál, og drepa hann. Þetta þótti óvinum Páls að sjálfsögðu mjög gott ráð. Nú kemur ungur maður til sögunnar. Hann var systur- sonur Páls. Hann heyrði um þetta áform, að drepa ætti móðurbróður hans. Þetta vildi ungi maðurinn ekki. Hann ákvað að reyna að bjarga lífi frænda síns. Hann fór þangað, sem herinn dvaldi, og beiddist leyfis að mega tala við Pál. Honum var veitt það, og hann sagði Páli frá svikráðunum. Þá sagði Páll við einn af undirfor- ingjunum, að hann skyldi fara með þennan unga mann ti! yfirforingjans, því að hann hefði nokkuð að segja honum. Ekki er ólíklegt, að ungi maðurinn liafi kviðið fyrir því, að tala við þennan mikla mann. En hjá því varð ekki komizt, ef Páli ætti að bjarga. Allur kvíði var ástæðulaus. Yfirforinginn tók honum af mestu ljúfmennsku, tók í hönd honum og leiddi hann afsíðis, þar sem þeir gátu einir talazt við. Þar gat hann sagt yfirforingjanum, hvað óvinir Páls hefðu í huga. Yfirforinginn brá við skjótt og gerði sínar gagnráð- stafanir, sendi Pál óðar burt úr borginni til landstjórans, og þannig var lífi Páls bjargað úr dauðans greipum. Nú langar mig til að biðja þig bónar. Það er vafalaust fyrsta bónin, sem ég bið þig, og hefir þú ekki heyrt, að „fáir neita fyrstu bón?“ Eg bið þig að lesa það, sem kemur hér á eftir. Það getur skipt framtíð þína miklu máli. „Hvað er það, sem þú hefir að segja mér?“ sagði yfir- foringinn við unga manninn, og ungi maðurinn sagði hon- um það, sem honum lá á hjarta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.