Norðurljósið - 01.01.1965, Side 86

Norðurljósið - 01.01.1965, Side 86
86 NORÐURLJÓSIÐ SPILLING ÁFENGISSÖLUNNAR Kaflar úr rœðu eftir síra Tom Wallace. Þýtt. Ég var á leið til kirkju minnar einn sunnudagsmorgun til að prédika. Ég tók þá eftir hóp af músafálkum, er sveim- uðu yfir bletti nálægt veginum. Ég hélt, að það væri rotn- andi hræ, sem þeir ætluðu að éta kjötið af. Þetta var þá tóm viskíflaska. Ég var fljótur að samþykkja það með músafálkunum, að áfengis-fyrirtækið væri hið rotnasta, sem sjáanlegt væri ... Mér er það ljóst, að ég er að fara niðrandi orðum um helzta tekjustofn borgar, lands og ríkis. Ef einhver reiðist því, muni hann þá eftir því, að djöflinum líkar það ekki heldur ... Frægur prédikari nefnir áfengið „Bölvun Bandaríkj- anna.“ Abraham Lincoln kallaði það: „Krabbamein, sem etur þjóðfélagið.“ Chesterfild lávarður nefndi það: „Snill- ingur í manndrápum.“ Robert Hall kallaði það: „Eimuð fordæming.“ Jack Schuler trúboði sagði, að það væri „Eyðandi manna og þjóða.“ Robert L. Sumner trúboði gefur því heitið: „Drep.“ Síra Luzene Lamerson auð- kennir það: „Fordæmingarsynd Bandaríkjanna.“ Joe Mill- er trúboði kallar það: „Djöfullinn í fljótandi formi.“ ... Kvöld eitt á samkomu var negri nokkur að biðja einlæg- lega um, að hann óg bræðurnir yrðu varðveittir frá því, sem hann nefndi „umveltandi syndir." „Bróðir,“ sagði einn af vinum hans, „þú hefir þetta orð ekki rétt. Það er ,umkrin-gjandi,‘ ekki ,umveltandi‘.“ „Bróðir,“ svaraði hann, „sé það svo, er það svo. En ég var að biðja Drottin að varðveita okkur frá ölvunarsynd. og sé hún ekki ,umveltandi synd,‘ þá veit ég ekki, hver hún er.“ Þetta er alveg rétt hjá gamla negranum. Afengisnautn er umveltandi synd. Hún veltir um heimilum og heiðarleik, manndómi, kveneðli og bernsku, vonum, ástum og gleði . . . Sérhvað það, sem kemur manni til að ljúga að móður sinni, berja góða eiginkonu, selja skó látins barns síns, sundra heimilum, svelta börnin sín og draga sálir til hel- vítis eins og áfengið hefir gert, getur ekki kallazt annað en rotið ... Biblían varar menn við víninu: „Vínið er spottari, sterk- ur drykkur glaumsamur, og hver, sem drukkinn reikar er óvitur.“ Orðskv. 20. 1. „Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. Að síðustu bítur það sem hög-gormur og spýtir eitri sem naðra.“ Orðskv. 23. 31. og 32. „Vei þeim, sem rísa árla morguns til þess að sækjast eftir áfengum drykk, sem sitja fram á nótt eldrauðir af víni.“ „Vei þeim, sem kappar eru í víndrykkju og öflugar hetjur í því að byrla áfengan drykk.“ Jes. 5. 11., 22. (Vers 22. skotið inn í af þýð.) „Vei þeim, sem gefur vini sínum að drekka, sem setur flösku þína fyrir hann og gerir hann drukkinn.“ (Habak. 2. 15. Ensk þýð.) ... Biblían er móti drykkjusvalli. Hún dregur fram kjarna málsins í 1. Kor. 6. 9., 10. með því að segja, að drykkju- menn munu ekki Guðs ríki erfa. Hún setur drykkjumatin- inn í sama flokk og hórkarla og morðingja. Þjóðfélagið gerir Guð að lygara og segir, að drykkjusvallið sé sjúk- dómur . . . Bandaríkin eyða þúsundum dollara til að elta uppi glæpamenn og berjast gegn glæpum. Síðan gefa þau höfuð- óvini almennings, viskíinu, starfsleyfi . . . Sjötíu og f.imm af hverjum hundrað fábjánum eru af- kvæmi foreldra, sem drekka. Níu af hverjum tíu glæpa- mönnum frömdu sína glæpi, meðan þeir voru undir áhrif- um áfengis. Mest af fátæktinni og flest af sundruðum heim- ilum eru það vegna drykkjuskapar. Á síðastliðnum 10 ár- um voru drýgð 53.463 morð í vínveitingakránum . . . Billy Sunday (víðkunnur prédikari, þýð.) sagði söguna af herberginu í v.itfirringahælinu, þar sem læknarnir rann- sökuðu vitsmuni þeirra, sem vafasamir voru. I herberginu var ekkert nema vatnskrani og gólfþurrka. Maður var lát- inn í herbergið og skrúfað frá krananum. Dyrunum var lokað, og læknarnir athuguðu viðbrögð mannsins. Ef hann tók þurrkuna og fór að hamast við að þurrka upp vatnið, var úrskurðað, að hann væri brjálaður. Ef hann skrúfaði fyrir kranann, var honum óðar sleppt sem heilbr.igðum á geði. Þetta sýnir viðeigandi mynd af stjórnarfarskerfi okkar. Löggjafar vorir eru önnum kafnir við að reisa sjúkrahús, skipuleggja hæli, auka húsrými fangelsa, leigja fleiri lög- regluþjóna, þjálfa fleira starfsfólk til að reyna að þurrka upp afleiðingar ofdrykkjunnar í landi okkar. Hvers vegna skrúfa þeir ekki fyrir kranann? Arið 1952 var hellt úr vínflöskunni 3500 morðum, 11.000 nauðgunum, 45.000 líkamsárásum, 200.000 hjóna- skilnuðum og 3.300.000 kynsjúkdóma-tilfellum. Þessar tölur eru orðnar mjög gamlar, og ástandið hefur versnað með hverju ári . . . Arið 1939 voru 39 milljónir drykkjumanna í Bandaríkj- unum. Arið 1957 voru þeir 69 milljónir, og með núverand.i fjölgun verða allir Bandaríkjamenn orðnir að drykkju- mönnum eftir 40 ár. 69 af hverjum 100 lögreglumönnum eru við það starf vegna áfengisins. Áfengiskostnaður okkar síðastliðið ár hefði nægt til að byggja tvær milljónir venjulegra banda- rískra heimila .. . I ræðu, sem Robert L. Sumner hélt nýlega, las ég um Thomas Ball, 38 ára gamlan, föður tveggja barna: stúlku 4 ára og drengs 6 ára. Hann var að sofa úr sér áfengisvímu og vaknaði við, að börnin voru að hlæja og leika sér. I drykkjubrjálæði barði hann þau með sóp, unz hann brotnaði. Þá tók hann armana af ruggustól og barði dreng- inn til bana. Handtekinn og kærður fyrir morð gat hann ekkert sagt nema: „Frammi fyrir Guði, fógeti, ég elskaði börnin mín. Ég flengdi þau aldrei.“ Afengisnautnin gerði þennan mann að æðisgengnum djöfli. Annar prédikari segir þá sorglegu sögu, að barið var á dyr hjá honum. Smávaxinn, horaður drengur um það bil tólf ára gamall stóð úti fyrir og studdist við hækju, þegar lokið var upp. „Prédikari, viltu gera svo vel og fara í fangelsið og tala við pabba. Hann drap mömmu, og fóget-

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.