Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 90

Norðurljósið - 01.01.1965, Blaðsíða 90
90 NORÐURLJÓSIÐ inu til að sjá. Og þegar fólkið þar innan fárra daga sá hana ganga alheilbr.igða, sem ekki hafði séð hana ganga áður, horfði það á hana orðlaust af undrun. Læknirinn, sem hún hafði fundið fjórum vikum áður en hún læknaðist, varð forviða, þegar hún kom gangandi inn í stofu hans síðla á einu síðdegi. Vöðvar hennar voru alveg samstarfandi, og hún virtist geta gert allt, hvað sem var, því að hún sagði honum, að um daginn hefði hún gert hreint í húsinu, þvegið og strokið þvott og unnið í tvær stundir úti í garði! Hann rannsakaði hana rækilega, en gat ekki fundið nokkrar minjar eftir mænukölkun eða hjartaveiklun, svo segir Betty frá: „Hann lét mig ganga fram og aftur um aðalgötuna í Rochester fyrir framan lækningastofuna. „Hann horfði á mig með skrýtnum svip á andlitinu, og síðan sagði hann við mig — eins og hann hefir gert mörg- um sinnum síðan: „Þér eruð virkilega heppin, og þér ættuð að vera mjög þakklát. Ef þér hefðuð haldið lífi, þá hefði ég aldrei búizt við að sjá yður nema í hjólastól. Enginn okkar átti nokkurn þátt í þessu. Það hlýtur að hafa verið Guð“.“ Betty vissi það nógu vel, og af djúpu þakklæti til Guðs tók hún á móti Jesú sem frelsara sínum, gaf honum hjarta sitt og líf til að nota til sinnar þjónustu. Hún hafði aldrei komið í kirkju, síðan hún mundi eftir sér, og hún hafði reykt mikið í 22 ár. Þegar í stað eftir lækningu sína, gerbreytti hún líferni sínu. Eitt af hinu fyrsta, sem hún gerði, var að hætta að reykja, því að hún sagði: „Enginn veit, þangað til hann hefir ekki haft gagn af Iíkama sínum í langan tíma, hvað það er að vera eðli- legur og heilbrigður aftur. Og þegar þú veizt, að það er Guð sjálfur, sem læknaði þig, þá getur þú ekki lofað hann nóg eða gert nóg fyrir hann.“ Nálega allir í Rochester þekkja Betty, þar sem hún vann þar lengi í vinsælu matsöluhúsi. Hún minnist þess nú, nokkuð sér til leiðinda, að flestir fastir viðskiptavinir matsölunnar kölluðu hana „Betty Boop.“ Fyrir vitnisburð hennar hefir margt af þessu sama fólki verið leitt til Krists. Aður en Betty læknaðist, hafði hvorki maður hennar eða hún sótt nokkra kirkju. Nú fóru þau að fara á hverj- um sunnudagsmorgni í „Fyrstu Meþódistakirkjuna“ í Rochester. Þar sem þau þekktu vel mátt bænarinnar, var þ>eim unun að því, að klerkurinn þar bað reglubundið fyrir :sjúku fólki. Kraup hann þá sjálfur við altarið og bauð hverjum, sem var í söfnuðinum og vildi það, að koma að altarisgrindunum og biðja þar í hljóði um andlega eða líkamlega lækningu. Er þau Fox-hjónin höfðu sótt þessa kirkju í nokkrar vikur, kom klerkurinn að finna þau viðvíkjandi því, að ganga í söfnuðinn. Betty segir: „Maðurinn minn vitnar með eins mikilli ákefð og ég um lækningu mína, og hann gat varla beðið með að segja síra Stump frá henni.“ Síra Stump, sem hefir fasta trú á trúarlækningum, hlýddi á með miklum áhuga. Næsta sunnudag setti hann spurn- ingar í „Kirkjuskýrsluna1*, sem var dreift út við guðsþjón- ustuna, með þeirri beiðni, að þeim yrði svarað og blaðið sett á samskotadiskinn. Á spurningablað.inu endurtók klerkurinn, að hann tryði á bæn og guðlegar lækningar. Hann lagði áherzlu á, að með þessari aðferð, sem söfnuðurinn notaði við að biðja fyrir sjúkum, væri verið með einu móti að framkvæma boð Jesú: að prédika, kenna og lækna. Hann bað söfnuð- inn að láta í ljós álit sitt um (A) aðferðina, sem notuð væri v.ið bænirnar, og (B) hvort fólkið vildi, að slíkar bænir héldu áfram sem fastur þáttur í guðsþjónustunni. Yfirgnæfandi meiri hluti safnaðarins, sem taldi fjögur hundruð, vildi halda bænunum áfram. Betty hafði átt ágæta foreldra, og hún hafði fengið gott kristilegt uppeldi í æsku. Þótt hún hefði v.illzt langt á brott frá áhrifum þeirra, hafði hún alltaf vitað í hjarta sínu, að Guð gæti læknað. Hún vissi það þegar í upphafi, er sonur hennar nefndi guðsþjónusturnar í Carnegie salnum. „En ég hélt ekki, að hann vildi lækna mig, af því að ég hélt, að ég væri ekki nógu góð, og ég vissi, að ég hafði ekki lifað réttu líferni. En mér skjátlaðist. Af miskunn sinni lœknaði Guð mig.“ Hefði Betty vitað meira um Gúð, áður en hún læknaðist þá hefði hún aldrei í fyrstu gert þetta glappaskot að halda, að hann vildi ekki lækna hana, af því að hún væri „ekki nógu góð.“ Hefir þá nokkru sinni velt fyrir þér, hverju Guð er í raun og veru líkur? Guð hefir aðeins einu sinni gefið full- komna opinberun um sjálfan sig. Hann gaf hana í Jesú Kristi, þá muntu vita, hvers konar Guð hann í raun og vcru cr, því að Jesús sagði: „Sá, sem hefir séð mig, hefir séð Föðurinn.“ Jóh. 14. 9. Heyrðir þú Jesúm tala við blinda Bartimeus, beininga- manninn? Mannfjöldinn gaf honum engan gaum fyrri en hann fór að hrópa: „Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ Honum var sagt að þegja, en Jesús sagði milt: „Kallið á hann.“ Og hann gaf honum aftur sjónina. ÞETTA ER GUÐ! Sástu hann hrærðan af meðaumkun með eirðarlausum hungruðum mannfjöldanum, sem var líkur hjörð án hirðis? Jesús sagði: „Ég kenn.i í brjósti um mannfjöldann, því að þeir hafa nú í þrjá daga hjá mér verið, og hafa ekkert til matar; en fastandi vil ég eigi láta þá frá mér fara, svo að þeir verði eigi magnþrota á leiðinni.“ ÞETTA ER GUÐ! Sástu hann gráta af meðaumkun yfir Jerúsalem? Þú hefir haft þá hugmynd, að Guð sé hefnisamur Guð, sem hafi ánægju af að láta fólk fara til helvítis; en þú þekkir ekki Guð, ef þú heldur það. Sjáðu mikla, miskunnsama hjartað hans, sem mildi og meðaumkun streymir úr, um leið og hann hrópar yfir Jerúsalem: „Hversu oft hefi ég viljað safna börnum þínum saman, eins og hæna safnar ungum sínum undir væng sér, — og þér hafið ekki viljað það.“ ÞETTA ER GUÐ! Heyrðir þú hann tala við vesalings konuna með skarlats- rauða syndarblettinn á sál sinni, konuna, sem staðin var að hórdómi, skækjuna, sem dregin var til hans af ákær- endum sínum? Lögmálið bauð að grýta hana, en Jesús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.