Norðurljósið - 01.01.1969, Blaðsíða 31

Norðurljósið - 01.01.1969, Blaðsíða 31
NORÐURLJÓSIÐ 31 þar með. Fannst mér þá heldur trú hennar glæðast, en vera má, að það hafi verið óskhyggja. Síra Þorsteinn Briem, er þá var prestur á Akranesi, var á hnot- skóg eftir trúuðum kennara. Hafði hann einhverjar spurnir af mér. Komst ég í samhand við sr. Friðrik í KFUM og var hjá honum á fjölmennum drengjafundi á pálmasunnudag. Er ég kom heim, tók ég biblíuna mína og féll á kné við rúmið mitt. Ég las í Jóh. 15. 5: „An mín getið þér alls ekkert gert.“ Á svipstundu urðu þessi orð svo lifandi fyrir mér, merking þeirra svo ljós, að ég skildi, að án Krists gæti ég EKKERT gert. Kennarar nota sýnikennslu stundum. Guð notaði þá aðferð við mig, og hófst hún þegar þennan dag. Ég fékk ihita, sem jókst og jókst næstu dægrin. Ég reyndi að lesa, því að fullnaðarprófið átti að hefjast eftir páskana, en ég gat ekkert lesið. Ég gat ekki farið í mat, ékkert nema legið undir dýnunni þungu, unz að kvöldinu seint, að vanlíðan mín var svo mikil, að ég ýmist svipti mér fram úr rúm- inu til að láta mér svala andartak, eða flúði undir dýnuna. Unnust- an fór að undrast um mig, kom og greip þegar til bjargráða. Léði hún mér yfirsæng sína og annaðist nauðþurftir mínar. Veit ég ekk- ert, hvað um mig hefði orðið, hefði ég þá ekki notið hennar við. Hún fékk til mín lækni, minnir mig. En ekkert var á því að græða. Á páskadag kom sr. Magnús skólastjóri að vitja um mig. Var ég þá hitalaus eða hitalítill. Sagði hann mér, að ég skyldi sleppa fyrstu prófunum, sem öll voru skrifleg, taka þau síðar, en koma þegar kraftar mínir leyfðu. Ég leit með ugg til prófanna, þar sem ég hafði lítið getað lesið undir þau og sagði honum, að sæi ég það, að ég yrði fyrir neðan miðjan bekk, þá gengi ég frá prófi. „Þetta er dramh,“ mælli sr. Magnús þá. Ég andmælti á þeim grundvelli, að ég teldi mig eiga hærri einkunn skilið, og prófið gæfi ekki sanna mynd af mér, ef ég væri svo neðarlega. Kraftarnir ko'mu aftur hægt og hægt. Ég reyndi að renna aug- unum áreynslulaust yfir línurnar í námsbókunum. En það var eng- inn próflestur. Athvarf mitt varð bænin til Guðs um hjálp. „Án mín getið þér alls ekkert gert.“ Loks drógst ég suður í skóla. Það var ekki löng leið. En ég varð að leggjast fyrir og hvíla mig áður en ég gengi upp að prófborðinu til að reikna. Einn skólabróðir minn hafði sagt við mig: „Dr. Helgi — hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.