Heimskringla - 25.04.1889, Blaðsíða 1

Heimskringla - 25.04.1889, Blaðsíða 1
3. ar Winnipeg, Man 2Í*. April 1889 IVi*. IT' ALMENNAR ÍRJETTIR. FRÁ UTLÖNDUM. Evrópu frjettir eru fáar mark- verðar. Um Boulanger-m&lið ekk- ert að frjetta annað en pað, að sagt er að stjórn Frakka sje nú búin að skipa lögreglunni að taka fasta um 60 menn fylgjendur Boulangers. t>á er og sagt að stjórn Belga sje tvisvar búin að kunngera Boulanger að hann hafi par ekki friðland, ef hann haldi áfram samsæristilraunum á einn eða annan hátt gegn Frökk- um.—E>ess má og geta að á Frakk- landi hefur Boulanger með sjer, að sögn kunnugs manns, allan verka- lýðinn, og alla hina smærri bændur og handiðnamenn. E>eir eru komnir á f>á trú, að ef hann nái völdum, hækki kaupgjald um helming, en að nauðsynjavörur allar stigi niður um helming. Þetta veit Boulanger betur en nokkur maður annar, og er þess vegna ósköp rólegur í út- legð sinni. Frá Rússlandi kemur sú fregn að nýlega hafi verið gerð tilraun að ráða keisarann af dögum, og að fjölda margir menn hafi þegar verið teknir fastir, par á meðal nokkrir officerar í stórskotaliðinu. Af Englandi eru pað merkastar frjettir að Parnell hefur nú hafið nýtt mál gegn Times, og heimtar £100,000 (| milj. dollars) skaðabæt- ur. Málið verður hafið í haust og verður Sir Chas. Russell forvígis- maður. í pví máli verður ekki annað tekið til greina en fölsuðu brjefin, er prentuð voru í Times. frÁ ameriku. BANDARÍKIN. Farpegjar uDanmerkur" eru fundnir og allir á lífi. Það var enskt skip uMissouri” er kom til hjálpar, tók farpegjana alla og skipverja og flutti pá til portigisku- eyjanna Azores. Þar urðu eptir 300—370 manns, er síðan tóku sjer far paðan til Lissabon. En Missouri lagði vestur yfir haf aptur með 340—350 af farpegjum ^Danmerk- ur" og kom inn á Chesapeake-fló- ann í Delaware-ríkinu hinn 22. p. m. Wanamaker, póstmálastjóri Harrisons forseta, hefur látið í ljósi pá von, að liann innan skamms geti fært niður burðargjald á einföldum sendibrjeíum innan Norður-Auieríku um helming verðs, svo að pað verði að eins 1 cent framvegis. Hann kveðst að minnsta ekki trúa öðru en að stjórnin pyldi pá niður- færslu á verðinu, og pað sje ölluin ljóst að brjefa og blaðaburður ætti að vera gerður pjóðinni svo ókost- bær sem mögulegt sje. Hann hefur og látið í ljósi löngun sína að fyrir- byggja að flutt verði með pósti blöð sem beinlínis eru siðspillandi og brjef svo saurugs efnis að ekki pola dagsbirtuna. Hvortveggja petta segir hann að flytjist allt of mikið gegnum pósthúsin í Bandaríkjum. Vlst pykir pað nú að pað sje fullkomin alvara Bandarikjastjórnar að heimta toll af hverjum járnbraut- arvagni frá Canada, sem senda parf með fólk eða varning suður yfir landamærin. En hvernig henni gengur að fá pvi framgengt pykir mönnum æði óvist. Það verður ekki sjeð að hún geti annað en heimtað fullkomin toll af efninu í vögnunum, er nemur í minnsta lagi 15 af hundraði, og yrði pá gjahiið af hverjum vöruflutningsvagni $1,500 — $2,000, en af hverjum fólksvagni $5,000—$10,000, í hvert skipti og peir færu yfir landamærin. Hún með öðrnm orðum algerlega fyrirbyði öll járnbrautaviðskipti með, pvilíkum lögum. Að Bandaríkja- fjelög láti pað viðgangast, er óhugs- andi, pví peirra yrði skaðinn engu minni en Canada brautarfjelaga. Flutningslaganefnd Bandarikj- anna hefur stefnt fyrir rjett í Wash- ington hinn 3. maí næstk. nálega öllum járnbrautafjelögum í austur og mið Bandaríkjum. Eiga pau par að skýra frá hvaða mönnum og hvað mörgnm hvert um sig hafa á árinu gefið frítt far með brautum sinum, og hvaða ástæðu pau höfðu til pess. —Nefnd pessi hefur nú gefið úr- skurð í málinu gegn Grand Trunk- brautarfjelaginu i Canada, og er hann sá að fjelagið sje skyldugt að framfylgja flutningslögunum og að öllu leyti að hegða sjer eins og Bandaríkjafjelög gera, af pvi pað eigi brautir innan ríkjanna, og hafi svo mikil verzlunarviðskipti við Bandaríkjamenn yfir höfuð. Sagt er að hraðfrjettaflutnings- gjald bæði um Ameríku og til Ev- rópn eigi að hækka svo miklu nemi 1. maí næstk. Einusinni enn hefur Standard OtY-fjelagið fært út kvíarnar; hefur rjett nýlega keypt um $7 milj virði af olíubrunnum og tilheyrandi út- búnaði 1 Ohio. Þetta fjelag færist óðum að pvi takmarki að verða al- gert einveldi. Nýdáin er í Philadelphia hin stærsta kona í heimi, að sögn. Hún var 48 ára gömul og vóg 800 pund. Þegar hún var 17 ára vóg hún 500 pd. Edwin Booth, leikarinn mikli, er búinn að ná sjer aptur og tek- inn til að leika. Sjúkdómur hans, visnunarveikin, er sprottin af ó- stjórnlegri tóbaksbrúkun. Er svo sagt að aldrei komi sá dagur að hann ekki reyki að minnsta kosti 15 sterka vindla. En nú er honum fyrirboðið að reykja meira en 1—2 á dag. A meðal peirra er fluttu bú- ferlum til Oklohama í vikunni er leið voru 500 menn frá Chicago, sem ekki er neitt einkennilegt. En við flutning peirra var pað einkenni- legt, að peir ljetu í Chicago smíða 500 hús, íbúðarhús og verzlunarhús, minnst $500 og mest $1,500 virði hvert, og fluttu pau með sjer. Hús- ín eru algerð, smíðuð í smádeildum, svo pað er ekki meira en eins dags verk að setja húsið saman pegar á áfangastaðinn kemur. Mitt í Indí- ánalandinu kemur pví upp á einum degi porp samanstandandi af 500 húsum. Klaus Spreckles hinn ríki í California neitar jafnharðan að ganga í fjelag sykurgerðarmanna til pess að halda uppi sykurverðinu og pykir hinum pað illt pví hann er of sterk- ur fyrir pá að geta kollsigit hann, og sykurgerðarverkstæði hans svo stór, að hann einn getur búið til fullan priðjung sykurs er seizt í Bandaríkjum. Járnbrautarblaðið The liailway Age í Chiðago segir að frá byrjun ársins til pess tfma sje búið að á- kveða bygging 53,000 mílna af járn- brautum í Bandarfkjum, en pað er mikið meira en nokkru sinni áður á sama tfma. Og nú pegar segir pað að byrjað sje á bygging 8,000 mílna og 6,000 mflur að auki eiga að byggjast í ár, og ef til vill meira. Allsherjar árspingi mormóna var slitið f St. Joseph, Missouri, í vikunni er leið. Næsta ársping verður haldið í Jowa. Silkirækt hefur verið reynd í Kansas og heppnast vel og verða tilraunir pær auknar mjög á kom- andi sumri. Nýdáinn er í Philadelphia John P. Usher, er var innanríkisstjóri Bandarfkja pegar Abraham Lihcoln var forseti. í Birmingham, Alabama, er ný- myndað fjelag, er kallar sig repúbl- íkaflokk, en sem ætlar að vinna að útbolun svertingja úrsuðurrfkjunum. Til fjelagsins era komin brjef úr öll- um áttum lofandi hjálp við petta verk. í lok p. m. verður í Philadelphia hleypt af stokkunum herskipi, eign Bandarikjastjómar, er heitir Vesú- víus, er á að hafa meðferðis dyna- mite-byssur mestmegnis, ef ekki ein- göngu. Peningaböggli, er hafði að geyma $15,000 var stolið úr fjár- hirzlu Northern-Pacific Express-fje- lagsins, f Minneapolis, f vikunni er leið, og er ófundinn enn. Fjel. hefur enga hugmvnd um hver pjóf- urinn er. San Francisco-búar óttast fjár- framlögur Canadastjórnar og Breta, sem fyrirhugaðar eru, tii að koma á fót gufuskipalínu milli Vancuver og Austurlanda. Ef af pvf verður óttast peir afleiðingarnar fyrir San Francisco. Um $3Ji milj. virði af húsum og öðrum eignum eyðilagðist í eldi í New-York liinn 19. p. in. Er pað hinn stórkostlegasti húsbruni, er par hefur komið nó f fjölda mörg ár. Sósíalistablað er byrjað að koma út f Minneapolis, á danska túngu, og hetir Det Frie Ord. í síðasta blaði var getið um að á Minnesotapingi hefði verið sam- pykkt frumvarp sviptandi Duluth & Winnipegfjelagið rjetti til lands, er pví fyrr meir var gefið. Neðri deildin ein var búin að sampykkja pað, og efri deildin sjálfsögð að gera pað sama, en ekki búin að pví, og pvf síður var ríkisstjóri búinn að gtaðfesta pað með undirskript sinni. Það má pví geta nærri hvemig neðri deildar pingmönnum leizt á, pegar pingforseti auglýsti hinn 18. p. m., að búið væri að stela frumv. Á pessu pingi verður pað pví ekki lögleitt. Fimm mormona postular voru í vikunni sem leið teknir og hýddir í Alabamaríkinu, og að pví búnu dýft f tjöru kagga og sfðan velt í fiður-kassa. Svo^ ar peim ráðlagt að fara burtu strax, eða láta lffið að öðrum kosti. Um 300 innflytjendum var bönnuð landganga í New-York í vikunni sem leið, sumum vegna fá- tæktar, öðrum af pví peir voru ráðn- ir til vinnu í Bandaríkjum áður en peir yfirgáfu föðurlandið. C a n a d a . Ef til vill er pað markverðasta frumvarpið til laga sem komið hef- ur fyrir yfirstandandi sambandsping, sem nú er komið til sögunnar, ein- mitt pegar allir hjeldu að öll stór— málin væru búin. Þetta frumvarp er um stjórnarskipun í Norðvestur- hjeruðunum. Lög um petta efni voru samin f fyrra og eru nú í gildi vestra, gefandi hjeruðunum miklu meira vald en pau höfðu áður. En Dewdney, innanríkisstjóri, vill gefa peim enn meira vald og kemur pví með petta frumv. 1 pvf er peim gefið nærri pví eins mikið vald og fylkisstjórnir hafa, að minnsta kosti má segja að peim sje gefið eins mikið vald eins og hægt er án pess að gefa peim fylkisrjettindi, en pað er ekki hægt enn pá, fólksfæðar vegna. Eptir frumvarpinu hafa pau ekki vald til að breyta grundvallar- lögum sínum, taka peninga til láns, verzla með eða liafa umráð yfir opin- beru landi, eða koma upp sjúkra- húsum og vitlausraspítölum. í öll- um öðrum greinum hafa pau sama vald og hafa fylkisstjórnirnar. í frumv. eru pau ákvæði um vínsölu- málið, sem framvegis verður í valdi hjeraðanna, að hjeraðastjórnin hafi ekki vald til að selja vínsöluleyfi fyrri en eptir að næst verða kjörnir fulltrúar á hjeraðapingið. Á peim kjörpingum er sem sje ætlast til að almenningur skeri úr pvf með at- kvæðagreiðslu, hvert vínsala skuli leyfð eða ekki. í vikunni er leið staðfesti lands- stjóri með undirskript sinni 14 lög afgreidd af pinginu. Eru pau flest áhrærandi járnbrautir, og mörg til- heyrandi Manitoba og Norðvestur- landinu. Á. meðal peirra eru North- ern Pacific & Manitoba-fjelagslögin, og lögin um að gefa Winnipeg— bæjarstjórn vald til að hagnýta sjer vatnskrapt Assiniboine-árinnar. Þar í eru og lögin um að leyfa fjelagi með nafninu Ontario, Manitoha db Western, að byggja járnbraut frá Port Arthur vestur um Skógavatn til Winnipeg, og lengra vestur. Sambandsstjórnin hefur ákveð- ið að fyrst um sinn skuli Canada- pósturinn, til og frá Evrópu, sendur um New York. Kemur pað til af pví, að Allan-línan, sem neitaði að láta smíða eins hraðskreið og skraut- leg skip eins og stjórnin heimtaði vildi ekki hafa meira með póstflutn- inginn aS gera, par hún gat fengið hann að eins einu ári lengur. Hætti pvf alveg, pegar samningstíminn var uppi, um miðjan p. m.—Að ári hjer frá á Andersons-fjelagið í London að hafa tilbúna stórdreka sína og taka pá við póstflutningnum. Samn- ingar pess fjelags við stjórnina eru að sögn tilbúnir að öðru en undir- skriftum, en pær fást ekki fyrr en pingið hefur sampykkt fjárveitingar til fjelagsins. Frumvarp um pað er nú fyrir pingi, og er par tiltekið, að stjórnin megi veita í mesta lagi $-| milj. á ári í 10 ár til gufuskipa- fjelags, er láti ganga eitt skip í hverri vikuársins fram og aptur milli Canada og Englands.—Skip pessi eiga að öllu leyti að vera jafttokar skrautlegustu og gangmestu skipum er gangatil New York.—Fyrir ping- inu er og frumvarp um pað, að stjórn in megi veita gufuskipalfnu á Kyrra- hafinu, milli Vancouver, Japan og Kfna, f mesta lagi $75,000 á ári, ef Bretastjórn veitir $225,000 fyrir skipaferð fram og aptur einusinni í mánuði, eða $125,000, ef Bretastjórn gefur $325,000 fyrir skipaferð fram og aptur tvisvar í mánuði. Óvfst e'r enn hver fær járnbrauta- stjórnina að Pope látnum, pó lík- ast sje að John Haggart, póstmála- stjóri, verði hlutskarpastur. Næst- ur honum stendur, ef ekki eins fram- arlega, J. A. Chapleau, sem um und- anfarin ár hefur verið rfkisritari. Hann er franskur að ætt, uppvöðslu- maður mikill, og aldrei ánægður með embætti sitt og hefur æfinlega all- mikinn flokk að baki sjer. Chapleau er nýkominn heim frá Frakklandi, par sem hann hefur verið að leita sjer lækninga. Stjórnin hefur ákveðið að gefa f ár til járnbrautafjelaga í pening- um $1,512,270 f staðin fyrir land. Þessum styrk á að skipta milli 11 brautarfjelaga, sem öll eruí austur- fylkjunum, og fá Quebec-menn meira en priðjung upphæðarinnar. Samlagðar tekjur sambands- stjórnarinuar f síðastl. marzmánuði voru $3,323,849, en samlögð út- gjöld á sama mánuði um $1756464. Á 9 mánuðum, sem af eru fjárhags- árinu hafatekjurnar verið $27940616 útgjöld á sama tíma $23,729,291. Lucius Tuttle, farpegjaflutn- ingsstjóri Canada Kyrrahafsfjelags- ins, hefur verið kjörinn forseti far- pegjaflutningsstjórafjelagsins al— menna, er hefur aðalstöð sfna í New York. Er pað talið hið æðsta heið- urssætil járnbrautarfjelagsskap, enda hikaði hann ekki við að piggja boð- ið, og tekur við embættinu 1. næst- komandi maímán. Svo er og að gangast fyrir laununum, sem ekki eru fyrir innan $12000 um árið. öll sykurgerðarfjelögin í Cana- da hafa hækkað verðið á öllum syk— urtegundum svo nemur áttunda hluta úr centi og meir á hverju pundi. Ljeleg sykuruppskera á Vest-Indía-eyjunum er orsökin til verðhækkunarinnar. Quebecbúar hafa verið að eltast við að ná útilegumanni allt af síðan í haust er leið. Þessi skóggangs- maður heitir Donald Morrison, helj- armenni að atíi, og svo vel kunn- ugur landslaginu, að hann hefur ekki náðzt enn. Hann rjeði manni einum bana, seint síðastl. sumar, og flúði svo í skóginn, og hefur svari ð, að hann skuli aldrei tekinn lifandi. Hann var loks höndlaSur 22. p. m. Nýja Skotlands pingi var slitið hinn 17. p. m. Af fylkispingunum sitja nú að eins 2, í New Bruns- wick og Prince Edward-Island. Dunsmuir ríki f Victoria, Brit- ish Columbia, er ljest um daginn, skildi eptir sig $10 milj. virði af ýmsum eignum. í Montreal ljetust 28 menn af hverju 1000 fbúanna árið sem leið. er pað einum af pús. færra en árið 1887. __________________ Sagt er að peir Sir George Stephen og Sir Donald A. Smith í Montreal, hafi lagt sína hálfa milj. doll. hvor í hina fyrirhuguðu gufu- skipa lfnu milli Canada og Eng- lands, er Andersonsfjel. f Londou stendur fyrir. í vikunni er leið mátti mann- ræfill í Montreal borga $50 fyrir að hafa í bessaleyfi tekið einn koss af vörum pjónustustúlku í húsi, par sem hann var að afhenda brauð frá bakarfi. Dýrt er lffsins brauðið. Allt af er að finnast jarðgas & suðvesturskaga Ontariofylkis, og er ætlað að pað sje engu minna í jörðu á pví sviði en steinolían, ef til vill meira. Fjelag er myndað til að leiða gasið frá Kingsville eptir pípum f jörðu niðri til Windsor. ísinn leysti algerlega af Port Arthur-höfn hinn 19. p. m., sem er meir en mánuði fyrr en árið 1888. Hið fyrsta fólks- og flutningsskip Kyrrahafsfjelagsins kom pangað 21. og lagði paðan aptur hinn 23. p. m. Powderly, vinnuriddarastjórinn flutti fyrirlestur f Toronto f vikunni er leið, er var mjög fjölsóttur. Sex menn úr bæjarráðinu voru viðstadd- ir, og pökkuðu honum fyrir pangað komuna og meðhöndlun málsins. Allan-fjelagið hefur samið um að flytja Canada-póstinn eitt ár enn, segir hraðfrjett frá Ottawa 22. p. m..

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.