Heimskringla - 08.04.1891, Side 1

Heimskringla - 08.04.1891, Side 1
ALMEMR FRJETTIR FRÁ UTLÖNDUM. Englánd. Kosningarnar í Sligo 2. f>. m. urðu ekki Parnell og hans flokki í vil. Dillon varð svo hrak lega undir, að mótsaBkjandi hans náði kosningu með 1000 atkvæð- um frain yfir hann. Smá—ryskingar og hnefahögg áttu sjer f>ar stað, J>ví f>röng var mikil; þó urðu f>ar eng- ar stórrimmur nje orðverðir áverkar í kolanámu hjá Apedale í Staf- ford-shire varð manntjón af spreng- ingu B. þ. m.; 10 menn dóu og margir særðust hættulega. ‘ Nýdáinn er á Englandi Granville jarl. Hann var fæddur 11. maí 1815. Við opinber stjórnarstörf var hann allajáfna síðan árið 18B5. Til London hefur komið frjett frá Manipur-hjeraði í Assan, Indíen, að umboðsmaður Englendinga í Assan, Jas. W. Quinton, hafi fallið eða ver- ið handtekinn í Ófriði við hálfvillta þjóðflokka par. Hafði hann verið yfirgangssamur og sýnt parlendum höfðingjum fullkomið ofríki, er dró til pess, að ara-grúi af þessum þjóöflokkum rjeði á heideild hans og varð þar hin grimmasta orusta, er endaði með því, að umboðsmað- urinn og 7 enskir fyrirliðar fjellu eða voru handteknir og 470 liðs menn lágu eptir á vígvellinum. Hið brezka Suður-Afríku-fjelag er 1 þann veginn að lenda í ófriði við Portugisa þar. Fjelagið vill ekki þola yfirgang þeirra í ýmsum hjeruðum í Manicalandi, og hefur allt á reiðum höndum til að verja þau fyrir Portugisum. Innlendar þjóð- ir hallast að Bretum, en hata Portu- gisa, því þeir hafa beitt ofbeldi og halda fram mannsali meðal þessara þjóðflokka. Bretar aptur á móti gera sjer allt far um að koina á góðri reglu og komast í vinsamlegt samband við innlenda, og við hafa alla mannúð og eptirlátsemi.—Fje- lagið óskar einungis, að Bretar láti sig eitt um hituna og treystir full- komlega afli sínu með auknum her frá Cape-nýlendunni og Natal, td stíga á hálsinn á Portugisum í hvað sem slæst. Stjórnin í Natal hefur þegar sent lterdeild og her- gögn til hjeraða þeirra, sem eru í hættu fyrir yfirgangi Portugals- manna.—Þetta sýnir ljóslega, að Hrezku i.ýlendurnar í Suður-Afríku eru óvinveittar Portugisuin, og fje- lagið hefur alræði í Cape-nýlettd- unni, því fortnaður þess, Sir Cecil Hhodes, er þar nýlendu-stjóri. Rho- des er framkvæmdar-thaður mikill °g I áliti miklu hjá Victoriu drottn- ingu og Salisbury lávarði, og því trúlegt að hann hafi talsvert að segja í Afriku, enda ntanna líkleg- astur til að auka stórum veldi Breta i Suður-Afríku. • Þýzfcaland. Hinn 76. fæðingar- dagur Bismarc.ks, 1. apríl, var' haldinn með mikilli viðhöfn eins og vanalega á Þýzkalandi og rigndi að honum heillaóskum og heiðursgjöf nm hverretna. Heiðurs-ávarp það, er V'lhjálmur keisari sendi honum, þótti sjerlega hlýlegt, enda stóð htikilmennið berhöfðaður meðan það var lesið. Það þykir ekki ólíklegt, að heldur kunni að batna sam- komulag þeirra keisarans og Bis- marcks, þ.) þeir hafi staðið fjarri hvor öðruin um tíma. Chili. Til San Francisco hefur komið sú fregn frá Valparaiso, að Járndreki uppreistarmanna hafireynt að sprengja í lopt upp með torpedó- ftáti eitt af stríðsskipum stjórnarinn- af, en mishepnaðist. Varþáhleyptá drekann dynjandi skothríð úr fall- stykkjunum í virkjunutn og ljet hann þá undan síga. Litlu síðar fjeðist sama skipið og einn torpedó hátur á drekann, en varð borið of- urliði, því annað skip uppreistar- hianna slóst í leikinn með drekan- 'tm. Sprengiskot frá drekanum eyðilagði skipið algerlega og drap hvert mannsbarn sem á því var; tor- pedó-báturinn var og sprengdur í lí>pt upp. Gerðu svo skip uppreist- armanna aðsóktt að varnarvirkjun- um og hófst þar hin snarpasta skot- hríð. Skeyti frá víggörðunum hitti skip uppreistarmanna og fór í gegnum það, annað skot sprengdi þilfarið og drap 9 menn; hættu þá skipin aðsókninni og lögfu frá. Við kosningar hafa hinir líberölu hvervetna orðið ofan á og er útlit- fyrir stjórninni hið ískyggilegasta. Allt er þar orðið fjarska dýrt og útlit fyrir hungursneyð. Engar horfur á að friður komist á fyrst um sinn. Zanzibar. Fregn þaðan segir að sendiirtenn Emin pasha hafi kontið með úlfaldalest til Bagainoye. Höfðu þeir í meðförnm £4,000 virði af fílabeinum. Einnig hefur frjetzt frá Zanzibar, að orustur og manndráp hafi orðið á Comoro-eyjunum, þær eru um 350 mílur vestur af Madagascar. Eptir dauða Abdullah soldáns rjeðust An- jouan-eyja-búar á eyjarskeggja og brytjuðu niður um 300 af þeim og gerðu hvervetna hin mestu spell— virki. Frönsk herskip hafa nú ver- ið send til eyjanna til að stöðva ó- friðinn, því Comoro-eyjarnar standa undir verndarvæng Frakka, en er stjórnað af arabiskum prinz. FRA AMERIKU. BANDARÍKIN. Stjórn Dakotaríkis er illa við umboðsmenn þá sem C. P. R. og M. N. W. R. Co. hefur sett víðs vegar suður um alla Dakota til að safna saman bændum og búaliði þar til að flytja til Canada búferlum. Hún hefur nú gert þeim tvo kosti, annaðhvort að fara nú þegar, eða þeim verði drepið ofan í tjöru og síðan velt upp úr fiðri. Skýrsla yfir fjárhag Bandarfkja sýnir, að skuldir hafa vaxið um Í440,125 síðastliðinn tnarzmánuð. Skuldirnar eru nú alls #850,029,920. Nýlega er dáinn í Forth Smith Arkansas, John Maitland Mcdonald náfrændi Sir John Macdonalds for- sætisráðherra Canada. Hann var mjög merkur maður, bæði jarðfræð- ingurog steitiafræðingur; hafði ver- ið bæði á Englandi og í Ástralíu.— Hann sat tvö ár i fangelsi hjá Ar- öbum og var keyptur út af ensku fjelagi. Milwaukee Bridge & Iron-verk- stæðið stóra í Milwaukee, Wis., hef- ur nýlega orðið gjaldþrota. Skuldir fjelagsins nátnu #2,000,000. Fje- lagið var stofnað fyrir 17 árum síð- an og hefur haft 150 í þjónustu nú upp á síðkastið. Lengsta brú í Bandaríkjum er nú f sŒíðum; liggur hún yfir Arkan- sas ána á Missouri-Pacific-járnbraut- inni. Brúin er 2,370 fet á lengd og kostar #500,000. Það lítur nú sem stendur út fyrir algert upplaup f steinkolanámunum í Pennsylvania. Verkamenn þar eru eitthvað óánægðir með verkgefend- ur og hafa hætt vinnu margir af þeim—2. þ. m. gerðu nokkrir þeirra árás á lögreglulið, eða um- sjónarmenn námumanna, og sló þeg ar f bardaga með þeim. Uppreist- armenn höfðu þó vervt af þeirri við- ureign, 11 Þeirra voru drepnir og 46 særðir svo, að álitið er að sumir þeirra muni deyja. Ráðaneyti ríkis- ins hefur sent tvær herdeildir til námanna til að halda óaldarseggjun- um f skefjum. Um undanfarandi tfma hafa hroð- leg veikindi gengið í Chicagö. Fólk ið deyr hrönnum saman, svo að ald- rei fyr í sögubæjarins þykjast menn muna slfkt. Á einum degi dóu 200 manns og annan dag frá því um hádegi og þar til um kvöldið dóu 90.—Veikindi sem ganga eru La Grippe og lungnaveiki. C a n n d a . í Ottawa er nýkomin út skýrsla yfir gerðir Sir Charles Tuppers á Englattdi sem aðal-umboðsmanns þar. Skýrslan sýnir tölu innflytj- enda frá Englandi til Canada á síö- astl. ári. Tala þeirra var 31,930; 6126 fleiri en árið næst á uttdan. í skýrslu þessari eru þó ekki þeir, sem ferðast hafagegnum New York. Hann segir að 50 af hundraði af innflytjendum þeim, er fari i gegn- uin New York, sjeu teknir af Banda- rikja-umboðsmönnum, svo að ekki fleiri en 5 af hundraði komi til Ca- nada. Sir Chas. Tupper talar mikið um, hvað góðan markað mætti fá á Englandi fyrir ýmsar Catiada af- urðir, svo sem keyrslu hesta, niður- soðna ávexti, fisk, svínakjöt, ost, smjör og hæusni. Kosningamálið í Marquett er ef til vill ekki er.n útkljáð. Mr. Boyd sem varð undir við kostiingarnar, eins og kttnnugt er, fekk því fram- gengt að talin voru atkvæðin upp aptur ogfekk þá Mr. Watson 46 at- kvæði f staðin fyrir 12, sem hann hafði áður. Boyd er enn þá óá- hægðttr og er talið eins liklegt, að kosningu Watsons verði enn | mót- mælt. Menn eru mjög hræddir um flóð í Montreal nú um þessar mundir. ísinti af fljótinu er farinn að brotna upp og hrúgast saman á stórum stykkjum. Sum strætin eru orðin full af ís svo umferð er þar ómögu- leg. Hjón ein f Halifax, sem nýlega eru gipt, komust að þvf hjer um daginn, að þau væru systkyn. Þetta hafði þau áhrif, að konan varð brjál- uð og fyrirfór sjer og maðurinn hengdi sig. Sagt er að bæði hafi verið mjög guðhrædd. Mr Olds, aðal-flutningsstjóri Kyrrahafsfjelagsinsí Montreal, sagði hjerum daginn við frjettaritara Jsinn viðvíkjandi kornflutningi frá Mani- toba og Norðvesturlandinu, að hann við að nú þegar væri búið að flytja þaðan g af hveiti því, er þaðan mundi flytjast þetta ár, og að upp til þessa tfma væri búið að flvtja yfir 13 milljónir bush. Af þessum 13 milljónum hefði North- hern Pacific járnbrautarfjelagið flutt 2 milljónir. Þegar allt yrði kotnið, segir hann, að það muui verða um 16 milljóttir bush., sem flutt verði út úr Norðvesturlandinu. Hanri á- lítur að Manitoba-fylkið sje ágæt- asta land fyrir innflytjendur. FRJ ETTA- KA FLAR ÚR BYGGDUM ÍSLENDINGA. GIMLl, MAN., 1. apríl 1891. (Frá frjettaritara Heimskringlu). Helztu tfðindi hjeðan eru safnað- ar- og kirkjumálaumbrot um síðast- liðinn viku tíma. Yfir fjelagslífinu og safnaðarlffi Nýja íslands drottn- að ró og kyrrð fyrir hálfum mánuði sfðan, en svo bar við, að um pálma- helgina var skrifari kirkjufjelagsins presturinn sjera Hafsteinn Pjeturs- son kominn alla leið vestan úr Ar- gyle-nýlendu og norður að íslend- ingafljóti, var þar við embættisgerð hjá sjera Magnúsi J. Skaptasyni, en hafði synjað sjera Magnúsi að sögn um að embætta þar. Þegar eptir embætti hafði byrjað presta-þras, sem Ný-íslendingum er ekki með ókunnugthvað er. Eptir pálma- helgi kotn sjera Ilafsteinn su.ður að Gitnli og hefur síðan haldið þar kyrru fyrir, en svo brá við, er hattn var þar kotninn, að safnaðarlífið fór að verða öldukenndara eða setrt menn kalla, að brydda á undiröldu, líkt og einhversstaðar væri hvass- viðri undir á kirkjuvötnunum, þó dúna-logn væri enn á yfirborðinu. Eptir embætti f gærdag var hald- inn safnaðarsundur í Gimli-söfnuði; voru aðkomumenn og utansafnaðar- menn áður fundur byrjaði beðnir að ganga út, þvf margt var við af fólki úr öðrum söfnuðum, en söfn uðurinn hafði stuttan tíma til fund- arhaldsins, og áleit hann mundi bet- ur og fljótar ráða málum sínum til lykta, ef hann væri einn um þau, enda hættir suinum ferðamönnum við að vilja hafaallmikil afskipti af því sem fram fer þar sem þeir eru gestir, þó þeir kunni að álíta það ókurteisi, ef þeim er ekki leyft það. þó þeir máske álíti það ekki ó- kurteisi af sjálfum sjer, að troða sjer inn í málefni, sem einstökum fjelögum eða fjelagsdeildum koma við. Á fundinum var bætt mönn- um við f safnaðarnefnd, kosnir 2 menn á prestmála-fund nýlendunnar, sem haldast skyldi þar á eptir sama dag. Á fundinum sagði söfnuður- inn sig eintiig úr kirkjufjelaginu. Sjera Hafsteinn, sem gengið hafði út áður fundur byrjaði, var nú kominn inn aptur og fleiri utan- safnaðarmenn; bað hann þáum mál- frelsi, enfundurinn neitaði með at- kvæðagreiðslu að gefa honum það. Klukkan 4 sama dag var prest- málafundur Nýja íslands settur í kirkjunni á Gimli; sá fundur hefur verið haldinn árlega síðan sjera Magnús kom, til þess að jafna niður milli safnaðanna prestlaunum, ráða prestinn, jafna niður messufjölda með söfnuðunum og ræða hverönn- ur sameigittleg safnaðar- og prests- mál safnaðannaí Nýja lslandi. Til fundarstjóra var kosinn hr. Pjetur Bjarnason úr Mikley, sem stýrði fundinum bæði lipurt og röggsam- lega; skrifari var valinn hr. G. M. Thomson bóksali. Á fundinum mættu fulltrúar frá öllum söfnuð- unum nema Bræðra-söfnuði við Is- lendingafljót, en sá söfnuður sendi fnndinum brjef, þar sem hann segir prestinum upp prestsþjónustu-samn- ingum og færði sem ástæðu fyrir, að sjer hefði ekki líkað kenningar- máti prestsins í seinustu ræðu, sem prestur flutti hjá söfnuðinum, nefni- lega á pálmasunnudag. Fundurinn lýsti því yfir, að Bræðrasöfnuður væri skyldur til að greiða prestinum laun, um næstu þrjá komandi inánuði i það minnsta, samkvæmt prestmála-fundarályktun, næstliðið ár. Síra Hafsteinn Pjetursson og hr. Gestur Pálsson, ritstjóri Heims- kringlu, voru viðstaddir á fundir.um og óskuðu að fá málfrelsi, var það veitt með atkvæðagreiðslu, í einu hljóði, tóku þessir herrar mikinn þátt í umræðunum, hr. Gestur lagði tnikla áherzlu á, að söfnuðirnir sem vildu hafa síra Magnús .1. Skaptason fyrir prest, ljetu sjer farast vel*við sjera Magnús; fulltrúarnir tóku því vel og ljetu afdráttarlaust í ljósi, að söfnuðir sínir mundu gera sitt ýtr- asta í því tilliti. Ræður sjera Hafsteins gengu þar á mót út á það, að bera Ný-ís- lendingum á brýn að þeir væru ekki rjett-trúaðir. það stóð á sama hvaða mál lá fyrir til umræðu, þá gengu ræður hans út á þetta og svo óákveð- ið út á bihlíwna og trúfræði, þvl enga fasta meiningu var hægt að fá út úr ræðum hans utan þá, að menn ættu að trúa biblíunni í blindni, það er að segja, án allrar rannsóknar. Fundurinn rjeð sjera Magnús fyrir prest þeirra safnaða, er fulltrú- arnir voru frá, í einu hljóði. Fundurinn komst að þeirri nið- urstöðu, að jafna ekki niður gjöld- um til prestsins, heldur ganga út frá því, að hver söfnuður borgaði honum í það minnsta sömu upp- hæð sem næstliðið ár, og svo bæta á sig að tiltölu eptir kringumstæð- tim hvers safnaðar þeim hluta laun- anna, sem misstist við það, að Bræðrasöfnuður gekk úr samband- inu. Fundurinn lýsti yfir því, að heppi- legast mundi, að söfnuðir þeir sem rjeðu sjera Magnús fyrir prest, gengju úr kirkjufjelaginu. Út af þessu spunnust umræður sern stóðu í tvær klukkustundir eða yfir það, sem margir tóku nokkurn þátt í. Auk þessara tveggja málefna, sem þegar hefur verið getið, voru ýms önnur málefni íhuguð, þar á meðal sunnudagaskólamál. Að öðru leyti tíðindalítið, enda nóg komið af svo góðu. ÚR SUÐUR-BYGÐ ÁLPTA- VATNS-NÝLENDU. 28. marz 1891. Það er æðilangur tími síðan Hkr. hefur fært lesendum sínum nokkrar frjettir hjeðan úr byggð okkar. Það er auðvitað, að hjer ber ekki mikið til tíðinda, enda láta engir heyra neitt til sín úr þessari byggð. Hið síðasta sumar var það lang- votviðrasamasta, sem við höfum haft síðati við komum hingað, svo vegir voru hjer með^ versta móti, einkum að haustinu til; þá voru allar lautir fullar af vatni,-—Hevskapur var hjer með bezta móti og nýting all-góð, enda munu nú íslendingar vera vel byrgir að heyjuin. Garðávextir spruttu almennt vel og betur en nokkurn tíma áður, sjerstaklega kartöflur; báru yfir tuttugu-faldann ávöxt. Korntegundum var engum sáð nema lítilfjörlegu sýnishorni, er reyndizt ágætlega. Nokkrir enskir bændursáðu hveiti, höfrum ogbyggi og reyndist vel,—Hjer er yfir höf- uðað tala, enskir franskirog íslenzk- ir bændur, sem einungis stunda kvikfjárrækt og garðrækt, því hey- lönd eru hjer meiri ogbetri en plóg- lönd, og svo er að því skapi erfitt að plægja hjer, bæði fyrir smáskógi og grjóti á öldunum, sem er mikið til fyrirstöðu. Þessi vetur hefur verið einn sá bezti, sem kon.ið hefur síðan við ís- lendingar komum hingað; þó hafa komið hjer 2 harðar frost-skorpur t vetur, en staðið örfáa daga. Sfðah um miðjan þennan mánuð hafa verið stöðug blíðviðri öðru hvoru, með hita á daginn, en frost á nóttum, svo að snjór sígur nú og hverfur eptir fáa daga af sljettlendinu, ef liitar haldast.—Á síðastl. hausti geysaði hjer ákaflega mikill sljettueldur, er gerði mikið tjón, brettndi bæði hey, fjós og girðingar; 2 Islendingar misstu hey sín. En af þvf að allir voru svo heysterkir fyrir fengu þeir nóg hey hjá löndum sínum, svo þeir þurftu ekki að farga neinu af gripunum heyskorts vegna, en síður liðu þeir stóran skaða fyrir brunann. Þessi fyrnefndi sljettu- eldur gerði stór-skaðaá skógi, bæði á stórum og smáum skógi; þar sem áður stóð stór og risavaxinn skóg- ur brann hann svo niður, að varla var eptir nema strjál-trje og var það stór skaði fyrir nýlenduna. Landnemum hefurnú fjölgaðstór- um hjer þetta ár, og er búist við að fjöldi af fólki flytji hingað í þessa byggð komandi suinar, eptir frjettum að dæma, sem borizt hafa brjeflega úr ýmsum áttum.—Fisk- afli hefur verið með lang-rýrasta móti í vetur hjer í Manitoba-vatni; en f haust eð var fiskaðist að mikl- um mun og varð mönnum því meir úr fiskinum en áður hefur verið, þar sem hann var bæði í góðu verði og markaður við hendina, svo menn gátu selt hann strax sjer að kostn- aðarlausu. Allur búðarvarningur er seldur hjer með fram vatninu, þvf ekki er skortur á kaupmönnum, og þar af leiðandi allmikil keppni í \erzlun meðal kaupmanna, svo varan er í ó- trúlega lágu verði, ef litið er til vegalengdarinnar, sem þarf að flytja -hana frá járnbraut. Auðvitað er öll þunga-vara dýrari en hún er í Winnipeg, en allt smávegis mun vera með sama verði, eða mjög svo lfku. Fyrir smjör borga kaupmenn 20 cents pd., egg 22 cts. tylftina. Smjör og egg eru einungis keypt fyrir þetta. verð á vetrum; á sumr- um tekið að eins fyrir mjög lítið verð. Nú í vor byggir franskur maður ostagerðarhús itiður við vatnið rjett við jaðarinn á íslenzku byggðinni, og gefst þá öllum tækifæri á að selja mjólk slna, sem ekki eru f þvf meiri fjarlægð við ostagerðar- húsið. Barnaskóli hefur verið byggður hjer á jaðrinum á íslenzku byggð- inni og er ætlast til, að bæði ís- lenzk og ensk börn sæki hann; kennsla er ællast til aðbyrji í næst- komandi maí-mán., ef skólakennari verður þá fenginn—hann er ófeng- in enn. Tvö pósthús hafa verið opnuð í nýlendunni, annað Cold- spring’s; póstafgreiðslumaður John Fidller; hittLundur, póstafgreiðslu- maður Hinrik Johnson. Skemmtisamkomu hjeldu íslend- ingar skömmu eptir nýárið og var hún vel sótt af öllum. öllum kom saman um, á samkomu þessari, að nauðsyn væri að koma upp stóru og rúmgóðu samkomuhúsi í byggð vorri og var þvf strax brugðið við eptir samkomuna, að höggva og draga bjálka til hússins og er nú viðurinn kominn á þann stað, er hús- ið á að standa á, og verður nú inn- an skamms farið að byggja það, en verður ekki fullgert á þessu tori, því bæði vantar borðvið í gólf og þak og einnig spón á þakið, sem ekki er að búast .við að fáist fyr en í fyrsta lagi seinni part komanda sumars, vegna peninga-skorts. Hús þetta á að brúka fyrir ytnsar opin- berar samkomur, einnig fyrir guðs- þjónustur, ef ske kynni, að einhver prestur heimsækti okkur. Heilsufar manna hefur verið hjer með bezta móti í vetur, nema hvað kvef hefur gert vart við sig stöku- sinnum. 25. þ. m. dó unglingsstúlka, Svan- hildur Jónasdóttir, úr langvarandi lungnabólgu. Hún var hin efni- legasta stúlka. Til leiðbeiningar fyrir þá, -sem kynnu að vilja flytja hingað, vil jeg taka það fram, að þessi nýlenda er ekki heppileg fyrir þá mertn, sem vilja stunda hveitirækt; en wptur á móti ein af hinum beztu nýlendum f Manitoba fyrir þá, er vilja stunda kvikfjárrækt og garðrækt. Hinrik Johzwon. Minneota Minn. 18. marz 1891. it(frá frjettaritara Hkr.”) Fundahöld. 2. þ. m. var íslend- inga-verzlunarfjelags-fundur hald— inn í Minneota. Fyrst voru lög fjelagsins yfir farin og endurbætt. Þar næst talað um meðferð á rent- um, og varð sú niðurstaða, að hlut- hafendum skyldi heimilt, að gera hvað við renturnar er þeir vildu, að gera þær að hlutabrjefum eða taka þær út f vörum (en peninga fá þeir ekki), 10 pct. af hvers árs vöxtum skulu leggjast S varasjóð.— Talað var um, að lengja búðina um 20 ft. og brúka svo loptið S nýja part- inum fyrir fundasal; sökum vaxandi verzlunar, er óhjákvæmilegt, að auka við búðina.— Þar næst var kosin stjórnarnefnd seai er: Jóseph Jósephson, formaður, F. R. Johnson, fjehirðir. Meðnefnd: S. S. Hofteig, Joseph Arngrfmsson, Pjetur Vig- fússon, Arngrfmur Jónsson og S. M. S. Askdal. Pólitlk. Bæjarkosningar fóru hjer fram 10. þ. m. Bæjarbúar skiptust f tvo fiokka. Annar vildi afnema vfnsölu, en hinn leyfa hana framvegis, sem að undanförnu. Ur- slit kosninga urðtt þau, að afnem- endur unnu sigur, svo samkvæmt atkvæða-úrskurði, verður hjer engin vínsala á næsta ári.. Framfarir. Tals-æfingafundir eru haldnir S Norður-byggð á hverju laugardagskveldi. Forvfgismaður þeirra er Jón B. Gíslason. 3. þ. m. gengu 11 (ellefu) Isl. hjeríMinne- ota, undir skólapróf og náðu allir kennara-einkunn. Bændur eru farn- ir að týgja sig til voranna, eru nú á hverjum degi, í stórhópum, S bænum, að kaupa vinnuvjelar, sem seldar eru með lægra verði nú, en nokkru sinni áður. Jfanndauði, veikindi. 2. þ. m. dó Jón Kristjánsson bóndi frá Gröf í Eyðaþinghá f Norðurmúlasýslu.— Einar Arnason f Marshall, hefur leg- ið mjög þungt haldinn, en er nú á batavegi.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.