Heimskringla - 01.09.1894, Page 4
I
HEIMSKRINGLA 1. SEPTEMBER 1894.
4
Sumar-óður.
Fagnandi sumrinu sæla
söngfuglinn ljóðar á björk,
vetrarins kveljandi kæla,
kyrð er um skóga og mörk.
Leikur mér mjúkleg um vanga
vestrænan svífandi hjá
austur um ættarlands tanga
í íshafsins kólgunni blá.
Vorbliðan vestræna svifur
vorri að ættarlands-strönd,
með sér hún huga minn hrifur,
sem halda engin veraldleg bönd.
Ég ferðast um f jallanna sali
flýg ofar blálygnri unn,
ég svif inn í sumarsins dali,
að sælunnar freyðandi brunn.
Minning um æskunnar unað
ásvina bliðasta tal,
kossa og kærleikans munað
knýtt er við sumarsins dal.
Hugljúft er sálunni að sveima
að sólbjörtum æskunnar reit.
En búinu að búa þar heima
hið bezta í lífinu eg veit.
Frjálsan i frelsisins álfu
finn ég mig—langar ei braut,
En þó er ég heima að hálfu
þars heftur ég æskunnar naut.
En vonglaðan hug minn og hraust-
heim með þér vestræna ber; [ann
send mér hann aftur að austan
xun leið og Sigtryggur fer.
S. B. Benidictsson.
Winnipeg.
Hr. P S. Bárdal fór alfarinn til
Dakota í gær. Gerir ráð fyrir að setj-
ast að á Sandhæðunum fyrst um sinn.
Northern Elevator félagið ætlar að
byggja stóra kornhlöðu hér í bænum í
haust, en liklega ekki á rústum þeirrar
er brann. Þykir landrými of lítið.
Stræta-sporvegir hér í bænum verða
ekki lengdir neitt i ár ; svo segir W.Mc-
Kenzie, ferseti félagsins, frá Toronto,
sem hér er staddur.
Mannekla er sögð vestur i fylkinu,
til að ivinna að hirðing og þresking
hveitis etc. Kaupið framboðið er sagt
$1,75 á dagauk fæðis.
Dr. Oronhyatekha, höfundur óháðu
foresters-reglunnar (I. O. F.), er sagður
væntanlegur hingað innan fárra daga.
Kemur til að líta eftir foresters-deild-
unum, ________________________
Fyrirlestur um ísland flutti Jón
ritstj. Ólafsson fyrir skömmu í Arne
Garborgs klúbbnum í Chicago. Fyrir-
lesturinn er að koma út í “Norden” og
getum vér hans betur um það að hann
er aliur út kominn.
Verkmannadagurinn, hinn fyrsti lög
helgaði verkmannadagur í Canada, verð
ur haldinn hátíðlegur í sýningargarðin-
um á mánudaginn kemur (3. Septem-
ber). Skrúðganga mikil verður hafin
á Portage Ave. í grend við Clarendon
hótelið kl. 9 að morgni og verður geng-
ið suður að Assiniboine og norður alt
Aðalstræti. Skamt fyrir norðan |C. P.
R. stöðina verða ræður fluttar, en
seinniþart dagsins fara fram aliskonar
skemtanir í sýningargarðinum. Tveir
eða þrír [hornleikaraflokkar spila allan
daginn. Aðgangur að garðinum 25
cents og eru sæti í Grand Stand ókeyp-
is,
Arni kaupm. Friðriksson liggur að
sögn í taugaveiki, lagðist um helgina
var.
Dr. Ó. Stephensen er sagður úr allri
hættu, en líklega líður nokkur tími til
þess hann kemst á fætur aftur.
Þau hjónin Gunnlögur og Guðný
Jóhannson, Ross Ave., mistu einkadótt-
ur sina um síðustu helgi.
Mr. Ólöf Goodman kom heim um
siðustu helgi eftir all-langa dvöl hjá föð-
ur sínum (Birni Halldórssyni) og skyld-
fólki i Dakota.
Jakob Jónsson, Mormóna trúboði,
fór af stað heimleiðis til Utah á miðviku
daginn var.
,7 ára gömul dóttir Þorvarðar Sveins-
sonar, að 711 Pacific Ave., varð fyrir
þvi slysi á mánudagskvöldið, að detta
ofan af girðingu og handleggsbrotna;
brotnuðu bæði armbeinin rétt fyrir neð-
an olnboga.
Margir Ný-íslendingar hafa verið
hér á ferð þessa dagana á leið vestur og
suður um land i þreskingavinnu. • Með-
al þeirra, er hafa heilsað upp á oss eru,
herra Sigurður J. Vidal í Breiðuvík og
Þ. Þorsteinsson frá Hvammi í Víðirnes-
bygð.
Alls fóru 17 íslendingar af stað
til íslands á mánudaginn var. Auk
þeirra, er nafngreindir voru um dag-
inn fóru : Sigfús Þórarinsson, til Aust-
fjarða, skemtiferð, Jón Einarsson,
Björn Jónsson, Jóna Benediktsdóttir,
ekkja Gests Björnssonar, er drukkn-
aði f sumar í Manitoba-vatni, með
2 börn, Stefán Jónsson, Sigurður Sum-
arliðason, báðir frá Dakota.
Á bæjarráðsnefndarfundi á þriðju-
dagskvöldið var afráðið að gefa Keewa-
tin Power félaginu engan gaum, en
halda áfram með aukalögin og samn-
inginn við Wheaflen félagið um hagnýt-
ing vatnsaflsins f Assiniboine-ánni.
Nefndin áleit, að K. P. félagið gæti selt
alt það rafrmagn er það vildi í bænum,
án þess að heimta að sleppt sé tilraun-
um við vatnsaflið í ánni innan bæj-
arins. ____________
Hon. Wilfred Laurier kemur til
bæjarins á C. P. R. vagnstöðina kl.
8 á sunnud kemur. Fundurinn í Skauta-
húsinu byrjar kl. 8 á mánudkv. Isaac
Champell verður fundarstjóri. Ræður
flytja : forseti, Joseph Martin þingm.,
Laurier og förunautar hans.
Lestagangi á C. P. R. verður breytt
á Morgun ,(2. Sept.). Kyrrahafslestin
kemur framvegis: að austan kl. 3.55 e.h.
og fer af stað aftur vestur kl. 5.10; að
veslan kemur hún ki. 11.15 f, h. og fer
af stað austur kl. 12.20 e. h.
Á Deloraine-brautinni fer lestin
framvegis af stað kl. 8 f. m. og kemur
að vestan kl. 1145 e. h.
Á Glenboro-brautinni fer iestin af
stað kl. 8.20 og kemur að vestan kl.
12.10 e. h.
A Stonewall, Selkirk og Emerson
brautunum er lestagangur óbreyttur
nema hvað Stonewafl-lestin kemur ekki
fyrr en kl. 6 e. h., hálfri stund seinna en
að undanförnu.
Great Northern-lestin (til Gretna,
Hamilton, Grand Forks. St. Paul) fer
framvegis kl. 10.15 f. m., en kemur að
á sama tíma og áður kl. 3.45 e, h.
Aukalestin til Brandon, Virden etc.
verður afnuminn um óákveðin tima,
svo og aukalestin til Rat Portage.
Hr. Stefán Ó. Eiríksson, frá Húsa-
vík Nýja-íslandi kom til bæjarins á
fimtudag. Kom til Selkirk með konu
sína og elzta barn, dreng á 8, ári, er
þjáist af einhverri uudarlegri veiki.
Er þjáningarlaus, en máttvana og
minnislaus og sefur mikið, Líklega
reynir hann að leita honum lækninga
hér í bænum.
Sögunarmylna H. B. Mitchells i
West Selkirk er tekin til starfa og mun
eiga að ganga nótt og dag. Hún sagar
um 35,000 fet á dag, en til eru full millí-
ón fet í bjálkum, er gufuskipið ‘Aurora’
hefir dregið í flekum norðan af vatni.
Hefir nú Mitchell að sögn keypt gufu-,
bátinn og ætlar að brúka hann til bjálka
dráttar framvegis. Jónas Bergmann
hefir verið skipstjóri og tekizt vel að
draga bjálkaflekana, en sem þó var álit-
ið vandaverk og sem margir spáðu, að i
efnalegu tilliti mundi reynast banabiti
Mitchells.
Sunnanfari barst oss i fyrsta skipti
síðan í júní í því er seinasta bl. Hkr.
fór ípressu. Komu þá í einu 3 blöðin:
Júni, Júli, Ágúst. í þessum blöðum
eru myndir af Einari B. Guðmunds-
syni á Hraunum í Fljótum í Skagaf.,
séra Jóni Jónssyni, Birni Bjarnarsyni,
Boga Th. Melsted, Jóni Jakobssyni,
Sigfúsi Arnasyni, Guttormi Vigfússyni,
og í Ágúst blaðinu af Dr. phil. Þor-
valdi Thoroddsen. Mynd er og í Júni
bl. af brúnni yfir Hofsá í Skagaf.
Kvæði eru í bl. eftir Matth. Joch-
umsson, Einar Hjörleifsson, Þorstein
Gíslason, Sigf. B. Blöndal.
Orða-belgrinn.
Benedikt og hrafninn.
Þegar ég las grein B. A. í 30. nr.
Hkr., þá datt mér ósjálfrátt í hug
hrafninn, sem var að fljúga þar sem
svanir sungu á einu vatni, settist
krummi þá á bakkann og tók að garga
líka. Líkt hefir farið fyrir B. A., þvi
margir vel pennafærir menn hafa rit-
að úr Nýa-Islandi nú um undanfar-
inn tíma, að B. A. hefir leiðst að geta
ekki verið með, en það blandast víst
engum heilvita manni hugur um hvern-
ig honum hefir tekist þessi viðleitni
sín, þvi vist er B. A. betur kjörinn
til að hirða gripi sína en spreita sig
á leikvelli ritsnildarinnar. Nú gubbar
hann þessari seinustu spíu sinni yfir
einn okkar besta mann, nefnilega Mr.
Thompson, þar sem hann læst vera að
réttlæta gerðir sinar gagnvart sveit-
arbúum, að hann tók ekki tillit til
tilboðs Thompsons, þó þar með yrðu
sparaðir $85 af sveitarsjóði.
Meðal annars farast B. orð á þessa
leið : “Gísli er fjarskalega seinlátur
maður, hættir við að draga alt á lang-
inn og verða svo á eftir tímanum
með það sem hann á að gera; vifl
hafa mikið en vinna lítið til.” Þetta
er tilhæfulaust slúður, þvi Gisli gegn-
ir öllum sinum störfum fljótt og skil-
vislega; en i hverju Guðni Thorsteins-
son er framtakssamari og meira af-
gerandi en Thompson, er víst öllum í
augum uppi; en það var ‘hraparleg
vifla af skjólstæðing hans, Benedikt,
að fara að vekja máls á sliku. í öðru
finst mér B. farast eins og krumma’
þar sem hann er að kroppa í Thomp-
son fyrir það, að hann tók laun fyr-
ir yfirskoðunarstarf sitt. Það gengur
yfir mig hvað B. er tilfinningalítifl,
að láta þetta sjást á prenti, þvi vist
hefði honum verið betra að hafa það
svo: Gísli viU vinna mikið en hafa
litið. Þetta kom heldur heim við til-
boð Gísla, þar sem hann bauð sig
fram fyrir $85 lægra en Guðni, en
það hefir vist ekki komist inn í spek-
ingshöfuðið á meðráðamanninum, að
sveitina gæti dregið neitt um þetta
Utilræði. En flesta grunar það víst,
sem þekkja B., að hann hefði látið
sig muna minna úr sínum eigin vasa,
því ljóst er það fyrir löngu, að hann
lætur sig muna að framfleyta þeim,
sem honum eru nærkomnari en hinn
núverandi sveitarritari.
Hvað hefir nú B. unnið á þessu
nefndarári sínu, annað en þessa blaða-
deilu sína, sem ávinnur það, að flokk-
ur hans að Ukindum þynnist ? Ég
sem rita þetta var einn i tölu hans
sterku fylgjenda í fyrra, og játa það
yfirsjón mína. Það er annars yfir-
gengilegt, að Guðni skuU ekki vera
búinn að vara hann (B.) við að vera
að taka þetta glópaflan í blöðunum,
því það hlýtur þó að vera að hann
með skarpskygni sinni sé fyrir löngu
búinn að sjá, að þó B. sé góður bú-
höldur, er hann óhæfur rithöfundur.
Einn Viðirnesbúi.
Hkr. æskir helzt að þurfa ekki að
flytja meira um þetta mál. Sveitarjjú-
um öUum er það sjálfsagt fyrir löngu
síðan kunnugt, að G. M. Thompson hef-
ir aUa hæfileika til aðleysa sveitarritara
störf af hendi, enda öUum ljóst þegar
í upphafi. að hæfíleika spurnsmálið réði
ekki úrskurði sveitarráðsins. Sú með-
vitund ætti að nægja meðhaldsmöunum
Thompsons.
Jiitstj.
íslands-fréttir.
l. Agúst.
Tíðarfar er að frétta gott af Aust-
fjörðum, ekki óþurkasamt eins og hér,
töður hirtar þar að mestu. Hér hefir
verið sifeld þokumolla síðan á helgi,
vætulaust og þerrilaust.
Aflabrögð eru afbragðsgóð hér í Rvik
og hafa verið um hríð undanfarið, á
síld, jafnvel hátt á annað hundrað í
hlut í róðri stundum, mest ísa en þó
þorskvart innan um.
Eftir Kirkjublaðinu:
Biskup kom heim úr vísitaziuferð
sinni um Vestur-SkaptafeUs- og Rang-
árvalla-prófastsdæmi 31. f. m. og hafði
aUs vísiterað 29 kirkjur.
Sera Petur Gnðmundsson í Grímsey
hefir dvaflð hér í bæ um hríð. Hann
ætlar að segja brauðinu lausu í næstu
fardögum eftir 27 ára prestþjónustu,
og hefir enginn prestur' síðan á 17.
öld dvalið jafnlengi í Grímsey. Séra
Pétur heflr unnið þar hið þarfasta
verk og er aUur annar bragur nú á
eyjarskeggjum en var fyrir mannsaidri
siðan.
Erlendur Gottskálksson, fyr bóndi i
Garði í Kelduhverfi, andaðist að Ási
í Kelduhverfi 19. júní þ. á., 76 ára
gamalL
Kosmn er á Valþjófsstað séra
Þórarinn Þórarinsson til Mýrdals-
þinga.
Við alþingissetninguna prédikaði
séra ÞórhaUur Bjarnason og hafði
fyrir umtalsefni kristilegt þjóðfélag.
Kyrknafrumvarpið er komið inn á
þingid í þeirri mynd sem það fékk
síðast í efri deild í fyrra, en sá fyrri
hluti frumvarpsins nær að eins til
gjaldsins. Sameiginlega sjóðnum verð-
ur eigi hreift. Nú er sú nýjung kom-
in inn í frumvarpið að gjaldið megi
vera mishátt eftir því sem héraðs-
fundir ákveða árinu á undan.
Kyrkjugjaldsbreytingin — og þá
væntanlega um leið afnám skyldu-
vinnurinar — á sem áður að ná til
bændakyrkna, en vart getur það stað-
izt, nema um leið verði lögð sú skylda
á söfnuðina að taka við kirkjunum,
vitanlega eftir löglegri úttekt, krefjist
eigendur eða forráðamenn kyrknanna
þess.
Um þetta mál er annars mjög
svo athugaverð og skýrandi grein i
Þjóðólfi 3. þ. m. eftir Stefán bónda
Guðmundsson á Fitjum.
Undirskrifaður hefir til sölu greiða-
söluáhöld öll í bezta lagi og með mjög
vægu verði; einnig 2 kýr og 40 hænsni.
Húsaleigu skilmálar góðir. Þeir, sem
sæta vilja kaupum þessum, snúi sér til
undirskrifaðs fyrir 15. Sept. næstk.
Þorgeir Símonarson.
63 Notre Dame Ave.
ÍSLANDSDÆTRA-FÉLAGIÐ.
Lestrarfélag vort “Norðurljósið”
hefir þegið að gjöf frá íslandsdætrafé-
laginu i Winnipeg um 30 nr. af bókum.
Fyrir þessa góðu gjöf færum vér því
hér með vorar beztu þakkir.
Hnausa P. O., 20. Ágúst 1894.
I nafni félagsmanna,
Sigurður J. Vidal
p. t. bókavörður.
Til leigu mörg ný og góð herbergi
í Broadway House bæði fyrir fjöl-
skyldur og lausafólk. Brunnur er við
húsið með ágætu vatni. Komið og
skoðið, kaUið inn hjá
T. Finkelstein
153 — 155 Main Str.
Laundry.
Mrs. M. O. Smith hefir opnað laundry að
CtOO Ovcna Street,
og selur þvott með svo lágu verði, að
þess eru fá dæmi hér í Winnipeg.
T. d. er nærfatnaður, rúmfatnaður,
borðdúkar og annað þvi Ukt þvegið
fyrir 50 cts. tylftin. Allur frágangur
mjög vandaður. Fatnaður sóttur tU
viðskiftamanna og skilað aftur á á-
kveðnum tíma. Komið og sjáið verð-
Ustann.
Mrs. M. 0. SMITH.
mmmrnmmmmmmmmms
128,800,000 |
^ af eldspítum E. B. EDDY’S ^
gS er búið til daglega Fær ^
þú þinn skerf ? ^
=5 Þú gerir enga óvissu tilraun er þú kaupir ^
| E. B. EDDY’S eldspitur. §
fmmmmmmmmmmmwíM
$200 verdlaun.
Undirritaður lofar að borga ofan-
nefnda upphæð hverjum þeim, sem
leggur fram ábyrgðarbréf (policy) út-
gefið af Mutual Reserve Fund Life
Association, í hverju félagið ábyrgist,
að ábyrgðarbréfið skuli halda sér við
sjálft eða borgast, út, er tilgreind
ársgjöld þess hafa goldin verið í 15
(fimtán) ár.
Hin sömu verðlaun verða greidd
hverjum þeim, sem leggur fram skrif-
að skjal undirritað af þeim embætt-
ismönnum félagsins; er til þess hafa
myndugleika, og sýni skjal það, að
hin sömu kjör fáist hjá felaginu með
því, að borgar ábyrgðargjöld til þess
í 15 ár; enn verða hin sömu verð-
laun goldin þeim, sem leggja fram
álíka skjal, i hverju félagið lofar,
að takmarka tölu borgunar ára á-
byrgðargjaldsins —, eða lofar þvi, að
við upprunalega ábyTgðargjald, þegar
ábyrgðm var tekin. verði aldrei hækk-
að.
J. H. Brock,
Aðalforstöðumaður
Great West lífsábyrgðarfélagsins.
457 MAIN STR. WINNIPEG.
K. S. Thordarson, agent.
X ÍO XJ s.
(ROMANSON & MUMBERG.)
Gleymið þeim ekki, þeir eru ætíð
reiðubúnir að taka á móti yður.
Ole Simonson
mæflr með sínu nýja
Scandinavian Hotel,
710 Main Str.
Fæði $1.00 á dag.
Landar í Selkirk.
Ef þið þurfið málaflutningsmanns við,
þá reynið
John O’Reilly, B. A.,
Barrister, Attorney Etc.
Skrifstofa í Dagg-Block,
SELKIRK, MAN.
íslendingar !
Þér fáið hvergi betri hárskurð og rakstr
en hjá
Sam. Montgommery,
Rakstur 10 cents. Hárskurður 15 cents.
. . . . 671 Main Str.
Eftirmaður S. J. Schevings.
686 Jafet í föður-leit.
LXXIII. KAPlTULL
[Inniheldur mikið af lærdómslegum
ræðum um barðabreiða hatta og gráa
búningirn — Eg hef betur — Mín mik-
ilsverðasta ósk uppfyllist — Hitti föður
minn og fæ kuldalega viðtöku, er gefur
von um því meiri hita síðar.]
Við komum snemma til Reading og var
okkar fyrsta verk er & hótelið kom að biðja
um miðdegisverð, og svo gengum við strax í
búð mína og var Tímóteus þá í óða önn að
búa um og merkja böggla- Hann fagnaði Mr.
Masterton innilega, en er hann sá að ég hafði
kastað kvekara-búnÍDgnum hikaði bann ekki
við að sleppa gáska sínum taumlausum, setti
upp alvöru8vip mikinn og þúaði Mr. Master-
ton sem mest hann mátti. Við báðum hann
fara á fund Cophagusar og æskja eftir að ég
mætti koma með Mr. Masterton í húsið til
te-drykkju, og að hann svo færði okkar svar-
karls á hótelið. Snérum við svo aftur til mið-
daesve ðar.
“Hvert sem þeim nokkurn tíma tekst að
gera yður að kvckara, Jafet, en sem ég efa,”
Jafet I föður-leit. 691
“Þú hefir trúna og ritninguna fyrir leiðar-
steín, Jafet,” svaraði Súsanna.
“Rétt er það,” svaraði ég, “og f ritning-
unni sé ég að spámaður guðs hefir ritað á
steintöflu þetta boðorð: “Heiðra skaltu fóður
þinn og móður.” Þetta er afdráttarlaus skip-
un, en ég finn [þar hvergi skipun um
að klæðast þessum búningi. Hvað segið
þið 7” spurði ég og ávarpaði þau öll.
“Ég skyldi ráða þér til að heiðra föður
þinn Jafet,” sagði Mrs. Cophagus. “Hvað
segir þú, Sfsanna ?” bætti hún svo við.
“Ég skal segja: góða nótt, Jafet,” sagði
Súsanna, og hlógum við að því. Svo gekk
Súsanna burtu og sá ég að bros lék um varir
hennar. Mrs. Cophagus fór þá líka og var
hlæjandi, en við Cophagus satum tveir eiuir
eftir.
“Jæja, Jafet — sjá gamla manninn — taka
í hendina — kissa liann — fá blessun — og svo
framvegis.”
“Já,” svaraði ég, “en ef hann tekur mér
illa, kem ég líklega hingað aftur. Ég er lirædd-
ur um að Súsinna sé óánægð við mig.”
“Púh, vitleysa — konan veit alt — vildi
deyja fyrir þig, Jafet — gert eins og þér sýn-
ist — klæða þig — klæða hana — hvaða klæðn-
aði sem er — engan klæðnað — eins og Efa —
lnúsk kisa — getur ekki slept þér — alt all
right-~ og svo framvegis.”
Ég knúði þá Mr. Cophagus til að segja
mér alt. sem hann lnfði heyrt og frétti ég, að
690 Jafet í föður-leit.
ekki annað en hlegið, þó ekkl væri henni
hlátur f hug.
Úr þessu varð samtalið alment. Mr. Mast-
erton sagði Cophagus í hvaða erindum haon
væri kominn og var Cophagus fús til farar-
innar. Var svo ákveðið. að hann skyldi koma
til Lundúna með póstvagninum næsta dag.
Mr. Masterton talaði ailmikið um föður minn
og sýndi lyndiseinkunnir hans í réttri mynd,
því hann hélt það væri hagur minn að sýna
mismuninn. Svo talaði hann um ýms mál og
var mjög skemtinn, enda hló Súsanna dátt
áður en hann fór, því hann fór til hótelsins
til að sofa, en ég vildi heldur sofa heima í
rúmi mínu.
Ég fylgdi Mr. Masterton að hótelinu, gekk
svo heim aftur og voru þau öll í Jagstofunni
og var Mra. Coþhagus að tala um, hve ein-
staklega skemtilegur Mr. Masterton væri, þeg-
ar ég gekk inn mikið alvarlegur. “Það vildi
ég að ég hefði aldrei farið,” sagði ég. “Ég
óttast föður minn og er hræddur um að hann
heimti afdráttarlausa hlýðni. Hvað á ég að
gera ? Má ég ekki til með að hlýða honum ?”
“í öllu sem löglegt er, sjálfsagt,” sagði
Súsanna.
“í öllu sem löglegt er, Súsanna 1 Seg mér
þá hvað á að gera að því er snertir búning-
inn. Mr. Masterton fullvissar mig um, að fað-
ir minn leyfi mér aldrei að fara í Vinabún-
ingiiin. Ilvað á ég þi að ge a ?”
Jafet í föður-leit. 687
sagði Masterton, “þori ég að ábyrgjast Tímó-
teus. Ég mana þá að umhverfa honum i kvek-
ara.”
“Hann hlær að öllu,” svaraði ég , “og lítur
á alla hluti frá því sjónarmiði. Undir engum
kringumstæðum geta þeir gert hann alvar-
legann.”
Um kvöldið liéidum við til húss Mr.
Cophagusar, eftir að hafa fengið þau boð að
við værum velkomnir. Ég gekk inn á undan
og kom Súsanna á móti mér, en liætti við,
er hún sá búning minn, og roðnaði. Ég gekk
fram hjá henni og heiUaði þeim hjónum og
gerði þeim svo kunn Mr. Masterton.
“Við þekkjum þig nuumast, Jafet,” sagði
Mrs. Cophagus alúðiega.
“Ekki hélt ég að fötin mundu svo breyta
manni,” sagði ég, “og þó virðist það svo, því
systir yðq,r hefir enn ekki heilsað mér og því
siður beðið mig velkominn.
“Ég heilsa þér með allri alúð og í allri
einlægni, Jafet,” sagði þá Súsanna og rétti
mér hendina. “En ég gat ekki trúað því að
þú á svona stuttum tíma kastaðir okkar bún-
ingi og mér þykir það ekki viðurkvæmilegt.’
“Miss Temple,” tók Mr. Masterton þá fram
í. “Það er til að þóknast einlægum vinum
mínum, að Mr. Newland leggur búning yðar
félags til síðu. Eg á ekki í brösumivið neinn
trúfiokk — allir hafa rétt til að velja og hafna
og Mr. Newland hefir, ef til vill, ekki gert