Heimskringla - 20.10.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.10.1894, Blaðsíða 1
VIII. ÁR. FRÉTTIR. DAGBÓK. LAUGARDAG 13. OKTÓBER. Brezka veldiseiningar hugmyndin er aö vakna af doða svefni sínum, eftir því sem ‘‘News’’ i Lundúnum segir. Er nú hugmyndin að lijálpa múlinu áfram með þvi að flytja um það alþýðlega fyrirlestra meðal lýðs- ins, því forgöngumennirnir eru farnir að viðurkenna að á meðan alþýða ekki heimtar veldiseiningu í einhverri mynd verði örðugt að koma henni ú. Eftir fréttum frá Alaska að dæma má Canadastjórn innan skamms senda varðmanna-flokk norðvestur á landa- mærin. Gull hefir fundist víða í Yu- kon dalnum, beggja megin við landa- mærin og eru námamenn stöðugt að streyma þangað, en vegna þess að þar er alls engin löggæsla, er alt að þv; lífsháski að fara þangað. — I sumar er leið fundu 4 menn, er unnu saman um §10 til 12,000 virði af gulli. Gufuskipið “Highland Maid” frá Rat Portage fórzt í vikunni er leið í strengjunum í Rainy River. Menn- irnir allir komust af. Stórauðugur maður, þýzkur, W. L. Elmenliorst að nafni, foaseti St. Lawrence-sykurgerðar-fél. i Montreal. réði sér bana í gær og veit enginn um ástæður. Quebec-fylkisstjórnin er hætt við að leggja 15 centa aukagialdið á livert “cord” af við sem flutt er þaðan til Bandarikja, en leggur nú 40 cts. á hvert “cord,”- sem höggvið or á stjórn- arlandi; var áður 25 cents. D. B. Hill hefir tekið að sér að sækja um Governors-embættið í New York riki gegn Levi P. Morton. 230 nautgriplr og 190 sauðfjár fórst nýlega á Atlantshafi af skipiuu Europe, á leið til Englands frá New York. MÁNUDAG 15. OKT. Myndastytta Sir John A. Mac- donalds í Queens Park i Toronto var afhjúpuð á laugardaginn í viðurvist 15,000 manns. Sir John Thompson flutti aðal-ræðuna. VEITT HÆSTU verdlaun a heimssýningunni ’ZZiJgj Oblönduð vinberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, unmonia eða önnur óholl efni. 40 ár* Mmzln, * WINNIPEGr, MAN., 20. OKTÖBER 1894. NR. 42. Betra verd en adrir geta bodid. -cooeos Um nokkrar næstkomandi vikur fást vetrarföt og yfirhafnir með óheyrilega lágu verði í búð WALSH’S 515 og 517 Main Str. KARLMANNA ALFATNAÐIR. — U.M 1,100 ALLS. — Um 100 gamlir vaðmálsfatnaðir verða seldir á S3.00. Um 125 alullar fatnaðir úr íkana- disku vaðmáli vf ýmsu tagi fyri* $5.85 Upprunaverð $7.50 til 310,00. Um 285 vandaðir fatnaðir úr cana disku vaðmáli á $5.75 en kostaði upp- runalega helmingi meira. Um 500 fatnaðir úr skozku vaðmáli og Worsted af beztu gerð fyrir $8.5 0 $10.50 og $11.50. I DAG. DRENGJA FATNAÐIR. — Stórkostlegt upplag. — Nærri 8.000 “Sailor suits” fyrir drengi á 95 cts. til $1.75. Vaðmálsföt 81.50 til$3,50. AVorsted fðt $2.75 og yfir. Velvet föt. Sergeföt. Jerseyföt, og um 100 fatnaðir af ýmsu taei $2. Upprunaverð frá $3.00 til $5.00. Stuttbuxur 40, 50 og 75 cents. Reefers $2.00 $2.50 og $3.00. Yfirhafnir með slagi eða hettu á $2.50, $.300, $4.00 og $5.00. YFIRHAFNIR. Mikio upplag til að velja úr. Heitav og ^óðar yfirhafnir verða seldar fyrir lítilræði ÁGÆTAR' VETRAR-YFIRHAFNIR úr ensku “Rolling Nap ’ með kraga og belti og af beztu gerð, verða seldar fyrir að eins $7,50. Mikið upp- lag af vatnsheldum Melissa kápum. 515 & 517 Maii Str, ppt City Hall. Joseph Chamberlain, formaður Unionistanna á þingi Breta, hefir setið við að semja frumvarp til laga, er fer fram á að verkamenn hver- vetna megi kaupa íbúðarhús sín, að stjórnin láni þeim til þess fjóra fimtu hluti verðssins, eða 8 af hverjum 10 dollars, gegn svo lágri rentu að þeir geti borgað alla skuldina á 10 árum. Fimta lilut verðsins verður verka- maðurinn að hafa til sjálfur áður en hann ræðst í kaupin. Óeirðir miklar eru sagðar í Peru í Suður-Ameríku. All-snörp orusta átti sér stað í þvi ríki í vikunni er leið, milli stjórnar sinna og uppreist- armanna. í vikunni er leið var stolið 200 til 250 þúsund frímerkjum úr frí- merkjahirzlu Bandaríkjastjórnar í Was- hington. Þjófurinn heitir N. B. Smith og hefir hann verið höndlaður. Sjö ræningjar með grímur stöðv- uðu járnbrautarlest í Virginia á föstu- dagskvöldið og náðu þar $180 — 200,- 000. Járnbrautarfél. býður $10,000 verðlaun hvei'jum sem höndlar ræn- ingjana. Almennar þingkosningar fóru fram í Belgíu í gær, í fyrsta skipti siðan nýju lögin gengu í gildi, er veita öllum lögaldra mönnum í ríkinu kosningarrétt og sem jafnframt skylda alla til að gi'eiða atkvæði. Kjósend- unum er skipt í þrjá flokka; í einum eru alt lærðir menn og prestar og er það einkennilegt að prestar allir hafa 3 atkv. hvor; í öðrum fiokknum eru giptir menn og ekkjumenn, er gjalda að minnsta koSti 5 franka skatt hver; í þriðja flokknum eru allir karlmenn yfir 25 ára gamlir er dvqlið liafa ár- langt í kjördæminu. ÞRIÐJUDAG 16. OKT. Sú fregn barst frá Kína um helg- ina að þeir hefðu beðið Jajianita um frið, viðurkennt Koreu sjálfstætt ríki og lofað að borga áfallinn herkostnað Japanita. en að Japanítar hafi neitað Nú kemur fregn frá Tien Tsin, að- sotursstað Li Hung Changs, er segir fregnina liæfuiausa, Kínverjar hafi aldrei beðið um frið. Northern Pacifio-fél. hefir afráðið að lögsækja Henry Willard og félaga hans tvo, Colgate Holt og Ch. T. Colby, í því skyni að ná frá þeim rúmlega $2J milj., sem þeir hafi ó- leyfilega haft af félaginu. Willard er nú á Þýzkalandi. Tekjuhalli ítala á síðastl. fjár- hagsári er um 65 milj, líra. New South Wales-þingið í Ástra- líu liefir samþykkt frumvarp til laga með miklum atkvæðamun, er veitir kvennmönnum jafnt og körlum atkvæð- isrétt. Á þingiuu var og nýlega sam- þykkt að nauðsyn væri að taka til starfa á ný að sameining allra Ástralíu-hérað- anna undir eina yfirstjórn. Fyrir Nýja Sjálands-þinginu er stjórnarfrumvarp, sem heimilar stjórn- inni að taka til láns á hverju ári alt að $75 milj., til þess að lána bændum og öðrum gegn 5% afgjaldi. Eftir fregnum frá Kína að dæma hafa Kínverjar nú nóg að starfa, á aöra hönd að berjast við Japaníta og á hina að kæfa niður innbyrðis styrjöld, sem stöðugt er að aukast í ýinsum héruð- um. Fregnir frá Havai segja fyrverandi drottningu orðna brjálaða. Á þuð að stafa af því, að hún áhti Bandaríkja- stjórn hafa svikið sig ineð því, að viður- kenna lýðveldið. MIÐVIKUDAG, 17, OKT. Fregn frá Shanghai í Kína segir, að Japanítar muni vera búnir að taka sjóstaðinn Port Arthur á Koreu-skaga, sem var ein aðalstöð Kínverja við strendurnar og þeim mjög áríðandi. Frá Lundúnum kemur og sú fregn, að herflokkar beggja þjóða standi vígbúnir á bökkum Y’alu-árinnar, þar sem sjóor- ustan mikla átti sér stað um daginn. Vígi Kinverja eru sögð traust, og er herstjóri Japaníta að sögn að ;bíða eftir stærri og fleiri fallbyssum en hann hefir hjá sér, áður en hann byrjar orustuna, en sem nú er búizt við á hverri stundu. —Sagt er að 25,000 hermenn Kínverja séu í vígi þessu. Manitoba-g<ner)iorg-cmbaittið. Síðustu fregnir það inál áhrærandi segja, að Daly innanríkisstjóri muni hreppa það, en að A. W. Ross verði eftirmaður Daly’s sem innanríkisstjóri. Nærri lá að tveir prestar (baptisti og methodisti) berðust út af því h vor þeirra ætti að flytja ræðu yfir moldum ungrar stúlku í Ohio. * 290 þingmannaefni sækja um að verða neðri deildar þingmenn í Minne- sota, þar af eru Repúblíkar 107, Demó- kratar 95 og Populistar 88. Fregnir frá Noregi segja, að áhöld muni um afl flokkanna á næsta þingL Að dæma oftir fregnum úr hinum ýmsu kjördæmum eru 58 vinstrimenn kjörn- ir, en 56 hægrimenn. í Kristjania- umdæminu er sagt að vinstrimenn h afi náð4 þingsætum frá hægrimönnuin. Hátíðahald mikið stendur yfir í Vínarborg í minningu þess, að 15. þ. m. voru liðin 50 ár síðan hinn nafntog- aði austurríski komponisti Strauss kom fyrst fram á sviðið sem tónskáld. FIMTUDAG. 18. OKT. Kínastjórn skipar öllum útlendum mönnum að hafa sig burtu úr Peking án nokkurs undandráttar. Frakkar hafa sagt Madagaskar-bú- um striö á hendur, segir skeyti frá Parisarborg, nema eyjarskeggjar viður- kenni að Frakkar hafi öll æðstu völd á hendi að því er snertir samninga við aðrar þjóðir o. þvl. Bretar hafa ákveðið að minta silfur dollar-pening til nota í Hong Kong og öðrum nýlendum þeirra og verzlunar- stöðum fyrir suðausturströnd Asíu. Prestur einn í Chicago, Dr. W. G. Clark, hefir ásett sér að stofna allsherj- arfélag, er á að eyðileggja alla fjárhættu spilamennsku, í hvaða mynd sem er, í Bandaríkjum ogCanada. Freen frá Calcutta á Indlandi segir að Ameer Afghanista sé dauðtir. Verzlunarviðskipti Bandaríkja við útlönd voru í síðastl. Sept. samtals $109,628,333 og er það rúmlega $40 milj. meir en á sama tíma í fyrra. Rigningar og flóð um undanfarinn hafa valdið miklu tjóni í Quebec-fylki. BUXUR. — U.M 1,700 ALLS. — , 200 af þeim verða seldar á 95 cent s. Á meðal þeirra eru buxnr úr kanadisku vaðmáli Union vaðmáli (til slits) og Amerikönsku Worsted, sem uppruna- lega átti að seljast fyrir $1,50. 300 góðar vaðmálsbuxur á 81,50 upprunaverð $2.00. 350 enskar ockanadiskar Hair Line buxur, og úrvals vaðmálsbuxur fyrir $2.70 vanaverð S4,00. Og enn 500 buxur úr skozku vað- máli og West of England-buxum á $2,95 og $3.50. Vanaverð $5.00 og $ 6.00. FÖSTUDAG, 19. OKT. Eftir fregnum frá Pétursborg að dæma er Rússakeisari talinn frá. Hon- um er greinilega að þyngja og viður- kennir hann sjálfur að daear sínir séu taldir. Vill nú að krónprinsinn kvong- ist tafarlaust og er sagt að brúðkaupið fari fram nú innan fárra daga. Aukaþing Japaníta kom saman í gær, til að ræða um stríðið við Kína. Arsfundur Pullman-félagsins var haldinn í gær. Eftir að venjulegir vextir voru greiddir var tekjuafgang- urinn $2,320,416.90, þrátt fyrir alt tapið (!) í vor er leið. Fátækur uppskipunar maður í Vic- toria, B. C., erfði nálega $4 milj. núna í vikunni. Eignirnar eru í Suður-Afriku. Gufubáturinn UIDA” fer frá West Selkirk í seinasta sinn i haust á föstudaginn 26. þ. m., kl. 9 f. h. — Þeir sem þurfa að fá flutn- ing til Nýja íslands þurfa því að vera komnir til Selkirk á fimtudags- kvöldið, 25. þ. m. Kjautan Stephanson. FRÁ LÖNDUM. Ur bréfi úr VíðinesbjTgð, Nýja Is- landi, dags. 11 Okt.: “Miklu fleiri ætla nú til fiskiveiða í haust norður með vatni úr þessari bygð en nokkru sinni áður. Gera þeir ráð fyrir að fara norð- ur kringum þann 25. þ. m. með gufu- bátnum “Ida”, til þess upp verði komn- ir vetursetukofar þeirra og þeir tilbún- ir að byrja undireins og vertíðin byrjar ’—1. Desember. Það varð dálítið stapp og orrahríð út af skólakcnnarakosningu hér í bygð- inni, sem endaði með því, að Sveinn Thorvaldsson er orðinn kennari á Gimli, en Solveig Sveinsdóttir (bónda á Fram- nesi í Víðiuesb.) kennari á Kjarnaskóla. Út af því virðist vera talsverð óánægja hér í bygðinni. Sveitarráðsfundur var hafður á Gimli 17. f. m., en var þunnskipaður, vantaði tvo nefndarmennina, J. Straum fjörð og G. Oddleifsson (Gestur var þá veikur) og kom það sér illa, því þetta var niðurjöfnúfiarfundur. Heyrt hefi égað skatturinnsé svipaður og í fyrra". Heyrið þið það, skifta- menn mínir ! Nú er ég daglega að fá inn nýkeypt ar haust og vetrar vörur. Það er ekbi hægt fyrir neinn að gera meira til að kaupa inn fyrir lágt verð heldur enn ég hefi gert nú. og alt borgað út fjTÍr fram. Þetta ásamt því að þið þekkið hvaða tilhneigingu ég hefi til að selja ódýrt fyrir peninga, er nægileg sönnun fjrir að ég muni nú með verð mæta hverjum sem er, hvað sem hann heitir og livar sem hann er.—Ég vil sérstak- lega benda á hinn nýja vetrar-skófatnað einnig nærföt og nærfalaefni. Þvílíkt hefi ég aldrei séð áður. Um léið bið ég alla, sem skulda mér, að borga sem fjrst, og eftir á skal enginu verða fúsari til að liðsinna en ég Um fram alt, hvað sem kaupum við mig líður, þá borgið það sem þið skuld- ið mér. Yðar, með vinsemd. T. Throvaldsox. Akra, N. Dak. 12 Valdimar munkur. rik og roðnaði og hljóp á fætur. “Eg er ekki að stæra mig né gera mér falskar vonir, en ég segi og stend við það, að sál mín er eins hrein og hjarta mitt eins göfugt eins og nokkurs aðalbor- ins manns. Huggjön mfn er eins skörp eins og þeirra, vonir minar eins göfugar, metorðagirnd míneins samkvæm sannri mikilmennsku og vilja kraftur minn eins einbeittur. í öllu þessu er ég jafnoki þeirra, sem stærstar ættir telja. Vilji Rósalind að elikuhugi sinn sé ástrfkur og stöðug- lyndur, að hann hafi hraustar hendur og einbcitt- an vilja til að yfirbuga þrautirnar, þá er ég ó- hræddur við samanburðinn, þó ættstærstu menn f rfkinu sé um að gera. Ef hún aftur á móti æskir eftir auðæfum straj£í byrjun, að meðfjTlej- andi stórmannlegri nafnbót, þá—en, ég veit hún er ekki þannig. En sleppum því. Ég fer á fund hennar”. Claudia vildi ekki strfða á móti vilja sonar síns og sagði því ekkert meira um þetta efni. Eftir litla þögn hóf Rúrik samtalið aftur með þvf, að minnast á sívaxandi storminn, er hvein á þakinu. “Þey”. sagði þá móðir hans alt í einu og hlustaði með athygli. “Var ekki barið að dyr- um ?” “Það er ómögulegt að nokkur sé á ferð f þessu veðri, sem mundi leita sér að skýli hér—”, í þessu kom annað högg á dyrnar og það svo hátt og mikið, að ekki var að tala um nokkra í- mjmdun. Rúrik lauk þess vegna aldrei við Valdimar munkur, 13 setninguna; en stökk á fætur, þreif kerti og gekk til djTa. Hann opnaði huröina og stóð þá vind- strokan inn um þær og geröi hvortveggja f senn: slökkti ljósiö og þeytti fönninni í andlit Rúriks, svo að hann eá ekki neitt. “Er nokkur þar?” kallaði hann og starði út í myrkrið og skýldi augunum með annari liend- inni. “Já”, svaraði rödd úti í glórulausu hríðar- myrkrinu, “og í guðs nafni ljáðu mér húsaskjól, eða ég ferst”. “Kondu þá, fljótt", svaraöi Rúrik. “Hérna er hönd mín,—svona, inn meö þig”. Rúrik tók í hönd komumanns, reifaða f silki- mjúkum, þykkum glóva úr finustu grávöru. Undireins og inn var komið úr djTrunum, skelti Rúrik hurðinni i lás og leiddi komumann um myrkan ganginn inn í eldhúsið. Þegar þar kom fór Rúrik að athuga komumann, og sá þá að þaö var munkur, klæddur eins og svartmunkarnir frá St. Mikaels-klaustrinu. Hann var meðal- maður á hæð. en svo feitur og allur svo gildvax- inn, að skringilegt var að sjá, er hann vaggaði um gólflð eins og stóreflis leikhnöttur á tveimur stuttum fótum. Hann var í kápu mikílli svartri er hann batt að sér um mittisstað með samlitu breiðu belti. Svo síð var kápan að hún tók hon- um niður á tær, en kraginn gekk upp fjrir ej’ru, og sátu snjóskaflar á henni á öxlum og baki svo að maðurinn var stór-skjöidóttur að lit. Rúrik sópaði snjónum af kápunni með höndum sínum, 16 Valdimar munkur. ef þau gætu lofað sér að leggjast fyrir. Sagði Rúrik svo vera og fór með hann upp á lopt í lierbergi upp yfir eldhúsinu og ágætlega hit- uðu með mðrgum pípum frá hitunarofnum niðri. "Hver er þessi maður, móðir min?” spurðí Rúrik þegar hann kom fram i eldhúsið aftur. “Ja, hvernig ætti ég að vita þaö”. “Hefirðu aldrei séð hann áður?” spurði hann með ákafa og ulvöru. “Ég veit það hreint ekki, en lield samt að ég hafi ekki séð hann áður. Þó er það víst að andlit hans vekur upp inargvislegar endurminn- ingar f brjósti mínu”. "Og mér kemur hann einhvernveginn kunn- uglega fyrir”, sagði Rúrik. “Ég hefiáreiðanlega séð þessi augu áður, en hvar eða hvenær, það get ég ekki sagt, þó ég ætti lífið að lej’sa”. Rúrik sat og gruflaði, en ekki til neins. Svo gekn hann til hvilu og lá lengi vakandi að hugsa um andlit þessa gests, og þegar lóks hann sofn- aði var það til að dreyma um svartmunkinn. Valdimar munkur. 9 ingin Rúrik! Kondn nú og segda móðar þinni hvað gengur að. Ég hefi athagnð þig nm nndan- farinn tíma og »é að þú ert breyttnr, ert ekki eins og þú étt að þér að vera. Brosið þitt forua er liorfiö af vörnm þínum og vtnndnm hefir mér lnndizt að gleðin væii flúin úr hjarta þínn. Ég hefiseð þig sokkin i liugsanir yfir verki þínu og eéð sð verkefiiið var ekkl nmhngsunarefnið. Ég hefi séð þig kvöld eltir kvölá sitja hngsandi þeg- ar þú áttir annaohvort að veia að lesa eitthvað, eða tala við mig”. “Heflr pér þá þótt við mig, móðir min ?” “Nei, nei, langt frá. Mér hefir aldrei dottið slíkt í hug. Ef þetta hefir afiað mér hngsýki þá er það ekki mín vegna, heldnr vegna þess, hve heitt ég ann þér og hve sárt er að hugsa um þnd, ef þú ert ekki lengur eins ánægður og þú varst fyrrum. Því viltu ekki segja mér alt sem þér býr i brjósti ? Ég vona þó að þú sért ekki hræddur að trúa móðar þinni fyrir hugsunum þínnm öllum”. A meðan hún var að tala þannig, færði hún stól sinn nær honum og lagði svo hönd síua á handlegg hans. “Segðu mér það, sonur minn”. liélt hún svo áfram í biðjandi róm, “hv«ð það er, sem fram- leiðir þes-<arþungu hugsanii”. Rúr.ik tók hönd inóðnr sinnar, horfði um leið framan í iuna og sagði: “íjannlega heli ég okkert þtd á ssmvizkunni elsku m iðir mín, sem ég vildi íela fyrir þér. F.t

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.