Heimskringla - 05.01.1895, Síða 1

Heimskringla - 05.01.1895, Síða 1
I j,g puiiiXjnjv; gg uBf uosuof snjðxs IX. ÁR. NR. 1. WINNIPEG Busintss College. Vorið viðbúin <að nota ykkur kveld- skólann, sem lialdinn verður í sam- bandi við XVinnipeg Business College og Shortliand-skólann, 482 Main Str. J>ar verður kennt, þeim sem vilja, ensku-lestur, réttritun, málfræði, reikn- ingur og skript. — Skólinn byrjur snemma í Nóvember. Viðvíkjandi kennsluskilmólum snú- ið ykkur brétlega eða munnlega til kennaranna. C. A. Fleming & Co. Til Nýárs-sólarinnar. Þú milda nýjárs morgunsól ! Þú mesta ársins hjólp og skjól. Þú veist um alt sem vantar yl, Þú vekur alt sem finnur til, Þú sendir glóbjart geislaskin Á gröf, sem hylur látinn vin; Og upp um klakans kulda-háls Þú kærleiks-arma leggur frjáls. Og hrestu og vermdu hvern þann rann Sem himninum og Ijósi ann. Og legðu varma lófann þinn Á litla skýlið, — kofann minn. IvR. StefáXSSOX. FRÉTTIR. Allsherjar vínsýning verður liöfð að sumri í Bordeaux á Frakklandi. Verða þar sýndir alls konar drykkir áfengir og ekki áfengir. TJmboðsmaður Bandaríkjastjórnar, er sendur var til Þýzkalands til að rannsaka ástæður fyrir banninu að flytja þangað lifandi naut, eða nauta- kjöt frá Bandaríkjunum, segir eflaust að gripirnir hafi verið sjúkir og að bannið verði ekki upphafið nema Banda- ríkiastjórn kosti þýzka dýralækna í hafnstöðunum, til að rannsaka gripina og ketið. Sama bannið er nú á kom- ið í Danmörku og í Hollaudi. Eldsumbrot í Rauiierí Post-Intell- igencer prentfél. 1 Seatle sendi fyrir skömmu 6 menn til uppgöngu á Rai- nier-fjallið, til að rannsaka breytingar sem á því eru orðnar. Á jóladaginn sendu fjallgöngumenn þessir dúfu með bréf til blaðsins. Sögðust þeir þá vera komnir miðja vegu upp á fjallið og hefðu oft sóð bæði reyk og gufustólpa standa í loft upp úr fjallinu. Það eru flestir, en þó ekki allir, eindregnir fylgismenn málsins um að safna minningarsjóði með almennum samskotum handa ekkju og börni^m Sir Johns Thompsons. Einna stæk- astur andvígismaður fyrirtækisins er franskur maður í Montreal, sem meðal annars finnur Sir John það til van- virðu, að liann hafi svift kaþólska menn bæði tungumáli og trú í (Mani- toba.) Lestaferð eftir Kyrraliafsjárnbraut Rússa var hafin sólstöðudaginn síð- asta (21. Des.) Austurendi hennar er fullverður og lestafær á 235 milna sviöi vestur um landið frá Viadivostok við Kyrrahafið og verður sá stúfur notaður framvegis. Þing Japaníta var sett í Tokio á aðfangadag jóla og gekk ávarp keis- arans einkum út á aó stæra sig af sigurvinningunum í Kina. Eftir því sem fram kemur á þinginu síðan, er fjöldi þingmanna andvígur öllum frið- arsamningnum, vilja að minnsta kosti sjá Peking falla áður en talað er um frið. Tiðin var tiltölulega miklu vetrar- legri í Suður-Bandaríkjum á milli jóla og nýárs, heldur en hér nyrðra. Hér var milt veður og stillingar, en syðra ofsaveður með snjóburði og frosti. FóU þá snjór frá 4 til 12 þuml. djúpur i suðurríkjunum hvervetna, alt að tak- mörkum Louisiana-ríkis. Á Florida- skaga féll ekki snjór, en þar kom frost svo mikið, að eyðilögðust aldini og á- vextir alls konar og er tjón það met- ið fleiri milj. dollara virði. Er svo sagt að í Florida hafi ekki komið jafn kalt veður síðan 1835. Kuldakastið hélzt 3 daga, til gamlársdags. Fundur tfl að ræða um friðarsamn- inga milli Japaníta og Kínverja verður settur í Hiroshima í Japan 10.—12. þ. m. Mæta þar erindrekar og fulltrúar Kínverja, sem nú eru á ferðinni þang- að. Er nú sagt að Japanítar muni heimta að tafailaust verði tekið til star.’a, en þá verða Kínverjar ekki til- búnir, því fyrir fáum dögum siðan sendu þeir skeyti til XVashington og beiddu John W. Foster, fyrverandi ut- anríkisstjóra, Bandaríkja (í ráðane.vti Harrisons) að koma austur tafailaust og gerast ráðgjafi Kínverja á sátta- þinginu. Foster brá strax við og siglir meðC. P. R. skipi frá Vancouver, B. C.. 6. þ. ni. Er hann því væntanlegur til Yokohatna í fyrsta lagi 19. þ. m. og þaðan verður hann 2 sólarhringa á ferð- inni til Hiroshinta. Eftir nú verandi útliti í Japan er óttast ftð öll von um frið í bráð verði úti, er Foster kemur austur, af því Japanítar muui neita að fresta fundi lengur. Utför Sir Johns Thompsons fór fraín í Halifax 3. þ. m. í viðurvist lík- lega meiri mannfjölda, en nokkru sinni hefir áður satnan kornið í Halifax. Hið mikla herskip Blenheim, ’er flutti líkið ylir hafið, hafnaði sig á nýársdag um hádegi í þoku og stórrigningu. Líkið .var strax fiutt í þinghús fylkisstjórnar- innar og stóð þar uppi til þess það var flutt íkaþólsku dómkyrkjuna að morgui þess 3. Á fj>rra helmingi yfirstandandi fjár- liagsárs urðu tekjur Bandarikjastjórnar 281 tnilj. doll. minni en gjöldin á sama tímabili. Gull í fjáihirzlctnni að kveldi þess 29. Des, var alls 801, mili. doll., oða $13 milj. rninna en lögin heimta. Hótel brann í Albany, N. Y., á gamlársdag og fórust 13 menn í eldin- um. Eignatjón um $250,000. Stjórnarformaður Mackenzie Bowell var á nýársdag sæmdur heiðursnafnbót- inni Sir,—riddari Mikaels og Georgs orð- unnar. Eftir nýkomnum fregnum að dæma, til félags í Boston hafa um 15,000 Armeníu-tuenn fallið fyrir morð- vopnum Tyrkja í haust og vetur og yíir 30 þorp lögð í rústir. Lexow’s-nofndin svo kallaða, sem svo lengi og vel hefir unnið að land- hreinsun í pólitískum skilningi í New York, undir formennsku Dr. Ch. H. Parkhursts, er nú að kiofna, og séra Parkliurst orðíun andvígismaður henn- ar. Ástæðan er sögð sú, að borgar- stjórinn nýkosni, W.R. Strong, er Park- hurst barðist mest fyrir, vill að sögn hlífa lögreglustjóranum o. fl., sem fremst eiga að hafa gengið í að fótum troða lög og rétt. í Nýfuudnalandí er alt á trófótum og sem stendur í uppnámi. Formenn eins bankafélagsins, er varð gjaldþroia um jdaginn, hafa verið teknir fastir, kærðir fyrir að hafa Igefið út falsaðar skýrslur utn ástand bankans. Á meðal þcirra er fyrverandi stjórnarformaður Goodridge. Öllu þessu er blandað inn í pólitískar deilur á þinginu og í deilum út of því 2. þ. m. gekk stjórnarflokkur- inn svo langt. að neita andvigismönn- um sínum um orðið. Blöðin á Eng- landi mæla með að eyjan gangi í fylkja- samband Canada, segja að ! ún standist ekki annars. Sú fregn er komin frá Lundúnum, að dominion-ráöaneytið hafi vald til að ljá kaþólíkum í Manitoba lið sem und- irokuðum minnihluta, Sé það rétt, virðist skólamálið ^vera komi sitt upprunalega horf. þ. e., að öll baráttan só fyrir hendi aftur. Edw. Blake og John S. Ewart fiuttu þetta mál fyrir leyndarráði Breta. Þessa dagana verður byrjað að móta 22 milj. doll. virði af óslegnu gulli sem Bandaríkjastjórn á geymt í pen- ingamótunar-húsinu í Philadelphia. Verður mótun gullsins haldið áfram þangað til þessar (22 milj. eru upp- gengnar. VKITT HÆSTU VEHÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNNl •S>55L* Oblönduð vinberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða ðnnur óholl efni. 40 ára reynzlu. EldsVoði á Seyðisfirði. Rétt eftir hádegi á lauvardaginn 24. Nóvembor siðastl. kom upp eldur i afhúsi aftnr af Gránufélagsbúðinni á Vestdalseyri, og eftir 2—3 klukkustund- ir voru öll Gránufélagsln’isin brunnin til kaldra kola og varð litlu sem engu bjargað af vörum. Er skaðinn metinn um 150,000 lcrónur, en mikið af eignun- um sagt í eldsábyrgð. Erþettaóofað langstærsti húsbruninn á íslandi. I bréfi til herra Odds Jónssonar, hér í bænmn, er þannig sagt frá eldin- um : '‘Eldurinn byrjaði í “pakk-kam- ersi” og orsakaðist þannig, að einn af þjónunum Kveikti á eldspítu og kastaði henrii á gólfið, en gekk svo út. Að vörmu spori heyrðist brestur, og er hann vildi ganga inn aftur til að vita uin ástæður, gaus logi í andlit honum, er hann opnaði liurðiua. Það haföi kviknað i olíutunnu, er þar var inni, og þá ekki að tala um að slökkva eldinn. Eftir 5 mínútur stóð húsið í björtu báli og brunnu siðan öll “pakkhúsin” og öiuiuv úthýsi, og varð litlu som engu bjargað. Með herkjum varð vertshús- ið varið fyrir bruna, en þó skemdist það svo, að enginn mun vilja gefa moir en 500 krónur fyrir það eins og það stendur. “Faktorinn” missti næstum alla innanhússmúni, er voru ekki í elds- ábyrgð, og stendur því uppi að heita má eignalaus. Verzlunarþjónarnir misstu að sögu öll sín föt o. fl.”. / Islands-fréttir. Eftir STEFNIR. Fyrirlestur vm Ameríku hélt Jónas Jónsson (Sinluvikur-Jónas) hér á Ak- ureyri 7. þ. m. Iíann dvaldi í Ameríku í 9 ár, lengst af i Dakota, og kom hingað fyrir rúmu ári siðan. Lýsti hann högum og lifnaðarháttum ís- lendinga í Dakota og sagði kosti og lesti á Ameríku, sem eru bæði marg- ir og stóxdr eftir hans áliti. Varð ekki annað heyrt en að frásögn hans væri mjög hlutdrægnislaus og sönn, enda er Jónas sannorður maður og vel gi-eindur. I hinu danska blaði “National Tidende” stóð 17. September s. 1. svo- látandi gi-ein : ' "EilraStir r/úpur. Frá Rvík er oss skrifaö, að liið nýendaða alþingi hafi samþykt lög, sem veiti ísl. bændum leyfi til að eitra rjúpur fyrir tóur, en jafnframt er þeim gert að skyldu ad stýfa helmirig af hægra væng hinn- ar eitruðu rjúpu, varðar það 20—200 króna sekt ef útaf er brugðið. — Það leiðir af sjálfu sér, að menn hafa alls enga trygging fyrir þvi, að þessum í-eglum verði fylgt og þess vegua á- minuist almenningur um, að kaupa okki íslenzkar rjúpur. Eitrið, som brúkað er, er strychnin (í-efakokur).” Að líkindum er nú fyrir aðgerð- ir þingsins algjörlega eyðilögð öll rjúpna sala Islendinga til útlanda. Nokkrar þúsundir króna er borgandi fyrir þann greiða þó lítill sé ! EFTIR ÍSL. BLÖÐUM. í Stefnir er þess getið, að Eyfirð- ingar og Þingeyingar hafi ætlað að halda fund á Akureyri 24. Nóv. síð- astl. til að ræða uin gufuskipaferðir á Eyjafirði og fyrir norðurlandi. For- göngumenn málsins eru þeir Klemens Jónsson sýslum. og Eggert Laxdal. Hetjulegt kvæði um “auðvaldið” i Ameríku er í Stefnir 9. Nóv., eftir Pál Jónssoú. í Austra er þess getið, að Otto Wathne sé í undirbúningi með að byi'ja á stórkaupaverzlun við Seyðis- fjörð. Auglýsir hann í blaðinu, að hann verði tilbúinn að byrja 1. Apr. nasstk., ef is hindrar ekki skipagöng- ut, og að hann ætli sér að láta lít- ið gufuskip flytja vörurnar til xdð- skiftamanna siuna, milli Langaness og Hornafjarðar og íaka frá þeim inn- lendu vöruna og flytja til Seyðisfjarð- ar. Er liann að sögn tilbúinn að láta strandskipið fara alt til Akureyrar, ef kaupmenn svo langt að vilja panta vörur hjá honum.Þetta mun vera fyrsta tilraun til stórkaupastofnunar áíslandi. Erfðafé er auglýst i Austra, 2808 kr. 91 eyrir, í sparisjóði í Khöfn. Eig- andi fjárins var Ólafur nokkur Tómas- son, fyrrutn í þjónustu hinnar konung- legu grænlenzku verzlunar. NúerÓl- afur þessi sagður dauður, og því skor- að á ei'fingja hans að gefa sig frau). Skafti Jósefsson ritstj., á Seyöisfirði gefur nauðsynlegar upplýsingar. Sildveiði segir Austri að liafi ver- ið góð á Suðurfjörðuin í haust. — Tíð góð og hlý 10. Nóv., en rigningasöm mjög fyrstu daga mánaðai'ins. FRÁ LÖNDUM. BARDAL. P. O. MAN., 22. DES. 1894. Eg bcfi veriö að draga að senda blaöi þinn fróttir héðan i.ð vistun fyrr en ég gæti sagt af hið ljósasta um gjörvalt það er nýlendu þessa snertir. Eg liefi. nú heímsótt nærri alla búcndur bygöar þossarar og veit því gjör um hag mnnna hér eu áöur. Hcita má að mönnum llði hér vel o. sjálfsagt eins vel og hvar ann- arstaðar í fylki þessu, auðvitað kemur harðærið hfr við eins og annarstaðar. Hvaö.nýlendu þessa snertir þá álít ég hana eins gott land eins og viðast þar sem ég hefi séð í Mani- toba, og Territoriunum” hefi ég ekk- ert land enn séö æskilegra aðundan, tekinni QÁappelle-nýlendunni. Mér er þó sagt að hér fyrir vestan takmörk Manitoba séu betri lönd, en það hefi ég okki ei'u séð. En alla lfið frá Melita vestur fyrir Alaineda og ýafn- vel vestur aö kolanámunum er engu betra. larid.en liér. En austan vert við Moose" Mountains kvað vera fall- egt land xem er opið enn Það svæði er mitt á millum brauta, og þessi nýja auka'óraut frá Glentxiro hlýtur að fara þar í gegn. Hér er aðallega einn stór ókostur, þaö er : e) liviðarleysi. Héðan um 25 inilur burtp er liægt að fá sináhrís og laust spreka-rusl og xainalt. af- kvisti, en aöal-skógur er yfir 50 mílur héðan, það er Moose Mountain, þar er góður skógur fyi'ír alla. Það er því hagræöi fyrir landneina, sein settust aö fyrir vestan fylkis takmörkin og þess vestar sem þeir settust að þess nær væru Jxeir skógi. Vatn má heita að sé hér allstað- ar, en þó eru dæmi til aö það hefir brugðist, lækir renna hér til og frá um landið, og eru þeir stórt hagræði á sumrin sérstaklega, það eru i þeim tjarnir raeð uppsprettuin í og er því vatnið i lækjum þessuin altaf ferskt og lifaiKli, og engin hætta á aö vatniö úldni og verði postnæint. Hér or jörð víða nokkuð grýtt, sumstaðar liræöiloga, cn meiri partur af lönduin er þó brx’iklegt fyrir þaö. Þau lönd, sem íslendiugar hafa tekið hér, mega heita fremur góð. Gripa- lan<; er hór gotc, hagar hintr beztu og heyskapur töluverður. Sumstaðar hagar svo til að eru járnbrautarlönd seni eru svo grýtt, að nauinast verða keypt, en góður heyskapur á þeim; eru þau stórt hagræði að búa nálægt þeim sðkum heyskapar og beitar. Það er rétt eins og að búa I grend við vasa á góðri stjórn. Þeir seui þekkja það, skilja þessa dæmisöru. Tilakui- yrkju er þetta land í góðu ineðallagi; gamlir og reyndir bændur hór í kring segja að jörðiii sé fremur endingar- góð, en víða er luin fremur létt og of þur. En hér er viss uppskera þegar rignir vel, því þessi sandkenda mold er svo fijót að þorna, og því vatns- frek. Það væri gott að hafa stjórn sein kæmi hér á íót heppilegunx vatns- veltinguin. En til þcss þyrftum vér agent sem væri reglulegur stjórnar- seppi og hefði alla ástundun á að “setla” landa. Ætli það geröi nokkuð- þó hann væri bæði heimskur og hégóma- gjarn ? í nýlendunni eru lS búendur (land- eigendur), fólkstalan samtals 66. Gripaoignin er þessi : Naut 161, kindur 16, hestar 12, svín 6, hænsn 216. Ekrur plægðar um 220. — Verkfæri : vagnar 12. s'eðar 3, plógar 20, herfi 3, sjálfbindari 1, sláttuvélar 4, lirífur 4, sáðvél 1, Boggy 2. Þess má geta, að hr. Kristján J. Bárdal á 5 af hestun- um, 17 naut og alt sem nauðsynlegt er af jarðyrkjuverkfærum. Hann kom fyrir hálfu öðru ári úr Argyle, er nú búinn að plægja um 60 ekrur og koma upp miklum byggingum. Hann fékk um 15 bush. af ekrunni I haust, var það því næst það besta hér umhverfis og svo þaðan af minna alt niður í 7 bush. af ekrunni. Kr. B. unir vel liag sínutn og saknar litt að vera far- inn frá Argyle. Landar hér eru flestir á góðum vegi í efnalegu tilliti. Hér kom hroðalegur sléttueldur í haust sem gerði viða skaða, brendi hey manna og kofa. Landi vor Frið- rik AbraliamsBon varð fyrir verstum skaða af þeim sem ég lieyrði af. Hann ínisti fjós, alt sitt hey og þrjá riaut- gripi og er hann fátækur barnamaður. Lika misti Ásmundur Guðjónsson kofa sinn er hann hafði búið í, alt hey sitt. föt og fleira clót, og dálitla peninga. Hann er einhleypur maður. Friöriki liefir verið gefið talsvert upp í skaöaun; Jóhann Jóhannsson gaf houum kú. Hér var haldin almenn skemtisam- koma í haust; stofnaði lir. Ásmundur Guðjónsson aðallega til hennar og bauð svo allri nýlendunni; til boösins kom fieiri parturiun. Samkoman var hin myndarlegasta, veitingar góðar, og gef- ins. Skemtanir töluverðar, dans nátt- úrlega, eins og allsstaðar, og svo sitt af ..en hið Ega verð á. YFIRH0FNUM Karlmanna, Drengja, Unglinga og Barnafötum, Ullar- nærfötnm, Yíirskyrtum, Vetlingum, Glófum, Moccasins o. s. frv. — Alt verður selt íin -------- tillits til verðs í - Vér höfum nýlega fengið mikið af karlmanna og drengja yfirhöfnum sem verða seldar fyrir ótrúlega lítið. Það þarf jekki stóra peninga- uþphæð til að kauþa sér heilmikið af fatnaði frá því í dag og út næstu vikti í WALSH’S CLOTJIING HOUSE.Eininj^ höfum vér ný karlmannaföt úr fínu svörtu Worsted og skozku vaðmáli, og verðið á öllum þessum varningi er óhejTÍlega lágt. Þetta ár höfum vér meira og margbrej’ttara upplag af drengja og barnafötum en nokkrusinni áðr. Goimr vfirhafnir verða um ti’inn seidar fyrir $3.75. Agætar vetraryfiihafiiir úr Frieze og Nap, með kragaog belii og fóðraðar með bezta fóðri verða se’dar á $<.50. WALSH’S Clothing House. T. M. WALSH. 515 og 517 Main Str. gegnt City Hall. hvorju. Og áreiöanlega fór fólkið heim í góðu skapi eftir góða skemtun. Ás- mundi var rækilega þakkað fyrir sitt stórmannlega veglyndi. Tiðarfaiið hefir verið hið bo-ita a.lt til þessa, og í fyrradag var íslen/.k hláka og sólbráð. • Hveitiverðið er lágt og heldur hörð kjör liveiti-bændanna. Hart gengið eftir skuldum o. s. frv. Að bera þessa nýlcndu sarnan við Nýja Island; það er bágt að segja liver myndi taka prisinn, því það sem önn- ur liefir ekki, það liefir hiu. I Nýja ís- landi er eldiviður og fiskur; stærstu kostir; hér er landið í verði, gott gripa- land, hveitiland, góður markaður fyrir alt, sem hægt er að framleiða, Nýja Is- land er illt gripaland, illur markaður og landiö, þó skógurinn væri ruddur, að mestu leyti óbrúkandi fj'rir hveitirækt. Og svo lielv. flugurnar. Stærsti kost- urinn hér er þó ótalinn enn, en það er að hér er enginri “guðspjalla-gaukur” til að spilla friði og eitra félagslifið og trylla fáfróða trúar-aumingja. Hér virðist aö menn ekki séu allir sáttir með nafn það, sem hr. A. Guð- jónsson gaf nýlendu þessari í sumar í Lögb., hann nefndi hana "Laufás-ný- lendn”. Datt mér því í hug að stinga upp á nafni, sem ínenn geta svo skrafað uin og samþykkt eða neitað eða gefið annað, og mun ég þá skýra ;frá þvi nafni í næsta sinn sem ég skrifa, sem samþykkt verður, hvort heldur það verður Jietta eða annað. Nafnið er "Breiðablik”; ég liiröi ekki um aö mæla með því að þessu sinni. Eg vona að fólkið skilji það, að af því ég er hér, þá er ég ekki lengur í Nýja ís^indi, og hlýt ég þvi að hafa farið það.in til að komazt liingað. Og það sem rak mig úr Nýja Islandi var, að mig langaði til að eignast land, sem væri einhvers virði, því í Nýja íslandi eru þau einskis virði nema til að gjalda af þeim. Að öðru undi ég vel hag minuin þar eftir vonum. Og ég álit að það scm náttúran hefir að bjóða í Nýja íslandi só vel lífvænlegt. Og hér kaun ég ver við mig, mér bregð- ur svo við skógana—Þar höfðu þeirhit- ann úr. Ég bið alla þá, sem báðu mig og konuna mína aö skrifa sér lýsingu af þessari nýlendu. að gera svo vel og lesa þessa fréttagrein; það er samvizkusam- leg, hlutdrægnislaus lýsing, oins rétt og ég tet mögulega fengið hana. En rang- hermi ,ég nokkuð sem nokkru varðar, þá er mér þökk á að hver sem réttara kanu frá að segja, leiðrétti mig vinsam- lega. S. B. Bbnedictsson. Lííið var þungbært. MERKILEG SAGA SJÚKLINGS EINS. Afleiðingar af influenza urðu að lungna- bólgu og langvarandi barkabólgu. Eftir fjögra ára þjáningar náði hann þó heilsu aftur, þótt mjög imdailegt væii. í ekið eftir “Le Monde,” MontreaL Mrs. Sarah Cloutier, sem býr að Nr. 405 Montcalm Str., Montreal, hefir þá sögu að segja, sem vert er að gera al- menningi kunna, þeim til gapns, sem á þurfa að halda. Þangað til fyrír fjórum árurn hafði Mrs. Cloutier verið heilsu- hraust, en um það leyti fékk hún hina alræmdu veiki, influenza, og síðan hefir hún á liverju hausti, þrátt fyrir hina mestu varasemi, fengið ákafa lungna- bólgu svo hún hefir oft verið komin í dauðann, ogað síðustu fór að bera á á- kafri bHrkabólgu, lungnapipurnar urðu svo stiflaðar, að hún náði naumast and- anum, og ef kælu lagði að henni, fékk hún ávalt slæman hósta. Mrs. Cloutier sagði við fregnritann : “Eg ha(/>i stöð- ugt hryglu i hálsinum, og eins og ég var á mig komin hefði dauðinn verið mér velkominn gestur. Eg gat ekki sint neinu, hvorki heiinilisverkum né öðru, og ef ég heföi ekki haft frændkonu mína til hjálpar, veit ég ekki hvað um mig hefði orðið. ÖIl þau ir.eðöl er ég reyndi eftir ráðleggingum ýmsra lækna, komu mér að engu haldi, og þegar ég reikna saman hvað þau kostuðu, þá getég ekki annað en iðrast eftir að hafa brúkað þau Eg hafði oft lesið um, að Dr. Williams Pink Pills hefðu reynst mjög vel, og ég þóttist viss um að það væri satt því ef það væri ekki, mundi enginn þora að til- greina nöfriog heimili þeirra, sem hefðu brúkað þær, og læknast af þeim, eftir því sem blöðin sögðu. Ég afréð því að reyna Pink Pills, og engir nema þeir sem vissu hvernig ég var farin áður en égfór til.þess, geta gert sér hugmynd um, hve góðar afleiðingar þær hafa haft. Eg brúkaði þær þangað til mér var al- veg batnað, og því til sönnunar að þær læknuðu mig, get ég sagt það, að fyrst þegar ég fór út eftir leguna, gekk ég tvær mílur vegar upp á móti, án þessað þreytast eða verða örðugt um andar- drátt, og síðan hefi ég ávalt verið við góða heilsu. Síðastl. haust var ég lirædd um að ég mundi fá Jungnabólgu, eins og und- anfarin ár, en þá bar þó ekkert á því, og ég var hin hraustasta. Þér getið í- myndað lyður hve þakklát ég er Dr. William’s Pink Pills fyrir feiuma heilsu og ég mæli með þeim af lieilum hug, án þess þó að geta gert það eins vel og kröftuglega eins og vert er. Kjarnlaust blóð og veiklað tauea- kerfi eru aðaluppspretturnar til hinna margvíslegu sjúkdóma, sem þjá fólk, og öllurn þeim sem þannig cr ástatt fyr- ír, bjóðuin vér Pink Pills með þeirri V^SS.U' sé hið eina óyggj- andi lyf við þesskonar sjúkdómum, ef þær eru brúkaðar réttilega. Pink Pills eru seldar hjá öllum lyf- sölum og sendar með pósti, fj-rir 50 cts. askjan, eða 6 öskjur fyrir $2,50, frá Dr William’s Medicine Cö., Brockville, Ont. eða Scheuec’ady, N. Y. Gáið að eftirstælingum og hrossa- lyfjum, sem sögö eru alveg eins góð.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.