Heimskringla - 19.01.1895, Síða 1

Heimskringla - 19.01.1895, Síða 1
IX. ÁR. WINNIPEGr, MAN., 19. JANÚAR 1895. NR. 3. Fundur. Hér mcð tilkynnist hlut- liöfum IIeimskringla Ptg. & Publ. Co., að almennur aukafundur vcvður haldinn fi* skrifstofu blaðsins, í Winnipeg, 20. Febr. næst- komandi, til að ræða um tvö mikilsvarðandi m&l. Nauðsynlegt er að minnst § allra atkvæða komi fram & fundinum. I umboði félagssty óraarinnar B. L. BALD'WINSON, RITAEI. Líkfararsöng-ur. Hefjum upp kistuna hægt! Hefjum vorn líkfarar-söng ! En gangan er þung fram að grafar-þró, Þó gatan sé ekki svo löng. Svo höldum fram Hægt og seint, En höfum ei neinstaðar töf. Svo fram, og fram ! Eöruin beint Eram, og fram að gröf. Göngum í fylkingu fram, Með fánann í hálfri stöng. Klukkan í portinu drynji dimmt, Himm só slögin og löng. Svo höldum fram, o. s. frv. Eylgist hér tveir og tveir að, En tölum ei—allra-sízt hátt. Á hergöngu þessari höldum svo takt ^ ið hjartnanna titrandi slátt. Svo höldum fram, o. s. frv. Berum af bróðurlegri’ ást Beinin hins andaða manns ; fylgjum vér honum í síðasta sinn, Að síðasta hvíldarbeð hans. Svo höldum fram, o. s. frv. AHir, sem unnu’ honum heitt, Sam ástar hans nutu svo þrátt—, Komi þeir hingað og kveðji hann nú, Því köld hylur gröfin hann brátt. Svo höldum fram, o. s. frv. Komið þér, komi þér með, Sem kaldan liug báruð til hans, Gg gleymið því liðna, en gangið með ró Að gröfinni’ hins andaða manns. Svo höldum fram, o. s. frv. Hljótt er í dauðans höll, Gg liljóð er sorgin—en ströng, Og gangan er þung fram að grafar-þró, Þó gatan sé ekki svo löng. Svo höldum fram Hægt og seint, En höfum ei neinstaðar töf. Svo fram, og fram ! Förum beint Eram, og fram að gröf ! J. M. Bjarnason. DAGBÓK. EAUGARDAG 12. JAN. Eftir því sem hraðskeyti til blaðs- Ris Standard” í Eundúnum segir, oru friðarskilmálar Japaníta þessir : Kórea skal Kínverjum að öllu leyti óháð, en skjólstæðingur Japanstjórnar; Kínverjar skulu afhenda Japanítum ákveðnar eyjar, til eignar, leggja í eyði og rífa til grunna eitt virki sitt (á Kóreu skaganum?) og flytja öll vopn búning og hermenn burtu úr virkj- unum að Port Arthur og Wei-Hai-Wei. Ennfrernur eiga þeir að rífa til grunna öll virki o. þv. 1. á og meðfram þjóð- vegum milli Kóreu og Kína. Japan- ítar vilja og fá að ákveða stærð, bún- 'ng og fjölda kínverskra herskipa og yú auki vilja þeir að svo só um samn- "'ga búið, að á geti komist sóknar °g varnar-samband Japaníta og Kín- verja. Onnur stórhríðin með ofsaveðri *ddi yfir norðurhluta Ítalíu í gær. indurinn lagði 6 hús i rústir og urðu Þau8 manns að bana. Snjöfall í Austurríki er ómuna- mikið, mörg sveita-þorp algerlega úti- fokuð frá heiminum, því umferð öll er bönnuð. í Vín vinna yfir 10,000 manns að snjómokstri á strætunum, Þess umferð sé möguleg. I' rakkar eru nú herja á Madagaskar-l nema í smáum stíl. v'rki eitt lítið seinusl ember 0g tóku það. Almennur fundur smjör og osta- gerðarmanna í Bandaríkjum var settur í gær i Washíngton. Á fundinum flutti aðstoðar formaður akuryrkju- deildarinnar ræðu, sagði smjör og ostagerð hyrningarstein búskaparins og hvatti monn til að hugsa meira um þá grein búnaðarins framvegis en að undanförnu. Þó frost og kuldi liindri verulega framsókn eru Japanítar þó ekki alveg aðierðalausir. í gær háðu þeir orustu og eins og fyrri tóku þeir þorp mik- ið, en ráku Kínverja á flótta. MÁNUDAG 14. JAN. • Búendur á Frazer-leirunum og upp um Frazer-dalinn í British Columbia eru illa komnir á ný sökum flóða. Þeir voru tæpast búnir að rétta sig við — margir þeirra alls ekki — eftir flóðin síðastl. vor, þegar Frazer-fljótið á ný veltist fram og umhverfir ökr- um og engjum í stöðuvatn. Jafn- framt gekk sjóriiln langt á land og olli stórtjóni ekki síður en flóð árinnar. Hungurneyð er meðal kolatekju- manna í Ohio og hefir ríkisstjórnin fengið áskorun um að bjarga þeim. Vinnan í námunum er svo lítil, að þó vinnutímanum sé jafnt skift milli allra hlutaðeigencli námamanna er vinnutímalengdin svo lítil að $8.00 um mánuðinn verður hæzta kaupið. Um undanfarinn tíma hefir það verið útbreitt að þeir Roseberry lávarð- ur og Sir W. Vernon Harcourt sé saupsáttir orðnir og að þingrof sé væntanleg þá og þegar þessvegna. Á fundi ráðaneytisins, sem nýlega var haldinn, komst upp að allar þessar sögur eru hæfulausar. Quebec-fylkisþingi var slit.ið á laug- ardagskvöldið 12. þ. m. Japanisk fréttablöð komu til Van- couver. B. C. 12. þ. m. í bænnm eru margir Japanítar búsettir og efndu þeir þegar til veizlu og hátíðarhalds í minningarskyni um sigurvinning- arnar. Kínverjar eru einnig mann- margir í bænum og líkaði þeim þetta ekki vel, söfnuðu því liði, réðust á heimkynni Japaníta og lögðu eld í. Oliu slökkviliði bæjarins var stefnt þangað til að slökkva eldinn og ineð herkjum tókst það. ÞRIÐJUDAG 15. JAN. Ráðaneyti Frakka sagði af sér í gær, af því atkvæði fóllu gegn því hvað cftir annaö um daginn. Málið, sem felldi ráðgjafana, var um stjórn- arstyrk til járnbrauta um mörg und- anfarin ár. Andvígismenn stjórnar- innar álitu eitthvað óhreint í því sambandi brautarfélaganna og stjórn- arinnar, og eftir því að dæma hvernig atkvæði féllu virðist meirihluti þing- manna hafa haft sama gruninn. Hinn fyrirliugaði hafþráður sem fyrirhugað er að leggja frá Vancouver í Brit. Col. til Ástrnliu, hefir oiðið umræðuefni hvað eftir annað á þjóð- þinri Bandaríkja. Bretastjórn vill fá leigðan eyðihólma nálægt Havai-eyj- unum og eign þess lýðveldis, fyrir lendingarstað. Stjórnin er ekki fjarri að veita það og Cleveland Bandaríkja forseti hefir mælt með að sú bæn sé veitt. Einn af Illinois þingmönnunum, R. R. Hitt, berst á móti því og segir óþolandi að Bretar fái umráð fréttaþráðar til og frá eyja-lýðveldinu. Nýkomin blöð frá Japan segja frá stórkostlegri sigur-hátíð, er liöfð var í höfuðborg Japaníta, Tokio, 9. Des. síðastl. Margra rnílna löng skrúðganga um helztu stræti borgarinnar átti sér stað og safnaðist að lyktum saman í skemtigarði miklum. Atburðir úr helztu orustunum voru sýndir með myndum o. þv. 1. Skeyti frá Nýfundnalandi segir að eyjar-stjórnin standi nú í bréfa- skriftum til Canada-stjórnar áhrær- andi inntöku eyjarinnar i fyh ja-sam- bandið. Er gert ráð fyrir að það mál verði lagt fyrir þing eyjarskoggja í næstu viku. Um eða yfir 100 manns týndu llfi í kolanámu á Englandi í gær á þann hátt að vatnsstraumur braust inn í námuna úr gömlum hólfum hennar, er lukt höfðu verið í mörg ár. Nýtt peninga-útgáfu frumvarp var lagt fyrir efri deild þjóf þings í gær og er Senator John P. Jones frá Nevada, höfundurinn, í þvi er gort ráð fyrir út gáfu $500 milj. virði af skuldabréfum, frísláttu silfur og útgáfu silfur-ávísana (seðil-peninga). Flóðin í British Columbia aukast, því snjóþyngsli mikil voru i fjöllunum, en hitinn 70 stig á Fahr, í skugga um I nokkra undanf irna daga. Sagt er að doininion- og fylkisstjórnin hafi ákveð- ið að vinna í samlögum að bygging ör- uggra-flóðgarða fram með Frazer-leir- unum, til þess að verja landið fyrir sjávargangi. MIÐVIKUDAG, 16, JAN. Hylting d Frakklandi, Á mánu- dagskvöldið sagði ráðaneyti Frakk- lands af sér, eins og um or getið á öðr- um stað. Á þriöjudagskvöldið kallaði forseti Frakklands fyrverandi ráðaneyti á.fund og sagöi af sér, kvaðst engan veg sjá fram úr vandræðuin þeim, er upp hefðu komið þegar ráðaaeytið sagði af sér og formaður þess ófáanlegur til að takast á hendur að mynda ánuað nýtt. Sem stendur er því Frakkland stjórnlaust, að því er snertir forseta og ráðaneyti. Forseti efri keildarinnar á þingi, Challemel-Lacour, tekur við stjórnaitaumunum í millitíðinni, en ekki hefir hann enn ákveðið hvenær þingið kemur saman til að kjósa nýj 'ii forseta, þó liklega verði l>að annað- hvort á föstudag eða laugardag. Ástæð- ur forsetan$ til að segja af sér viröast vera þær, að hann só bendlaður við kærumál þau, sem urðu stjórninni að falli, og að t forsetasætinu geti hann ,ekki varið sig, en sjái fyrir að honum verði ekki hlíft fremur en öðrum, þó hann skipi það sæti. Jean Pierre Paul Casimir-Perier, liinn frávikni forseti lýðveldisins, tók við því embætti 27. Júní 1894 og sagði því af sér 15. Jáni 1895, — Eftirmaður hans er nú talinJJ sjálfsagður Henri Brisson, núverandi þingforseti í neðri deild. — Klukkan var 8 eða meir í gær kveldi þegar forsetinn sagði af sér, og alt til kl. 7i hafði ekki nokkur maður liugmynd um að slikur fellibylur vofði yfir þjóðveldinu. Það er því ónákvæm sögn að segja að almenningur yrði hissa er þessi ávænta fregn fór eins og logi undan vindi urn borgina. — Sósíalist.ar eru hróðugir mjög af þessu og tileinka sér sigurinn. Sumir ætla að upphlaup og stórvægilega stjórwarbylting leiði af þessu, því nú muni konungsinnar reyna að ná sér niðri. Hæstaréttar-dómararnir allir (5) í Canada komu saman í gær og gáfu úr- j skurð um það hvort f.ylkisstjórnirnar ; í Canada heföu vald til að banna sölu áfengisdrykkja. Þrír af dómurunum ! neituðu því, en tveir játuðu. Hájrfir- j dómarinn var annar þeirra er sagði j fylkin hafa valdiö. Þýzkalandskeisari hefir boöið Bis- marck gamla í afmælisveizlu sína 27. þ. m. og hefir lofað að heimsækja karl aftur á afmælisdegi hans, 1. Apríl næstk. Að undirlagi byskups eins í Chicago hafa efnafræðingar þar fundið upp nýja öltegund, sein ekki er áfeng, en hressandi. Er hugmynd byskupsius að koma upp “saloons” á ýinsum stöðum í bænum eins glitmiklum og “Tinustu” drykkjustofur eru og selja þar aliskon- ar hressandi, en áfengislausa drykki. Þetta álítur hann eina ráöið til að rýra drykkjuskapinn og á þetta nýja öl að reynast öruggasta hjálparmeðalið. FIMTUDAG.17. JAN. Eldsvoði í Butte í Montana olii ægilegu liftjóni á þriðjudagskvöldið, Eldurinn barst í vöruhús þar sem goymt var mikið af púðri, er þegar sprakk í loft upp. Alt slökkvilið bæjar- itis varí grendinni auk mörg hundruð áhorfenda, og var Jiví að sögn nálega algerlega sói>eð burt úr lifanda lífi. Alls létu iífið 60—80 raanns, en um eða yfir 150 manns, cr tnlið aðliatí lemstrnst. Blöðin flest á Frakklandi fara hörð- um orðum um Casimir-Perier fyrir áð víkja úr forsetastöðunni þégar eins sé ástatt í lýðveldinu eins og uú. Þykir þefin flestuin að ilt verði fyrir hann að réttlæta þessa breytni sína og “Gaulois’ segir athæfi haus á sama stiy i og her- foriugja, er leggua á flótta undan skot- hríð fjandmannanna. Blöðin á Eng- huidi takaundirí nokkurnveginn sama tón og þau á Frakklandi, svo gera og Þýzkalands-blöðin, en virðast álíta þetta lireinan sigur sósialista, ag að Frakkland sé heppið ef nú rísi ekki upp einvaldsmaður. Undirölium kringum- stæðum álita sum þeirra heppilegt fyrir Þjóðverja að sjá um að púöur þoirra sé þurt ! — Hertoginn af Orleans, einn ríkiserfinginn franski, flutti í gær frá Lundúnum niður til Dover og bíður þar búinn íerðar yfir sundið, ef honum býðst tækifæri. FÖSTUDAG 18.JAN. Forseti Frakklands var í gær kjör- inn Francois Felix Faure, þingm. fyrir Seine Inferieur-kjördæmið. Fékk 480 atkv., en Henri Brisson ekki nema 381. Feldi það Brisson, að sósialistar fylgdu honum. Dominion Senator Joseph Tassó Jézt í gær í Montreal, 47 ára gainall. í “Free Press” í morgun er skeyti fr á Selkirk, er segir að íslenzkur mað- ut Eggertsson að nafni (skirnarnafn ebkí tilgreint) hafi drukknað í Winnipeg vatui 12. Ji. m. 8 milur suðurundan Bl týk ey. Var að flytja málmblendiVig úi eynni til Selkirk á hestum, sem Dick- irism i Selkirk átti, og fórust bestarnir lika. S])runga liafði verið í ísnum, en fei. nt yfir. ITTat) gott framferði áorkar. Áig get með sanni sagt að minn verkahringur nær yfir allt Canada-ríki núsem stendur. Samt sem áður var ég ráðinn af yerzlunarmanni einum tih að vinna í fjarlægu. Jiorpi meðal fólits sem að eins hafði heyrt minnar fræ-ðar getið. Kaupmaðurinn full- vissaði mig um að mér yrði tekið meS mestu virtum. Hann sagði að tveil verkbræður mínir hofðu verið reyiídir þar, en að þe;r hefðu reynst svo illa að Jieir mistu atvinnuna. Ev fór ,-tneð kaupmanniniiin sem Jxigar geröt mig kunnugan fólkinn, og sjáðu nú til! Eg er efstur á blaði í allri Jæir ’i sveit. Eg er kaflaður hinn val- inktnni og dyggi Diamond Dye og það vill engan annan hafa. FRÁ LÖNDUM. MINNEOTA, MINN., 14. Jan. 1895. Frá fregnrita Hlfr. Gleðilegt nýtt ár. Tidarfar. l'að s«m af Jiessu ári hef- ir verið hin sama öndvegistíð. Flysfarir. I síðastliðnum mánuði datt Jón Jósefsson (Vopnfirðingur) út úr hostakerru og braut í sér tvö rif, at- vikaöist það þannig, að um lcið og hann var að setjast í sætið, tók hesturinn við- bragjl, að J. J. óviðbúnum. Fratnfarir. Hreyfingar eru í Norð- urbygð. með að stofna lestrarfélag, enn engifin fundur haldinn enn. Mdlaferti. Á þingi Yellow Med. hér- aðs, eem haldið er í Granite Falls, nú í Jiessum mán., reka ísl. tvö mál; Kristj- án Árnason (Þingeyingur) móti Svía. Málið er risið út af landi er Kr. A. keypti. af Svíamim, en skilaði aftur. Hitt, '■ á ti’rzluuarfélag IsL gegi1 Jióroddi Eastman út af verzlunarskuld. Kr. M. Gíslason, lögmaður, er fyrir hönd verzl- unarfélagsins. Þessi mál koma ei fyrir aðalþing. Verða lögð fyrir liéraðsdóm- ara í þingiok. Ferðahuyur er sagður allinikill í Norðmöiinum í Lincoln-héraði og að þeir renni lielzt augum til Alberta nýlendunnar Sumir Islendingar hér skrafa og svo allmikið um þann lands- hluta. Mentun og menning : Islendingar hér eru mjötr skylduræknir í því að láta börn sín sækja að staðaldri aljiýðuskól- ana. enda sjást þess nú glögg merki, því nú í vetur eru hér á nýiendusvæð- inu 5 íslenzkir kennarar. sem eru ; Þor- steinn J. Vestdal, Björn Ch. Schram,, Halldóra Cliv. Schram, Þorbjörg Sigur- jónsdóttir og Kristjana S. Hofteig. Á kvennaskólum hér austur í Minnesota cru: Sigriður Jósefsdóttir, Ingibjörg Jósefsdóttir, Elísabet Gunnlaugsdóttir, og Guðný S, Hofteig. Á alþýðuháskól- anum hér í Marshall eru þeir brædur, synir Björns bónda Gíslasoaar frá Haugstöðum í Vopnafirði, Björn og Halldór, og munu peir ætla að ganga mentaveginn fram til æðri embætta,— Á háskólanum í Minneápolis er Sigurð- ur Sigvaldason; hér úr nýlendunni eru nú upprunnir tveir lögmenn, Carl J. Pétursson og Kristján M. Gíslason. Kr. M, Gíslason heldur til hér i Minne- ota og ávinnur sér hylli og álit. Þetta virðist að vera allgóður vísir þess, að íslendingar hér ræki vel hinar merkilegu þegnskyldur þessa lands.— Pað virðist einnig benda til J>e.ss, að Islendingar hér þarfnis ekki neins Vest- ur-isl, kyrkjulegs mentunar-aga, til að verða þegnar Jressa lands í orðsins fylstu merkingu. I þessum upptalda inenningarflokki eraðeinsoin stúlka (Sigríður Jósefsdóttir), sem notið hefir íslenzkrar menntunar. — Þér íslenzku un.clingar, sriúið j’ður einbeittir að liinni ameríkönsku menntun og og hinu ameríkniiska Jrjóðiiíi, J)ví Jraðer vegurinn til frama og fullkomnurmr og farsældar fyrir yðar í þessu landi; látið eifi hina hégómagjörnu og eigingjörnu monn gk‘)>ja yður svosjónir að Jrér tvi- skiftið kröftum j’ðar á milli hins ame- ríkanska og íslenzkn, því hið íslenzka tefur fj’i ir yður á braut framfaranna. GARÐAR, N. DAK., 10. JAN. 1895. Það er merkilega sjaldgæft, að mönnum gefist færi á að sjá línu í hlöð- unum frá okkur Garðar-búum. Það er Jró synd að segja að við hlustum ekki og hváum eftir l>ví sem gerist út um heiminn, því við fylgjumst fullkomlega með í því öllu saman. Ekki er það heldur af því, að við eigum ekki nóga' pemlafæra mcun á meðal okkár, því J>eir eru ltér í hópum, rótt eins og föru- fólkið milli sveita á íslandi á sej’tjándu öldinni, heldur álit ég að flestir okkar mestu peunagarpar liafi svo umstangs- mikið “business” á heudi, að það taki allan Jieirra tíma að sinna því og þeir koinist þar af leiðandi lireint ekki til að skrifa nokkuð um sig eða okkur, sem hlj’ti þó að verða löndutn út í frá bæði til skemtunar og fróðleiks. Mér dettur ekki í hug að línur þess- ar geti orðið nokkrum til skemtunar og þvi síður til fróðleiks, heldur hitt að rejma að sýna að við séum okki dottnir úr sögunni að öflu lej’ti, þó að lítið beri á okkur. Aðal-driffjöðrin í félagslífi okkar nú eins og fj-rr er Kvennfélagið. Að til- hlutun liess á nú bráðum að leika leik- ritið: “Prest-kosningin”, eftir Þ. Egils- son; s]>á menn vel fyrir því fyrirtæki, bæði fj-rir það að loikritið er skemtilegt og verður óefað vel leikið, því félagið hefir marga af sínum gömlu léikendum, sem svo snildariega tekst að stæla per- sónur rits lioss, er þeir leika í það og það skiftið. Á aðfamradagskvöld var guðsþjón- usta að vanda íkj-rkju Garðar-safnaðar. Að lokinni prédikun gat prestur Jiess, að samskotum þeim, er tekin væru á jólunum, liefði vanalega verið varið til einliverra Jsérstakra fyrirtækja, og kvaðst nú hafa í huga að láta það er inn kj’nni að koma í þetta sinn ganga til styrktar séra Oddi Gíslasyni í Nýja ís- landi, kvaðst eigi alls fj’rir löngu hafa fengið bréf frá honum, hvar í hann lýsi mjög átakanlega harðindum þeim, sem hann eigi við að búa þar neðra, t. d., svo köldu íveruhúsi, að ómögulegt sé að hita það o. s. frv., og biðji sig að hafa einhver ráð að ldna sér $50. Síðan gat pr jstur þess (jafnframt og hann mæltist til samskota frá söfnuðinum til séra Odds, sem hver og einn hlj’ti að sjá að væri sannarlegt kærleiksverk að hjálpa, í hans erviðu og nær Jiví óbæru kringumstæðum), að sér fyrir sitt leyti væri alveg ómögulegt að verða við Jiess- ari beiðni hans. Inn mun hafa komið, J>að ég frekast veit, frá 10—20 doll. Jafnvel J)ó það kunni að vera vel- Ujc.f’nihguF'að hjáijia séra OÆli, þa et ég hræddur um að sumum' safnaðar- mönnum hafi fundist eins tilhlýðilegt, að líta á kringumstæður sumra hér, áður en farið væri að m vndast við að skjóta saman fé til stj'rktar öðrum út í frá. Á gamlárskvöld [hélt lestrarfélagið “Gangleri” okkur skemtisamkomu í skólahúsinu; var hún atl-fjölmenn, þvi veður var hið bezta, en þó bættist drjúg um við eftir að aðal-samkoman var úti, þvi þá bj'rjaði dansinn, sem oftast fjdg- ir samkommn liér ogeiginlega tileinkast unga fólkinu, sem fiest er lxilanlega vel að sér í þeirri grein. Enginn skortur var 4 “bitter” og útjiyntu alcohol, og voiu margii' þvi allvel mjúkir, og döne- uðu langt fram á nótt, og er þetta álitin ein hin fjörugasta samkoma, sem hér hefir verið haldin nú i seinni tíð. Við kvöddum gamla árið með Bitter blönd- uðum gleðitárum, og tókum með út- breiddan faðminn í gleðinnar bam- remmi é. inóti því nýja. Tiðarfar liefir mátt heita hið ákjós- anlegasta alt til þessa dags, snjór mjög lítill, en sleðafæri hið bezta. Einn af átján. Ur bréfi frá herra Ásmundi Guð- jónssyni, Sinclair P. O. (Laufás-ný- lendu), Man., dags. 9. Jan.: — “Þegar ég las fróttagreinina í Hkh. eftir herra S. B. Benediktson, fanst mér höfundur- inn ekki fara sem réttast með, er hann segir að ég liafi gefið nýlendu þessari nafn og segir jafnframt, að sér virðist menn ekki vera ánægðir með Jiað, en J>að er meira en mér er kunnugt um.— A fjölmennum fundi næstl. vor, meðal Islendinga, var nafn J>etta framborið og viðtekið mótmælalaust. Eg einusinr.i bar ekki nafnið fram á fundinum, en gat þess svo í Löfcb., að J>etta væri við- tekið nafn nýlendunnar. Enn freinur talar hnnn um góðan efnahag manna hér, en því miður er það ekki alveg rátt. Hér eru að vísu menn, sem komu hingað með töluverð efni, einkum herra Kr. Bardalog nokkr ir fleiri, en meirihluti bænda hér getur ekki borgað rentur af skuldum sínum, sam ekki er von. Þeir hafa enga upp- skeru fengið af landi sínu fyrr en næstl. sumar, sem var lítil, því sumir fengu ekki meira eu 4—5 bush. af ekrunni, þó meðaltalið liafi líklega látið sem næst að vera 8 busli. af ekru hverri.— Eu þó uppskeran brj gðist svona nú, mun óhrott að segja, að landar hér lifi í góðri von um betri framtíð”. Orða-belgrinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er velkomið að “leggja orð í belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfellis-ummæli uin einstaka menn verða tekin nema með fullu nafni undir. Ritstj. afsalar ser allri ábyrgð á skoðun- um þeim, sem koma fram í þessum bálki]. Yfirlýsing. Hinn 28. f. m. hafði Gimli-sveitar- ráðið fund með sér; ársloka fund væri réttast að kalla það. Á þeim fundi tróðu }>eir upp á mig jvessari óvinsælu, alóþörfu $50 upphæð, sem befir komizt upp í hefð og á sjálfsagt aohaldast við engu síður hér eftir en hingað til—, þrátt fj’rir afdráttarlaus mótmæli mín og skýlaus mótmæli Mr. Jóh. Straum- fjörðs, enda var iiann uppástungjtmað- ur að því, að Jxíssí hefð væri kæfð og sýndist ekki hagur sveitarinnar svo góðnr í }>essu ári, að það væri takandi í mál að veita svona upphæðir. Sá sem fastast fylgdi þessari þörfu—eða hitt þó lieldur—fjárveitingu var Mr. Sigurður Sigrbjörnsson; hann veit bezt sjálfur hvað honum Iiefir gengið til með því. Egjvil geta l>ess, að ég liefi ásett mér að verða ekki ómagi sveitar okkar, og auglýsi því jafnframt, að }>essi ofan- nefnda $50 upphæð skal brúkast í sveit- arþarfir á einhvern hátt á sínum tíma. Bræðrahöfn, 10. Jan. 1895. Stbphan Sigurðsson. Kosninga-bitlingar. FráNÝJA ÍSLANDl. Atkvæðasmali í Árnesbygð lagðr til að vegabót j’rði gerð þar tafarlaust fj’rir sveitarráðs-kosningadaginn (18. des.). Þegar hann sá, að aðal-vegurinn var þá harla góður og harðfrosinn og hefir sjálfsagt hugsað, að svo mikið fé fengist frá fj-ikisstjórninni til vegabóta í hann, ef Jóhannesyrði oddviti, að ó- vegurinn kjrnni ekki að rúma dollarana nema þá með sérstakri útsjón; réði hann J>að af, heldur en alt um þryti, að láta höggva heybrauí fyrir þá kippkorn, og gefa nokkrum heppilega völdum mönnum vinnu. Hvort kaupið greiðist af “libera”-l'élaginu eða annarstaðar frá,. má “guð og Gísli” vita. Merkilegtvar það, að strax áð áfstÖðnúm kosningun- um, var vegagerðinni (!) lokið. Og al- talað er að það hafi staðið í sambandi hvað við annað, og vegagjörðinni verið krækt á öngulinn, og er það, eftir því sem næst verður komist, ekki ósennileg tilgáta. Hvað sem því nú líður, ætti hann’skilið af liinum nýja oddvita, sem vinnumaður hans í kosningabrellunum, að hann veitti honum með hjálp sinna áhangenda, collector-embættið fyrir alia frammístöðuna. Hann veit hvernig hann á að fara að því, einkum sé ádrátt- ur þegar veittur. * * * Það skeði á leynifunda-mánuðum hinna “frjálslj’ndu” Ný-íslendinga í haust, að liinn “frjálslj-ndi” Jón náði í mann sem átti atkvæði. Jón biður mannimi að gefa sér }>að til umráða og kvaðst mundi launa það með "máls- verði.” Þegar maðurinn nokkru síðar var spurður livort hann ætlaði að gefa Ste.’áni Sigurðssyni atkvæði sitt við oddvitakosniiigarnar, kvaðst hann ó- mögulega mega }>að, því það væri sér lifsspussmál að fá málsverð fyrir það, og því hefði Jón lofað sér. Getur það ekki verið varasámt, að múta svona mönnum ? * * * Það mun fráleitt vera talinn glæpur af kjörstjóranum, sem var i Mikley við síðustu sveitarráðskosningar, þó honum jrrði það á að gelta fram í, þegar um- boðsmenn oddvitanna voru að þrátta um 3 atkvæði sem Stefán átti, áður en kom til hans úrskurðar, og þannig sýna sig í að hafa ónefnd áhrif á kosningarn- ar og ónýta 3 atkv. fyrir Stefáni. Væri samt ekki í'áðlegast, að kjörstjórinn bæöi sveitarráðsskrifarann aðeyðilcggja hið bráðasta seðlaskammirnar J>aðan, ef hann liefir ekki hugsað sór það? Nóg er samt. VKITT HÆSTU VBRÐLAUN A HBIMSSÝNINGUNNI IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Creain of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða ðnuur óholl efni. 40 ára roynzlu.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.