Heimskringla - 01.02.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.02.1895, Blaðsíða 1
IX. ÁR. WINNIPEGr, MAN., 1. FEBRtJAR 1895. NR. 5. Guðrún Jakobsdóttir. (Mrs. Einarson.) í drunga út við sjónhrinp; þá kvaddi kveldið sól, Og huldan haustsins lagði um nakið foldarból; I tungls og sólarlausa og svarta nætur- arma, Féll sorgarmædda lifið með tárin sinna harma. Ég man hvað dimma nóttin var hörmu- leg og hljóð — f’ú heimilið þitt kvaddir, ogsólinkvaddi lóð; Við hjartað kælu-storma in hrundnu skóglauf hlöktu, í himins bláu fjarlægð í kulgeim stjörn- ur vöktu. Nú ert þú okkur horfin, en merkisminn- ing þín -á marga horfna daga slær björtum geislum sín — Hvert vinarorð þitt geymist og vermir kuldahjúpinn, Hvert vinarbros þitt stafar á minning- anna djúpiu. °g það er einmitt af þvi, að þennan vetrardag Varst þú hjá okkur jafnan með fjöri’ og gleðibrag, A-ð þín ég geri minnast í litlu kveðju- ljóði, líður út í geiminn á djúpu þagnar- flóði. Hú veizt nú sjálfsagt ekki hvaða’ dagur er í dag, Ef dagatalið gleymist viðlífsinssólarlag; Það gerir lieldur ekkert þó gleymist hverful tíðin, ■Þ° glatist liðnir dagar og Iiáðu lifsins stríðin. En hér hjá þínum vinum, þúskilur eftir skarð, — Að skammdegisins rökkri inn glaði dag- ur varð H' í'ú, smn gleðiljósum þinu lýstir allan bælnn, Vavst lifs af hirani gengin í kalda dauð- lifið var, sem öðrum, ei altaf vor og sól, Hé innilegust blíða oglijarta þínu skjól, Því frjálsmannloga liyggjan, og skarpa skörungs lundin, ^ ið skamt þann varð að una sem rétti tómleg stundin. mæltir aldrei æðru, né hræddist harma sköp, þú horfðir beint á lífið með öll, þess stjörnuhröp. Þær hverfa gjafir iífsins, sem hjörtun veikja’ og særa, Én liinsta gjöfin tímans er livíldin langa, og væra. °S heisk var raunastundin, sem þrengdi fast að þqr, Þeirri tíð er myndin í huga dregin mór, Ér sjálf á leið til grafar þú son þinn lát- inn kystir, Og sazt með tár í augum er burt frá þér hann mistir ! Éú hvílist þú hjá honum, og sofðu sætt og rótt. hdn sakna þínir vinir — ég býð þór góða nótt, Og þakka fyrir velgjörð og vinsamlega kynning. Við vonum liér og trúum og geymum þína minning. Jan. ’95. Ku. Stkfúnsson. VEITT aÆSTU VERDLAUN A HKIMSSÝNINGUNNI Oblönduð vínberja Cream of Tartar owder. Ekkert álún, ammonia eða 0imur óholl efni. 40 ára reynzlu. FRÉTTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG, 25. JAN. Fyrir Nebraska ríkisþingi liggur til- laga um að fá erindreka páfans, Satolli erkibyskup, fluttan út yfir takmörk Bandaríkja. Ástæðan fyrir því er, að hann sé þar að reyna að koma á fót æðra valdi, en er vald þjóðstjórnarinn- ar og sé hann þess vegna hættulegur maður. lidðaneytið franxka. Þegar til kom varð Bourgois að hætta við hálf-unnið verk, og kvaddi þá forsetinn M. Bibot til að mynda ráðaneyti. Nú er fuflvíst orðið, að gufuskipið “Chicora” fórzt á Micliigan-vatninu um daginn. Týndu þar lifi 27 menn. Mr. J. B. Tyrrefl, foringi jarðfræðis- deildarinnar ístjórn Canada, liefir nú feng ið áskorun frá yfirjarðfræðingi Banda- ríkjastjórnar, að takast á hondur for- mensku ferðar norður til Ellesmere’s- lands, norðvestarlega á Grænlandi, um 2000 mílum norðar en þar sem Peary sneriaftur í sumar er leið.Ferðin verður hafin í þeim tilgangi fjwst og fremst, að leita að 2 sænskum vísindamönnum, sem týndust á þeim stöðvum, og til að mæla strendur Ellesmere’s-lands. Tyr- rell hefir gengið að þessu boði og fengið fararleyfi hjá dominion-stjórninni. LAUGARDAG, 20. JAN. Stórhríð mcð ákafri fannkomu æddi yfir Iowa og Kansas ríkin í gær og í dag. Féll alt að 15 þuml. djúpur snjór. Bylurinn náði alt suður í Missouri. Eftir harða sókn satnþykkti efri deild þjóðþingsins í gær með 31 gegn 21 atkv. frumv. um fjárveiting til Nicara- gua-skurðfélagsins. Er þar gert ráð fyrir að félagið heiti The Maritime Ca- nal Co. Höfuðstóll þess skal vera $100 milj. i 100 dollars hlutum. Það má gefa út skuldabréf upp á 570 milj. gegn 3% vöxtum, og skal Bandaríkja- stjórn ábyrgjast vaxtagreiðslu og inn- lausn Ix.-irra, gegu fyrsta voðrétti í öll- \;vji ojgn’u.r. féla 'sins. Félagið á að greiða alla vöxtu, en geti það ekki gert það, gerir stjórnin það, en heimtar þá 4% vöxtu af fél. síðar, af því fó er hún þannig greiðir. Þá er og stjórniuni heimilt, livenær sem er, að taka pant- inn og selja. Auk veðsins á Banda- rikjastjórn að fá $70 milj. virði af hlut- um félagsins, stjórnin í Nicaragua $6 milj virði og stjórnin í Costa Rica milj. virði. Hinar 22J milj. í hlutabréf- um koma í stað áður útgefinna hluta- brófa og afgangurinn geugur til skurð- gerðarinnar, auk $70 milj. virði af skuldabréfum. í stjórn félagsins eiga að vera 15 menn og af þeim ákveuðr Bandaríkjastjórn 10. Frumvarp til laga, er voita járn- brauta umboðsmönnum ríkisins vald til að akveða flntningsgjald með járn- brautum, var lagt fyrir Norður-Dakota ríkisþingið í gær í báðum deildum í senn. Frumv. er sniðið eftir samskon- ar lögum í lowa. — Samdægurs var samþykkt frumv., er fyrirbýður cigar- ettu-sölu nokkursstaðar í rikinu. Jarðskjálftar hafa gengið á hverj- um degi nú nærri vikulangt í Persa- ríki og ollið stórkostlegu lífs og eigna- tjóni. Hvað margt manna hefir farist er ómögulegt að fá vissu fj’rir, en mælt að undir rústum eins einasta musteris só lík 800 manns. i MÁNUDAG 28. JAN. Nicholas Carlovitch De Giers ráð- gjafi utanríkismálanna í stjórn Rússa- veldis, lózt í Pótursborg í gær, eða aðfaranótt sunnudagsins, 65 ára gamall. Hann var af sxnskum ættum. Ef blöðunum á Englandi er trú- andi, einkum þeim, er fylgja stjórn- inni að vígurn, vofir yfir að Tyrkir verði reknir úr Evrópu. Veiðibrellan er sagt að liggi í Macedóníu, að þar verði hafin uppreist, er gangi út á að fá skift landi Tyrkja milli Grikkja, Búlgaríu og Serbíumanna. Þegar sú deila er á stað komin verður kallað á stórveldin að skakka leikinn og þá rennur upp dómsdagur TjTkja. Um alt þetta er sagt að soldán viti, en að hann álíti allar slíkar hótanir mein- ingarlausa endurtekning gamalla hót- ana í sambandi við samskonar eigna- skifting. Vinnustríðið í Brooklj-n er nú um það á enda kljáð og veldur þol-leysi verkamanna því. Þeir eru nú flestir viljugir að taka til vinnu aftur upp á einhverja skilmála. Fólögin liafa nú fengið § allra þeirra þjóna er þau þurfa og sleppa þeim að likum ekki, þó fjrrverandí vinnumenn þeirra biðji nú um vægð og vinnu. — Forstöðu- menn uppihaldsins eru ávítaðir fyrir að hafa gert þessa “skrúfu” á þessum tíma ársins. M. Ribot hefir nú lokið við að mynda ráðaneyli á Frakklandi og hefir tekið við stjórntaumunum. Stríð milli Mexico og Guatemala vofir j’fir og skellur á þegar minnst varir, eftir öllum fregnum að sunnan að dæma. Bandaríkjastjórn hefir að sögn boðið að dæma í málinu, en ekki víst enn hvort það boð verður þegið. Ofsaveður með fanngangi miklum æddi yfir meginhluta austur-Canada á sunnudaginu. Enn þá eru efri deildarþingmenn á þjóðþingi Bandaríkja að þjarka um inntöku Havai-ej janna í ríkjasamband- ið. Mæla Ný-Englandsríkjamenn fast- ast með því, að sögn áf því, að þeir liafa margir kej’pt skuldabréf ej’ja- stjórnarinnar fprir 25 cents dollarinn. Samdægurs og ej’jarnar væru teknar í ríkjasambandið mundu skuldabrófin Stíga úr 25 í 100 cents hver dollar. Þetta segja vestur-ríkjamenn sé á- stæðan. ÞRIÐJUDAG 29. JAN. Þing Frakka kom saman i gær, undir eins og ráðanej’tið var fengið, og hlýddi á fyrsta ávarp hins ný- kjörna forseta iýðveldisins, er lesið var í báðtim deildum. Gerðu þing- menn góðan róm að ávarpinu, en undireins og það hafði verið lesið vildu andstæðingar stjórnarinnar fá að heyra hver væri stefna stjórnarinnar. Ribot fór undan þvi, hvað það eitt áríðandi nú í svipinn að fá fjarlögin samþykkt. Til atkv. var gengið um uppástungu andstæðinganna og hún feld með 329 gegn 79 atkv. Fregnbréf frá Japan, dags. 13. Jan. segir, að sáttaboð Kinverja muni vera: skaðabætur til Japan-stjórnar (í gulli) $35 til 50 milj., og t.il ættingja þeirra er misstu mann í stríðinu, um $10 mi^. í gulli, og—sjálfstæði Koreu. Fregnrit- inn segir að þotta muni þj’kja ótrúlega heimskulegt boð, en þó muni þessi á- ætlun ekki fjarri réttu, að því er ráð- gert var þegar sendiherrar Kínverja lögðu af stað í þessa Japan-för. Cleveland forseti ávarpaði háðar deildir þjóðþingsins í gær með löngu og merku hréfl áhrærandi f járliag þjóðar’ innar og fínans-lög. Eru þingmenn þar beðnir að hraða sér að samþykkja einhver þau fínans-lög, er afstýrt geti yfirvofandi voða. Bréfið var lesið í báöum þingdeildum undireins og þing kom saman. I bréfinu sýnir hann ræki lega, að duglega þurfi að taka í streng- inn til að stöðva íramhaldandi gullþurð í fjárhirzlunni. Hvað mikil liúu er, segir hann ljóslega. Á 10 mánuðum, frá því fj'rstu 50 milj. voru fengnar til láns, til þess er hin önnur $50 milj. skuldabréf voru gefin út, þverraði gull- ið í sjóði stjórnarinnar svo nam $103 milj., en á 2 mdnnðumm, sem liðnir eru síðan seinna lánið var tekið, nemur gullþurðin $69 milj. Undireins og bréf- ið hafði verið lesið, bar Wm. M. Sprin- ger, frá Illinois, fram nýtt frumvarp til laga um peninga og skuldabréfa út- gáfu. Er fjármálastjóranum þar falið á hendur að gefa út ríkisskuldabréf inn- leysanleg í gulli eftir 50 ár, með 3% vöxtum í mesta lagi. Þessi skuldabréf verða ekki seld fyrir annað en gullpen- inga. Þjóðþing Bandaríkja hefir neitað að lej’fa Bretum lendingu fj’rir Canada- Ástralíu hafþráðinn við Havai-ej-jar.— Formaður þess félags, Sandford Flem- ing f Ottawa, segi að neitunin sé eyja- veldinu skaðlegri en félaginu—þráður- inn verði lagður samt. MIÐVIKUDAG, 30. JAN. f neðri deild þjóðþings Bandaríkja var í gær samþykkt, með 239 gcgn 31 atkv., að afnema sykurtollinn, einn tí- unda úr 1%, þegar sykrið er keypt í landi þar sem stjórnin borgar verðlaun fyrir útflutt sykur. Þannig hafa Þýzka- lands, Austurríkis og Frakklandsstjórn- irhaft.fram sitt mál, því þær allar borga verðlaun fyrir sykurræktun fram j’fir heimilisþarfir. Yfirvofandi toll- stríð þessara þióða eyðist því að likum. Efri deild þjóðþings hefir samþykkt að veitaSjmilj. til hafþráðarlagningar frá San Francisco til Ilavai-ej’janna. Stjórn Brota hefir ákveðið að láta smíða 10 herskip og 20 torpedo-báta á þessu ári. í stjórnarsetrinu á oynni Tasmaniu situr nú þing til að ræða um (í annað skifti) sameining allra Ástraliu-stjórn- anna undir sameiginlega aðal-stjórn. Þýzkalands keisari hefir sæmt keis- arann í Japan heiðursmerkinu : kraga svörtu arnarinnar, og ráðherra Japan- íta í Þýzkalandi rauð-arnar merkinu. FIMTUDAG, 31. JAN. Gufuskipið “Elbe”, eign þýzku lín- unnar “North German Lloyds”, fórzt á norðursjónum í gær, rakzt á annað skip. Fórust þar 878 manns, af 400, sem voru á skipinu. Fregn frá Kína segir, að 26. f. m. hafi sjóorusta verið háð á firðinum fram af Wei-Hai-Wei kastalanum og að Kínverjar hafi mátt betur. Dánarfregn. Hinn 13. Des. síðastl. ancfaðist að heimili dóttur sinnar nálægt Thingvalla P. O. (Þingvalla nýlendu) ekkjan Krist- björg Bergþórsdóttir, á 65. aldursári. Hafði hún legið að eins þrjár vikur í lungnatæringu (Consumption) og að því er virtist ekki mjög þjáð. Hún var ekkja eftir hinn góðfræga lækni Jón Ólafsson frá Hornstöðum í Dalasýslu á íslandi, er dó liér vestra íyrir 4 árum síðan. Var hún mjög mörgum kunn fyrir það, hve samhend hún var manni sínum við góðgjörðir og veglyndi við alla, sem þau lijón máttu til ná, og eigi sjaldan um efni fram, jafnframt því, er hún að öðru leyti var hin mesta rausn- ar kona i hvívetna. Það má því eftir ástæðum búast við, að all-margir, auk 13 eftirlifandi barna hennar og annara skjddmeuna hér vestra og heima á Fróui, sakni hennar sárt og minnist alls þess góða, er þeir áttu henni og þeim lijónum svo oft að þakka—sumir liverjir fyrir misgreidd laun—. Jarðar- för hinnar látnu fór fram, að viðstöddu allmiklu fjölmenni, 20. s. m. og var lmn lögð við hlið manns síns sál. og sonar- dætra. J. E. Æfiminning. Halldór sál. Jónsson var fæddur á Læk í Aðalvikursókn í ísaf jarðarsýslu árið 1812. Þar í sókninni ólzt hann upp til þess er hann flutti að Hnífsdal í sömu sýslu árið 1855. Þar var hann til *þess um vorið 1878, að hann fór að ívarthamri við Álftafjörð. Árið 1885 tíuttist b -nn á Isafjörð; þardvaldi hann til þess er hann fluttist alfarin frá ís- landi til Canada árið 1891. Öll þau ár sem hann var við Isafjarðardjúp var hann vinnumaður. en lengst af tíman- um í Hrauni í Hnífsdal. Árið 18S0 giftist hann ungfrú Elinu Helgadóttir, sem harmav fráfall ástríks ektamaka.— Þeirra hjónaband blessaði guð með 2 börnum, sem bæði dóu á undan föður sínum. — Halldór sál. var mosta val- menni og skifti aldrei skapi þó á móti blési. Hann var á yngri árum duglegur og ástunduriarsamur verkmaður og eitt hið dj’ggasta hjú og ávann sér hj’lli hús- bænda sinna og annara, sem liann þokktu. Hann var stakur ráðvendnis og siðsemdarmaður og ástríkur okta- maki, trj-ggfastur, guðhræddur og kærleiksfullur; í einu orði : drengur bezti. J. D. / Islands-fréttir. Eftir Þjóbviljanum unga. ísafirði, 27. Okt. 1894. ifannalát. 6. Sept. þ. á. andaðist að Sauðagerði á Seltjarnarnesi prestsekkj- an Helga Pálsdóttir, 76 ára að aldri; maður hennar var séra Björn Jónsson, prostur að Reynivöllum í Kjós (dáinn 1867). í síðastl. Sept. andaðist að Höfða- strönd í Grunnavíkurhreppi Jón Þor- kelsson, fyrrum vestan-póstur, sonur séra Þorkels heitins Ej-jólfssonar á Staðastað, en bróðir Jóns dr. Þorkels- sonar í Khöfn og þeirra sj’stkina ; ekkja hans er Kristín Kristjánsdóttír yfirsetu koua, er lifir hann ásamt 4 börnum. Tiðarfar. Um undanfarinn hálfs- mánaðartfms', eða síðan rigningunum hætti, hefir haldizt fremur hagstæð tíð, oftast þurrviðri og hreinviðri; 22. þ. m. gerði þó dálitla norðan-hrjmu, og snjó- íiði nokkuð í bjrgð. Ajlabrögð hafa nm hríð verið dágóð liér við Djúpið, og aflinn bæði öllu vænni og fsu-minni, en framan af í haust; skortir og almenning eigi beitu, þar sem ærið rak og aflaðist af smokk- fiskinum í liaust. Barnankólinn hér í kaupstaðnum, sem kostar bæinn árlega á annað þús- und kr., var settur í öndverðum þ. m. meö 4 börnum. Um 60 tunnvr af síld fengust í vörpu hér á Pollinum 21. og 22. þ. m., og hefir hún verið seld til beitu á 16 kr. tunnan; nokkrar tunnur liöfðu og aflazt inn i Djúpinu (i Sej’ðisfirði) ný skeð. Sjúkrahús er nú ný komiö á laggirn- ar hér í kaupstaðnum; hefir hin svo nefnda Fiscnershúsi (gjöf Salvesen & Co. í Leith) verið breytt svo, að þar er rúm fyrir nokkra sjúklinga. 3. Nóv. Tíðarfar breyttist hér 30. f. m., gerði norðangarð, með nokkurri fann- komu og allt að 7 gr. frosti R., og hetír lík veðrátta haldizt hér síðan. Oufuskipið “Á. Ásgeirsson”, eign Á. Ásgeirssonar verzlunar, lagði af stað héðan til Kaupmannahafnar 28. f. m. með alfermi, að heita mátti, af ýms is konar íslenzkum varningi, er það hafði tekið hór á Isafirði, og sumpart á ýmsum höfnum norðan og austan lands. Seint í f. m. andaðist að Hvítanesi f Ögurhreppi konan Kristín Ólafsdóttir, gipt Einari hreppstjóra Hálfdánarsyni, sem þar býr; hún var systir Bergs heitins landshöfðingja Thorberg. val- kvendi og vel að sér gjör. Svar til M. Einarssonar. (Niðurl. frá 3. bls.) Ætlar nú Magnús virkilega að fá nokkurn mann til að trúa því, að ég með þetta fyrir augunum og mitt í þess ari rannsókn hafi nokkurntíma verið svo skyni skroppinn að segja af eða á um það, hvar ég mundi staðar noma F.g hélt einlægt hverri spurningu út af fyrir sig, Það er hvergi hægt að finna staf eftir mig, þar sem ég sýni að ég trúi á endurlausnina. eða guðdóm Krists, eða yfirnáttúrlegum getnaði, hvorki í ræðu né ritum eða deilugrein- um. Eg lét þaðhlutlaust, þangað til að ég hafði fengið fulla, óbifandi á rök- um bygða sannfæringu um, hvað satt væri, sannfæringu bj’gða á rökum þeim sem engir kyrkjumenn gætn hrakið, hvernig sem þeir hömuðust. Eg skora á menn, að sanna það mótsetta, en ég bið alla að gæta þess, að ég tek ekki gildar postulalegar sannanir, ekki sannanir, er einhvern minnir að ég hafi sagt eitt eða annað fyrir svo og svo mörgum árum. Það verður að sýna mér það svart á hvítu. Ég hefi rej-nd- ar ekki farið jfir það alt, sem hefir kom ið út á prenti eftir mig síðan þetta byrjaði, en óg er eins og nafni minn, að að óg trúi ekki fyrr en ég tek á. Eg trúi ekki að ég hafi verið svo mikið barn, eða annað verra. Augnamið mitt var, að koma mönn um til að hugsa sjálfa, en hjálpa til það. sem i mínu valdt stæði. Þegar harnið er .’yrst að læra að stafa, getur nokkr- um þá komið til hugar, að opin liggi fyrir augum þess öll vísindi heimsins, sem það þarf tugi ára til að vinna? Ég var að leiða landa mína á veginn til þe-'s að rannsaka og prófa sjálfa, og ég hratt úr vegi steinunum, sem í götunní lágu, eftir því som að bar. Þegar M. E. fltur nú á, að þetta, er löng leið, þá má hann íekki furða á því, þótt allir verði eklci jafnbúnir.— Margir þurfa eins og hann að stjaldra við, einn á þessum staðnum og annar á hinum. Mig furðar ekki á því heldur, en gloðst yfir því að fjöldiun allur er á loiðinni. Þar sem nafni minn er að íinna að þvi við mig, livað ég segi um sunnudagaskólakennslu í Dagsbr., þá furðar mig s ro á því, að ég held að það sé miskilningur og séum við þar einmitt á s«ma máli. Eg tók sýnis- horn af kennslu innlendra á sumum dagskólum. Eg var ekki að halda því 'fram, að kenna þetta á sunnudaga- skólum, langt frá. Ég veit, að M. E. vill ekki láta kenna þar neitt í guðs- nafni, sem er ósatt, ég veit, að hann vill ekki láta taka hórsöguna um Lot og fara að verja hana þar. Ég veit að hann vill ckki láta taka söguna um borðhald guðs, og kenna börnum hana sem heilagan sannleika. Ég veit að hann vill ekki að skj-nsemi barn- anna sé nauðgað með þvi, að kenna þoim að höggormurinn hafi gengið öðruvísi en á kviðnum í aldingarðin- um Eden, eða mennirnir liafi þá verið fullkomnir í allri þekkingu, að dauð- inn liafa þá ekki verið til. Nafni minn verður að gæta þess að það var ekki ég sem sagði að “Drottinn Jcsús hcfði trúc.ð því, að oldv.r og brennisteinn hefði komið af himni ofan og eyðilagt Sódóma og alla henn- ar íbúa, eður að kona Lots hefði orðið að saltstólpa. Ég var að finna að þvf að þetta skyldi vera borið fram fjtít trúgjörn börn og þau látin trúa því, að þetta væru guðdómleg sannindi, finua að því að klerkar og kennilýður skjldi taka þessar sögui' og reyna að fara að verja þær, f stað þess að gefa þær hiklaust upp á bátinn. Aldrei hefi ég nokturn tima heyrt nokkuð þvf flkt til Magnúsar, að hann vildi láta kenna ósannindi eður ósóma, sem guðdómlegan sannleika þessvegna hygg ég að eitt annað atriði lijá hon- um só misskilningur, þar sem liann finnur að því við mig að ég vilji láta vísindin vera ljós á vorum vegum. Það er nú hið fyrtta að hér er ekkert spursmál um það livort ég vilji eða vilji ekki því að vísindin eru ljós í vorum vegum þau lýsa i hý- býlum M. E. sem annara. Vér göng- um á þeim, koj’rum á þeim, siglum á þeim þreifum á þeim, lifum á þeim, alt vort daglega líf er á þeim bygt. En vill nú M. E. aðgreina þann- ig vísindi og trú og láta kenna það sem guðdómlegan sannleika, sem vís- indin segja og sanna að er ósatt ? Vill hann láta kenna það sem guð- dómlegan sannleika, eins og kjrkjan hefir gert, að jörðin sé flöt, þótt vis- indin segi það ósatt og segi hún sé hnöttótt? Vill hann láta kenna það sem guðdómlegan sannleika, að bikar- inn, hinn sami, rfsi upp aftur, þó að efnafræðin segi og sýni, að hann leys- ist upp, í frumefni sin og hverfi út í náttúruna? Vill hann láta kenna það, að guð sé að smá lappa upp á verk sín og gerðir með kraftaverkum, þó að vísindin segi og sanni, svo að engum efa er bundið, að heimurinn all- ur gengur eftir vissum lögum, sem aldrei breytazt, er ekkert spurnsmál um það, hvort eitt sé satteða ekki, þeg- ar um trúmál er að ræða. Ef að ég eða aðrir tökum oss til og ljúgum ein- hverju að nafna mínum í trúarinnar nafni. er hann þá skyldur að trúa þvi, ef að víð færum engar sönnur á mál okkar. Er það jafnmikil skj’lda fyrir oss að trúa því, að Kristur hafi verið guð, ef að vér eruip sannfærðir og full- vissir um að það er ósatt. Ég stend fast á því, að einmitt M. E. getur ekki trúað því, sem hann er sannfærður um að er ósatt, hann kann að geta hálftrú- að þvf. semhann er í vafa um, en aldrei verður það nein veruieg trú. Ég veit það, að margur maðurinn berst svo við trúna, að hann lokar augunum svo, að hann sjái ekki hvað veikt er sumt af því, sem hann trúir á. En ég álít þetta í hæsta máta siðferðisspillandi. Ef að maður getur ekki haft aðra trú en þá, sem er svo ósönn, að hún stríðir á móti þvi sem menn vita að er satt, þá er betra að vera án hennar. Það er betra að trúa litlu og trúa því vel, en að trúa miklu og trúa þvi illa. Eg get fullvissað nafna minn um, að heldur en að kenna það sem guðdóm- legan sannleika, sem ég er viss um, að er ósatt, þá gef ég heldur allan prests- upp. Ég hygg að guði sé það ekkert kærara, að vér séum að kenna um hann ósannindi og ég get ómögulega annað séð, en að það sé sjálfum oss til svíviróu og bölvunar í bráð og lengd. Ég kveð svo nafna minn með vinar- óskum og þakka honum fj’rir gamalt og gott. Ég hefi einlægt borið virðingu fjTÍr honum sem hugsandi manni og vona það haldist framvegis. Ef að hann er svo óánægður með Dagsbrún, að það ergir hann að lesa hana, þá vil ég umfram alt að hann hætti að kauj a hana En óg hlýt að bæta fáum orðum við til þeirra manna frá Seattle, sem skor- uðu á mig að svara M. E. Þeir kvarta j-fir því að Dagsbrún komi illa út og segjast munu hættaað kaupa hana, ef hún kemur ekki betur út. Ég er nú á- nægður yfir þvi, að því lej’ti að það ber vott um að þeir vilja lesa hana. En hvað iitkomuna snertir, þá held ég að ekki þurfi að hafa f miklum hótunum við Dagsbrún. Að flkindum hættir hún bráðlega. Menn ætla kannske að það só fjár- plógur fyrir okkur mig og Gísla Thomp- son að gefa út Dagsbrún, en það er öðru nær. Eg bjóst aldrei við að hafa mikið f.vrir fyrirhöfn mína á Dagsbrún og margan dollarinn hefi óg lagt út fj’rir liana. Gísli Thompson prentar lianai kaupir pappír og sendir hana út fyrir $200 um árið, og mun það nálægt helm- ingi minna en jafnstórt blað, Sameining- in, kostar. Þetta er náttúrlega svo lít- il börgun, að það borgar ekki kostnað nema mjög laklega, og enginn maður gæti gert það fyrir jafnlítið til þess að lifa á því. En nú kemur það til, að Dagsbrún borgast svo illa, að hún eftir 2 ár á útistandandi hátt á fjórða hundr- að dollara. Ef þessu heldur áfram, ger- ir hún okkur öreiga. Við gjörðum það í góðu skyni að halda henni út. Við treystum því, að landar vorir hér vestra eru svo andlega þroskaðir, að þeir vildu og þjTftu að fá annað eins blað og Dagsbún, og það fellur oss sárt, ef að vér höfum liaft of hátt álit á þeim í þessu tilliti. Það eitt höfum vér þó heyrt, að öllum þorra manna hefir líkað hún vel. En er þaðjsanngirni af mönn- um að krefjast þess, að vér höldum henni út annaðhvort með því að lifa á láni og svikum eða basli ogvandræðum. Þið ávítið okkur fyrirjaðthún komi ekki út. en gætið ekki að þvi, að það vantar peninga til að kaupa íjtít papjiir og svertu. Það er nóg efni til í marga árganga af Dagsbrún, sem’ykkur mj-ndi fýsa að vita, og mór þj’kir mjög leiðinlegt að þurfa að hætta henni, en heldur en að henni gangi svona, eins og enn hefir gengið, þá hætti ég og það áður en langt líður. Þó ætla óg enn að reyna að skopi á menn að^borga það, sem þeir skulda henni, eða útvega nýja kaupend- ur, sem borgi hiðallra fj-rsta, og borgi þeir það helzt tilG.’M. Thompsons eða þá til mín, ef þeir vilja það heldur. Bú- staður minn er 572 Alex. Ave., Winni- peg, en Gísla Thompsons á Gimli.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.