Heimskringla - 01.03.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.03.1895, Blaðsíða 1
IX. ÁR. WINNIPEG, MAN., 1. MARZ 1895. NR. 9. Fylkisþingið. Fimtudaq 21. Febr. Þingið kom saman kl. 3. e, h. og voru fyrst fram bornar nokkrar bæn- arskrár, þar á meðal 2, sin frá bvorri sveitarstjórn, er biðja um breytingu á sveitarlögunum að því er snertir skyldu-vinnu að vegagerð. Þá var lögð fyrir þingið reglugerð menta- málastjórnarinnar, er samþykt hafði verið á árinu 1891. — Var þá á ný tekið að ræða um ávarpið og var þakklætis-vottorðið samþykt stuttu áður en fundi var frestað. — Að um- ræðunum loknu bað þingm, T. Duncan (frá Morden) að fyrir þingið yrðu lögð öll bréfaskifti stjórnarinnar áhrærandi Sifton-sveitarmálið, ásamt skýrslu Smarts yfirskoðara. Þingm. Fisher æskti eftir meira í þessu sambandi, vildi að þinginu yrði kunngert alt sem stjórn inni eða einhverjum meðlimum hennar væri kunnugt í því máli. Lofaði Sif- ton dómsmálastjóri að svo skyldi vera. —Þá lagði jdómsmálastjórinn fyrir þingið skýrslu þá, er um hafði verið beðið, um tölu kaþólskra skólahéraða, er hlýðnast ^hefðu lögunum frá 1890. Sýndi skýrslan að tala þeirra er 30 alls. Höfðu 5 gengið að boði stjórnarinnar 1891, 3 1892, 4 1894 og 18 á síðastl, ári. —Þá var þingm. R. H. Myers (Minne- dosa) veitt leyfi til að bera fram og fá lesin í fyrsta skifti tvö lagafrumvörp, annað Um breyting á eldsvarnar-lög- unum 0g liitt um breyting á County Court lögunum. Fundi frestað kl. 6 til mánudags 25. Febr. MáNUDAG 25. Febh. Þingið kom sarnan kl. 7. e. h. og voru þá áheyranda pallarnir þéttsett- ir, því kunnugt var, að fram mundi borin ársskýrsla féhirðisins, enda var áætlunin um tekjur og gjöld á ný- byrjuðu ári undireins framlögð auk ýmsra annara skýrslna. Aætlunin sýn- ir tekjur alls $718,089,75 (104,995,50 tteira en á síðastl. ári) og af þeirri upphæð vonast fylkið eftir $505,000 hr sambandsstjórnarsjóði. Gjöldin eru áætluð $716,274,63. Er þannig búizt tekjuafgangi er nemur $1,815.12. við * útgjaldadálkinum eru $39,400 ætl- aðir til styrktar sveitarstjornum og til opinberra starfa í fýlkinu, vega- gerðar o. s. frv. Til menntastofnana eru alls veittir $123,600, þar af til “Dominion” skólakonnara félagsins $100, til Manitoba liáskólans $3,500, til allra annara skóla $120.000. Til innflutnings-starfa er okki í þetta skifti varið nema $6,000 9,000 minna en í fyrra. Undireins og féhirðirinn hafði flutt skýrslu sýna og ræðu í því sam- bandi var umræðum um það mél frest- að til þriðjudags, svo að önnur mál kæmust að. — A þessum fundi var enn spurthvert búiðværi að kveðja til þing- kosninga í LansdoMne og svaraði forseti sem fyrri—nei.Minnti þá þingm. Fisher þingið á, að lögin hiðu þingforseta tafarlaust (forthwith) að kveðja til kosninga, en nú væru liðnir 11 dagar síðan kjördæmið varð þingmannslaust. Forseti kvað dráttinn á engan hátt sér að kenna. — Þá var í annað skifti lesið frumvarp dómsmálastjórans um breytingar á meðferð mála fyrir yfir- rétti og eftir litlar umræður var 11 manna nefnd skipuð til að yfirvega það. Á meðal annara skýrslna, er lagð- ar voru fyrir þingið, var ein frá heilsu- umsjónarnefnd fylkisins. Er þess þar getið að á árinu hafi einungis eitt bóluveikis tilfelli átt sér stað, en að 6,967 manns hafi verið bólusettir. Sjúkdómstilfelli sóttnæmra sjúkdóma voru alls 1,255 í fylkinu á árinu og skiftast í flokka þannig: Taugaveiki......................... 568 Skarlat-sótt....................... 224 Barnaveiki (Diptheria).............. 82 Mislingar........................... 28 Tuberculosis........................ 85 Hettusótt........................... 21 Kíghósti........................... 122 Pétursbóla(?) (Chickenpox)......... 115 1.22'5 Þridjudag 26. Febr. Þingið koin saman kl. 3, e. h. og gekk meginhluti dagsins til að ræða um fjárveitingalögin — áætlunina, er fram var lögð í gærkveldi. í ræðu sinni sagði þingm. Fisher að þrátt fyrir að stjórnin hefði gert miklar breytingar til batnaðar í fjárhagslegu tilliti, væri þó horfurnar í hæzta máta alvarlegar. Síðan 1888 hefði stjórnin tekið til láns $2J milj. og þegar búið væri að draga frá þeirri upphæð öll aukagjöld stjórnarinnar á þessu tíma- bih kæmi í ljós að stjórnin hefði mátt til með að brúka um $250,000 af þessu láns fé til að mæta sínum almennu gjöldum. Umræðum var lokið áður en fundi var frestað og nefnd skip- uð til að yfirfara skýrsluna. — Þingm. Fisher bað um öll bréfaskifti fylkis og dominion-stjórna áhrærandi tillags- auka, síðan 1885. Sami þingm. til- kynnti nokkru síðar, að á fimtudag- inn ætlaði hann að bera fram uppá- stungu þess efnis, að fylkisstjóra em- bættið só óþörf tilvera, að annar mað- ur í annari stöðu gæti leyst af hendi fylkisstjóra störfin án þess í nokkru að rýra hina sönnu tign stöðunnar; að landstjóranum í Canada sé ritað um þetta mál og að stjórnarformönn- um fylkjanna í Canada só send afskrift af því bréfi, í því skyni að leita álits þeirra á málinu. — Þingm. Prendergast bar fram frumvarp til laga áhrærandi breytingar á meðferð vissra mála fyrir dómstólum, og var það lesið í fyrsta skifti. Meðþessumlögum ætlar hann að fyrirbyggja að dómsúrskurður gefi ein- um hærri rétt en öðrum, (til að ná í eignir gjaldþrota manna til dæmis.) — Beðið var um skýrslu er sýndu hvaða sveitir hefðu fengið styrk úr fylkissjóði til verðlauna fyrir úlfadráp og hve mikla upphæð liver hefði fengið. Mibvikudag, 27. FEáR. Þingið kom saman kl. 3 e. h. og var fyrst á dagskrá uppástunga þingm. Fishers um tilhliðrunarsemi við kaþól- íka í skólamálinu, samkvæmt úrskurði leyndarráðsins brezka. Um þetta var rifist til kl. 6 og frá kl. 7 aftur til kl. rúmlega 12 aðfaranótt fimtudagsins. Var þáfeld uppástunga Fishers með 22 gegn 10 atkv. og breytingaruppá- stunga Siftons viðtekin með sama atkv. fjölda. Var hún í þá átt, að fylkið skuli með lagalegu móti neyta allra krafta sinna til að andæfa tilraunum, ef gerðar verði, í þá átt að rýra gildi núgildandi skólalaga í Manitoba. Að þessu loknu var þingi tafarlaust frestað, endaklukkan þá langt gengin eitt. dagbók. FÖSTUDAG 22. FEBR. Hinn nafntogaði mælskumaður og stjórnfræðingur, svertinginn Frederick Douglass, er nýl4(jnI1 að heimili sínu í Washington 78 ára gamall — fæddur í Febrúar 1817 í Maryland-ríkinu. Faðir hans var hvitur maður, en móð- ir hans óblandinn svortingi og var hann að sjálfsögðu fæddur ánauðugur þræll, eign húsbóndans en for- eldranna, og ólst þannig upp f þræl- dómi til þess er hann strauk úr ánauð árið 1838, 21 árs gamall, komst til Massachusotts og settist þar að. Tók þá William Lloyd Garrison hann und- ir verndarvæng sinn og hjálpaði hon- um til að afla sér mentunar. Arið 1841 flutti hann svo merka ræðu almennum fundi undir forstöðu félags í Massachusetts, er vann að afnánii þrælahaldsins, að honum var boðin stjórn þess félags. Þá var hann kom- MIÐVIKUDAG, 27. FEBR. I gær var samþykt frumvarp til laga á þjóðþingi Bandaríkja, er skipar þriggja manna nefnd, sem æðsta dóm- stól, til að útkljá öll þrætumál milli vinnuveitenda og vinnuþiggjenda, þau er hlutaðeigendur geta ekki einir út af fyrir sig útkljáð. í þessum lögum er ákveðið að formaður stjórnardeildarinn- AMidnightWalk; with a colicy baby or a colicy stomach 4 isn’t plcasant. Either can be avoided by keeping a bottle of Perry Davis’ Pain Ku.r.RR on the medicine shelf. It is invaluable in sudden attacks of Cramps, Cholera Morbus, Dyscntcry and Diarrhœa. Just as valuable for all external pains. - ^ I Uosg—Onc tt^pponful ln a halfKÍasHofwator or mllk (wnrrn Ifconvenfpnt). á rekspölinn og hélt hann áfram upp á við eftir það alt til dauða- dags. Síðasta opinbera staða hans var ráðherrastaða Bandaríkja í Hayti-lýð- veldinu litla og það starf leysti hann svo vel af hendi, að Hayti-stjórn, gerði hann sinn aðal-umboðsmann á Chicaeo-sýningunni. Síðan henni lauk hefir hann ekkert gert, en haldið kyrru fyrir Washington. Hann var tvíkvænt ur og var seinni kona hans,er lifir hann, af Evrópu ættbálki. Ontario-fylkisþingið kom saman í gær. Flokkskiftingin á þingi er þann- ig: stjórn.arsinnar 52, conservatívar 26, Patrons 14, — og eftir að kjósa í 2 kjördæmum. Vinnustöðvun all mikilfengleg er hafln í INT ew York. Rafmagnsvéla- smiðir allir hættu vinnu og heimtuðu liærra kaup og þeim til hjálpar hættu þá einnig allir eða flestir, sem að húsabyggingum vinna, en það eru um 10,000 manns alls. LAUGARDAG 23. FEBR. Theodor Davie fyrrverandi stjórn- arformaður í British Columbia hefir verið skipaður háyfirdómari við fylk- isyfirréttiun. Suður-Dakota þingið neitaði í gær með 40 gegn 34 atkv. að veita kvenn- fólki kosningarétt og kjörgengi. Sagt er að svertingjar hafi ráðist á herflokk franskan í Afríku og drepið 300 manns. í gær voru reyndar til þrauta, f grend við Wasbington, herskipabrynj- urnar, sem Carnegie fél. smíðar. Skild- irnir reyndir, voru 17 þuml. þykkir og festir á tré, er svöruðu til innviða skipsins. Svo voru fallbyssttr hlaðnar og skotunum hleypt á skjöldinn, og þó ferð kúlunnar væri 1850 fet á hverri sekúndu, sá ekkert á stálinu. Var þá aukin lileðslan sem mest mátti, 500 punda kúla og 241 pund af púðri. Var þá ferðhraði kúlunnar 1940 fet á se- kúndu, og boraðihún litla holu í slcjöld- inn, en skemdi hann ekki að öðru leyti. Var þá tekin enn stærri fallbyssa og hlaðin sem mest mátti, svo ferðhraði kúlunnar nam 1850 fetum á sekúndu. Boraði sú kúla gat í gegnum skjöldinn, en ekki orkaði hún að sprangja hann, eða saka á annan hátt, Enginn sams- konar skjöldur hefir áður þolað slíka raun. MÁNUDAG, 25. FEBR. Stjórn Breta hefir ákveðið að koma upp kúlna og skothylkja verkstæði í Quebec city. Stjórnin á Frakklandi hofir fengið áskorun frá kaupmannafélagi f Bour deaux um að lej’fa aðflutning cana- diskrar steinolíu og leggja eK.ki á hana nema lægsta toll, Þing Japaníta hefir mótmælalaust samþykt að taka nýtt herkosttiaðarlán, 100 milj. ye/is = (dollars). Auk þessa neflr það veitt stjórn Japaníta leyfi til að útvega Koreu-stjórn $15 milj. lán. Að þessu'láni meðtöldu er herkostnað- ur Japaníta orðinn $250 milj. “yens' Sambandsstjórnin í Canada hefir auglýst, að með vissum skilyrðum fái Indíánarnír í Manitoba atkvæðisrétt eftir 3 ár. Fregnir frá Havai segja að alls hafi 381 manns verið liandteknir og kærðir fyrir landráð í sambandi við upp reistina litlu í Jan. Meðal þeirra er fyrrverandi drottning og er hún nú dæind í 5 ára fangelsi, en þó gefin kostur að yfirgefa eyjarnar fyrir fullt °S Rlt, ef hún vill það heldur. ÞRIDJUDAG, 27. FEBR. * Miðsvetrarhátíðin venjuloga í New Orleans var hafín í gær með óvenjulegri viðhöfn og miklmn mannsöfnuði. General Herbert, yfirherforingi í Canada, sem fyrir skömmu var sagt að hefði sagt af sér. fór af stað til Eng- lands í gær. Ofan á er látið Jlieita að hann hafi fengið burtveru leyfi, en sagt að hann muni ekki koma aftur. Á laugardaginn var ákvað stjórnar- ráð Frakklands að banna allan innflutn ing nautpenings frá Bandaríkjum. Skeyti frá Kristianiu í Norogi seg- ir, að Óskar Svfa konungur liafi í hug að binda enda á deilur N orðmanna og Svía með því, að gera son sinn, þann er um árið afsalaði sér erfðarétti til kon- ungsvalds í Svíaríki, að konungi yfir Noregi. Nú er sagt að Tolstoi greífi sé höf- undur ávarpsins skoriuorða, sem út kom á Rússlandi um daginn eftir að keisarinn auglýsti, að engin vón væri til stjórnarbótar. ar, sem fjallar um atvinnumál, skuli tvisvar á mánuði gefa út skýrslur yfir störf þessarar nefndar. Fyrir áskorun Daltons McCarty, er tók að sér að flytja mál Manitoba- stjórnarinnar á fundinum i Ottawa í gær,var umræðum um skólamálið góða frestað þangað til á mánudaginn kemur (4. Marz). Á þingi Breta var í gær samþykt að stjórn Breta skyldi taka þátt í al- þjóðafundi. ef til kæmi, til að'ræða um og ef kostur er að búa til eða ákveða eitthvert jafnvægi gull og silfur pen- inga, sem lögeyris. Hveitimylna og kornhlaða 'Hudson Bay fél. í Prince Albert brann til rústa á mánudagskvöldið var. Eignatjón $25,000. — í gær brann pósthúsið og á- föst búð í Carberry, Man. Eignatjón $14,000. Læknirinn, Dr. A. Demartigny, er Quebec-stjórnin fyrir skömmu sendi til Frakklands til að rannsaka bólusetning- arefnið gegn diptheria, er heim kominn og lætur vel af því, en efni það sem til þessa hefir verið búið til í New York segir hann sé langt frá því að vera full- komið. FIMTUDAG 28. FEBR. í Halifax brann í gær innflytjenda- húsið, hryggja mikil, kornhlaða, vöru- hús og ýms önnur hús. F.ignatjón um eða yfir $1 milj. Skaðinn kemurþyngst niður á sambandsstjórnina og engar af eignum hennar voru í sérstakri eldsá- byrgð. Stjórnbyltinga tilraunir eru í bruggi á eynni Cuba og óeirðarsögur berast þaðan á hverjum degi, en engar mark- verðar. Erindrekar uppreistarmanna hafa verið að safna samskotum í New York og enda fá þar liðsmenn til að brjóta af eynni ok Spánverja. Eitt þorpið til í útjöðrnm Chicago gekk í bæjar-samband í gær, og er nú flatarmál Chicago orðið 187js ferh.míla. Foringi SHuhjálparhersins, Rev. Wm. Booth, kvaddi Ameriku í gær og fór af stað heimleiðis frá New York. Þjóðþing Bandaríkja hefir neitað að hlýða úrskurði Parísar nefndarinn- ar í fyrra, er ákvað Canadamönnum $125,000 skaðabætur frá Bandar.stjórn. íslands-fréttir. Eftir Fjadukonunni. Reykjavík, 5. Desemher 1894. FrímannB. Anderson, Ameríku-Í s lendingur, fór nú með “Laura” alfarinn til Ameríku aftur. Hann hefir, sem kunnugt er, verið aðreyna að fá Reyk- víkinga , einkum bæjarstjórnina, til að að hugsa um raflýsing (og rafhitun) bæjarins og gera eitthvað í þá átt. Áð- ur en hann fór mun hann hafa afhent einum bæjarfulltrúanum áætlanir um fyrirtækiö frá amiriskum og enskum félögum. En fyrir fyrirhöfn sína og á- liugft á þessu máli hefir hann að eins fengið óþökk og skammir hjá sumum í bæjarstjórninni. Nú eru útlendingar þegar farnir að athuga þetta mál. Þýzkt félag hefir leitaö fræðslu í Kauimiannaliöfn um vatnskraft Elliðaárfossanna og mun ætla að gera tilboð um það að lýsa Reykjavík. 27. Des. Koennnblað. Það er orðið heyrum kunuugt, að kona útgefanda þessa blaðs Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ætlar að fara að gefa úl blað fyrir kvennfólkið hér á landi. Það á að verða sem mest prakt- iskt að efni með tilsögnum í ymsu, bú- ráðum og húsráðum, og ennfreiuur sög- ur og annað til skemtunar. Af því sem sjá má af boðsbréfum þeim, sem endursend liafa verið enn, lítur út fyrir að þetta blað fái boztu uudirtektir, og má því telja víst að blaðið kemur út. enn ekki getur 1. blaðið komið út fyrr enn nokkuð löngu eftir nýár, því híða verður eftir áskrifendum. 10. Jan. Lögunum um kjörgengi kvenna, er samþykt voru á alþingi 1893, hefir nú stjórnin synjað um staðfestingu, af þeirri ástæðu, að lögin mundu vera ó- þörf, þar setn kvennfólkið sjálft hefði ekkert látið til sín heyra um það, að það æslcti þessara réttinda, enda legði lögin konum skyldur á herðar, sem ó- vist væri að þær vildu gegna, og enn- fremur væri samskonar lög okki á kom- in á Norðurlöndum, eða í þeim löndum er líkust væri íslandi að þjóðháttum. — Það var reyndar aldrei við að búast, að stjórnin mundi samþykkja þessi lög, meðau dönskum konum eru ekki veitt sömu réttindi, enda virðast þau ekki bráðnauðsj-nleg. Þau munu vera meic- laus og gagnslitil. — Öðru máli er að gegna um fjárráðs-réttindi liftra kvenna. sem aiþingi hefir verið að fjalla um og vonandi er að lög verði samþykt um á næsta þingi. Sú réttarbót mundi hafa mikla þýðingu. AJlabrögð eru nú engin hér sunnan- lands. Á Stokkseyri var nýlega róið og varð naumast fiskvart. Suður í Garð- sjó varð og naumast var; síðast er róið var þar til fiskjar. Brdðapeslin heldur áfram að drepa fé víða hér sunnanlands. — Á Fjalli á Skeiðum hefir pestin drepið um 150 fjár. Skaftafellssýslu (Mýrdal) 23. Des. 1894: “Hóðan eru litlar fréttír núna sem stendur. Tíðarfar hefir verið alloftast sífeldir umhleypingar og hafáttir með miklum úrkomum. En alt að þessum tíma mjög lítil snjóköma, þangað til núna dreif snjó21. þ. m. og gerði blota svo haglítið er og sauðfénaði ölium gef- ið. — Vart hefir orðið við plankreka hér á Mýrdalsfjörum og sömuleiðis hefir rekið sauði. Róið var hér um allan Mýrdalinn í liaust og varð enginn fisk- var, og er það óvani hér, þó lítið hafi áður verið, og valda því að likindum hin útlendu fiskiskip, som liggja hér fyrir framan alt sumarid til hausts, og slíta og rífa hverja skepnu sem fyrir þeim verður, því fiskurinn tekur frem- ur þeirra veiðarfæri heldur en síldar- lausa og kolryðgaða önglana. — Bráða- pestin hefir verið með langmosta móti í haust og allstaðar sem til fréttist. — Heilbrigði manna hefir verið fremur góð. Enginn hefir nafnkendur dáið”. liafmagnslýsing Reykjavikur. Þess var getið um daginn að þýzkt félag (Siemens’ f Berlín), sem býr til raf- magnsvélar, hefði leitað upplýsinga í Kaupmannahöfn um vatnsaflið í Ell- iðaárfossunum og að því hefði verið sendir reikningar hr. Sæmundar Eyj- ólfssonar i íslenzku blöðunum. Jafn- framt vildi félagið fá að vita, hvort mik il brögð væri að því, að árnar frysu á vetrum. En um það atriði mun það engar upplýsingar hafa fengið. 23. Jan. Aflabrðgð. Á Eyrarbakka og Stokks- eyri hefir að undanförnu afiast allvel af ýsu, þegar gefið hefir að róa. Fiski- laust við Faxaflóa. Árnersýslu, (Eyrarbakka), 7. Jan: “Taugaveiki er að stinga sérniðurá stöku bæ, en fáir hafa þó dáið. —Þjórs- árbrúar-efnið er nú komið upp að brú- arstæðinu og gekk alt vel og slysalaust með flutning á því. Fremur þóttu vinnulaun lág við aksturinn, ogmun það hafa verið því að kenna, hve þeir sömdu um lág “akkorð”, er fyrir flutn- ingnum stóðu neðri hlutann af leið- inni......”. I. Febr. l'íðarfar er alt af óstöðugt mjög Nú sem stendur eru hlákur og mun hafa tekið upp snjó í sveitunum. En að undanförnu liafa verið frost mikil, 12— 14 C. Ishúsið hér í bænum er nú fuflgert fyrir nokkru og hefir verið fluttur í það ís af Tjörninni. Isinn reyndist góður og betri enn ísinn í Elliðaánum, sem hafdur er í íshús Thomsens kaupmanns þar við árnar. En því miður er litið til að geyma í íshúsi þessu ennsem kom ið er ; vonandi að úr því rætist áður langt liður. Baðfélag er stofnað hér í bænum með hlutabrófum og ætlar að koma böð um á fót í prentsmiðjuhúsinu gamla Aðalstræti. Það verða venjuleg böð heit og köld, steypiböð, rússnesk blöð o. s. frv. Þetta er þarft fyrirtæki og von andi að það þrífist vel. Abyrgðarfdag þilskipa er nú komið á fót hér fyrir milligöngu Tr. Gunnars sonar bankastjóra. Eru gengnir i það allir þilskipaeigendur í Reykjavík og Seltjarnarnesi, nema Eyþór Eelixsson sem liefir skip sín í ábyrgð erlendis, og Geir Zoega, sem að sögn hefir verið tregari að ganga í félagið fyrir þá sök að skip hans munu vera betur útbúin en flest hin skipin. 4, Febr. Skagafjarðarsýslu, 12. Jan. “Veðr áttan mjög óstöðug, svellalög mikil og því haglítið orðið. — Bráðapestin hefir verið hér óvanalega skæð, víða hér sveitum drepið 40—70 á bæ. — Pöntun arfélag Skagfirðinga, fékk 20 þús. kr peningum í liaust fyrir selt fé. Fjár sölunni verður haldið áfram í félaginu en líklega í minni stíl, því hún þykir ekki svara kostnaði, þegar ekki selst betur en í liaust. — Nú er byrjað að byggja hi'úna á iHóraðsvötnin. Cure Biliousness, Sick Head- ache, Dyspepsia, Sluggish Liver and all Stomach Troublcs. Are Purely Vegetable, elegantly Sugar-Coatedj and do not gripe or sicken. Act gently but promptly and thoroughly. “The safest family medicine.” All Druggists keep Samgöngur milli Reykjavikur og út- landa eru nú orðnar miklu strjálari en samgöngur milli Austfjarða og útlanda. Austfirðingar hafa nú í vet.ur haft stöð- ugar gufuskipaferðir til Noregs. — Reykjavík er þannig orðin á eftir smá- kauptúnum út um landið hvað sam- göngur snertir, og kemur það af því, að hór láta menn sér nægja, að vera ein- göngu komnir upp á gufuskipafélagið danska. Það eru ekki Danir, sem hafa bsptt samgöngurnar við Austurland, það er Otto Wathne, hinn alkunni dugn- aðarmaður, sem telur sig nú sem ís- lending. — Skaði, að ekki hefir tekizt að semja við hann um strandferðirnar kringum landið. Það mál ætti að verða betur undirbúið til næsta þings, enn það hefir verið að undanföJnu. Eftir Þjóðólfi. Reykjavík, 4. Janúar. Skaðar af cfviðri. Aðfaranóttina 28. Des. var hér syðra ofsarok af út- suðri með geysicftiklum sjávargangi af stórstraumsfióði, svo að ^elztu menn þykjast varla muna jafnmikið hafrót og sterkviðri. Urðu allmiklar skemdir af því hér í bænum : tveimur bryggjum sópaði alveg burtu, en flestar skemdust til muna, þar á meðal hin marglaskaða hæjarbryggja. Kolageymsluskúr við W. Christensens verzlun féll gersam- lega að grunni, og hliðin á “bryggju- liúsinu” brotnaði annarsvegar og tók iar út nokkrar vörur. Búð Helga kaupm. Helgasonar beið þó einna mest- ar skemdir, brotnuðu hliðveggirnir beggja megin að neðanverðu og skemd- ist þar allmikið af vörum, 50—60 sekkir af mjöli, nokkuð af kafíi og sykri m. fl. Fiskiskútuna “Sleipni”, eign Guðna bónda á Vatnsnesi, tók út af stakk- stæði og rak upp annarsstaðar, allmik- ið brotna. Hjá Jóni bónda í Skildinga- nesi .brotnaði sexmannafar í spón og tveir bátar til muna. Víðar urðu skemd ir á skipum og sjávargarðar löskuðust meira og minna. Geymsluhús í Hvassa- hrauni skekktist í hafrótinu og tók þar út allmikið af matbjörg jarðarábúend- anna. Um fjárskaða í veðri þessu hef- ir ekki frétzt, nema ihjá Jóni bónda Ólafssyni á Bústöðum, fátækum manni. Hann misti um 20—30 fjár, er rotaðist í fjörunni undir klettunum í Fossvogi. — A.ustanfjalls (á Eyrarbakka og þar í grend) kváðu ekki hafa orðið neinar verulegar skemdir af veðrinu, enda kveðið þar miklu minna að því. Brdðafár 1 sauðfó hefir verið óvenju lega mikið næstl. haust, einkum á Suð- urlandi og Vesturlandi, en niiklu minna nyrðra og minst á Austurlandi. Hefir það lagzt einna mest á unglömb og [Framhald á 4. bls.j VKITT BÆSTU VERULAUN A HEIMSSÝNINGUNNI TT“. '■"!> • im lill t-Mmu m IÐ BEZT TILBÚNÁ. Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.