Heimskringla - 22.03.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 22.03.1895, Blaðsíða 2
IIEIMSKRINGLA 22. MARZ 1895. Heimskringla PUBLISIIED BY The Heimskringla Prtg. & l’uhl. Co. Verö blaðsins í Canda og Bandar.: 82 um árið [fyrirfram borgaðj Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] 81. IJppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. Peningar sendist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- jiress Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGEH. Ofeice : Corner Ross Ave & Nena Str. I*. 0. B»x 305. Vel að verið. nemur. Útaffyrir sig er það ónog sönnun fyrir því, aij hver einstakur geti greitt sína skuld, því geti hann það ekki á ákveðnum degi, er meiri hætta en ella, að félögin gangi fast eftir gjald- inu, svo að í þeirra sjóð ronni hið aukna verð eignarinnar, ef bóndinn verður að gefast upp. En lausafjar- eignin stóð heldur ekki í stað á áratugn- um—og í henni er íól-iiii von bóndans, að geta greitt sina skuld, þó uppskera bregðist. Skýrslan sýnir, að á ára- tugnum jókst lausafjáreign bændanna um meir en 83(1 milj,, þannig : Verð kvikfjár jókst um $26,820,862 Verð akuryrkju-véla S 3,826,690 Alls 830,647.552 Þetta sýnir að lausafjáreignin óx um 87,50 fyrir hvern 81, er skuldin óx. En svo sýnir hún annað. Hún sýnir ljóslega til hvers fénu var varið, sem fengið var til láns gegn veði í bújörð- inni. Nálega allir þeir peningar gengu til að kaupa hinar nauðsynlegu vinnu- vélar við akuryrkju, þreskivélar, sjálf bindara, sáðvélar, plóga, herfi o, s. frv Hinu nýafstaðna 53. þjóðþingi Bandarikja hefir fátt verið fundið til frægðar, en þó gerði það æfinlega eitt á síðustu lífsstundum sínum, sem vert er að minnast á því til heiðurs. "Litlu verður Vöggur feginn”. Hafi það flest gert illa, þá gerði það þó í þessu eina atriðivel. Það gerði öll Lottirí-félög útlæg um þver og endilöng Bandaríkin Frumvarp til lasra þess efnis var sam- þykkt fáum stundum áður en 53. þing- ið hætti að vera til og Cleveland forseti staðfesti þau lög án allra minsta undan- dráttar. Ekki einungis fyrirbjóða lög- in slikum stofnunum ,’að vera til í Bandaríkjuin, en þau fvrirbjóða líka innflutning. með pósti, með "express- félögum, eða á hvern annan hátt, sem er.allra ginnandi auglýsinga o. þvl. um ávinning í Lotterii, eða s.ikum fjar- hættuspilum. Auk þessa neitar Banda- ríkjastjórn að flytja með pósti nokkur bréf eða póstsendingar áritaðar til þeirra manna, hvar sem þeir eru í rík- inu, sem hún veit að á einhvern hátt eru viðriðnir slíkan félagsskap. Hug- myndin með því er, að gera mönnum ómögulegt aö senda slikum félögum peninga eöa peninga viröi. Orrustan með og móti þessum lög- um hefir staöiö yfir appihaldslaust síðan um árið aö Louisiana-Lotteríið var hrakið útyfir landamærin. Byrjaði sú sókn á ný þegar Louisiana-menn neit- uðu að þiggja 831 milj. mútuna, er það félag bauð ríkisstjórninni fyrir endur- nýjung lejrfisins. Siðan hefir félagið gert sitt ýtrasta til að kaupa samskon- ar leyfi í öðrum rikjum og jafnframt því að senda auglýsingar sínar með pósti, þrátt fyrir flutningsbannið, að því er slíkar póstsendingar snetir. En er það gat hvorugu þessu komið fram, hagnýtti það “express”-félögin, gufu- skipafélögin o. fl. Með þessum lögum er því bannaður allur slikur flutningur. Á þjóðþingi hefir sóknin verið engu siður hörð. Félagið neytti allar orkuogallra bragða : fyrst að kaupa fylgi meirihlut- ans, en er það tókzt ekki, þa að fá mál- inu frestað, fá það flutt áfram frá þingi til þings eins og dýrmætan erfðasjóð. Og þegar 53. þingið átti ekki eftir nema viku, eða svo, og ekkert hafði lengi ver- ið minst á frumvarpið, töldu umboðs- menn félagsins sigurinn vísan að því leyti, að 54. þingið fengi frumvarpið í arf. En sú von brást. Þegar minnst varði var frumvarpið tekið fyrir og um- svifafitið isamþykkt og umsvifaminna staðfes; og fengið fult lagagildi. Sem stendur hefir því þjóðin unnið fufikomn asta sigur á öllum slikum felögum, en eftir er að vita hve langvinnur sá sigur verður. Á meðan þríðji eða fjórði hver maður í landinu metur fjárhættuspil sitt mesta yndi og ánægjn. er naumast að vænta að sfikt bann beri tilætlaða á- vexti, en þingið hefir gert sina vísu, það hefir uppfylt ósk og von meirihlutans, að því er þetta mál snertir, og þegar lit- ið er á allar miljónirnar, sem sökt er eða hefir verið sökt, í slík fjárhættuspil, þáer tilraun þingsins þýðingarmikil. þá er fjarri oss að segja þann saman burð rangan. Það má vel vera rett, að í samanburði við t. d.: Northern Pacific málið, Ryan-Haney-málið, Grigg-hótel- málið, íslenzka farseðia-málið, m. m. o. fl., sé þetta Sifton-stuldarmál ekki stærra, en mús í samanburði við úlf- alda. Vér skulum ekkert þrátta um það, en trúa því að Lögberg sé öllu því svo kunnugt, að það geti gizkað á rétt- an stærðarmun. Og sé það ánægt með þann samanburð, þá höfum vér sizt á- stæðu til að kvarta Svo Segir það, að músin sé nú ekki lengur til, að eftir sé bara skottið. Það einnig getur á sinn hátt verið nærri lagi. Af skjölum þeim og skýringum þetta mál áhrærandi, sem fram var vís- að á fylkisþingi fyrra þriðjudag og af því hvernig með það mál hefir verið far- ið áþinginu siðan, er auðsætt, að stjórn in hefir gert sitt ýtrasta að gleypa þessa mús eins og hún kom fyrir, óþvegna og ósoðna, en skottið vildi ekki ganga nið- ur, og því hefir almenningur hald á þvi enn. Þó svo verði nú sjálfsagt, að stjórninni haldist músin niðri, þá er Skuldaraukinn og upphæð aukinna ekki sýnt að þetta músarskott geti ekk^ vinnuvéla standast að heita má alveg á reynzt gagnlegur þáttur í hengingaról Kemur þannigliið sama fram í Minne á stjórnina síðarmeir. En þó hún nú sota eins og hér í Manitoba, að það er kunni að haldast niðri, þá leyndi það hveitiræktar-farganið, sem er aðallega sér ekki fyrra fimtudag, að bumbult er potturinn og pannan í öllum skulda- stjórninni eftir músarátið, sérstaklega vandræðum bændalýðsins. Að þessu úlflnum og refnum. Það leyndi sér er þannig varið í Minneaota sézt á því ekki þegar þingmaður Fislier fór að að skýrslan sýnir veðskuldirnar stöð- hreyfa við því máli, að þeim Sifton og | ugt fara minkandi í elatu bygðunum þörf að geta þess, að munurinn á íbú- búum beggja ríkjanna er mjög svo fitill, en ef til vill helzt sá, að í Vestur-Cana- da er meira af Skotum tiltölulega en í Vestur-Bandaríkjum, en minna aftur af Skandinövum og Þjóðverju.n. Að því er fólksfjölgun, verzlun og verkleg- ar framkvæmdir snertir, er ekki óliklegt að Canada hefði liag af pólitiskrieiningu Og það er ekki ólíklegt, að tolleining ríkjanna, eða verzlunarsamband, efgert yrði að lögum, leiddi að því takmarki. Það er, satt sagt, ekki svo auðvelt að sjá hvernig Canadamenn á annan hátt gætu haft nauðsynleg áhrif í þeirri sameinuðu toll löggjöf, og sú löggjöf er festulítil í báðum ríkjunum. En eins og nú er verður ekki séð að Canada- inenn hafi tilhneigingu til að sameina sig hinum miklu stærri þjóðfélagsstofni i Bandaríkjunum. Veldur því sívax- andi og öruggur þjóðræknisandi í Ca- nada. Lif Canadamanna er fráleitt eins miklu hraðstreymi undirorpið, eins og fif nágranna þeirra í Bandaríkjunum, en á þeirra þjóðlífi eru þá líka færri blettir. Sveita og bæja stjórnir eru þar ekki eins mikið i höndum vissra einvaldra manna, félagsskipunin hefir ekki mætt öðrum eins áföllum, og hegn- ing fyrir glæpier þar miklu réttvíslegar og röggsamlegar iúthlutað Camhron varð órótt i sætunum. Fisher liafði ekki talað 5 mínútur, þegar þeir herrar, stundum báðir í senn, fóru að taka fram í fyrir honum. Og hann liafði ekki talaðfullar 8 mínútur þegar Sifton stökk á fætur fokvondur og löðr andi sveittur, og kvað ómannlegt að hefja slíkar umræður að stjórninni ó- viðbúinni. Hann augsýnilega langaði ekki til að farið væri að grufla eftir á stæðum hans, dómsmálastjórans sjálfs, til að spyrja mann sem ekki er löglesinn hvort ástæða væri að heija sakamál gegn féhirðinum. Þetta og gangur málsins allur í höndum stjórnarinnar, alt frá upphafi, sýnir nokkurnveginn greinilega hvers vænta má af þinginu, hvort stjórnin metur meira : sjálfsvörn ina eða réttlætið. Þegar á það er fitið, þá er óvíst hve vitlaust það er, sem Lög ríkinu—í austur og suður hlutanum, en vaxandi að sama skapi í nýrri bygðun um nyrðra og vestra. Það er langt frá því að vér viljum segja veðskuldirnar hættulausar, eða jafnvel hættulitlar, en vér viljum álita, að álit ritaranna í fyrrgreindum mán- aðarritum sé hófleysislega svart á_með- an og þar sem fram verða lagðar aðrar eins skýrslur eins og þessi í Minnesota. Skúla-málið. Eftirfylgjandi greinarkorn sendi Jón ritstj. Ólafsson í Chicago ass, og að auki þau blöð af “Politiken” (Khöfn) er segja frá gangi málsins fyrir hæsta- rétti Danmerkur. Þetta mál er mark- berg segir, að músin sé upp urin, að vert mjög og einstakt í sögu Islands undanteknu skottinu. Hörmungar- á seinni árum. Höfuin vér því hugs- efni stjórnarinnar er. að skottið er eftir að oss að seeja nokkuð nákvæmar frá í höndum almennings. gangi þess fyrir hæstarétti í næsta Hvað snertir stuldinn (skuldarupp- I Waði. Álit fjölda manna bæði hér og hæðina ætluðum vér að segja), þá eru allar vöflur og allir út úr snuningar í því efni þýðingarlausir. Fylgispakur heima hefir verið það, að í þessu máli væri um ofsókn að ræða og ekkert ann að, sérstaklega eftir að stofnað var i'Vi r/wl n“‘j o r i # . . Greemvayingur (yfirskoðari reikning- blað (“Grettir ), í þeim ema tilgangi, anna) hefir sagt hana samtals $6,105,90. og annar fylgispakur Greenwayingur féhirðir sveitarinnar sjálfur—hefir viður kent þá skuld. Hvað þarf svo framar vitna við? Éf málsaðila sjálfum er ekki trúandi.hverium þá ? að virtist, að ófrægja Skúla Thorodd- sen með öllu móti upphugsanlegu. Og nú sannar þessi úrskurður hæstarétt- ar, að það álit hefir verið á rökum bygt: Lögbergs-músin. í 11. nr. Lögbergs lýkir ristjóri ilaðsins Sifton-sveitarmálinu við mús. 3g þegar athugaðar eru aðrar undan- jengnar athafnir Greenway-stjórnar Véðskuldir í Minnesota. Fyrir nokkru drógum vér fram sýn ishorn af tveimur ritgerðum um fram tíðarhorfur bænda í Bandaríkjum. í þeim var sýnt fram á. að í Minnesota væru um 40% af öllum'bújörðunum kafn- ar þungum veðskuldum og gefið í skyn, að þar, eins og annars staðar, væri mikil hætta á að meiri hluti sfikra jarða væri svo gott sem gengin úr greipum eigendanna. Þeir gætu aldrei losað þær, af því meðalverð skuldanna væri svo hátt, en lausafjáreignin ónóg. Fyrir nokkru var nefnd skipuð til að rannsaka ástandið í Minne sota, að þvi er veðskuldir snertir. Skyldi hún sýna upphæðir veðskulda á bújörðum bænda, á bújörðum í eyði, og á hús og landeignumí bæjum. Jafn framt átti hún að sýna vöxt eignanna, samhliða vexti veðskuldanna á ákveðnu tímabili, m. fl. Nú fyrir tæpum hálf- um mánuði hefir hún lokið þessu starfi og lagt skýrslur sínar fyrir ríkisþingið. Og af þeim skýrslum að dæma eru Min- nesota-bændur ekki í þeirri ógnar-hættu sem ritararnir í “Lippincotts” og “Am. Journal of Civics” segja að vofi yfir bændunum í Bandaríkjunum alment talað. JIÆSTA RE TTA RDÓMUR er fallinn í máli Skúla Thoroddsens, og hann dæmdur algerlega nýkn saka málinu. Hið opinbera er dæmt til að greiða \ málskostnaðar alls fyrir öllum réttum, en Skúli J. Lárusi Bjarnasyni er harðlega hallmælt fyrir óréttvisi; hann stendur brennimerktur eftir það, sem fram kom fyrir hæstarétti. Og það er fitt hugsandi að landstjórnin gcti verið þekt fyrir annað, en að höfða sakamál gegn Lárusi. Frávikning Skúla frá embætti er gefið í skyn að hafi verið allsendis ófyrirsynju. Og umboðsmaður Skúla í Kfiöfn, málflytj- andi Rée, sem flutti mál hans fyrir hæstarétti, hefir, eftir að dómurinn féll, skrifað ráðgjafa íslands, og heimtað manna ag Skúla yrði nú greiddur sá helm- ingur launa lians, sem inni hefir ver- ið haldið, meðan málið stóð yfir, en það eru 8000 kr. Hvað verður ? Fyrir skömmu gátum vér þess, að út væri að komaendurrituðBandaríkja- lýsing James Bryce’s : “The American Commonwealth”. í því sambandi mint- umst vér á aðal-innihald hennar, en ekki nema stuttlega á þann þáttinn (í 5. kafla bókarinnar). sem snertir Cana- da. Núerbókin útkomin og sézt þá, Skýrslur nefndarinnar sýna, að veð I Canada-máliðer flutt í þeim kapitula skuldir á bújörðum í Minnesota voru I Bandaríkja-lýsingarinnar, sem liöfund- samtals tæpar $39 milj. 1, Jan. 1890 urinn nefmr : “útlend ráðsmenska og (lengra fram ná skýrslurnar ekki). Á aukning veldisins . Auk þess, er ver í áratugnum 1880—1890 höfðu þessar fyrri K16'11'11111 höfðum eftlr honum> skuldir aukizt svo nam ekki fullum $4 se8‘r hann á þessa leið . milj. En á þeim sama áratug höfðu fast “Hin landafræðislega afstaða Cana eignir bænda (allra í ríkinu) aukist í da, sérstaklega vesturfylkjanna, virðist verði svo nam $146,820,900. Landið máske benda á, að pólitisk eining rikj- hafði stigið i verði, er þessari upphæð | anna sé í vændum. Það er naumast Áhrif “Skandinava” á heiminn. Eftir Rasmus B. Anderson. Framh. Ef að vér snúum nú leiðinni vér snúum nú leiðínni til Noregs, þá verður fyrst fyrir oss heims frægur maður, hinn ódauðlegi reikn- ingsfræðingur Ilinrik Abcl. Ég hefi tekið eftir því, 'að hinir miklu reikn- ingsmenn vorra tíma geta aldrei tekið munninn nóg i sundur þegar þeir ætla að segja A-bel. Til ógæfu mikillar dó hann of ungur, en hinn mikli orðstýr hans fer sívaxandi. Hann er réttilega nefndur einhver hinn mesti snillingur, sem nokkurn tíma hefir fæðzt í vísinda- legri nákvæmni, og lausn hins unga Norðmanns á ýmsum verkefnum vekur alstaðar hina mestu undrun og aðdáun, Sum verkefni hans geta verið nóg að .fást við heila mannsæfi. Þó að hann væri að eins 27 ára gamall, er hann dó, þá hefir hann þó orðið víðfrægur fyrir uppfindingar sinar á eðli “elliptiskra hringa” og var lofaður mjög af Legen- dre. Þá er liinn víðkunni heimskauta- farí Friðþjúfur Nansen, Norðmaður. Árið 1888 fór hann með (þremur öðrum hraustum norðmönnum og tveimur Löppum þvert yfir Grænland frá austri til vesturs um 65. stig norðurbreiddar. Forð þessa fóru þeir á skíðum, eru það einskonar langir snójskór, og höfðu með sér sleða litla, er þoir drógu á vistir sínar. Ferðasaga um þessa fyrstu för yfirGrænland var gefinútaf Nansen, og það er alment viðurkent, að hann hafi gert hvorttveggja, unnið hið mesta dirfsku og hreystiverk og aukið stórum landafræðislega og vísindalega þekk- ingu. Nansen hefir einnig komið fram með nýtt ráð til þess, að ná hinu marg- þráða merki allra norðurliafsfara, norður heimskautinu og er þetta, að fylgja straum þeim, er menn ætla að liggi frá Ný-Síberíu-eyjunum þvert yfir eða framhjá norður og alla leið til hafs- ins milli Spitzbergen og austur-Græn- lands. Hann hefir nú verið í burtu tvö ár á uppgötvunarferð þessari, og tím- inn einn mun sýna það, hvort honum er ætlað að finna annan depla þeirra á yfirborði jarðar, sem eru endapunktur á möndli þeim, er jörðin snýst um. Spyrjið íslendinga að því, hvort þeir hafi átt nokkurn heimsfrægan mann, og óðum mun þessi litla eyja hrópa einum rómi : Albert Thorwaldsen. og fjöllin íslenzku munu bergmála : Thortaldsen. Hann var ættaður frá Snorra Þnrflnnsyni, sem borinn var í Ameríku (á Vínlandi) árið 1008 og þótt hann (Thorv.) ætti fátækt foreldri, þá auðnaðist honum þó að ná mentun í iðn sinni, og varð hinn mesti mynda- smiður hinna nýrri tíma. Ég hefi að eins talið upp fátt eitt af því marga, er Skandinavar hafa unn ið fyxir heiminn. Ég hefði hæglega get- að nefnt marga fleiri heimsfræga menn, svo sem Hans Christian Anderson, Grundtvig, Swedenborg, Tegner, Bell mann, Rydberg, Holberg. Wergeland, Björnson, Ibsen, Snorra Sturluson, Guðbrand Vigfússon, Gade, Hartmann, Grieg, Svendson, Sinding, Ola Bull, Jenny Lind og marga aðra, en nóg er komið til þess að sýna og sanna, að Skandinavar eru jafningjar hverrar þjóðar sem er að öllum andlegum hæfi- leikum eður framkvæmdum. Þegar lit- ið er á tiltölulegan mannfjölda þeirra, þá hafa þeir lagt fj'lliiega fram sinn skerf til upplýsingarog framfara heims- ins. Hin ágætu störf þeirra, sem ég þegar hefi á minnst, og almennt eru við- urkend, hafa þeir unnið fyrir heiminn j'fir höfuð. En nú skal ég sýna fram á það með ómótmælanlegum rökum, að Skandinavar eiga heiðurssæti í annálum Ameríku. Ameríka á þeim sérstaklega mikið upp að inna. Menningarsaga Ameríku byrjar með Norðmönnum.— Lítið á kortið yðar og munuð þór sjá, að Grænland og nokkur hluti Islands heyrir Vesturheimi til. Island varð löm sú,erhurðin snerist á, sem opnaði Ame ríku fyrir Evrópu. Þegar Norðmenn námu land á Is landi 874 og ferðir fóru að tíðkast frá eyju þessari til Noregs, þá leiddi það til landfunda og landnáms, fyrst á Græn- landi og síðan til fundar Ameríku, og spursmál það má þakka það montun og söguleg- um smekk hinna fornu íslendinga, a,ð haldnir voru nákvæmir annálar um ferðir Norðmanna, er bæði kendu Kol- umbusi úthafssiglingar, og leystu fyrir oss leyndardóminn um hinn fyrsta fund fastalands þessa. í sambandi við þetta vil ég endurtaka það, að hinir fornu þjóðveldis-vikingar skildu gjörla, hve á- ríðandi var, að leggja stund á skipa- byggingár og sjómanna list. Þeir kunnu að mæla tíma af stjörnum og reikna gang tungls og sólar. Þeir voru sjálfir forkólfar þess, að hætta sór ut á úthafið og kendu heiminum að sigla um útsæinn. Hvert eilt blað sögunnar sannar það með mér, er ég segi það með allri þeirri áherzlu er óg get, á það lagt, að hinar aðrar þjóðir Evrópu voru takmarkaðar mjög í sjómennsku og bundnar við að sigla með ströndum fram. Hinir norrænu víkingar sigldu yfir hinn veðursama Norðursjó alt til Stórbretalands, Orkneyja, Færeyja og írlands, og kapparnir allir, sem rötuðu til Grænlands og Vínlands, kendu heim- inum úthafssiglingar. Þeir sýndumögu- leikann á því, að hætta sér úr landsýn og í þeim skilningi, þótt ekki sé i neinu öðru, þá getum vér með fullum rétti sagt, að Norðmenn hafi kent Kólum- busi að sigla j’fir Atlantshaf. Ég vildi setja í sögu hverrar þjóðar heimsins þetta: Það voru hinir gömlu Norð menn, sem fyrstir komust upp á að sigla yfir úthöfin. Sláandi sönnun fyrir heiðurssæti því, sem Skandinavar eiga í annálum Ameríku, er hið skínandi atriði í sögu heimsins og ljómandi blaðsíðají annál um Skandinava, að Norðmenn voru fimm hundruð árum á undan þeim Kol- umbusi og Amerigo Vespuicci, er Leifur Eiríksson fann hinn nýja heim árið 1000 Því að fundur Amerjku er hið merkileg- asta atriði í sögu landfunda og hefir haft hin merkilegustu áhrif á heim all- an, frá þeim tíma og alt til þessa dags Það var árið 860 eða þar um, að Norð menn fundu ísland og skömmu seinna (874) stofnuðu þeir þjóðveldi á eynni, er blómgaðist í 400 ár. Grænland sáu þeir fyrst 876. Sá það Gunnbjörn Úlfsson, maður frá Noregi. Því nær hundrað árum seinna, árið 984 réði Eiríkur rauði það af, að leita vesturlanda þeirra, sem Gunnbjörn og síðar aðrir höfðu séð. Sigldi hann frá íslandi, fann landið, er hann hafði vonað, og dvaldi þar tvö ár, til þess að skoða það. Að þeim tíma liðnum fór hann til íslands og gaf hinu nýfundna landi nafnið Grænland, að hann sagði til þess, að draga þangað landnámsmenn, er hann hugði að jafn fagurt nafn mundi hafa allmikil áhrif á. Þegar menn lita á það, að eftir hnatt- legu heyrir Grænland algerlega til Ame- ríku, þá geta menn séð það, að Eirikur hinn rauði var liinn fj’rsti hvíti maður að hleypa upp landeignum á Grænlandi Og honum hepnaðist það vel. Margir Norðmenn fluttu þangað og stofnuðu blómlega nýlendu með Garða semhöfuð ból og Eirík hinn rauða sem fyrsta stjórnara. En árið 1261 lagðist nýlend- an undir Noreg. Til eru enn skýrslur, er sýna, að 17 hafa byskupar verið á Grænlaijdi. Þetta er hin fyrsta bygð Norðurálfumanna í hinum nýja heimi. Eiríkur hinn rauði og fylgdarmenn hans voru ekki kristnir, er þeir reistu sér bú á Grænlandi, heldur tilbáðu Þór og Óðinn, en treystu þó mest á mátt sinn og megin. Kristni tólcu þeir um árið 1000, og hélt þó Eiríkur hinn rauði við trú feðra sinna til deyjanda dags. Framli. Orða-belgrinn. Leiðrétting. Með lej’fi yðar herra rítstjóri óska ég að gera athugasemd við það, sem þér segið um kappræðu okkar Mr. M. Brynjólfssonar, sem fór fram i sam- komuhúsi Únítaranna og undir þeirra stjórn laugardaginn þann 9. þ. m. Þér segið að umræðuefnið hafi verið þetta: “Hvað verður um íslenzkuna hér vestra í framtíðinni og livað eiga menn að leggja í sölurnar til að við- halda henni? Hvort verður mönnum happadrýgra, að láta hana sit ja í fyr- irrúmi fyrir hérlenda málinu, eða láta hérlenda málið sitja í fyrirrúmi fj’rir islenzkunni?” Fj’rri helmingurinn af þessu sem þér segið að hafi verið kappræðuefnið, er hú með öllu ómögulegur, sem kapp- ræðuefni, vegna þess, að þar eru ekki gefnar neinar tvær hliðar, affirmative og negative, eins og nauðsj’nlegt erv þegar kappræðu á að halda. Þetta mætti að eins nota, sem texta til ræðu. Síðari lielmingurinn hefir aftur það til síns ágætisjað þar eru gefnar tvær hliðar, en svo er liann, að kalla má, ómögulegur sökum þess, að varla mundi neinn taka að sér, að lialda því fram, að ráðlegt væri fyrir Islendinga í þessu landi, að vinna það fyrir viðhald íslenskrar tungu og þjóðernis, að liafna aigerlega þekking á hérlendu máli, hérlendum framförum, hérlendum bókmentum. Slíkt næði engri átt. Því hefir, mér vitanlega, enginn maður nokkurn tíma haldið fram. Það liggur í augum uppi, að ef viðhald íslenskunnar og islenskra bókmenta hefði það í för með sér, að þjóð vor í þessu landi j’rði að fara á mis víð innlenda mentun og menning. þá væri skj’lda hvers góðs íslendings að vinna að þvi, að íslenzkunni yrði hafnað hið snarasta. En spursmálið, eða kappræðuefn* ið var elcki það, hverju af þessu tvennu íslendingar í þessu landi ættu að leitast við að halda, og hverju svo að hafna, heldur var kappræðuefnið svona, aflient mér skriflegt af for- stöðumönnum samkomunnar, meira en viku áður en hún var haldin og geymt hjá mér enn: “Ákveðið: Að viðhald ís- lenskrar tungu og þjóðernis tefji fyrir framförum íslendinga í Ameríku.” Þannig var þetta lika orðrétt lesið upp af forseta samkomunnar, rétt áður en ræðurnar bj’rjuðu. Hér er þá kappræðuefnið, og er iiað sjáanlega spursmál, sem vit er í, því, þar sem játandi hliðin getur haldið því fram, að viðhald íslcnzk- unnar haldi mönnum frá hérlcndri mentnn og framförum, þá getur neit- andi hliðin uppástaðið, að íslendingar séu nógu miklir menn til þess, að við- halda máli sínu og bókmentum, án þess að leggja í sölurnar hérlenda mentun, og eigi þannig kost á með, viðhaldi íslenzkunnar, að verða, í fram- tíðinni, upplýstari menn en þeir, sem að eins þekkji tungu, og. bókmentir einnar þjóðar. Ég geri þessa athugasemd af því mér finnst það sanngjarnt, fyrst og fremst gagnvart þeim, sem fyrir sam- komunni stóðu og fengu okkur í hend- ur kappræðuefnið, og svo gagnvart okkur ræðumönnunum, sem þér gefið í skin að hafi sneytt hjá sjálfu um- talsefninu, og sannið það með því, að kalla umtalsefnið alt annað en það var. Ef við liefðum talað um það, sem þér segið hafa verið “umtalsefnið” þá hefði verið ástæða til að segja að við hefðum ekki haldið okkur fast við málefnið. W. H. Paulson. * ATH. Það er með ánægju að vér ljáum Mr. Paulson rúm til að leið- rétta ummæli vor í síðasta blaði um það: hvert kappræðuefnið var, því það er langt frá að vér vildum gera ræðumönnunum rangt til. En hið a,- kveðna umræðuefni höfðum vór hvorki heyrt eða sóð fyrri en Mr. Paulson kom með grein sína. Vérhöfðumsem ekki tækifæri að hejrra upphaf kappræðunnar og ekki nema kafla hennar hér og þar, vegna ýmsra starfa, er kölluðu oss af fundi. En í þeim ræðuköflum, sem vér hej’rðum var umtalsefnisins hvergi getið með nokk- urri áherzlu. en af þeim kafla úr ræðu Mr. Brynjólfssonar, er vér heyrðum, réðum vér að umtalsefnið væri eins og vór skýrðum frá og svo munu fleiri hafa gert. Að öðru leyti dettur oss ekki í hug að gera athugasemdir við grein Mr. Paulsons, nema hvað oss virðist hæpið að lialda því fram að ekki verði deilt um það: hvað um íslenskuna verði hér vestra í fram- tíðinni. Og enn fremur, að þó sagt sé að eitt ætlunarverk skuli sitja fyrir öðru, þá er ekki þar með sagt, að hinu þurfi að hafna. Ritstj. Hkis. <

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.