Heimskringla - 05.04.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.04.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKKINGLA 5. APRÍL 1895. Heimskringla PUBLISHED BY The Ileimskringla Prtg. & Publ. Co. Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til Islands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $1. Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. EGGERT JOHANNSSON E0ITOR. EINAR OLAFSSON BUSINBSS MANAOER. OFFICE : Corner Ross Ave & Nena Str. 1». O. liox 305. Til viðskiftamanna vorra. Rúmleysis vegna erum vér neyddir til að láta ýms handrit bíða, sem oss hafa verið send og sem vér höfum hugs- að oss að hagnýta, með einstöku undan- tekningum samt, undireins og tækifæri gefst. Vér getum ímyndað oss, að margir, sem ritgerðir eiga hjá oss, séu orðnir óþolinmóðir. Þessar línur eru þess vegna ritaðar í þeim tilgangi að fullvissa allflesta, sem ritgerðir eiga hjá oss enn, að ritgerðir þeírra, að undanteknum þrætugreinum með og mót séra M. J. Skaptason, hirtast við fyrstu hentugleika. Biðjum vér þá þess vegna að tileinka ekki dráttinn útilokun frá blaðinu. Hér skal þess þó getið, að vér und- anskiljum alla greina-syrpuna, sem spunnist hefir út af grein herra M. Ein- arssonar í Seattle. Það er hart að neita einum manni að segja álit sitt á ein hverju málsatriði í eitt einasta skifti, en það er óumflýjanlegt að segja nei, þegar heilir hópar manna koma fram til að togast um það mál. Vér tókum þá grein til séra M. J. Skaptasonar í þeirri von, að almenningur mundi gera sig á- nægðan með væntanlegt svar frá hon- um, sem sjálfsagt var að taka í blaðið og sem tekið var. En sú varð raunin, að úr öllum áttum rigndi ritgerðum, sumum til að ávíta M. Einarsson og andæfa honum, en sumum til að halda fram hans máli. Til þess að stemma þetta flóð sáum vér ekki annað vænna en útiloka allar slíkar greinir, án tillits til þess, hver sendi þær. Málsaðilar voru búnir að tala saman og það var nóg. Það vakir augsýnilega fyrir hra. Guðm, Einarssyni, að það sé af part- isku sprottið og enda verri hvötum, að vér tókum ekki grein hans um þetta mál. Við þeirri sakargift höfum vér það eitt að segja, að hún er eins óverð- skulduð eins og hún er ranglát. Um það mundi hann hafa sannfærst og aldrei ritað þannig hefðihann séð grein ir þær mót M. Einarssyni, sem oss hafa borist en sem vér höfum stungið í rusla- kistuna. í þessum nauðum bað Nýfundnalands- stjórnin stjórn Breta að senda konung- lega nefnd til að rannsaka ástand eyj- arinnar. En sú bæn þýðir á hversdags legu máli ekki annað en það, að stjórn Breta taki að sér skuld eyjarinnar Það verða Bretar tregir til að gera, en ef til kæmi mundi það, að venju, gert á þann hátt, að eyjan tapaði löggjaf- arþingi sínu og allri stjórnarráðs- mennsku, með öðrum orðum, stjórn eyj'arinnar færðist burt úr St. Johns til Downing Street í Lundúnum og yrði henni þaðan stjórnað þangað til hún treysti sér til að standa ein, að bera sína sérstöku stjórn á ný. Þetta vilja Bretar ekki gera, en vísa eyjar- skeggjum í þess stað til Canada og ráða þeim til að biðja um inngöngu í það fylkjasamband. Og fyrir þær ráð leggingar er nú þessi nefnd komin hingað til lands, enda þótt eyjarskeggj- ar séu sagðir svona ófúsir til samvinnu Að því er séð verður, eru formenn beggja stóru pólitisku flokkanna Canada hlyntir inngöngu eyjarinnar í sambandið. Sé það rétt, þá verður ekki auðséð, hvaða ástæðu eyjarskeggj- ar, eins og þeir eru komnir, haía til að þráast. Eins og á stendur, virðist miklu fremur ástæða fyrir Canada að þráast, og Nýfundnaland að sækja því fastar á að fá inngöngu upp á ein- hverja skilmála. Hagurinn, frá fjár hagslegu sjónarmiði, yrði allur Ný- fundnalandsmegin, en tjónið Canada- megin, hvernig helzt sem skilmálarnir yrðu. Skuld eyjarinnar er meiri en hún getur risið undir og í Júní næstkom. fellur nokkur hluti hennar í gjalddaga en eins og nú er ástatt á eyjunni, get- ur stjórnin þá ekki innleyst eins dollars virði af sínum skuldabréfum. Og þó eru margir þessír menn að fárast yfir því í ræðum og ritum, að einmitt nú skuli samið við Canadastjórn ; með því að bíða, mundu þeir komast að betri kjörum. Þó Canadastjórn byði ekki annað meira en að losa þá við áfalln ar skuldir, um $10 milj., og borga þeim 80 cts. fyrir nef hvert á eynni á ári, þá sýnist það vera stór vinningur fyrir eyjarskeggja. Að minsta kosti sýnist það vera meira en lítill vinningur í samanburði við það, ef þeir neyddust til að afsala sér sinni stjórn, en selja öll ráð í hendur Bretastjórnar og ann- að sýnist ekki hggja fyrir, ef ekki gengur samningurinn við Canada. Að báðir flokkarnir, eða leiðandi mennirnir flestir í þeim báðum, í Can- ada, vilja ná í eyjuna með sanngjörn- um samningum, er sprottið af afstöðu hennar og engu öðru. Báðir sjá og viðurkenna, að frá fjárhagslegu sjónar- miði, í bráðina að minsta kosti, er það ekkert nema tjón, að taka eyjuna í sambandið, en afstaða hennar, í mynni Lawrence-flóans, gerir hana að eftir- sóknarverðri eign. Sæist það best, hvers virði hún er fyrir ríkisheildina, ef ófrið bæri að höndum og ef eyjan þá vær; á valdi óvinaþjóðar. Það er þetta og ekkert annað, að eyjan fyrir afstöð- una, er eðlilegur hluti af Canadaríki, sem veldur því, að leiðandi menn flest- ir í Canada eru sameiningunni með- mæltir. Mr. Smart og bað hann um orðfærri framhurð í þessu máli. Hvaða áhrif það hefir haft er ekki vel greinilegt, en vist er það að 3£ mánuðum eftir að sveitaumboðsmaðurinn fékk skýrslu Smarts var fregnin komin til dómsmála stjórans, en fyrr ekki, að því er séð verður. Nú eru um 60 fet á milli þess- ara skrifstofa og hefir þvi ferðhraði fréttarinnar á þeirri leið verið sem svar- ar einum þumlungi á hverjum 3J kl,- tima! En hvað sem því líður, þá er það vist, að 9. Jan. reit dómsmálastjór- inn Smart og spurði hann ráða, spurði hann hvort ástæða væri að hefja saka- mál gegn féhirðinum, og, ef svo, hvort hann þá vildi hyrja. Smart kvaðst ekki vera löglærður maður, og afþakk- aði þVí þetta rausnarboð—að skipa em bætti dómsmálastjórans og vinna hans verk Á þessu endar fyrri kaflinn, en hinn annar byrjar á því, að fylkisþing er sett og samdægurs segir féhirðir þessarar sveitar af sér þingmennskunni, hvers vegna, er ekki lýðum ljóst. Svo kemur að því að skjölin, sem þetta mál snerta, eru lögð fyrir þingið. Þegar að var gáð varð auðsætt að öll kurl höfðu ekki komið til grafar. í skýrslu sinni getur Smart um fylgiskjöl, er hann sendi með bréfinu—í sama umslaginu, fylgiskjöl, sem eigi að réttlæta úrskurð sinn að því er sveitarreikningana snertir. Þessi skjöl komu ekki frnm. Þegar um þau var spurt, sagði dómsmálastjórinn, að það mætti vera að Smart segðist hafa sent þau, en þau hefðu ekki komið hendur stjórnarinnar. Ólíklegri lygi hefir þessi æruverði herra líklega aldrei farið með. Rétt á eftir lokaði hann umræð- um um þetta mál með þvi, að óform legt væri að hefja máls á sliku að stjórn inni óviðbúinni. Þegar svo uppástung- an um að stjórnin framlegði fylgiskjöl in, sem Smart talar um og skýrði þing- inu frá öllu snertandi þetta mál, en sem ekki væri sýnilegt af framlögðum skjöl- kvaðst dómsmáiastjórinn helzt Sifton-sveitar-stuldurinn. Nýfundnalands-nefndin. Nefnd manna, skipuð til að semja við Canadastjórn um inngöngu þess- arar eyjar í Lawrencefló-mynninu í fylkjasamband Canada, er nú komin á land og farin að vekja máls á erindi sínu. Hvaða skiimála þessir menn setja, er enn nokkuð óljóst, en það eitt sýnist víst, að helmingur eyjarskeggja, ef ekki meir—svo framarlega sem blaða- fregnum er að trúa — er ófus mjög að ganga í þetta stærra þjóðíélag. Stjórn- arformaðurinn á éyjunni, er sagður sameiningunni hlyntur og að líkindum þá ráðaneyti lians, en svo er sagt að helmingur þingmanná séu því mótfalln- ir og jafnframt talið víst, að íengju eyjarskeggjar að greiða atkvæði um það á almennum kjörþingum. mundu fleiri verða móti same;ningunni en með henni. En “neyðin kennir naktri konu að spinna.” Eyjan er gjaldþrota, eða svo nærri því, að hún er ósjálfbjarga. Verzl- un öll er lömuð og innbyrðis aflið ó- nóg til að reisa hana við aftur. Hefði ekki canadiskir bankar hlaupið undir bagga í vetur og stofnað þar útibú, er óvíst hvernig eyjan væri komin nú. Hinn annar kafli þessa máls er nú á enda, og enn verður ekki séð að stjórn in hafi réttlætt gerðir sínar. Vitaskuld ætlast hún til að framlögð skjöl, það mál áhrærandi, á þinginu, þvoi hendur sínar, en af því aunaðhvort of mikið eða of lítið af þeim skjölum kom fram sverta þau meir en þau hreinka. Hafi tilgangurinn verið að hylja skálkapör in svo að hvergi mótaði fyrir þeim, þá kom fram of mikið, en hafi tilgangur- inn verið að gera alt hreint með fram lögðum skjölum, þá komu þau fram of fá. Fyrri kafli málsins er sem kunnugt er á þessa leið : 25. Sept. síðastl. fékk sveitaumboðsmaður stjórnarinnar skýrslu frá Jas. A. Smart, er skip- aður hafði verið til að rannsaka Siftonsveitarreikningana, þar sem hon- um er skýrt frá, að féhirðir sveitarinn- ar skuldi þeirri sveit að öllu samlögðu $6,105,90. Einhverntíma í Nóvem- ber hefir sveitarstjórnin í Sifton beðið sveitarumboðsmanninn um upplýsingar ahrærandi þetta mál. Því bréfi svarar svo umboðsmaðurinn 19. Nóv. og segir sveitarstjórninni, aðþaðséekki sitt að lesaþeimlög* Stuttu síðar reit hann *) Hinn æruverði herra Cameron hef ir þo ekki æfinlega sömu skoðun hvað Þetta snertir. í haust er leið var hann ekki skilja hvað við væri átt, og velti jafnframt.því er unt var allri skuldinni ýfir ’á J. A. Smart. Síðan var uppá stungan feld með 24 gegn 8 atkv., og iar með er lokið öðrum kafla málsins. Hvar eða hvenær þriðji kaflinn hefst er valt að segja, en einhverntíma verður það. Það koma öll svik upp um síðir. Mr. Fisher, sem ekki fékk að tala um Jettamál, þegar hann ætlaði að gera það, gaf þá í skyn, að stjórnin kynni að frétta um það síðar, með því að til- kynna henni, að áhyrgðin skyldi þá hvíla á hennar herðum, Það er þess vegna ekki nema sann- gjarnt að vona, að sá tírni komi, að al- menningur fái aflar þær upplýsingar í þessu þjófnaðarmáli, sem stjórninni enn þá tekst svo vel að hylja, og sem hún nú hefir sannað fyrir þingi og þjóð að hún treystir sér ekki til að opinbera og ætlar ekki að opinbera, nema hún verði kúguð til þess. Að svo stöddu segjum vér þá ekki heldur meira um þetta mál og neitum að elta ólar við útúrsnúninga og mis- sagnir Lögbergs, að því er það mál snertir. Ef það heldur að það mýki sektardóm Dicksons eða stjórnarinnar með því að slíta sundur skýrslu Smarts og viðurkenna ekki nema 2/3 hluti hinn- ar stolnu upphæðar, þá er því sú hug- mynd velkomin. Sú meðferð málsins hefir engin áhrif á oss og yfir höfuð að tala engin ummæli þess blaðs, á meðan það og félagsbræður þess, Dickson og Greenway-ráðaneytið, þora ekki að ganga á hólm við oss í réttarsalnum, eftir að hafa margsagt oss hegningar- verða. Að það sé af hlífð er jafn senni- legt eins og saga dómsmálastjórans, aft Smart hafi aldrei sent þau vottorð, eða “statements”, sem hann segist hafa sent stjórninni. Lögberg sjálft ber bezt vitai um það nú í seinni tíð, hvort ritstj. þess er ant um að hlifa Hkr., enda er það sannast að Hkr. afbiður alla hlífð í þeásu máli. beðinn upplýsingar áhrærandi það, að sveitarbúar í einni sveitinni með fram Great N. W. Central brautinni, höfðu samþykt að taka af sveitarfé §200 til að senda menn til Ottawa og heimta að dominionstjórnin sæi um að sú braut yrði lengd næstk. sumar. Þessu hréfi svaraði Cameron einnig og sagði í það skifti hiklaust, að slíkt væri ólöglegt og að nefndin þess regna mætti hvergi fara upp á kostnað sveitarinnar, enda fóru þeir hvergi þó sveitarbúar sjálfir væru búnir að veita til þess sitt eigið fé. I það skifti lét hann sér viðkoma að segja sveitarstjórninni hvað lög Skúla-málið. (Eftir “POLITIKEN.”) Khöfn 14. Fehr. 1895. Framhald. Það sem fram fór í hæztaréttar- salnum í gær vakti meiri eftirtekt og hreyfingu, en vér höfum lengi séð, þrátt fyrir það þó málið, sem fyrir rettinum er, sé upprunalega frá vorri fjarlægu eyju — íslandi. Áheyrenda- sætin voru troðfull og meiri partur- inn af þeim viðstöddu voru íslend- ingar. Lesarinn man eftiraðí útdrættivor- um í fyrradag af ræðu málafærslu- manns kærandans, að málið gengur út á hinn ísl. dómara Skúla Thoroddsen, sem er kærður fyrir misbrúkun á valdi sínu og embættisvanrækslu, og, að rannsóknirnar í máli hans voru gerðar af ungum lögfræðis cand. Lárusi Bjarnasyni, er gerður var að setudóm- ara og sem komst að þeirri niðurstöðu, að hinn gamli óvinur hans, Skúli Th., skyldi missa embætti sitt fyrir. Enn- fremur má geta þess, að yfirrétturinn hefir ónýtt þennan dóm með því að dæma Thoroddsen að eins í nokkra sekt. Málafærslumaður Thoroddsens byrj- aði ræðu sína í dag með þessum orðum “Þetta mál er á íslandi á aflra vörum og alla hefir það sett i uppnám. Það hefir um lengri tíð verið rætt um þetta mál í borg og bæ, af æðri sem lægri. Menn hafa með stígandi ákafa haldið áfram með rannsóknir í þessu máli. Hin konunglega skipun, sem gerði Lárus Bjarnason að setudómara í mál- inu var gefin út i meira flaustri og og formleysu, en vanalega á sér stað Og Lárus Bjarnason fékk skipun um að rannsaka 8 ára embættisfærslu Thoroddsens. Árangurinn af þessum yfirgripsmiklu rannsóknum er orðinn að 8 mjög lítilsverðum ákærum, þó Thoroddsen samtímis hafi fengið marga og góða vitnisburði um dugnaðí em- bættisfærslu sinni. En ég verð að fara nokkrum orðum um afstöðu setu-dóm arans við hinn ákærða, því hér hefir óvinur verið settur upp á móti óvin Það er vitanlegt að frá liðnum tíma hafði verið óvild milli þessara sveggja manna, eða, að Lárus að minsta kosti hafði ekki sérlega hlýjan hug til Thor oddsens. Eg fékk skýringar um þetta í Sept. í fyrra hjá hinum ísl. docent við Khafnar háskóla, Dr. Phil. (Valtýr) Guðmundsson. í þessari skýringu er sagt, að í flugriti einu. sem kallað er “Rasks-hneykslið” sem gefið er út í Khöfn 1888, af þáveranii stúdent, nú- verandi dómara, Lárusi Bjarnarsyni sé mjög hörðum orðum farið um Thor- oddsen útaf blaðagreinum nokkrum, sem sagt er að hann hafi skrifað- Segir ritið að þær beri vitni um ein- feldni, illmensku og níðingsskap höf- undarins. Þar er sagt að hann sé stór- yrtur og ósæmilegur í rithætti og um leið er sagt að hann hafi brúkað óhæf skammaryrði um saklaust fólk. Dr. Guðmundson endar skýringu sína með að segja, að í flugriti þessu hafi verið fleiri áreitnis-ávörp og getsakir á Thor- oddsen. Þannig var þá ástatt með mann þann, sem átti að dæma Skúla. Maður skyldi ætla, að framkvæmdar- valdinu á Islandi væri kunnugt um þessa óvináttu, þar eð ofangreindar ákærur voru orðnar alkunnar á íslandi í gegnum flugrit eitt, sem mikið hafði verið stælt um. Var það þá ekki und- arlegt að þessi 25 ára gamli maður skyldi vera settur dómari í máli Thor oddsens. Þar næst smegir herra Rée nokkrum orðum inn í ræðu sína um hina einkennilegu framkomu amt- mannsins í þessu má^i. Flest af vitn- unum, sem Lárus Bjarnarson yfir- heyrði, klöguðu fyrir amtinu, “að hann gerði framburð þeirra hlutdrægan réttarbókunum, og að hann hefði í frammi við þau ósæmilegar hótanir.” Við þessu gaf amtið það svar, að það gæti ekki skift sér af gerðum Lárusar fyrr en rannsóknirnar í máli Thor- oddsens væru afstaðnar. Yfir þessu var Thoroddsen þvi meir forviða, sem hann vissi að stjórnin hafði fyrir- skipað rannsóknir gegn honum útaf meðferð hans á Sigurði Jóhannssyni, þeim er grunaður var um að hafa framið morðið, um leið og fyrirskipað var að halda áfram með rannsóknir í máli Siguröar. Thoroddsen gekk illa að finna hið logiska og óhlutdræga samhengi í þessu. Næst segir verjandi frá hvernig setu- dómarinn fór með dóraarann. Rétt skoðað ber framkoma L. Bjarnarsonar við yfirheyrzluna vott um kala til Thor- oddsens. Hann tekur eið af vitnunum eftir áðurgerðri áætlun án þess hinn á- kærði sé viðstaddur og verður það til þess, að Thoroddsen krefst að vitnin sé yfirheyrð á ný, Thoroddsen hlaut að á líta að ný yfirheyrzla væri nauðsynleg, og hann krafðist þess á kurteisasta hátt, en L. Bjarnarson úrskurðaði, að beiðni Thoroddsens væri að forminu til þannig útbúin, að hún gæti ekki tekist til greina.” Yerjandinn varpar þungum steini á Lárus fyrir tilhneigingu hans til að setja Thoroddsen 1 varðhald. Aðeins með því að leggja fram læknisvottorð slapp Thoroddsen við fangelsi. En þá um 'leið varð hann að leggja fram 5000 króna ábyrgð fyrir nærveru sinni, sem varð orsök til þess, að hann átti örðugt uppdráttar með familiu sína þegar hann var settur frá. Áður en Thoroddsen var settur frá og á meðan hann enn þá var dómari fyrir- bauð Lárus honum að fara úr bænum og auðvitað um leið að uppfylla em- bættisskyldur sínar. Þegar hann þurfti að yfirheyra Thoroddsen fór hann sjálf- ur með 2 vitni eftir honum og fór með hann í prósessíu um bæinn. Þar eð það er vitanlegt að Lárus var óvinur Thoroddsens skyldi maður i- mynda sér, að hann mundi verða var- kár í vali þeirra, sem hann brúkaði sem vitni, en hið gagnstæða hefir átt sér stað. Lárus lét mann, sem hafði komið fram með kæru á Thoroddsen, nefnil. héraðslækni Þorvald Jónsson, bera vitni á móti honum og lét, hann jafnvel gefa einkennileg vottorð. Eitt af vitnunum er einnig Sigurður Jó- hannsson, sem Thoroddsen hafði látið setja í varðhald, grunaðan um dráp Salómons Jónssonar. Sigurður hafði, á meðal annars, horið það, að það hefði verið svo kalt í klefa sínum, að vatn í flösku, sem lá undir fötunum rúmi hans, hafi frosið. En sam- kvæmt vísindalegum rannsóknum þarf frostið að vera 20 gráður áður en vatn flösku, sem hulin er fiðursængum, eða ullardúkum getur frosið (hlátur). Mjög mikla grunsemi vekur með- ferð Lárusar á vitnunum og innfærsla vitnaleiðslunnar í bækurnar. Með til- styrk hins nýja dómara, sem settur var á ísafirði, eftir að Thoroddsen var settur frá, hefi ég látið gera nýja rannsókn í málinu og mörg vitni hafa þá lýst yfir því, að þau hefðu ekki fengið rétt bókaðan framburð sinn. Eg skal nefna nokkur dæmi: Rétt- arfarsbókin sýnir að tvær konur hafi borið vitni um, að það hafi ekki verið lagt í stóna í klefa Sigurðar, en við hina nýju yfirheyrslu hafa þessar kon- ur borið, að þær hafi sagt dómara Lárusi Bjarnarsyni, að þær hefðu ekk- ert vit á hitamælinum; að þær fyrir- byðu honum að bóka nokkuð um hita- stigin; að þær liafi lent í hait við hann út af því, og að hann hafi enga heimild haft. til að bóka framburð þeirra eins og hann gerði. Ein af ákærunum móti Thorodd- sen er, að hann hafi vanrækt að leggja fram réttarskjöl í máli einu, sem komið hafði fyrir rétt. Lárus Bjarnarson yfirheyrði útaf því eitt af vitnunum, sem höfðu verið viðstödd. Spurning ar og svör voru þannig: “Veit vitn- ið að réttarskjölin liafi verið fram- lögð?”—“Já.”—“Voru skjölin stór eða smá?”—“Hvorttveggja.” — “Sá vitnið stóra eða litla bók ?” — Ég hefi enga sérstaka bók séð.” — Þarnæst bókaði Lárus framburð vitnisins eins og hér segir : “Vitnið sá éngin rétt- arskjöl eða nokkur önnur innheft eða óinnheft skjöl, sem li’u út fyrir að vera réttarskjöl. Vitnið sagðist aðeins vilja eiðfesta það, sem hann hefði talað, en ekki það, sem bókað hefði verið. En Lárus tók eið af honum, án þess að leiðrétta innfærsluna. Þrjú önnur vitni hafa skýrt frá, að Lárus hafi bókað framburð þeirra rangt og hafi ekki fengist til að leið- rétta villurnar, og þegar eitt af vitn- unum lét á sér skilja, að það vildi ekki staðfesta með eiði það sem hókað hafði verið, sagði dómarinn það kæmi vitninu ekkert við hvernig bókað væri. Lárus lét setja tvö af vitnunum í varð- hald; annað þeirra var húsmaður...... Stefánsson að nafni og eftir að hann var kominn í varðhaldið var ekki langt þess að bíða, að í réttarhaldsbókinni stóð, að það sem þessi maður hefði sagt áður hefði ekki verið rétt. En við yfir- heyrsluna, sem gerð var af sýslumanni síðarmeir, segir Stefánsson að Lárus hafi hótað sór margra ára betrunarliús- vinnu, ef hann afturkallaði ekki hinn áðurgefna vitnisburð sinn og að dóm- arinn hafi þar að auki lofað sér ppning- um úr hans eigin vasa og útvega ‘sér - vinnu við verzlun Ásgeirssens, ef hann vildi afturkalla framburð sinn. Það þarf naumast, að taka það fram, að ræða herra Rées liafði sterk áhrif bæði á tilheyrendurna og dóm- arana, sem allir 13 lilustuðu á hana með mestu eftirtekt alt til enda. Hr. Rée endaði ræðu sína þannig: Það er æfinlega isjárvert, að reiða sig á framburð eins vitnis i ákæru gegn dómara fyrir hlutdrægni. En þegar 6 vitni koma fram með sams- konar frásagnir, þá hlýtur maður að taka eftir þvi, að það hlýtur að vera eitthvað bogið við grundvöfl þann, sem rannsóknin hvilir á. Persónulega get eg auðvitað ekki sagt hvort vitn- jn hafa sagt sannleikann eða ekki. Eg tek að eins fram, að hér eru 6 personur a móti einum dómara og dómarinn er óvinur hins ákærða. Eg verð að segja, að yfirheyrslan í máli Thoroddsens er þannig, að það væri ekki nema rétt að ónýta hana, ef að það hefði ekki í för með sér alt of mikla timatöf. En eg vona að hinir heiðruðu dómarar viðurkenni, að á þessari yfirlieyrslu er ekki hægt að byggja sektardóm og að hinn ákærði verði þessvegua sýknaður. Þannig endaði hr, Rée sína fyrri ræðu og er hann gekk úr réttarsaln- um heyrðist óp og orðaglamur frá áheyrandapöllunum: “Þetta var ein- mitt það sem dómarinn átti að fá," þetta þurfti hann að hafa,” en aðrir sögðu: “Nei, nei, það er skömm að þessu.” Khöfn, 15. Febr. Málasærslumaður Rée endurtók þráðinn í fyrri ræðu sinni með þessum orðum: í gær fór ég mest út í afstöðu Lár- usar Bjarnarsonar við Thoroddsen, og þo að það kunni að verða áhjákvæmi- legt að minnast eitthvað á það sama i dag, ætla eg aðallega að fást við ákærurn- ar, sem hdnn kærði er hafður fyrir. Hr, Rée byrjaði með fyrstu ákærunni, sem reis út af Sigurði Jóhannssyni : Thor- oddsen hafði vald til að halda Sigurð upp á vatn og brauð og það eru til lög, sem heimila dómaranum það. Sigurður vildi ekki svara dómaranum upp á spurningar Jhans og þess vegna fókk hann þessa hegningu. Thoroddsen hef- ir bokað þetta. En ef hann hefði van- brúkað réttindi sín, hefði hann líklega látið það vera. í réttarbókinni stend- ur : “að Sigurður hafi verið settur inn upp á vatn og brauð fyrir að gefa full- kominn vitnisburð”, en að útleggja þetta sem réttan vitnisburð er i hæsta máta óréttlátt. Að Thoroddsen hafi við þetta tækifæri bókaðnokkuð óskilmerki lega er satt, en það er vitanlegt að þeg- ar á þessu stóð var hann veikur og það er næg afsökun fyrir hann. Og það, að Lárus vill láta þetta lita út sem Thor- oddsen viðurkenni að liafa fært rangt til bókar, er rangt. Það er í heild sinni einkennilegt hvað Lárús hefir verið gráðugur í að færa sönnur á að Thor- oddsen hafi fært rangt til bókar. (Niðurl. næst.) Orða-belgurinn Eg verð að biðja yður, háttvirti rit- stjóri, að Ijá þessum eftirfylgjandi lín- um rúm í blaði yðar. Ritstj. Lögbergs var ekki kurteisari en svo, að hann neit- aði mér að taka þær í blaðið, og hafði þó í fyrstu tekið greinina á móti mér. Það lítur út fyrir að hann vilji ekki að almenningur heyri nema aðra hliðina. Svar til G. Einarssonar, frá M. J. Skaptason. Nú er farið að hætta að tala um það, hvað sé satt i trúmálum og hvað só ekki satt, og núfer Guðm. gamliEinars- son á stað að leita í gömlum skræðum, hvort eigi megi á knó koma Magn. J. Skaptasyni og vinna sór inn 10 dollars. Eg heh einu sinni eitthvað í samhandi við séra Er. Bergmann minnst Guðm. Einarssonar og það með hlýjum hug og sama gjöri ég enn, þótt ekki verðum við sammála í þetta skifti. Guðm. er að leita að orðum eftir mig, er jafngildi því. að óg hafi sagt, að ég tryði á guðdóm A'rists, og hið helzta sem hann finnur er það, að ég hafi kall- að mig “lúterskan liberal prest”. Hann telur það svo sem sjálfsannað, að mað- ur, sem kalkr sig “lútersk-liberalan”, hljóti að trúa á guðdóm Krists. En hon um skjátlast þar hraparlega, Ef að hann hefði hugsað nógu vandlega út í það þá hefði hann sóð það, að áður en hann fór að leggja þýðingu í þetta nafn : lút. lib-, þá þurfti hann fyrst að fara til þeirra manna, sem kölluðu sig því nafni og vita, hvað þeir hofðu ætlað, að nafnið bæri með sér. Annarsstaðar frá var honum ómögulegt að vita það.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.