Heimskringla - 12.04.1895, Page 1

Heimskringla - 12.04.1895, Page 1
M\J ** 56 9 \ya\%v3.fö$ aosio ‘a IX. ÁR. WINNIPEG, MAN., 12. APRÍL 1895. NR. 15. Til Einars Hjörleifssonar. Flutt í samkvsemi 4. Apríl 1895. FRETTIR. Dagar ár og aldir líða, aldrei snúa við né bíða; altaf jafnt um alheims ból áfram rennur tímans hjól. Yndið svása, sorgin stríða, sðmu lögum verða að hlýða, berast tímans iðu af eilíft fcam í gleymsku haf. Eitt þó tíminn ei fær grafið eða gleymsku-skýjum vafið, það er nafn hins merka manns, minning æ því vaiir hans. Forlög eru—flestir segja—• fæðast, lifa, stríða, deyja. Loks svo eftir lífsins þraut ljúft að hníga’ í móöur skaut. Frjálsræðis og forlaganna furðudjúp ei má ég kanna ; hygg þó margt í sjálfsvald sett sé, ef þessvér gætum rétt. Heim til Fróns þú ætlar aftur, en að hulinn norna kraftur valdi sliku, vinur minn, vafasamt ég nokkuð finn. Sjaldan alt að óskum gengur, ei þín fáum notið lengur ; virða tíðum vonin sveik ; Verðandi er hulin reyk. Þér skal dýrstu þakkir róma, þú hefir æ til gagns og sóma, starfað vorri þjóð og þér ; þess er skylt að minnumst vér. Hér með oss þú hefir þolað heitt og kalt, en aldrei volað. Þú hefir tapað, þú hefir grætt. Þér hefir sorg og gleði mætt. Þú hefir hér með þreki barizt, þú hefir bæði sótt og varizt, óbilugt með andans þor aldrei stigið flóttaspor, Og með beittu andans sverði arga sigrað lygamerði þá, sem dygða’ og æru án okkur gera hugðu smán. Farðu vel til feðra garða, farðu vel, þótt nái skarða litla vina hópinn hér. Heilög gæfan fylgi þér. Nafn þitt, Einar, alla daga okkar geymir landnámssaga, logagyltu letri skráð, lengd sem tímans fær ei máð. ‘ S. J. JÓHANNBSSON. Hugh Armstrong var kjörinn þingmannsefni Conserva- tíva í Selkirk-kjördæmi á fundi hér í bænum á þriðjudaginn var. Það eru engar ýkjur þó sagt sé, að fylgismenn Bradbury’s séu óánægðir með þau úr- slit. Á fundinum mættu 85 erindrekar og áður en fundur var settur taldi Bradbury sérvísan meirihluta atkv.; en svo fór atkvæðagreiðslan þannig, að Armstrong fékk 54 atkv., Bradbury 25 og \V. J. McLean 3. Síðar var látið heita að útnefningin væri 'gerð í einu hljóði. Á fundinum mættu 6 Islending- ar: frá Álftavatnsnýlendu Nikulás Th. Snædal, frá Nýja íslandi Stefán Sig- urðsson, Jóhann Straumfjörð, Sigurður Nordal, Andrés J. Skagfeld, Kristján Lifman. Á fundinum lét Bradbury í ljósi að hann mundi hlíta úrskurðinum, en lét jafnframt í ljósi óánægju yfir því, að 10 af sínum atkvæðum hefðu verið gerð ó- nýt á fundinum—erindrekarnir mættu ekki, en sendu atkvæði. Cure Biliousness, Sick Head- ache, Dyspepsia, Sluggish Liver and all Stomach Troubles. Are Purely Vcgetable, elegantly Sugar-Coated, and do not gripe or sicken. Act gently but promptly and thoroughly. “The safest family » medicine.” All Druggists keep BRISTOL'S PILLS .••••< -••••- -••••- .••••- ■••••••< ►••••- ■••••- ►••••■< >••••< >••••< DAGBÓK. FÖSTHDAG.5. APRÍL. Það er alment álit að Tyrkjastjórn gangist fremur fyrir illu en góðu. Og í þeim tilgangi, að hjálpa stórveldunum til að ógna lienni hefir Bandaríkjastjórn ákveðið að senda herskip til Smyrna og láta það liggja þar um stund. Er stjórn- in að hugsa um að gera Smyrna að her- skipastöð fyrir flota sinn á Miðjarðar- hafi, hafa þar kolageymslu hús o. s. frv. 60 mílna langa járnbraut á að byggja í sumar frá Calgary norðaustur, — að kolanámum í Red Deer-ár dainum. Herflutningur frá Spáni til Cuba heldur áfram. LAUGARDAG 6. APRÍL. Tekjur Canadastjórnar í síðastl. Marzmán. voru $1 milj. minni en í fyrra og gjöldin $200,000 minni. Indiáni einn í Alberta vestra skaut Indíána-agent á fimtudagskveldið og flúði svo. Lögregluþjónar eltu hann, en liann varðist og skutu þeir hann að lykt- um. Hæstiréttur Bandaríkja hefir lamað tekjuskattslögin nýju svo, að þau eru alt að því dauður bókstafur, svo mörg atriði í þeim stríða inóti grundvallarlög- unum. Það er og úrskurður sumra hæstaréttardómaranna, að sú lagaheild öll sé mótstríðandi grundvallarlögunum. I New York er verið að stofna nýtt telefónfélag, "The Standard,” til að keppa við Bell telefón-einveldið. Þetta nýja félag getur að sögn lagt fram $360 milj. sem höfuðstól, ef á þarf að halda. Etlun þess er, að leigja telefón fyrir $25 um árið hvar sem er í landinu, og ætlar það að leggja það alt undir sig frá norðurjaðri Canada til suðurtakmarka Mexico. MÁNUDAG 8. APRÍL. Herafli Spánverja í Cuba er nú orð- inn um 12,000. Á ferðinni til Cuba er nú einnig hinn nafnkunni spænski her- stjóri, Martinez Campos, til að taka við herstjórninni, með $2 milj. í vasanum og það þykir Cubamönnum langmest var- ið. Á Arkansasþingi yar sú kæra fram borin á laugardaginn, að járnbrautarfé- lag eitt hefði keypt atkv. þinginanna fyrir $100 hvert og var nafn governorsins bendlað þar við. Reiddist hann af því og heimsótti kærandann, hræktií andlit hans. flaugst á við liann og hefði að lyktum drepið hann með skammbyssu- skoti, því þingmaðurinn var vopnlaus, hefðu tveir menn ekki komið til hjálpar. Dáindis laglegur governor. ÞRIÐJUDAG 9. APRÍL. Hérlend blöð flest eru nú full af kynjasögum þess efnis, að stríð milli Norðmanna og Svía sé í nánd, og að Þýzkalandskeisari muni ljá Svíum fylgi, hati heitið Oskar konungi því. Fregn frá Japan segir sár Li-Hung- Chang gersamlega gróið. Nokkrir þingmenn Breta hafa viljað að stjórnin sklfti sér eitthvað af máli og vandkvæðum fyrvórandi Havai-drottn- ingar, sem nú situr í fangelsi. í gær svaraði stjórnin því að hún gæti ekki átt neitt við það mál. MIÐVIKUDAG 10. APRÍL. Um eða yfir 20 manns biðu bana í kolanámum skamt frá New Whatcom í Washington-ríki vestra, á mánudags- kveldið. Cleveland forseti hafði fund með ráðaneyti sínu í gær, tii að ræða um hæztaréttarúrskurðinn áhrærandi tekju- skattslögin. Er sagt að við svo búið sitji fyrst um sinn, en að stjórnin hafi í huga að búa út nýtt málsatriði fyrir hæstarétt áhrærandi skatt af landskuld- . Rétturinn hefir sagt að ekki verði lieimtaður skattur af slíkum tekjum, en stjórninni fellur illa að kannast við, að það sé rétt, og hugsar sér svo að gera nýja tilraun. Japanitar eru að víggirða alla þjóð- vegi yfir landamæri Kóreumanna og Rússa. Horfur eru á að saman gangi með Nýfundnalandsmönnum og Canada Gangi eyjan í sambandið senclir hún ! fulltrúa á Dominionþing. FIMTUDAG, 11, APRÍL. Fölsuð Bandaríkja frímerki eru á gangi í ríkjunum, en verkstæðið er að sögn í Hamilton, Ontario. SuðurBandaríkjamenn fagna yfir uppgangi uppreistarmanna á Cuba og er haft við orð að hjálparliðsflokkur sé í myndun á Floridaskaga og fullyrt að vopn hafi verið send til eyjarinnar frá Philadelphia. Skeyti frá Khöfn segir að Fólks- þingskosningar séu nýafstaðnar i Dan- mörku, og vinstrimenn og sósíalist- ar hafi í þeirri sókn aukið lið sitt á þinginu svo nemi 15 manns. {\ DrengirJ ** ^ sjáið • \ j SHETLAND- • 4'^.'%>'%> »•»•-%> # HESTINN. I Walsh's Glothing House 515 og 517 Main Street. { Skoðið # vandlesra >••••• t: • Yerðlauoa- # fötin • • # MIKIL VERDLAUN FYRIR GflDA Hver sem kaupir hjá oss drengjafatnað frá þessum degi til hins 25. Maí, heíir tækifæri til að fá Shetlandhest eða alfatnað af besta tagi fyrir ekkert. \ Verfllaimaliestr falsli’s lellie Blf Tiibod Waish’s. ÖNNUR VERÐLAUN FALLEGr FÖT. # ) í i * I # l m © i # é © t + Vér bjóðum þessi tvenn verðlaun þeim sem fara næst um þyngd hestsins. Lesitl I Lessiíl I Setjið nú upp spádómsgrímnna, drengir og farið að vinna. Shetland-hesturinn og alfatn- aðurinn er til sýnis í búðarglugganum. Far- ið inn og sjáið gripinn og hugsið ykkur hvað hann vegur. Sá sem fer næst um þyngd hestsins, fær hann að gjöf. Sá sem verður næst-beztur fær alfatnaðinn. Þetta nær til allra sem kaupa drengja-altatnað hjá oss. Eyðublöð til að skrifa tilgáturnav á, er til taks í búðinni. Tilgáturnar byrjuðu kl. 8 f. m. laugard. 6. April, og enda 25. Maí, kl. 11 e. m. — Undir eins og tíminn er liðinn, verð- ur hesturinn veginn opinberlega og þeim sem næst hafa farið um þyngd haus, Verða afhent verðlaunin kl. 10 næsta mánudagsmorgun og nöfn þeirra auglýst í mánudags-morgun. og kveldbiaðinu. Engin verd- hreyting. Þó vér bjóðum þessi ágætis verð- laun, breytum vér ekkert verði á vörum í búðinni. Vér ábyrgjumst að allar vörur eru 10 til 30% ódýrri en annarstaðar. Stuttbuxur fyr- ir drengi 35 c., 40 Ci og 50 c. Drengja *’Sailor”-föt90c., $1,25 til $2,00. Vaðmálsföt handa drencj- um $1,50 til $3,50. Svört Worsted föt fyrir drengi $2,50 til $4,00. Drengja og barna hattar og húf- ur 25cts. og yfir. 515 OG 517 8 MAIN STREET Andspænis City Hall. T. M. Walsh. ••••-* Kjorkaup á karlmannafötum os; vor-yfirhöfnum. Hattar! Hattar! Takið eftir hattadeildinni. Að eins á laugardaginn verða hattar seldir fyrir hálfvirði. Vér höfum aldrei áður haft. jafnmikiðaf hött- um sem nú. — Vér höfum allar tegundir af liöttum, með hvaða lagi sem er. — Hvernig sem höfuð þitt er lagað, þá getum vér selt þér hatt sem passar. — Vér stær- um oss af hattabyrgdum vorum, og það er þess vert. >••• • '^>'^>» C ••^>"%> •••••••• " t t # t © i i t m m m m \ m m 5 m i W. C. Gully, þingm. fyrir Carlisle kjördæmi, var í gær kjörinn þingfor- soti Breta ífitað Arthur W. Peels, er formlega sagði af sér þvi embætti 8. þ. m. Frumvarp til laga verður lagt fyrir þing Breta er gefur dómurum í Canada og öðrum útríkjum Bretaleyfi tilað sitja sem dómarar í dómsmáladeild leyndar- ráðsins brezka. Útflúttar verzlunarvörur úr Can- ada til Bandaríkja vorn yfir $i milj. meiri í síðastl. Marz, en á Sarna tíma fyrra. Er það Wilson toll-lögunum að þakka. Francis Kossuth, sonur gamla þjóð- skörungsins ungverska, var f gær kjör- inn þingmaður á ríkisþingi Ungverja. Eftir áætlunarskrá akuryrkjustjórn ardeildarinnar i Washington, sem út kom í gær, voru uppskeruliorfur í Bandaríkjunum ekki eins vænlegar í lok Marzmán. eins og á sama tímabili í fyrra. Snjóleysi í vetur og þurkur í vor er orsökin. Limafallssýki. SJÚKDÓMUR SEM LÆKNAR HAFA ÁLITIÐ ÓLÆKNANDI. VKtTT HÆSTU VBUÖLAUN A HEIMSSÝNINGUNNI •sa IÐ BEZT TILBUNA. Oblðnduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára *eynzlu. Það er rétt kallaður hfandi dauði. Sjúklingurinn ósjálfbjarga. Kval- irnar óbærilegar — Hægðirnar koma sjúklingnum óafvitandi, og hann þarf alt af mann til að hagræða sér og passa. Meðal við þessuin sjúkdómi fundið. Mr. James McLean frá Lefrog, Simcoe County Ont. er þekktur af öllum gömlum og ungum þar í grend- inni, og allir vita að hann hefir um mörg ár liöið hinar mestu þjáningar. Mr. Mc- Lean segir frá meiðsli sínu þannig og frá því hvernig hann læknaðist af hinum hræðilega sjúkdómi limafallssýki á þessa leið : Árið 1880 féll ég ofan af bygginguog kom niður á bakið í grjóthaug. Eg moiddist f jarskalega, og var nærri dauð- ur. Það voru brúkaðir við mig bakstr- ar og vefjur, og batnaði mér ögn viðþað En þaö varaði ekki lengi. Eg fór að finná til fótakulda sem virtist vera ómögulegt- að lækna. Þetta færði sig smám saman upp í lærin og eftir lítinn tíma var ég allur undirlagður fyrir neðan mitti. Eg hafði óbærilega fijúgandi verki, um fæt- urnaoglærin, sem ollu hinum liræði- legustu þjáningum, bæði nótt og dag. Það var ekkert til sem linaði kvalirnar nema Morphine. Ég var undir umsjá sex lækna, sem að því er mér virtist, vissu ekki hvað að mér gekk, og gátu því ekkert aðgert. Sumir læknarnir sögðu það væri gigt sem að mér gengi, en aðrir sögðu að það væri mænusjúk- dómur, og um leið létu þeir á skilja að mér mundi versna, og að sjúkdómurinn færi bráðlega að gera vart við sigíhand- leggjunum,* Þetta reyndist lika satt vinstri hend- in varð máttlaus um úlfliðin, og visnaði upp. Brunaplástur og rafmagn var reynt við mig, en það kom að engu haldi. Þar næst fór ég að fá brunaverk í magann, með velgju og uppköstum sem þjáðumig svo að ég hélt að ég mundi ekki lifa deg- inum lengur. Það hefir komið fyrir að óg liefi legið með uppköstum í 36 kl.tíma og ekkert gat linað þjáningar mínar nema morphine eða chloroform. En það átti ekki staðar að nema þarna. Hægðir og þvag komu mér óafvitandi og ég var nauðbeygður til að hafa alt af mann við hendina til að líta eftir mér. Það mátti nú segja að ég þjáðist af óbærilegum kvölum frá kvirfli til ylja. Ég varð að hafa augun stöðugt á jörðunni til þess að mig svimaði ekki, því undireins og ég leit upp fyrir mig riðaði ég á beinun- um og hefði dottið ef óg hefði ekki verið studdur, og í dimmu gat ég ekki stigið eitt fótmál. í níu ár leið ég allar þess- ar hörmungar. Árið 1889 var ég tekinn inn á opinbert sjúkrahús i Toronto, og var ég þar í þrjá mánuði. Mór var sagt að sjúkdómur minn væri limal'allssýki sem væri ólæknandi og snóri ég þaðan heimleiðis engu betri. Eftir að ég kom heim til mín hrúkaði ég enn ýms meðul, en það reyndist sem fyrr árángurslaust og að lokum fékk ég eftirfylgjaudi vott- orð um það að ég væri ólæknandi. Churchill July 27th 1898. Hór með vottast að James McLean hefir mænusjúkdóm (ólæknandi) sem veldur því að hann getur ekki unnið sór brauð. A. T. Tittle M. D. Um þessar mundir var mjög hart lagt að mér með að reyna Dr. Williams Pink Pills, og ég segi það satt að ég vildi að ég liefði gcrt það fyrir mörgum árum síðan. Hve miklar þjáningar og angist hefði ég ekki með því losast við ! Skömmu eftir að ég fór að hrúka Pink Pills fór ég að finna til bata; kvalirnar linuðust og ég gat hætt að brúka mor- phine. Innyflin fóru að viuna reglulega og líf og f jör fór smám saman að færast í útlimina. Nú get ég gengið án hækju eða stafs, og get stigið töluvert langt til. Maginn vinnur nú reglulega og ég get borðað mat minn með góðri list. Vinir mínir sem aldrei bjuggust við aðsjá mig á fótum aftur eru alveg hissa yfir því live vel mér hefir batnað af Dr. Wilhams Pink Pills. Þegar ég byrjaði að brúka pillurnar var ég orðinn að eins 135 pd. á þynjgd, en nú er ég 166. Ég er alveg eins °g nýr maður og ég get enganveginn lofað yðar ágæta meðal éins og það á skilið. Konan mín tekur undir með mér í að lofa Dr. Williams Pink Pills; hún segir að það hafi verið gleðirík stund fyrir sig Jiegar ég fór að brúka þær, þar eð hún hafi síðan hafthvíld frá aðstunda mig eins og áður. Ég hefl þá von að að þeir sem þjást af þeim sjúkdómi megi fá tækifæri til að ná í þetta ágæta lyf yðar. Yðar þakklátur James McLean. Dr. Williams Pink Pills eru óyggj- andi við öllum eftirfylgjandi sjúkdóm- um : riðu, limafalls-ýki, gigt, mjaðma- gigt, eftirstöðvar af influenza, lystar- lej'si, höfuðverk, svima, langvarandi heimakomu, og kirtlaveiki. Þær eru einnig óyggjandi viðsjúkdómumsemeru einkennilegir fyrir kvennfólk koma hf- færunum í lag og láta þau vinna sitt verk. Þær gera útlitið fallegt og bæta blóðið, styrkja liko-mann og gora liann hraustan. Á karlmönnum eru þær óyggjandi við ofþreytu eða óhófi af hvaða tagi sem er. Þær eru seldar í öskjum með merki félagsins á umbúðunum (prentað með rauðu hleki) og fást hjá öllum lyfsölum, eða með pósti frá Dr. Wifliams Medicine Co. Brockville Ont. eða Schenectady N. Y. fyrir 50 cts. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.