Heimskringla - 12.04.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.04.1895, Blaðsíða 2
2 Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskriogla Prtg. k PobL Co. O® 9« Verð blaðsins i Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgaðj Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $1. 9999 Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi só skuldlaus við blaðið. 9*99 Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. 99 09 EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MAXAGKR. 99 09 OFFICE : Comer Ross Ave & Nena Str. 1». <j». ííox 305. 09«99999ee*999O9ð99Oe*9 J árnbrauta-land. Canadastjórn lieíir [)ótt greiðug við járnbrautafélög, sem æskt hafa eftir styrk við að leggja járnbrautir út um ný-byggðir og útfyrir þær allar götur, í þeirri von aö ný byggð kæmi á eftir. Það er líka sannast, að hún hefir verið stórgjöful á land sity, stórgjöfulli ef til vill, en rétt hefði verið. En þegar athugað er, að án þessara stóru gjafa hefðu mörg héruð, sem nú eru all- þettbygð orðin, verið járnbrautalaus og að mestu fólkslaus, þá viðurkennir allur þorri manna að gjafmildin á landeign þjóðarinnar hafl verið hyggi- leg og að fyrir þá gjafmikli hafi verið margfaldað verð þjóðeignarinnar. Uin það aftur eru deildari skoðanir, hvað lengi stjórnin eigi að halda áfram að gefa járnbrautarfélögum land, eða nokkurn styrk til brautalagningar. Það eru margir þeirrar skoðunar, að Canadastjórn hafi verið öllum stjórn- um stórgjöfulli á landeign þjóðarinnar. Sannleikurinn er samt sá, að þó hún hafi gefið mikið, þá er hún í því efni eft- irbátur Bandaríkjastjórnar. Sé fólks- fjöldi beggja rikja tekinn til greina verður mismunur á verðgildi gjafanna enn meiri. Það hafa sumir metið með- alverð landeignanna, er Canadastjórn hefir gefið burtu, á Sö.00 ekruna. Enn sem komið er, er sú áætlun alt of há, en setji maður svo að tímalengdin sanni hana rétta, þá er ekki ósanngjarnt að að gera meðalverð þeirra eigna í Banda- ríkjunum S10,00 ekruna, þar sem stjórn- arland er á förum og nýbyggjar þvi nauðbeygðir að kaupa sér bújarðir. í tilefni af vandræðamáli Banda- ríkjastjórnar í sarnbandi við hundrað miljónirnar og meir, sem Union og Central-Pacific brautarfélagið skuldar stjórninni Jalls, hefir nú á þjóðþingi í Washington verið rætt um landeignina, sem þjóðin til þessa hefir gefið járn- brautarfélögunum. Skýrsla yfir það málsatriði sýnir að alls hefir þjóðin gefið brautunum 155,504,994á ekrur af landi. Sýnir skýrsla þessi enufremur, að á stjórnarárum hinna ýmsu forseta lýð- veldisins hefir landið verið gefið járn- brautum, sem fylgir : Ekrutal. Á stjórnarárum Miflard Fillmorés, (1850—3) voru gefnar.................. 8,198,o93,73 Á stjómarárum Franklin Pierce (1853—7) voru gefnar................. 19,678,179.79 Á stjórnarárum Abrahams Lincolns, (1861—5) voru gefnar................ 74,395,801,61 Á stjómarárum Andrew Johnsons, (1865—9) voru gefiiar.................34,001,297. / í Á stjórnarárum U. S. Grants (1869—77) voru gefnar..................19,231,121.60 Alls. 155,504,994.50 Af þessari sneið af þjóðeigninni fékk hið sameinaða félag : Union og Central Pacific 22J milj. ekrur af landi, en enn þá hefir það ekki gengið eftir eignarrétti á meira en einum fjórða hluta ánafnaðrar eignar, Enn eru því eftir j höndum þjóðarinnar nær 17 milj. ekra af landi, en sem stjórninni ber sam- kvæmt samningi, að gefa felaginu eign arbréf fyrir. Nú er gátan, sem fyrir þingi liggur, að sjá hvernig þjóðin get- ur fest þessa eign og annaðtveggja not- að haua sem hrís á íélagið, svo það hraði sér að greiða sína skuld, eða að halda landeiginni ogstryka skuldina út. Hvorugt þetta er búist við að gangi, HEIMSKEINGLA 12. APKÍL 1895. eins og hér er talað um, en til svo mik- ils er þó ætlast af þinginu, að það hag- nýti þetta hald, sem það hefir á félag- inu, svo að stjórnin einhverntíma fái eitthvað af skuldinni endurborgað. Ef eftir vanda lætur verður þó ekki sagt að horfurnar í því efni séu vænleg- legar. Reynslan hefir sýnt að fá af brautarfélögunum hafa staðið við sinn hluta samningsins. Þau hafa fæst full- gert brautirnar á ákveðnum tíma og hafa þar af leiðaudi fyrirgert róttinum til meginhluta landsins, sem lofað var með vissum skilmálum. Um þesskon- ar mál hefir oft verið tíðrætt á þjóð- þingi, en aldrei hefir orðið af, að eitt fé- lag eða annað væri svift landeigninni, Hið illræmda 53. þing komst þó það langt í því efni, að frumvarp þess efnis varð samþykkt í fulltrúadeildinni.Hefði það frumvarp komist lengra, þá hefði Bandaríkjaþjóðin átt 56 milj. fieirí ekr- ur af landi, en hún á nú. En, eins og og oftar, strandaði það frumvarp í efri deildinni og hætt við að svo fari einnig í framtíðinni. Þar er sem sé alt bol- magn járnbrautanna sameinað og engin þurð á ötulum starfsmönnum, er veitir létt að stinga liinum æruverðu senator- um í vasa sína, þegar þörf gerist. Nýja-Islands-skólarnir. Þeir fá góðan vitnisburð hjá skóla- inspector D. H. McCalman, í skýrslu til mentamálastjórnarinnar, sem út kom í “Free Press” 9. þ. m- í upphafi skýrslunnar segir lianu að þetta sé í “fyrsta skifti”, sem hann hafi skoðað þessa skóla og virðist það benda á, á- samt öðru í skýrslunni, að þessi skýrsla sé ársgömul orðin, að það sé sú, sem fregnriti Hkr. einn í Nýja íslandi gat um í fyrravor. En svo er vitnisburður jnn jafngóður fyrir það og getur sjálf- sagt ekki síður heimfærst upp á nútíð- ina, því áfram miðar skólunum að vændum, en ekki aftur á bak. 9 I ölluin skólunuin segir hann börn- in vel læs á ensku og vel fær að tala ensku líka, þótt þau sín á mifli tali ís- lenzku að mestu leyti, en hann kvaðst hafa hvatt bæði kennarana og nemend- endur til að tala saman sem mest á ensku á frístundum öllum. Ensk tunga segir hann megi heita að sé viðhöfð ein- göngu í skólunum, að kennarinn ávarpi börnin á ensku og gripi ekki til islenzku nema nauðsynlegt sé til gleggri skýr- ingar málefninu. í þessu efni segir hann íslenzku skólana mjög ólika öðr- um útlendinga skólum, sem liann hafi heiinsótt. í þeim segir hann enskuna ekki viðhafða nema meðan enskulestur stendur yfir, en að sá tími sé að meðal- tali ekki nema 15 mínútur á dag. Jafn- vel spurningarnar ogsvörin út af lestr- inum segir hann frnmflutt á frönsku. Þegar þessi mismunur sé athugaður segir hann óþ.irft að bæta því við, að í þekkingu á ensku séu íslenzk börn, og það þó þau hafi verið skemur á skóla, langt á undan frönskum börnum. Eins og líka má hrósar Mr. McCal- man Lundi-skólanum fyrir stærð, sæta- skipun og allan búning, og bætir því við að fáir sveitarskólar geti jafnast við iiann hvað alt útlit snertir. — Gimli- skólann segir liann gamlan en stóran, og ifla búinn að því er sæti snertir, en segir nemendur þar sé í mun lengra komnir en þeir á skólanum í Lundi.— Hann segir nemendurna í Geysir skóla- héraði hafa tekið undraverðum frarn- förum, þegar litið sé á, að þar hafi ekki fengist nema þrfggja mánaða kennsla í hvoru skólahúsi : Geysir og Baldur. En svo bætir hann því við, að skólahér- aðinu eigi að skifta og verði því fram- vegis 6 mánaða skólakensla í hvoru því héraði (þetta atriði bendír á að skýrslan sem nú er birt sé ársgömu.). Hina skólana alla nefnir hann einn- ig og segir, að Árnesskóflnn, þó nem- endafár, hafi gert vel. Skólann í Mikl- ey kvaðzt hann ekki bafa skoðað og ekki heldur ísafoldar-skóla—vegna veg- leysu. Dýpra og dýpra. Þegar núverandi ritstj. Lögbergs var að reyna að létta blaða-einveldinu af herðum Vestur-íslendinga með því, að þvinga eigendur Hkr. í félag og sam- vinnu með sér, hefir honum fráleitt komið í hug að hann síðarmeir yrði virkilega ritstj. Lögbergs. Ef dæmt er eftir því blaði nú, er ekki auðgert að hugsa sér hvað honum yrði til með um- talsefni, ef Hkr. væri ekki við lýði. Eftir að liafa hafa haldið ritstjóranafn- inu heldur meira en mánuð, er hann bú- inn að koma Lögbergi í það horf, að í ritstjóra-dálkum þess er helzt ekkert annað en dóna-skammir um Hkr. Og ekki nóg með það. Ritstjóra dálkarn- ir eru með köflum ónógir og því gripið til fréttaddlkanna og fréttirnar krydd- aðar með sama efni. Lengra verður ekki komist útyfir takmörk heiðvirðrar blaðamensku. Það eru til svo hlutdræg fréttblöð hér í landi, að þau halla réttu máli í fréttum, sem þau birta, flokki sínum í hag, en ekki eitt einasta blað annað en Lögberg undir sinni nýju stjórn mundi leyfa sér að bjóða kaup- endum sínum skammir um samtíðar- blað sameinaðar fréttum í fréttadálki. Slíkt er að kóróna skömm sína með sví- virðingu. Að svona mundi fara, uhdir núver- andi stjórn blaðsins, kom oss alls ekki á óvart. Oss hefði komið það miklu ó- kunnuglegar fyrir, hefði það gagnstæða átt sér stað, hefði Lögberg haldið áfram að vera kurteist, heiðarlegt, myndarlegt blað. Það er ekki svo að skilja að vér sé- um að finna að þessari umsteyping blaðs ins. Djöfulæði þess gerir oss miklu meira gott en illt, gagn en ógagn. Það ersannarlega ekki ástæða fyrir oss að kvarta á meðan endemis heimska og ruddaskapur og ólíklegustu ósannindi skipa svo gersamlega öndvegi i voru Vestur-íslenzka samtíðarblaði, og enda hina óæðri bekki þess líka, að þar kemst ekki nokkurt ný+ilegt málefni að. Að undanförnu höfum vér í athuga- leysi varið helzt til miklu af rúmi Hkr, til að gera athugasemdir við austurinn í Lögbergi. Vér máttum vitaskuld í upphafi vita, að það hefði sama árang- urinn að fara með sanngirni og kurt- eisi að Lögbergi, eins og það er nú kom- ið, eins og ætla sér að þurausa útliafið. Að vér nokkurntíma byrjuðum þannig var að þakka, eða kenna, þeim vana, að hafa haft við mann að skifta þar sem var ritstj. Lögbergs. Framvegis látum vér ekki þá venju glepja oss, i'og af því vér höfum hvorki löngun til né æfingu í að búa út blað á sama hátt og Lög- berg nú er orðið,' munum vér kappkosta að eyða sem allra minstu rúmi í Hkr. tií athugasemda við ósköpin sem það liefir að bjóðg. Skúla-málið. (Eftir “Politiken.”) Khöfn .15. Febr. 1895. Niðurlag, Næst tókherra Rée það atriði, sem segir frá Grími Jónssyni. Þessi herra Grímur var skólakennari, en virðist þar að auki að hafa haft á hendi aukastarfa við að verja ýms mál fyrir 4 kr. hvert. Hann var mjög hneigður fyrir spíritus og mætti oft í réttinum töluvert ölv- aður. En Grímur þessi Jónsson, sem áður hafði verið skrifari hjá Tliorodd- sen, varð ssinna ritstjóri. Það sýnist vera hægt að stofna blað á harla einkennilegum grundvelli á Islandi. Stefna Gríms Jónssanar var þegar hann byrjaði blaðið: “að ráðast á Skúla Thoroddsen, bæði sem persónu og politikus”. — Nú geta menn séð, að Lárus Bjarnarson hefir haft vit á velja sér vitni, Annað vitni,.....Stefánsson, skýrði frá því, við hina nýju rannsókn, að það það sem setudómari Lárus Bjarnarson hefði bókað sem frambuað sinn væri “að eins heilasþuni dómarans án þess það stæði í nokkru sambandi við fram- burð vitnisins.” Næst tók herra Rée fyrir ýmsar smá-ákærur, er Thoroddsen hafði verið hafður fyrir. Hann (Skúli Th.) hjálp- aði einusinni til að útbúa vörn í máli, sem hann var dómari í. Þetta ver auð- vitað óhyggilegt, en það sézt af öllu þar að lútandi, að hann hefir ekki haft ann- að fyrir augum með þessu, en að flýta fyrir útbúningi varnarinnar. Skóla- kennarinn og hans nótar, sem komu fram sem málaflutningsmenn, eru að eins leikmenn og þar af leiðandi er ekk- ert sérlegt við það, þó aðdómarigefi einum þesskonar málaflutningsmanni ofurlitlar lögfræðislegar bendingar— þegar maður tekur til greina hvað alt er formlaust á Islandi. Thoroddsen er ákærður fyrir að hafa kðmiö á sætt í máli, sem reis út af “þjófnaöi” á 10 fiskum ! Gáið þið nú að, herrar mínir ! Tíu flskum—á ís- landi 10 fiskum (hlátur). Dettur ykkur í hug að nokkur Islendingur mundi vilja vera þjófur fyrir tíu fiska, þar sem svo auðveldlega er hægt að draga 100 fiska á stuttri stund úr sjónum ? Thoroddsen hefir ekki sent skýrslu um þetta til amtsins, sem var að vísu form galli, en hann staðhæfir að amtmaður- inn hafi munnlega fallist á þessar gerðir hans. Þar næst koma nokkrar þýðingar- lausar ákærur fyrir hirðuleysi við em- bættisfærslu Thoroddsens. Sú, sem á að hafa mesta þýðingu er út af því að Thoroddsen hafi á manntalsþingi einu ritað það sem fram fór á laus blöð og seinna látið færa það til bókar ásamt nöfnum vitnanna, sem undir höfðu skrifað. Þetta er nú að eins formgalli, því ekkert er sagt um, að innfærslan sé að nokkru leyti öðruvísi, en það sem stóð á þessum lausu blöðum. En hvar eru nú þessi skjöl? Það hefði verið mjög gaman að geta lagt íram það sem að réttarvitnin höfðu áður sagt með þeirra eigin undirskrift. Herra Lárus Bjarnarson hefir að eins sýnt vitnunum afskriftina sem bókuð var, en af því að svo mörg ár voru liðin frá því að þetta gerðist þorðu vitnin ekki að staðhæfa að bókunin væri rétt. Það er einkenn'i- legt að Lárus gerði sór ekkert ómak við að leita að hinum upprunalegu lausu blöðum. Þau voru þó afhent af Thor- oddsen ásamt öðrum skjölum. Hvað er þá orðið af þeim ? Ja, það er nú spurningin. Thoroddsen er ákærður fyrir, að hann hafi látið viðstödd réttarvitni rita nöfn fjarverandi vitna í réttarbókina. Þetta hefir að eins komið fyrir á löngum ferðum, og maður verður að gá að, hvaða örðugleikum slíkar ferðir eru háðar, og að það kemur oft fyrir, að réttarvitni getur oft ekki verið til stað- ins. Og það er vitanlega almennt á Is- landi að í slíkum tiifellum skrifa menn undir skjöl fyrir fjarstadda kunningja sína. Það er aðgætandi, og verður að liafast liugfast, að kringumstæðurnar, siðir og venjur, eru og hljóta að vera öðruvísi á íslandi en hér í Danmörku. Það er ekki hægt með réttu að brúka sama mælikvarða, sem hér er brúkaður, viðþaðhve stranglega fylgja skuli formi og reglum þar. Þá kemur seinasta ákæran, sem er út af meðferð Thoroddsens á prentfélag- inu, sem átti það blað, sem Thoroddsen skrifaði í. Hann reyndi að sýna að meðferð Thoroddsens á málinu hefði í alla staði verið réttmæt og fór hann út af því nokkrum orðum um blaðið og út- gáfu þess. Þetta blað hafði 3 menn sem ritnefnd, prófastinn, prestinn Sig- urð Stefánsson og Thoroddsen- En einu sinni þegar presturinn hafði skrifað í blaðið all-snarpa grein um byskupinn, kom felmtur yfir prófastinn og gekk hann úr leik. Voru þá eftir til umsjón- ar á blaðinu : prcsturinn og dómarinn. Kærandinn hefir við þetta atriði farið hörðum orðum um prívat framkomu Thoroddsens og jafnvel gefið út, að það hefði ekki verið nema róttlátt, að Thor- oddsen hefði verið dæmdur ,frá embætti sínu fyrir blaðagreinar þær, sem hann skrifaði móti stjúrninni. Þó aðþetta komi ekki málinu við verð ég samt að taka það fram, að áður en Thoroddsen var vikið frá, skrifaði hann meðal ann- ars harðorðar greinar út af stöðulögun- um gegn núverandi dómara í Isafjarðar sýslu. Þessar greinar komu Lárusi Bjarnarsyni sérlega illa. Það var fyi-st eftir að Thoroddsen var vikið frá að hann í gremju sinni út af meðferðinni, sem honum var sýnd, hreitti frá sór nokkrum harðorðum blaðagreinum, Hra. Rée endaði málsvörn sína með þessum orðum : t “Heiðursverði hæsti réttur ! Ég vona að hafa sýnt fram á, að það er mjög fátt, sem hægt er að á- mæla hinum ákærða fyrir. Hann er duglegur og samvizkusamur maður, er hefir yfirsézt eins og hverjum öðrum manni getur yfirsézt. En þegar tekið er til greina, að þetta mál hefir verið svo lengi á leiðinni, að Thoroddsen hefir verið embættislaus í 8 ár og hefir við það tapað ekki minna en 8000 krónum, þá vil ég bera það undir hina heiðruðu dómara, hvort það í sjálfu sér er ekki fullkomin hegning fyrir yfirsjónir hans. En ef á að hegna Thoroddsen, þá verð ég í tilefni af því að segja fáein orð. A rneðan Lárus Bjarnarson var rannsóknardómari í málinu, jók hann málskostnaðinn óliæfilega ; hann gerði hverja ferðina á fætur annari og hafði með sér vitni, án þess það væri nauð- synlegt. Þannig varð kostnaðurinn við undirróttinn 2000 krónur. Ef Thorodd- sen ætti að borga þennan málskostnað yrði hann snauður maður eftir. Ég vil leiða athygli að því, hvort ekki er að minnsta kosti hægt að skifta kostnaðin- um þannig, að Thoroddsen sleppi við að borga þessar 2000 krónur, sem með róttu hefðu átt að takazt úr vasa herra Lárusar Bjarnarsonar. Og svo krefst ég þess þá, að hinn á- kærði sé sýknaður um leið og hinir dómarnir eru feldir”. Sækjandi, hæstaréttar málafærslu- maður, Lunn, endaði málssóknina með fáeinum velvöldum orðum. Eftir óvanalega langa íhugun máls- ins féll dómur í málinu kl. 10 f. h. hinn 15. Febr., og-er eins og frá var skýrt í Hkr. 22. f. m., sá, að Skúli er algerlega sýknaður. Fundu hæstaréttardórnar- arnir að eins eitt áfellisvert atriði hjá Skúla, en svo lúilsvirði. að ekki var við það eigandi. Áhrif “Skandinava” á heiminn. Eftir Rasmus B. Anderson. Framhi frá Hkr. nr. 12. Hinn fyrsti hvíti maður, er augum leit meginland Ameríku var Bjarni Herjólfsson, árið 986. Hinn fyrsti hvíti maður, er, að því er vér vitum, steig fæti sinum á meginlandið, var Leifur Eiriksson hins rauða, árið 1000. Hinn fyrsti hvíti maður og hinn fyrsti kristni maður, sem grafinn var í ame- ríkanskri jörðu, var Þorvaldur bróðir Leifs, árið 1002. Hinn fyrsti hvíti mað ur, sem reisti bygð innan takmarka Bandaríkja var Þorfinnur karlsefni, ár- ið 1007. Hin íyrsta hvít kona, sem kom til Vínlands, var Guðríður kona Þorfinns, gáfuð kona eg skörungur mikill. Árið 1008 fæddi hún son á Vin- landi. Drengur sá var Snorri nefndur, og var hann hinn fyrsti maður af norð- urálfumanna kyni, er Ijósið sá í hinum nýja heimi. Af sögunum um sjóferðir þessar og landnám höfum vór hina fyrstu þekkingu og lýsingu á frum- bypgjum Ameríku. Árið 1112 fóru þau til Vínlands Helgi og Finnbogi og Frey- dís búsfreyja. Árið 1112 settist Eirík- ur Upsi að sem byskup á Grænlandí, og árið 1121 fór byskup þessi kristniboðs- ferð frá Grænlandi til iVínlands. Er það hinn fyrsti klerkur kristinn sem Ameríku hefir heimsótt. Hin seinasta þessara merkilegu ferða, áður en Col- umbus fann aftur Ameriku, var árið 1347. Kom þá grænlenzkt skip með 18 manns frá Nova Scotia (Marklandi) til Straumfjarðar á Islandi. Sjá menn af því, að Vínlandsferðir hafa verið j-fir hér um bil 450 ár, alt upp að 144 árum áður en Columbus fann Ameríku aftur árið 1492, og það var Leifur Eiríksson, sem fyrstur manna sté fæti sinum á hinar eýstri strendur meginlands Ame- ríku, og það var annar tápmikill Skan- dinavi, sem auðnaðist að finna hið mjóa sund, er skilur Ameríku og Asíu. Vitus Bering var danskur, fæddur á Jótlandi í Danmörku áriðl680. Gekk hann í þjónustu Rússa, fog árið 1715 var hann gerður foringi einhverrar hinnar stórkostlegustu landaleitunar- farar, sem nokkurntíma hefir gerð ver- ið. Iíann rannsakaði hafið við Kamt- chatka, og á þeirri ferð fann hann Be- ringssund árið 1728 og varð þess vísari, að Asía var ekki áföst Ameríltu, Eins ogþví Norðmaðurinn Leifur Eiríksson er hinn fyrsti hvíti maður, er stó fæti sínum á austurhluta meginlandsins, eins var það Vitus Bering, danskur maður, er fann hin vestlægu takmörk Ameríku. Þeir standa við uppgöngu sólar og niðurgöngu, seilast til og grípa saman sínum hraustu Norðmanna- örmum utan um landfláka þann, er nfi myndar Bandaiíkin. Og enn getum vér bætt við Svía einum til þess, að fullgera þrenninguna. Var það ekki Svíþjóð, sem gaf oss Jón Eir'iknon, er með ostakassanum sínum litla, hinum nafnfræga “Monitor”, hjálpaði mest og bezt þessu elskulega landi á þess mestu háskastundu. Hver vill nú neita því, að Skandi- navar hafi unnið landi þessu margt og þarflegt ? En vór verðum að halda á- fram og flýta oss. Hin fyrsta heimsókn Skandinava til Ameríku eftir daga Columbusar var árið 1619, ári áður en pílagrímarnir lentu við Plymouth Rock. Um vorið þetca sama ár gerði Kristján konungur 4. út skip tvö “Enhjörningen’1 og “Lamprenen” í þeim tilgangi, að íinna leið norður um Asíu. Foringi farar þessarar var Jens Munk, Norðmaður, fæddur í Burby í suðurhluta Noregs árið 1579. Sigldi hann frá Kaupmanna höfn á tveim skipum með 66 menn 9. Maí 1619. Hann rannsakaði Hudson- flóa, namlandið í kringum hann í nafni konungs síns og nefndi það: Nova Dana, Allir fórust þeir félagar, nema Jens Munk sjálfur og tveir af skips- höfn hans. Komu þeir til Noregs aftur 25, Sept. 1620 og varð fyrirtæki árang- urslaust. Skipskapilán sá, er í förinni var, var danskur prestur, lúterstrúar, Rasmus Jensen Aarhus að nafni; hefir vinur minn séra Adolph Bredesen frá Stoughton, Wis., vakið athygli á því, að hann hafi verið hinn fyrsti prestur luterstruar í hinum nýja heimi. Herra Bredesen fer viðkvæmum orðum um prest þenna og þjónustu hans hjá sjó- farendum þessum, er fórust af sjúk- dómum og harðrótti hinn afarharða vetur 1620 x Hudsonflóa-löndunum.— Hann segir svo : “Rasmus Jensen Aar- hus, danskur prestur lúterskur, þjón- aði með dygð óg skyldurækni þessum ólánssömu mönnum alt fram undir and- lát sitt. Hann dó 20. Febr. 1620 á suð- urvesturströnd Hudsonsflóa nálægt mynni Churchill fljótsins. Hin síðasta ræða hans var líkræða, er hann flutti á sjálfri banasæng sinni. Það er furða mikil, að enskar eða ameríkanskar Cyclopædiur (fjölfræðibækur) skuli ekki geta hans hið minnsta. Víst er það, að Norðmenn og Danir komu mjög snemma til New Amster- dam, er nú nefnist New York. Séra Rasmus Anderson frá Brooklyn, N. Y., hefir nákvæmlega ranr.sakað það og þykist finna spor Skandinava í New York árið 1617. Segir hann að nokkrir Danir (líklega þó Norðmenn) hafi sezt að á Manhattan-eyju árið 1617. Árið 1704 segir hann, að þeir hafi bygt fagra steinkyrkju á horninu á Broadway og Rector strætum. Var þar guðsþjón- usta flutt á danskri tungu þangað til að eignin var seld Trinity kyrkju, og er þar nú grafreitur, sem áður stóð kyrkj- an. Segir hann og að skoði menn hinn fyrsta vegvísir, er gefinn var ; út í New York, finni menn þar mörg nöfn, er ó- neitanlega séu af dönskum uppruna”. Eg hefi nú verið svo djarfur að ætla, að menn þessir hafi verið Norðmenn, en ekki Danir, og ástæðan fyrir því er sú, að afkomendur þessara manna, sem ég hefi fundið sjálfur, eða skrifast á við, segjast undantekningarlaust vera af norskum ættum, Fjöldi þeirra er af Bergen ættinni, og var ættarsaga þeirra fyrir nokkrum árum gefin út í allmik- ilh bók. Af riti því hefi ég orðið þess vísari, að forfaðir Bergen-ættarinnar á Long Island, New Jersey og í grend- inni, Hans Hansen Bergen, var fæddur í Bergen í Noregi. Var hann skips- timbursmiður og hafði flutt sig þaðan til Hollands. Frá Hollandi flutti hann árið 1633 til New Amsterdam, sem nú er New York. í fornum nýlenduskýrsl um kemur nafn hans fyrir í ýmsum myndum. svo sem “Hans Hansen van Bergen in Noorwegan”, “Hans Hansen Noorman”, “Hans Noorman”, “Hans Hansen de Noorman”, “Hans Hansz”, “Ilans Hansen” o. fl. Nafnið Noor- man bendir auðsjáanlega á Noreg og rar það algengt auknefni þeirra, er þaðan voru. Annað skýrt dæmi sömu tegundar er Claus Carstensen, sem kvæutist í New Amsterdam 1646. í giftingarskránni er þessi Claes Carsten- sen talinn vera frá Noregi, og síðar fékk hann auknafnið Noorman. The debate. Editor Ueimskringla. Dear sir : — Having just read Mr. W. H. Paulsons communication in your paper, regarding our debate on the 9th inst., I wish to say that Mr, Paulson states the subject correctly. At the commencement of my opening addres I distinctly stated it and confined myself to it literally throughout my opening, except I went so far beyond the question as to suggest the impossibility of main- taining our language in this country. In my closing address, I necessarily confined myself very largely to an ana- lizes of Mr. Paulsons reply, and hence could not confine myself to the subject at issue any further than to call at+ent- ion to Mr. Paulsons arguments, and his utter disfegard for the subject under discussion, and you, not having heard the whole debate, were 3ead into error as to what the real subject of the debate was. Had the subject been : “Resolved that Icelandic Literature has or posses- ses some merit wortli perpetuating,” it would have been most fortunate for Mr. Paulson, as his otherwise very able and eloquent eíTort: would have had the adit- ional merit of being to the subject. Personally I have no objection to the subject of debate being adjusted in any way to Mr. Paulson’s personal ad- dress. Yours very truly. M. Brynjölfsson. Cavalier, N. Dak,, MarchSOtli.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.