Heimskringla - 26.04.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 26.04.1895, Blaðsíða 1
IX. ÁR. NR. 17. WINNIPEG, MAN., 26. APRÍL 1895. Gull og silfur^gripir. Hin nýja skrautgripabúð Q. Thomas, Manuf. Jeweller. 534 Itlniu Street Ég hefl nú fengið nýjar og ágœtar birgðir af allskonar Jewellry. Þeir sem þurfa að kaupa sér Giftinga-hringi geta hvergi fengið samskonar hringi fyrir jafnlitið verð eins og hjá mér. Einnig liefl ég Úr og klukkur og allskonar gull og silfurgripi við lægri verði en ykkur hefir nokkurn- tima dreymt um. FRÉTTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG 19. APRÍL. Bandaríkjastjórn hefir ákveðið að senda 4 sín mestu og beztu herskip : “New York,” “Columbia,” “San Fran- cisco” og “Marblehead” til Þýzkalands í næstk. Júní til að taka þútt í vigsluhú- tíð skipaskurðarins mikla milli Elba og Kjalar við Eystrasalt. Framvegis fá ekki farþegjar á skip- um að stíga á land í Bandaríkjum, ef þeir koma að bryggjunni eftir sólsetur. Svo segir spán ný reglugerð stjórnar- innar. í París er uppkomið samsæri til að ráða F aure lýðveldis forseta af dögum. Fregnir frá New York segja að J. J. Hill, forseti Great Northern-járn- brautarfélagsins sé um það að ná al- gerðum umráðum yfir öllum eignum Northern Pacific-félagsins. Þegar Dominion-þing var sett í gær tók Hon. Geo. E. Foster, fjármólastjóri, við forustu i neðri deild þingsinp. LAUGARDAG 20. APRíl. Fregn frá Kína segir opinbert orðið, a& Kínverjar haíi uppfylt allar, eða þvi næst allar kröfur Japaníta á frið- arEundinum. Eina markverða krafan sena þeír neituðu og sem Japanitar þá gengu ekki svo ríkt eftir, hafi verið sú, a^ slá skyldi opnum hliðum höfuðborg- al llluuL' Peking fyrir alþjóðaverzlun og viðskifturn. Þau borgarhlið eru þcss- vegna lukt eftir sem áður. — Rússar virðast öllum mönnum óánægðari með gerðan samning og hafa helzt í hyggju að gera hann ónýtan, ef unt er. Þeir vilja undir engum kringumstæðum hafa Japaníta fyrir nábúa á meginlandi Asíu og hvað sem það svo þýðir, þá eru þeir nú í óða önn að útbúa herflokka og senda austur til Kyrrahafshafnar sinn- ar : Vladivostok. Framvegis ætla sykurgerðarfélögin á Havai-eyjum að senda sykur þaðan með skipum alla loið til New York; reynist miklu ódýrara en að senda það til vesturstrandarinnar og austur um land með járnbraut. Fullyrt er að í sumar ætli C. P. R. félagið að byggja Duluth og Winnipeg járnbrautina norðvestur til Emerson í Manitoba og þaðan vestur til Morden. Fæst þá bein braut fráDuluthtilWinni- peg vestur um land alt til Kyrraliafs og Verði brautin bygð til Morden verður brautin svo gott sem tvöföld, svo að far- þeginn getur sjálfur kosið hvert heldur hann vill fara vestur um Winnipeg eða Estevan og þaðan með “Soo”-brautinni til Moose Jaw í Assiniboia. MÁNUDAG 22. APRIL. Nýfundnalands-nefndin, sem send var til Canada til að ræða um inngöngu eyjarinnar í fylkjasambandið, kom heim þangað í gær. Auðvitað segja nefndar- mennirnir ekki hvað gerðist, en láta vel yfir því í heild sinni og segja skilmála þannig, að báðir málspartar megi vel Við una. Segir skeytið að hætta þyki á að eyjarstjórnin ætli að leggja samning- inn fyrir þingið er situr og fá hann staðfestan, en að eyjarskeggjar flestir ósld eftir, að iiatin verði lagður fyrir al- bienning svo að almenn atkvæðagreiðsla É kjörþingum felli hann eða samþykki. Skeyti til blaðs í Lundúnum segir aó á laugardaginn 20. þ. m. liafi keisari ”apaníta staðfest friðarsamninginn við Kinverja. — Li-Hung-Chang er nú á e'nfleið og er nú svo um breytt orðið Jrir honum, aðhann er nú í meiri háveg- j*11 bafður en þegar bezt lét áður, af þ^&nuna frá Peking að dæma. — í fróð^ borg er lýðurinn gersainlega ó- Ur nm innihald samningsins. , °a8t er að Prinzinn af Wales muni þeiinÍÍÍ' ^0ma ^ Ameríku, aðallega i n ^Kangi að vera viðstaddur jakta ^bs‘gling á New York höfn o^víðar. i sci, ntl ^om ^'1 Ámeríku seinast árið , ’ ferðaðist þá viða um landið, bæði Bandarikin 0g Canada. ÞRIÐJUDAG 23. APRÍL. Ávarp mikið til lýðsins í Japan gaf keisari Japaníta út í gær, og þakkar þar öllum, háum og lágum, fyrir drengilega hjálp á meðan á hornaðinum stóð. Hrós- ar hann hermönnunum mjög og segir ó- mögulegt að meta framkomu þeirra alla og dugnað eins og vera ber. Það sé hin- um almennu samtökum landsmanna að þakka, að þjóðin hafi unnið jafn frægan sigur og þýðingarmikinn. Jafnframt varar hann þjóðina við drambi og of- metnaði, en óskar að öll stund verði lögð á að útbreiða almenna þekkingu í keis- aradæminu. Þing Breta kom saman aftur í gær, eftir páska-fríið, og tók þá hinn nýkjörni þingforseti við sínu tignaða starfi. Fimm lávarðar settu hann í embættið með venjulegum seremoníum. Frá Rússlandi og ýmsum Norður- álfurikjum koma nú fregnir á hverjum degi, sem allar eru þess efnis, að Rússa- stjórn hafi ákveðið að beita ofbeldi held- ur en láta viðgangast, að Japanítar nái tangarlialdi á nokkrum landskika á meg- inlandi Asíu. Að því er séð verður eru öll stórveldin, að Rússum undantekn- um, ánægð með sainninginn eins og hann en Þó er það sannast, að stöku smáfregnir segja horfur á, að Frakkar og enda Þjóðverjar sláist í lið með Rúss- um ef til kemur, en þær eru taldar á- stæðulausar sögur. Jarðskjálftar í Austurríki aftur í gær og gerðu töluverðan skaöa. Kinverjar biðja um $260 milj. lán á jwmingamöi'kuðum Noröurálfu, á Eng- landi, Þýzkalandi og Frakklandi, til að borga Japanítum ákveðnar skaðabætur. Fyrverandi þingforseti Breta, Art- hur W ellessly Peel, hefir verið veitt sæti í lávarðastofunni og fylgir nafnbótin : Viscount. MIÐVIKUDAG 24. APRÍL. Fyrir fáum mánuðum keypti al- kunnur hlaðamaður tvö stórblöð demó- krata í Chicago, Times og Herald og sameinaði í eitt undir nafninu Tiines- Herald. Fyrir eitthvað 8 vikuui lézt svo eigandinn og hefir nú repúblíka sinni keypt blaðið og umhverfir auðvitað stefnu þess. Þannig eru 2 aðal málgögn 'demókrata i Chicago gengin úr greipum þeirra. Nýtt ríki er talað um að sjóða sam- an úr skekli af Michigan (hyrnunni fyr- ir vestan Michigan-vatn), norðuroddan- um af Wisconsin (effcir boinu striki frá austri til vesturs um Chippewa Falls, og norðaustur fjórðungnum af Minne- sota. Er hugmyndin að hið nýja ríki heiti Superior (eftir vatninu). Sneið þess af Minnesota yrði um 100 mílur á hreidd frá austri til vesturs, alt frá Canada landamærum að norðan að striki um 40 mílur fyrir norðan Minnoa- polis. — Duluth langar til að verða rík- isstjórnarsetur, enda mundi hún vel settur höfuðstaður þessa ríltis, — sem næst miðbiki þess á langveginn. Illa fór það. í Quebec West fóru fram aukakosningar um daginn og voru 2 Conservatívar í kjöri, en fleiri ekki, annar þeirra ærlegur maður R. R. Do- bell að nafni, en hinn fjárglreframaður- inn Thos. McGreevy. McGreevy varð undir, ien munaði bara 7 atkv. og heimtaði hann að talin værn upp aftur atkv.; græddi liann þá svo, að nú er hann sagður róttkjörinn. Þessi kosn- iug er Quebec-ingum ekki til neins heið- urs. Ófriðarhorfur. Sjóliðsmenn Rússa við Kyrrahafið hafa fengið skipun ' um að yfirgefa ekki skip sin og foringjunum skipað að vera viðbúnum að létta akk- erum með 12 stunda fyrirvara. FIMTUDAG, 25. APRÍL. Núkemnr fregn frá St. Paul, sem segir það sé gamii Northern Pacific-for- maðurinn Henry Villard, en ekki J. S. Hill. sem búinn á að vera að ná tangar- haldi á Northern Pacific-brautinni og öllum oignum þess félags. ísinn, sem var útifyrir Port Arth- ur höfninni og hindraði skipaferð, brotn aði upp í gærdag og eru því siglingar byrjaðar um alt Efravatn. í gær samþykktí New York ríkis- þingið að senda congressi bænarskrá þess efnis, aðleitast sé við að fá Canada í Bandaríkja-sambandið. Fregn frá Ottawa segir að þeir fé- lagarnir Mann, Isbester og McKenzie, er auglýst liöfðu «ð þeir hefðu tekið að sér að byggja Hudsonflóabrautina, séu nú hættír við það, en sagt að Donald Grant í St. Paul, Minn, er mest hygði af C. P. R. um árið, ætli að takast það j starf á hendur, svo framarlega þó lík- i lega, að sainan gangi með ráðaneytinu og þingi áhrærandi styrkinn. í gær var Nicaragua-stjórn afhent skeytifrá utanríkisráðlierra Breta, þar sem henni er gefin 3 daga frestur til að greiða ákveðnar skaðabætur. Geri liún það ekki verði brezlc herskip látin loka höfninni í Corento og hermenu sendir á land til að hertaka bæinn. Furðu-kraftur i tíu centum. ' Fyrir nokkrum dögum sagði lyfsali einn í Ontario: Kvenfólkið kaupir meira af Diamond Dye nú heldur en um sama loyti í fyrra. Þær koma til mín og kaupa einn pakka til reynslu, og komast þá að því, að það er svo auðvelt að brúka hann að þær lita alla gömlu kjólana sína og gera þá eins og nýja, o? sama gera þær við föt allra í familíunni. Ég verð aö segja fyrir þá 20 ára reynslu sem ég hefi að Diamond Dyes eru hinn eini af þeim litum senr seldir eru í pökkum sem hafa verið í brúki svona lengi og með alinenn- ings hylli. Gjaldið varhuga við eftir- stælingum sem seldar eru í álíka pökk- um, en eru að cins svik, og eru ekki nema til fyrirhafnar. Biðjið um Dia- mond Dye og' gáið að því að nafnið Dia- mond Dye sé á hverjum pakka. Neitið að taka aðra lit-i hversu hart sem að yð- ur kann að vera lagt. Mands-fréttir. Eftir Stepni. Akureyri, 25. I’ebr. Tiðarfar hefir yfirleitt mátt heita afbragðs gott allan þorrann. Fyrir j miðjan þ. m. korn hér bezta hláka og gerði næstum öríst. Síðan hefir haldizt mikið blíðviðri, oft frostkali um nætur, en pítt á daginn. Sama veðurgæzka um allar sveitir hér nyrðra. Afli hefir oft verið ágætur hér á Pollinum þ. m., bæði síld og þorskur. Mest hefir verið dregið af fiskinum upp um isinn, suma dagana hafa staðið lrér á ísnum við veiði 50—80 manns. Minni er afliun út á Örðiuum. Drukknun. Þann 14. þ. m. sigldu liéðan af Akureyri á bát í sunnanveðri 5menu,eráttu heima út á Árskógs- strönd. Innan við Hjalteyri fylti bát- inn og hvolfdi síðan. Einn maðurinn komst á kjöl, en 2 liéldu sór uppi á net- jaflám, sem höfðu verið í bátnum, þar til þeim varð bjargað ; hinir 2 drukkn- uðu. Hétannar þeirraVigfús Magnús- son frá Kálfsskinni, kvæntur maður, en hinn Hólm Þorsteinsson frá Litlu- Hámundarstöðum, ókvæntur. Þairn 7. þ. m. andaðist önnur elzta konan i Eyjafjarðarsýslu, Guðrún Jóns dóttir í Syðra Krossanesi, fædd 13. Des. 1798, ekkja Stefáns Jónssonar írá llraukbæ (d. 1885). Eftir Þjóðviljanum unoa. ísatírði, 11. Febr. 1895. Tíöarfar. Framan af þessum máu- uði var einmuna góð tíð hér vestra, stillur og hreinviðri, og frost lítið; en að k völdi 6. þ. m. gekk hann upp með norð- an-hvassviðri, sem síðan hafa haldist öðru hvoru, ineð smá-hríðar-jeljum, en vægu frosti. Kaupfélagifundur var haldinn hér i kaupstaðnum 2. Þ- m., og mættu þar fulltrúar frá'öllum (14) deildum kaup- élagsins. Kaupfélagsstjóri var endurkosinn : Skúli Thoroddsen, og endurskoðunarmenn : Jón bóndi Guðmundsson í Eyrar- dal og Jón bóndi Einarsson á Garðstöðum. Ályktað var, að fólagið skyldi senda tvo fiskfarma til útlanda í sumar, eins og í fyrra, eða samtals um 2000 skpd. af fiski. Aukafund var ákveðið að halda um sýslufundar leytið í vetur, til þess að ræða um salt-pöntun o. fl. Aflabrögö voru prýðisgóð hér við Djúpið, meðan gæftirnaa voru fyrstu viku þ. m., oft 4—6 hundruð á bát á dag, og og góður afli hjá öllum almenn- ingi. 22. Febr. Niels Finten landi vor, sonur Fin- sens heitins amtmanns á Færeyjum. heldur áfram rannsóknum sínum um á- hrif ljóssins á hörundið, og gerir ýmsar uppgötvanir; ætla Danir að veita hon- um 3000 kr. styrk á ári í 3 ár til rann- sókna þessara. Aðal-uppgötvun Finsen’s er sú, að ef lierbergi það, sem bóluveikir menn liggja í, er allt tjaldað rauðu, bæði gluggar og annað, sem hirtu ber um, þá fá sjúklingarnir engin bólu-ör. Tíðarfar. 14.—16. þ. m. gerði suð- vestan rosa með all-mikilli rigningu, en síðan hafa haldist hér blíðviðri, eins og á vordegi. Aflabrögö. Eftir vestan-rokið kippti talsvert úr hinum prýðis-góðu aíla- brögðum, sem verið hafa hér við Djúp- ið; en þó hafa margir aflað um 1—2 hundruö þá dagana, sem róið hefir verið í þessari viku, og af Snæfjallaströndinni er enn sagður mjög góður afli. Eftir Þjóðólfi. 8. Marz. Borgarfirði 24. Fehr. — Veturinn hefir verið hér einkar góður og hagasam- ur, einkum síðan nýár, og má heita vor- bljpa nú alllangan tíma, oftast logn og frostlaust, úrkomulaust og snjólaust upp undir jökla. Bráðapest hefir gert hér geysimikinn usla : drepið sumstað- ar alt að helming sauðfjár. — M jóg víða eru he.yhlöður býgðar járni þaktar og fjölga þær ár frá ári, hafa sumir hændur hlöður yfir öll sín hey. Timburhús hafa og verið bygð á nokkrum stöðum, eink- um upp með Hvítá, enda er þar hægast t.il aðdráttar. Annars verður því miður langt nokkuð að biða, þar til menn geta alinent komið upp slíkum húsum, þvi að aðkeypt byggingaefni verður æði dýrt, þegar búið er að flytja það tvo og þrjá áfanga upp í sveit. Er það mein, að hér í sýslu er hvergi nýtilegt byggingagrjót alt tómt blágrýti óvinnandi öllum verk- færum. — Heldur virðist vera að vakna áhuginn með kynbætur sauðfjár, en satt er það, að bráðapestin er versti þrösk- uldur í þeim vegi; liún er ætíð viss að drepa hið fallegasta og vænsta úr unga fénu, og á meðan er tómt mál að tala um kynbætur. Prvfatlar skipaðir : í Snðurmúlas. séra Jóliann Lúter Sveinbjörnsson á Hólmum, 10. nóv. f. á. og í Snæfellsnes- j sýslu séra Sigurður Gunnarsson í Stykk ! isliólmi, 22. f. m. Um Qrímsey sækir séra Jón Jónsson á Hofi á Skagaströnd. Aflabrögð. Á Miðnesi, Höfnum og Grindavik hvað nú vera kominn nokkur afli, ok því dágóðar horfur um vertíðar- afla hér við flóann, að ætlun sjómanna. Frétzt hefir og um besta afla í Mýrdal Vestmannaeyjum. Á Eyrarbakk og Þorlákshöfn lítill afli enn. 15. Marz. Kvennfélagið. 26. f. m. var stofnuð kveunfélagsdeild fyrir Strönd og Voga með 32 meðlimum. Forseti doildarinn- ar var kosinn húsfrú Ingibjörg Sigurð- ardóttir á Kálfatjörn, og í stjórn með henni húsfrú Arndís Sigurðardóttir á Brunnastöðum, Sessolja Ólafsdóttir yflr- setukona, húsfrú Jósefína JónsdótGr f Stóru-Yogum og ungfrú Gnðrún Árna- dóttir í Hábæ. Þá er og stofnuð kvennfélagsdeild á Húsavik með 14 meðlimum; forseti deildatinnar er húsfrú Elísabet Jóns- dóttir, skrifari ungfrú Herdís Jakobs- dóttir og féhirðir húsfrú Sveinbjörg Laxdal. — Mælt er að kvennfélagsdeild- in á Húsavík ætU að leika sjónleiki, og eigi helmingur ágóðans að renna í deild- arsjóð en hinn helmingurinn til styrkt- ar barnaskólahússbyggingu. n. Þingrallafundur. Að því er séð verður af ýmsum bréfurn, er “Þjóðólfi” hafa borist nú með póstum, virðist al- menningur yfir höfuð vera hlynntur Þingvallafundi i vor, og eru því miklar likur fj’rir að fundurinn verði haldinn, enda bæri það vott um frámunalegt dáðleysi og rænuleysi landsmanna, ef fundarhaldið færist fyrir. Vestfirðing- ar hafa í hyggju að halda eins konar fjórðungsfund á Kollabúðum 6. Júní (sbr. auglýsingu hér aftar í blaðinu), og er auðvitað ekkert á móti því. Sá fund- ur getur ekki gert Þingvallafund óþarf- an, heldur raiklu fremur stutt að því, að haun verði haldinn. óvenjuleg reöurblíða hefir verið nú á degi hverjum langan tíma, og sömu á- gætistíð er nú að frétta um land allt. Slytfarir. 8. f. m. drukknaðimaður ofan um ís á Akureyrarhöfn, Kristján Bjarnason að nafni frá Geldingsá. 14. s. m. drukknuðu á Eyjafirði 2 meun af Árskógsströnd, Vigfús Magn- ússon frá Kálfskinni og Hólm Þor- steinsson fr.á Litlu-Hámundarstöðum. Voru þeir alls 5 á bát, en 3 varð bjarg- að. Hin mikla aflfallasala A Karlmanna, Dreng-ja, Ilnglinga «g Barna - FATNADI - •__ • | •_• • • jí • • Hf ALSHS |)IG 0LOTHINC ||0USE er fjörugri en nokkur önnur verzlun í Winnipeg. Það hefir gengið svo vel út hjá oss, að vér bjuggumst hreint ekki við öði'u eins. Siðan við byrjuðum, hefir fólk úr öllum pörtum bæjarins komið til okkar. íbúar norðurbæjarins komu og fóru heim ánægðir. íbúar vesturbæjarins komu og voru hissa á hve ódýrt alt var. Margir hafa komið til okkar utan af lancli, og ýmsir hafa sent skriflegar pantanir, bæði stórar og smáar ; vór afgreiðum hinar smæi'ri eins fljótt og hin- ar stærri. Við setjum okkur það mark og mið, að uppfylla það sem við lofum og halda við það sem við auglýsum. Við vitum að allir sem eiga viðskifti við okkur viðurkenna, að vörurnar séu eins góðar eins og þær eru sagðar, að þær séu ódýrar og að þær séu “móðins.” Karimannaföt. Vér höfum ekki rúm til að segja mikið um þessi föt. Vér höfum hér um bil 3000 alfatnadi úr kanadisku vaðmáli, rúðóttu, röndóttu og marglitu. Einnig Worsteds og Cheviots tvíhneft og ein hneft á $3,30, $4,50, $5,50, $6,50, $7,75 og $8,75. Hvert af þessum fötum er ágætt ög sá sem á annað borð vill fá sór föt, sleppir ekki þessu tækifæri. WALSITS drengja og barna-föt Vér höfum sérlega mikið af drengjaföt- um af öllum tegundum. Drengjaföt með löngum buxum, skólaföt og sunnu- dagaföt. Stuttbuxur á 35, 40 og 50 cts. Sailorföt 90c. $1,25 og $2,00. Vaðmáls- föt $1,50 til $3,50. Svört Worsted-föt $2,50 til $4,50. Drengja og barna hatt- ar og húfur 25c. og yfir. WALSH’S 515 og 517 Main Str. — Tilgátu-verðlaunin. Gleymið ekki verölaunahestinum. Sá sem kemst næst um þunga liaus, fær hestinn. Og sá þar næsti fær vandaðan drengjaklæðnað. — Allir sem kaupa drengja eða barnaföt, eiga heimting á að gera tilgátu. Tilgátum lokað 25. Maí. Hattar! Iíattar ! Stórkostleg kjörkaup. Mikið að skoða í hattadeildinni, Vér höfum aldrei áður haft jafnmikið af hött- um eins og nú. Allir með nýjasta lagi. Þér getið fengið livers konar hatt sem þór vÖjið. $1.00 hattar nú á 50c., $1.50 hattar nú á 75c., $2,00 hattar að eins $1,00, $2,50 hattar á $1,75, $3,00 hattar á $2,00 og $4,00 hattar á $2,75. Skyrtur og annað þess konar fyrir drengi og full- orðna með afarlágu verði. Flannelette yfirskyrtur að eins 20c., axlabönd 10c., hvítar skyrtur að eins 65c. Karlmanna- hanzkar 75c., kostuðu $1.50. Hálsbindi á 5, 10 og 15c., kosta helmingi meira. Vér verðum að minka fatabyrgðirn- ar og á meðaii á því stendur lokum vér augunum fyrir hinu rótta verði vörunn- ar og seljum liana íyrir það sem fæst fyrir hana alt fram að 25, Maí. Á með- an á þessu stendur verður það regluleiit flóð af fatnaði sem fer út úr búð Walshs á aðalstrætinu. fatasolubud — — — Gegnt City Hall. 24. s. m. drukknaði 16 ára gamall piltur frá Reynivöllum í Suðursveit, Steindór Björnsson að nafni. 19. Marz. Fithifli enginn enn hér við flóann, og í Höfnum og á Miðnesi hefir sárlitið aflast til þessa, en dálítið betra í Grinda- vík. Austanfjalls kominn dálítill reit- ingur að sögn. Mun allhart orðið manna á miUi hér við sjóinn, og er því mjög ilt útlit, ef vertíðin bregst algerlega. 23. Marz. Dókmentafélagsfundur var lialdinn hór í bænum 18. þ. m. Forseti (Dr. B. M. Olsen) lagði fram reikninga félagsins og skýrði frá efnahag þess. Samkvæmt því er félagsdeildin hér nú í nál. 4000 kr. skuld..... Aflabrögð. Enn sem komið er varla fiskvart á opnum skipum hér við flóann, en 2 þilskip, er komu inn aftur nú í vik- unni, höfðu aflað nokkuð utanflóa, ann- að þeirra um 1100, on hit.t um 700 á ör- stuttum tíma. í Grindavík hefir aflast vel (hæst 90 í hlut) og á Eyrarbakka og Stokkseyri einnig nokkuð af ísu. Veitt prestakall. Mýrdalsþing eru veitt séra Gísla Kjartanssyni í Eyvind- arliólum, þótt kosning yrði ekki lögmæt 29. Marz. Slysfarir. Frótzt hefir að 2 menn hafi druknað af skipi í lendingu við Þykkvabæ í Rangárvallasýslu. — Um sama leyti varð úti 4 ára gamalt barn frá Dagverðarnesi á Rangárvöllum; var seut að næsta bæ, Koti; ófandið enn. Veðrálta hefir verið mjög storma- söin síðan um næsliðna lielgi, og gæftir því engar. Aflabrögð. 22. þ. m. fékk Erlendur erlendsson á Breiðabólstöðum á Álfta- nesi 40 r hlut af þorski og rsu, ekki réru aðrir þatin dag, enda sjóveður ilt. Mannalút á Islandi. Seint í Okt. lézt að heimili sinu Hring við Stóru-Akra í Skagaf., konan Ragn- lieiður Oddsdóttir Gíslasonar Jónssonar frá Merkigarði. — 20. Nóv. að Vöglum í Skagaf. bóndinn Jón Þorvaldsson Jóns- sonar frá Naustum við Eyjafjörð. — 7. Des. að Ulfsstöðum í Blönduhlíð Guðni Jónsson. — Um miðjan Des. á Hólakoti á Reykjaströnd María Guðmundsdóttir Sölvasonar frá Sjáarhorg. — 27. Des. að Skúfi í Norðurárdal í Húnavatnssýslu Kristján Guðlaugsson, fyrrum bóndi í Hjaltadal i Skagaf. — Um miðjan Jan. þ. á. að Hvammi í Höfðahverfi Sveinn Sveinsson Tómassonar Sveinssonar af ætt Sveins rika á Illhugastöðum. — 27. Eebr. í Reykjavík Halldór Melsted, amt- skrifari, albróðir Páls Melsteds sagn- fræðings og Sigurðar Melsteds f. lektors, á 63. aldursári. — Druknaður í Leirá í Borgarfirði (í Febr.) Stefán Lýðsson af Akranesi. — 28. Febr. að Elliðavatni séra Kjartan Jónsson, uppgjafaprestur. á 89. aldursári. — 2. Marz í Reyjavík Guðmundur Thorgrimsen, r. af. dbr. á 78. aldursári. — 25. Febr. í Hrappsey á Breiðafirði húsfrú Hlíf Jónsdóttir, kona Skúla bónda Sivertsens, á sjötugs aldri. — 16. Febr. á Höfða á Höfðaströnd ekkjan Anna Guðbrandsdóttir. — 23. Marz í Reykjavík ungfrú Jórunn ísleifs- dóttir (fjTrum prests í Arnarbæli, Gísla- sonar), rúmlega tvítug. Bráðapestin. í ritgerð í Þjóðólfi er þess getið, að í Árnessýslu einni hafi í vetur farist um eða yfir 6000 fjár úr bráðapestinni. VEITT HÆSTU VEUBLAUN A HEIMSSÝNING UNNl I r v IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vlnberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára seynzlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.