Heimskringla - 26.04.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.04.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 26. APRÍL 1895. Heimskringla PUBLISHED BY The Heiinskringla Frtg. & Publ. Co. •• •• Verd blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] S 1. • ••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOK. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Comer Ross Ave & Nena Str. P. O. Box 305. Norsk-sænska þrætan. Það hafa margskonar, og sumar miður sannar, fregnir verið birtar á- hrærandi þessa þrætu í hérlendum blöð- um á síðastl. 2 mánuðum. Af sumum þessum fregnum hefir mátt ráða að blóðugt stríð og styrjöld vofði yfir og væri óumflýjanlegt. En alt slíkt eru ýkjur og þær grófar. Af uorskum blöð um má samt sjá, að nokkur ástæða er til alls þessa umtals, því ýmsir ofstækis menn, bæði í Svíaríki og Noregi, hafa látið sér slíkt um munn fara, að byssur og sverð séu heppilegustu dómararnir í þessu þrætumáli. Framkoma Svía og allar aðfarir þeirra í seinni tíð þykir líka nægileg ástæða til að byggja fregn- ir á eins og þær, sem sendar hafa verið út um heiminn síðan í Marzmánuði síðastl. Þessi þræta byrjaði snemma í Febr- úar þegar hægrimannaráðaney.tið í Nor egi (Stangs-ráðaneytið) sagði af sér vegna þess aðmnstrimenn voru í mun fleiri á stórþingi. Vinstrimenn voru fúsir til að taka við stjórnartaumunum, en gengu ekki neitt ríkt eftir því, enda þýðingarlaust þó svo liefði verið, því Óskar konungur vildi ekki þýðast vinstrimannastjórn nema með skilyrð- um, sem vinstrimenn ekki gátu gengið að. Þegar þeir þverneituðu reyndi konungur að fá Stang og meðráðendur hans til að afturkalla uppsögn 'sína, en þeir neituðu líka. Þá reyndi liann að fá flokkana báða til að vinna saman og mynda sameiginlegt ráðaneyti og kall- aði leiðandi mennina alla á fund í þeim tilgangi. En það fór á sömu leið. Sam- komulag flokkanna strandaði á konsúls- málinu, auk annars. Báðir málspart- ar voru viljugir að slaka til eitthvað of- urlítið, sinn upp á hvorn hátt, en til- slökunin var ónóg til að.uppfylla kröfur konungs og Svía, og þar við sat. Eftir að allar þessar tilraunir höfðu reynzt árangurslausar hélt Óskar konungur burtu úr Kristjania og heim til Stokk hólms, fyrstu dagana í Marz. Hann sá sér ofvaxið að koma fram vilja sín- um, en vildi ekki þýðast þau boð, er vinstrimenn, hinir réttkjörnu stjórn- endur Noregs, buðu og skildi því við ríkið í þessu millibilsástandi, og.í því hefir Noregur setið síðan. þ. e., þar er ekkert stjórnarráðaneyti til síðan Stang sagði af sér í Febrúar. Þá tóku Svíar það fyrir, sem Norð- mönnum þótti einna verst álita. Sam- kvæmt ósk ráðaneytisins sænska og samkvæmt 54. grein grundvallarlag- anna skipaði þing Svía 12 menn í leyni- nefnd til að athuga mál Norðmanna og ástæður allar og til þess svo að leggja þeim ráð, konungi og ráðaneyti hans. Á þessa leyninefnd, eða réttar sagt, á tiltæki Svía að skipa hana, leizt Norð- mönnum og euda fleirum illa og að því er virðist, ekki að ástæðulausu. Þvi er það í þriðja sinn einungis síðan 1800 að stjórn Svia hefir hagnýtt sér valdið, sem þessi 54. gr. grundvallarlaganna gefur henni. Á þessu tímabili hefir leyninefnd verið skipuð einungis tvisrar þangað til 18. Marz í vetur og í hvort- tveggja það skifti var liún skipuð til að athuga hvort Svíar ættn að leggja út í ófrið eða ekki. Þegar á það er litið þá er ekki að undra þó Norðmönnumsum- um færi að detta margt í hug, og þá ekki heldur undarlegt þó fregnritar hag- nýti sér ástæðurnar til að búa til verð- miklar (fyrir fregnritaua) fréttir og senda eins og örfadrífu út um heiminn til allra blaða er hafa vildu. Það er enginn aftur kominn til að segja þvi stjórn Svía greip til þess, sem svo marg ir álíta örþrifsráð, er hún skipaði þessa leyninefnd. Það er og jafn ókunnugt enn hvað þessi nefnd hefir gert og hvað hún hefir ráðlagt. En búizt er við að ávöxtur vinnunnar verði ný boð um samkomulag, og að í þeim verði tekið út j'fir öll þrætumál þjóðanna beggja Sumir búast við að þeim boðum fylgi svo fyrirheit um strið og styrjöld, ef Norðmonn hafna. En sem sagt er alt slíkt ágizkun, því nefndin hefir ekki enn opinberað neitt af gerðum sínum. Á þennan leik horfa stórveldin og sum þeirra, sórstaklega Rússar ogÞjóð- verjar, athuga allan gang málsins með nákvæmni. Það þykir sennilegt að Rússar fögnuðu yfir aðskilnaði Svía og Norðmanna, sérstaklega af því Óskar konungur er ef til vill hliðhollari Þjóð verjum, en nokkru hinna stórveldanna Það fellur Rússum illa og þvíekkinema eölilegt að stjórnarblað Jieirra : “Nov- osti” spái því að eining Svía og Norð' manna sé um það á enda, og að af þeirrri sundurlimun á ríki Óskars kon ungs muni leiða hinn mikla, ófrið um gjörvalla Evrópu, er svo margir altaf eiga von á og sem lengi hefir spáð verið að eigi upptök sín í einhverju hinna smærri ríkja og útbreiðast þaðan til þess allir verða komnir í hár saman. En athugi menn á hve liáu stigi mentunar þessar norðurlandaþjóðir standa, þá er það í hæzta máta ólíklegt að þær verði til að kveikja það voða-bál, er leggi rústir alla Norðurálfu. Það er miklu líklegra að þær komi sér saman um að jafna misfellurnar sem á eru samband inu án þess að viðhafa önnur hræði- legri vopn en penna og tungu. Ef alls horjar blóðbað vofir yfir Evrópu sýnist nær sanni að líta eftir þeirri uppsprettu einhversstaðar í Balkanskaga-löndum, eða í því nágrenni. Ekki alt gull sem o-lóir. Gulllandið California, með loftslag- inu indæla, er ginnandi fyrir flesta aust an Klettafjalla, sérstaklega í beltinu þar sem vetrarríki er mikið. Það er ginnandi þegar frostið er 30—40 stig og næðings vindur feflur í bylgjum yfir skóglausa sléttuna, að hugsa um suð- urlönd, þó sérstaklega um Californiu, þar sem er eilíft sumar og hitinn mátu legur (í suðurhluta ríkisins) til að fram- leiða alla fínustu suðræna ávéxti, appel- sínur, sítrónnr, rúsínur og fíkjur o. s frv., auk hinna almennu epla og aldin- tegunda, er þrífast í flestum héruðum meginlandsins. Þangað stefnir líka margra Jiugur, því færri komast en vilja. Og þó flytja margir burtu úr þessu veðurblíðunnar heimkynni í lxin kaldari, veðrameiri héruð og—þakka fyrir lausnina. “Það er ekkialtgufl sem ;glóir”. Það er margt sem stuðlar til þess, að það er seintekinn gróði við aldina ræktun, ekki síður en við kornræktun hér á sléttlendinu nú síðustu árin.Fyrst er það, ‘að landið er í afarverði og er þó fallið í verði um helming og meir á síð- astl. áratug, annað það, að aldinakaup- mennirnir eru að minnsta kosti tífalt verri viðureignar en Hrappslegustu hveitikaupmenn hér, og í þriðja lagi þaó, að uppskera bregzt þar ekki síður en hér. I þeim héruðum í Suður-Californiu, þar sem aldinaræktun er komin lengst á leið og þar sem mögulegt er að hún þrífist með vatnsveitingum, kostar hver ekra af landi frá $5tX) til 81000, sé búið að gróðursetja á henni aldintré eða rú- sfnu-hrís. Þygir það þó ódýrt í saman- burði við það sem var um 1884—,85, því þá kostaði hver ekra alt að $2,500. Þetta mikla verð stafar af því, að land- ið er meginloga eign örfárra manna og félaga, er fengu það fyrir lítið með alls- konar brögðum frá Mexikönum. Eru þar menn í hópum, sem eiga svo tugum þúsunda ekra skiftir af þessum gróður- lausu söndum, sem þó framleiða alt er maður þarfnast, sé nægu vatni veitt yfir þá. Með þá miklu landeign eru þeir samt ekki ánægðir. en sitja um að kaupa meira og meira til að leigja út fá.tæklingum gegn hæstu rentu fáan- legri, Og verzlunarmaður í San Fran- cisco, sem þetta er meginlega haft eft- ir, bætir því við, að margir af þessum landsdrottnum kunni lag á að gera ná- grennið svo óþægilegt fyrir þennan eða hinn, ef þeir vilja eignast land hans, að hann sjái vænst að flytja burtu. Þessi lýsing nær samt fremur til einstakra manna en félaga. Þau vinna þvert á á móti að því af alefli að ginna menn úr fjarlægum héruðum út á þessa bruna- sanda, er þau raála sem dýrðlegasta bú- stað í heimi og lofa öllu upphugsanlegu hverjum sem vill senda nokkra doflara til að festa kaup í “ekta” aldinlandí, er þau undir vissum kringumstæðum bjóða fyrir $200—250 ekruna. Ýmisleg þesskonar tilboð þekkir margur maður hór í kuldabeltinu. Á síðastl. áratug hafa öll aldini fall- ið svo í verði, að þau sem .ftendur eru jafn ágóðalaus uppskera eins og hveiti hér, ef ekki gróðaminni. Því verðfalli hafa fylgt óár hin mestu, eitt á eftir öðru. Frost hafa eyðilagt alla verð- mestu ávextina eða felt þá í verði, þris- var sinnum á síðast). 8 árum, en ofhiti og vatnsekla hin. í sumar komandi eiga búendur í þessum héruðum von á arð- samri uppskeru í fyrsta skifti í heilan áratug. en það er því eingöngu að þakka að frostin um nýársleytið í vetur eyddu öllum sams konar ávöxtum á öllum Floridaskaga og í þeirri grend — skaði sem metinn er á $18 milj. alls. En fyrir aðflutning þessara ávaxta frá Havai- eyjum, Ástralíu og enda Japan, þá fá Californíumenn hvergi nærri eins mikið verð fyrir vöru síua, eins og þeir undir sömu kringumstæðum hefðu fengið fyrir jafnvel einum tveimur árum síðan. Aldina-kaupmennirnir, svo kölluðu, þeir sem semja við framleiðandann og hina virkilegu kaupmenn í San Franc- isco eða öðrum bæjum, eru, að sögn þessa verzlunarmanns, útmeta skálkar allir eða flestir. Á meðan aldinin voru1 verði, sömdu [x:ir ætíð um ákveðið verð við framleiðandann, en undir eins og þau féflu, neituðu þeir að útvega kaup- endur upp á aðra skilmála en þá, að þeir fengju 10% af söluverðinu hvað sem það svo yrði. Járnbrauta-einveldi er þar og í ofanálag, enda kvaðst verzlunarmaður þessi geta nefnt bændur, sem of;ar en einu sinni hefðu fengið skuldareikning frá járnbrautarfélaginu í stað ávísun á banka frá umboðsmanninum, eftir að uppskeran var seld og umboðsmaðurinn hafði fengið sín 10%. A þessueru bænd- ur orðnir svo margkvektir, að þeir eru nú sem óðast að koma upp félögum sin á meðal og útvega sér sjálfir viðskifta vini fyrir austan f jöllin og sonda þangað sína eigin umboðsmenn ef á þarf að halda. Vona þeir að þá gangi betur. ' >? Garðyrkja og blómnvkt. “Hið íslenzka Garðyrkjufélag” hef- ir gefið út rit eitt lítið, hið fyrsta ársrit félagsins, sem höndlar um garð- og blómrækt, Er það fróðlegt rit og gagnlegt og efnisríkt mjög, jafn smá- vaxið eins og það er. í því er þess get- ið, að innan skamms sé fullnuma garð- yrkjumaður, Einar Helgason, Eyfirð- ingur að ætt, væntanlegur til landsins, útlærður af garðyrkjuskóla í Vilvorde á Sjálandií Danmörku. Ýmsir liér vestra Jhafa óneitanlega lá hugmyni að á íslandi þrífist ekki nema fátt eitt af garðjurtum, en þetta litla rit ber það með sér, að það er alls ekki rótt á litið. Sem sagt er þetta rit smávaxið, en samt er blómræktinni gcfið þar sæti meðal annara málefna. “Anægjan og prýðin verða eigi metin til aura”, segir ritið og bætir því svo við, að með tím- anum ætti-Garðyrkjufélagið að útvega mönnum blómsturfræ ekki síður en mat jurtafræ. Getur svo þess, að áhugi muni almennt vaknaður til blómræktar bæði inni og úti og uppi i sveitum ekki síður en í kaupstöðunum. Þetta hvorttveggja, garðyrkja og blómrækt, er nokkuð það, sem Vestur- Islendingar hafa til þessa gefið ósköp lítinn gaum, að einstöku undantekning- um. Garðyrkjan hefir til þessa setið á hakanum, en öll stund lögð á að rækta sem mest af hveiti og öðrum kornteg- undum, nokkuð sem'er afsakanlegt þeg- ar athugaðar eru kringumstæðurnar— peningaþörfin á aðra hönd og hið al- menna fargan í hveitirækt á hina. Eigi að síður er ekki rétt að ganga eins ger- samlega framhjá garðj"rkjunni cins og svo margir, ef ekki flestir, gera. Það hefir helzt enginn maður svo annrikt að hann geti ekki gripið kvöldstund til að hirða um ofurlítinn garð með hjálp kvennfólks og unglinga. Þá hirðingu fengi hann margborgaða með uppskeru ýmsra )matjurta, sem nú þekkjast naumast hjá islenzkum sveitabændum, en sem þó eru svo nauðsynlegar til mat- breytingar og undireins til heilsubótar, því fjölbreytt fæði á ckki svo lítin þátt í að viðlialda heilsunni. Sama er um blómræktina, að Vestur Islendingar gefa henni alt of lítin gaum, Þeir sem í bæjum búa hafa auðvitað flestir meira og minna af stofublómum, en garðblóm hugsa fæstir um og er þó enginn hlutur prýðilegri úti fyrir húsi, hvort heldur í bæ eða í sveit úti. Það er enginn sá maður, að hann ekki dáist að fegurðinni, þegar hann gengur fram hjá fjöllitum blómreit. Því þá ekki að hafa einn eða tvo slíka reiti á heimilinu? Kostnaðurinn er svo lítill að hann er ekki teljandi. Fyrir 15—25 cents getur hver maður fengið sér nægilegt blómst- urfræ í myndarlegan blómreit og það er ekki imikið lagt í sölurnar fyrir jafn- mikla prýði við [húsið. C Hvað matjurtafræ snertir þá gildir það saraa, að kostnaðurinn er ekki teljandi. Menn geta fengið margar fræ- tegundir og nóg af hvoru til smekkbæt- is árshringinn út fyrir einn dollar eða svo og sú upphæð er svo lítil, að þeir eru vonandi fáir bændurnir sem mun- aði um hana. Galdra-menn. Galdratrúin gamla er útdauð, kveð- in niður með almennri upplýsing. Þess- vegna fór hrollur um heiminn um dag- inn, þegar útbreidd var saga frá írlandi um það, hvernig eiginmaður og heill hópur ættingja konu einnar kvöldu úr henni lífið, af því þeir trúðu að hún væri göldrótt. Samtímis viðurkendi yfirrétt- urinn í Kansas nútíðar-galdrana og staðfesti dauðadóm undirréttar, sem upp var kveðinn yfir manni. er sannað þótti að hefði hypnotíserað annan mann og í því ástandi látiö hann drepa fjand- mann sinn. Þess er ekki getið að nein- um hafi ofboðið úrskurður yfirréttarins sem af líkum einum dæmir nútíðar- gaklramanninn dauðasekan, en sleppir við fárra ára fangelsi morðingjanum sjálfum, er viðurkendi að hann hefði unnið verkið, en verið ósjálfráður gerða sinna á meðan á því stóð. Það virðist nokkað einkennilegt, að upplýsingin og vísindin, sem útrýmdi gömlu galdra trúnni, eru einmitt meðöl- in til aðfrainloiðaþessa nýjugaldratrú— trú á liypnotism. Og það er ósýnt hver trúin verður voðalegri, þegar alt kemur til alls. Þegar litið er á það eitt hve hræðilegt vopn dáleiðslan getur verið, þá er rétt að lögin komi þungt niður á þeim, sem brúka þennan galdur nútíð- arinnar til að vinna spillvirki og alls- konar glæpi. Eigi að síður er þessi úr- skurður hættulegur. Með honum er morðingjum og glæpamönnum sýndur vogur til að komast hjá verðskuldaðir hegningu og engin hætta á að slík tæki- færi verði látin ónotuð. Ef einn mann má dæma dauðasekan af líkum einum, því ekki annan og þriðja ? Það er máske ekki hægt að segja þennan úrskurð ranglátann, en full- komnara hefði réttlætið þó verið ef báð- ir mennirnir, sem inorðið frömdu, hefðu fengið einn og sama dóm, sá sem verkið framdi ekki síður en sá, sein hugsaði og réði. Það er alment álit dómstólanna, að ölæði sé engin hlíf fyrir þann, sem glæp hefir framið, að það, að vera ógáð- ur, auki en lini ekki sektina. Sé það réttlátt, þá væri öldungis eins réttlátt að halda manninn jafn sekann hvort sem hann er með sjálfum sér eða hann er hypnotiseraður. Því það þykir full sannað, að flestir menn geti ráðið því sjálfir, hvort þeir verða hypnotiseraðir eða ekki, öldungis eins og menn ráða því sjálfir, hvort þeir drekka sig fulla eða ekki. Dansk-íslenzka orðabók. ætlar séra Jónas Jónasson á Hrafnagil' að fara að gefa út, ef nógu margir fást áskrifendur. Bókin á að verða um 40 arkir að stærð og kosta 4—5 kr. í kápu, en 1 kr. meira í bandi. Boðsðréfið er til sýnis á skrifstofu Hkr. Ef einhver málfræðingurinn á ís- landi vildi taka sig til og búa til al-ís- lenzka orðabók, þá mætti sjálfsagt á- byrgjast honum mikinn kaupendafjölda hér vestra, því Vestur ísl. yfir höfuéfsjá þörfina á slíkri orðabók. En dansk-isl, orðabók kaupa þeir líklega fáir. Orða-belgurinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er velkomið að “leggja orð í belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji pafngreina sig í blaðinu. Engin áfellis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fullu nafni undir. Ritstj. afsalar sér allri ábyrgð á skoðun- um þeim, sem koma fram í þessumbálki]. Hnausa-bry ggj an. Hr. ritstj. Hkr. Af því þú frá því fyrsta hefir verið Nýja íslandi velviljaður og unnað öll- um fólagsskap og framförum hér, læt ég ekki hjá líða að færa þér þá fregn, sem er svo innilegt gleðiefni fyrir alla þessa nýlendu, þá fregn, að bryggjan að Hnausum verður áreiðanleg bygð. Ekki verður þessi fregn samt samhljóða gleði-ópi því, sein Lögberg færði oss um daginn: “Þannig féll kempan Brad- bury og Hnausa-bryggjan.” Það er sorglegt að sjá menn gleðjast yfir því sem þeir ætla að reynist ófarir annara, ekki sízt þegar um er að ræða stórkost- legar framfarir heillar sveitar. I þetta skifti ætla eg svo ekki að fara lengra út í það því það er öllum fjöldanum aug- ljóst hvernig þeim undirtektum var varið, en snúa mér að bryggju-málinu. I dag kom hingað contractor Hnausa-bryggjunnar, hr. Peter Mc- Veigh. Lét eg það þá verða mitt fyrsta verk að athuga með gaumgæfni hvert hann hefði fullkominn samning oghvert honum bæri að byggja þessa bryggju samkvæmt þeim uppdráttum, er óg hafði áður sóð. Hann var ólatur að sýna mér öll sín plögg það mál áhrær- andi og var ég fyllilega ánægður eftir að hafaskoðað þau. Samninghans, undirrit aðan af ráðherra opinberra starfa og þá kemur upp úr kafinu, að hann sé ekki nema $50,00 virði, hvað svo sem ég hafi borgað fyrir hann. Þessi framsldttur á nu að gilda sem óraskanlegur sannleik- ur. Sorglega aumkunarverður er nú aumingja gjaldandinn, sem skalnú ann- aðhvort sanna ummæli sín, að skápur- inn sé ekki meira en $50,00 virði, eða standa afhjúpaður ósannindamaður frammi fyrir öllum lýð. Eg treysti vinum mínum til að mis- virða ekki við mig þó ég beri hönd fyrir höfuð mór, þegar öðrum eins þræl- mennsku-vopnum er beitt á móti mér, en ekki ein setning rökstudd, engin sönnun framborin. Hnausum, 15. Apríl 1895. St. Sigurðsson. Endurmynningar frá æskn árum. Eftir G. A. Dalmann, Minneota, Minn. Þegar maður fer að eldast og skoða hlutina með meiri alvöru og nákvæmni: þegar maður lftur yfir farinn æfiveg, þá ser maður fljótlega að mörg smá-at-. vik frá æskuárunum hafa haft óviðjafn- anlega mikil áhrif á allt líf vort annað- hvort til ills eða góðs. Þau hafa verið eins og leiðarsteinn á lífsferli vorum er eins og hefir hjálpað til að mynda kringumstæður fullorðins áranna; í það minnsta, það sem hver einstaklingur leggur til við framleiðslu tilfellanna, verður alloft rakið gegnum viðburð- anna ras að einhverju smá atviki barn- dómsáranna : mörg eru þau tilfelli frá mínum yngri árum er hafa haft áhrif á lif mitt til þessa dags en hvernig þau á- hrif hafa verið vil óg láta ósagt, en eftir að eg hef sagt meðbræðrum minum eft- irfylgjandi æfintýri þá geta þeir betur akveðið óvilhollann dóm; en ekki get ég neitað því að heldur hefði óg kosið að nokkuð meiri nákvæmni hefði verið brúkuð. Mór var úthlutuð hegning hvort sem ég var sýkn eða sekur; eins þóég ótilkvaddur gengist við yfirsjón- um mínum eða þrætti fyrir þær. Alt bar að sama brunni. Bænir mínar eða tár voru ekki vegin, hirtingin var það einasta er vegið var, mér virtist þá og skilst nú, að í allflestum tilfellum hafi hún verið ríflega útilátinn. Eg var 5 ára þegar móðir mín dó er var mér mjög elskuleg og ástrík fyrir þann litla tíma er ég man eftir. Þegar búið var að grafa, liana samkvæmt landsins venju var mér komið fyrir hjá bónda nokkrurn, er óg vil kalla frænda minn þo óg kallaði halin annað á þeim árum. Hann hafði ráðskonu er Gróa hét því hann var ekkjumaður. Frændi innsiglaðan, skoðaði ég með nákvæmni I mlnn 'var hinn mesti búsýslumaður af Kvennablaðið (12 blöð á ári, útgefandi Bríet Bjarnhóð- insdóttir, kona Valdimars ritst. Ás- mundssonar), .barst oss í hendur með síðasta íslandspósti. Blaðið hefir sömu arkarstærð og Fjallkonan en er í öðru broti. Það á ekki að flytja pólitísk mál, en ætlar að gefa sig að heimilinu, iðnaði kvenna, barnauppeldi o. þvl. í þeim tveim blöðum, sem út eru komin, er efn- ið margbreytilegt mjög, þegar stærðin er tekin til greina. Árgangurinn kost- 1 kr. 50 a., í Ameríku líklega 50 cts. Framsókn heitir aimað kvennablað sem gefið er út á Islandi, á Seyðisfirði; útgefendur eru þær Sigríðr Þorsteinsdóttir, koDa Skafta ritstj. lósefssonar og Ingibjörg dóttir þeirra. Framsókn höfum vér ekki séð, en heyrt að hún muni meira gefa sig við kvennréttarmáluin og þar af leiðandi pólitískum málum í heild sinni. Islenzkar konur hér vestra, sem ekki lcsa hérlend kvennablöð, gerðu rétt í að kaupa annaðhvort, eða helzt bæði, þessi íslenzku kvennablöð. Þauinnihaldá sjálfsagt margvislegan og verðmikinn fróðleik. og virtist hann þannig útbúinn að ekki væri unt fyrir Mr. McVeigh að slepp; ef hann í nokkru viki út frá skilmálum og uppdrætti, svo skýr og, ef svo má að orði kveða, stálsleginn er samningurinn. Eg vfiit að þessi fregn gleður fjöld- ann af beztu mönnunum í Nýja íslandi, sérstaklega þá, sem frá upphafi hafa treyst þeim mönnum, sem að þessu hafa unnið og treyst þvi, að þeir vissu hvað gerðum stjórnarinnar leið. Það er nú öllum auðsætt hvert stjórnin hefir ætlað að byggja bryggjuna, eða bara draga menn á tálar. Þannig er nú kempan Sigtryggur (en ekki Bradbury) fallinn með sína góðu! von og með honum nokkrir ná- ungar hér í Nýja íslandi, sem altaf hafa barist á móti bryggjunni. Mun það verða sannað á sínum tíma, með þeirra eigin verkum, að þeir hafa gert alt sem þeir gátu til að sporna á móti þessari framför i nýlendunni. Hnausum, 17. Apríl 1895. St. Sigurbsson. Korlingar-tuggan. Eg vil benda lesendum I-Ikr. á kerl- ingartugguna í 13. nr. þ. á. Lögbergs. Höf. kallar sig : “Gjaldandi í Gimli- sveit.” “Samt var það klippt með skær- um,” sagði kerlingin forðum og mætti ætla að þessi góði “gjaldandi I Gimli- sveit” sé kominn af sama ættbálki, ef dæmt er af því, hve gjarnt lionum er að staglast á sömu orðunum, hversu vit- laus sem ummæli hans eru. Aðal innihald þessarar margtuggnu dúsu er það, að ég hafi ekki verið neydd- ur til að taka á móti þcim $50.00 er sveitarstjórnin “fyrir kurteis- issakir!! hafi veitt mér. Það er þessvegna ekki ónáttúrlcgt þó blessaður meðráðamaðurinn — sem getur ritað svo lipurt mál um svo heppilegt efni — finni til þess hve sorglegt og sárpínandi það er, að ég lýsti yfir því á fundinum og það ótvíræðilega, að óg vildi ekki undir nokkrutn kringumstæðum hafa þessa fjárveiting eða borgun, þar sem almenningur væri fátækur og ætti örð- ugt með að greiða það semlögin ákvæðu og enginn kæmist hjá að borga, en ó- þarfi að veita mór aukaborgun. Seinasta áhlaupið á að verða hættu- legt, voðalegt, “bráðdrepandi!” Þegar ekki er lengur gjaldgengt, að halda þvi fram, að ég hafi aldrei borgað nema $50.00 fyrir öryggisskáp sveitarinnar, gamla skólanuin. Hann gerði alla hluti og lét gera, eins og hann hélt það hefði verið gert í fornöld. Hann hafði óvið- jafnanlegan viðbjóð á öllum breyting- um. Hann las ekki þær fáu nýtar bæk- ur er út komu, af tveim gildum ástæðum að hann sagði; sú fyrri var, að innihald allra nýrra bóka miðaði í þá átt að efla kveifaraskap og ómennsku er gerði menn blauða og lata; hin síðari var sú, að nýja letrið væri óbrúkandi. Það væri megnasta skömm fyrir land og lýð að hætta að brúka það letur er Njála og Eyrbyggja höfðu verið prentaðar með. Hann mældi samtíðar menn sína eftir fornmönnum, bar þeirra atgjörfi saman við Grettir Ásmundarson eða Skarphóð- inn, ög munurinn varð hræðilegur í hans augum. Honum sýndist þjóðin vera að hverfa og verða að dáðlausum landeyðum, öfl karlmenska, allur hetju- andi var horfinn. Skáldin sungu rauna- kvæði og báru sig illa undan tryggðar- rofum kvenna, í staðinn fyrir að hefja upp óvina rimmigýgju og stökkva tólf álnir milli höfuð ísa á Markarfljóti eins og Héðinn gerði er hann vo Þráinn. Ekki held ég frændi minn hafi verið nokkuð hrifinn af rímum. Honum mun hafa þótt þær helst til ungar. Að vísu þótti honum vænt um Tllvar sterka og aðrar rímna hetjur, en ekki það hálfa á móti Grettir eða Gunnar á Hliðarenda og fleiri hraustmenni frá þeirri tíð. Það var mjög eðlilegt að ég væri ekki í miklu afhaldi hjá frænda mínum, enda var ég það ekki. Hann fann eiginlega ekkert í fari mínu er bæri þess nokkurn vott að ég ætlaði að líkjast GrettireðaHóðni. Ég var mesta afstirmi á vöxt, deiglynd- ur og kveifaralegur. Ég skældi þogar óg var barinn eða mér var veifað á hár- inu, er auðvitað var gert í þeim tilgangi að gera mann úr mér óg herða mig. Hár mitt var ætíð sítt, því frændi minn afsagði að láta skéra það. Hann vildi að óg liti út svo að gestir hans hóldu ég væri stulka. Hann kvað það bleyðum sæma að bera laugt liár, en ekki get óg neitað því að stundum kom mór til hug- ar að honum þætti betra að handleika mig á langa hárinu heldur en ef haus- inn á mér hefði verið snögg klipptur. En hvað sem því líður þá er það víst að síða liárið mitt lijálpaði mór ekkert til að komast í rnjúkinn hjá Gróu ráðs* konu, því þó hún væri ekki eins forn í skapi eins og frændi minn, þá get óg ekki neitað því að hún liafði á mér megnustu óbeit. Hún sagðist geta lið- ið steljiur í kringum sig, en sískælandi strák með har ofan á herðar væri sér ó- mögulegt að þola. Það var óbærilegt syndastraff. Svona liðu árin undur seint að mér virtist, orðstír niinn fór einlægt heldur versnandi og aðbúðin varð æ kaldari. Það var eins og það væri einlægt að færast nær vetrinum; liaustið var kom-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.