Heimskringla - 03.05.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.05.1895, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 3. MAÍ 1895. 9 Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. & Publ. Co. •• •• Verö blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaui<endum bl. hér] 81. •••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist í P. 0. Money Order, Itegistered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON • EDITOK. 5 EINAR OLAFSSON • BUSINESS MAXAGEK. • •• *• • Office : • Corner Ross Ave & Nena Str. 1». O. Box 305. Aukakosningarnar. Siðan þær fóru fram um daginn befir vindgangur mikill verið í flestum málgögnum stefnuleysingjanna (öðru nafni “liberals”). Uau eru siðan að tala í sig kjarkinn með því að sýna fram á, að aukakosningarnar bendi svo ótvíræðilega á sigur þeirra stefnulausu við næstu almennar kosningar. Það ,má vel vera að stefnuleysingjarnir komist að völdum við næstu almennar kosningar: um það getur enginn sagt. En að sú breyting verði ráðin af úrslit- um aukakosninganna, það er nokkuð undarleg ályktun. Vitaskuld unnu stefnuleysingjarnir 1 kjördæmi af 3. Þeir náðu Antigonish kjördæminu úr greipum Conservatíva, og þegar að er gáð, er það ekki neitt undravert. ^leg- inhluti kjósendanna í því kjördæmi hef- ir verið frá fyrstu tið aridvígur con- servativa-flokknum og var það ein- göngu persónulegum velvilja og al- þýðuhylli Sir Johns Thompsons að þakka, að hann tvisvar sianum náði þar kjöri. Þegar hann var frá var ekki nema eðlilegt að kjördæmið hyrfi aftur í sinn upprunalega flokk, þar eð con- servatívar vitanlega höfðu engum jafn- oka Thompsons á að skipa. Þessu eina kjördæmi töpuðu conservatívar, en þá er líka alt talið. Þó þeir hefðu um- sækjanda í Vercheres, datt þeim aldrei í hug að þeir mundu vinna það kjör- dæmi, sem frá upphafi hefir verið helg- að * Tiberölum” — stefnuleysingj unum, sem nú eru orðnir. Sami maður, Hon. Eelix Geoffrion, fyrrum í ráðaneyti Alex. McKenzies, var þar endurkosinn níu sinnum. Og nú bauð sig þar fram annar Geoffrion, svo nafnið hélzt ó- breytt, ef ættin var önnur. í Quebec West sóttu 2 conservatív- ar og var þar þess vegna hvorki um sig ur né ósigur að tefla, að öðru leyti en því, að það er ósigur conservatíva að fá aftur á þing fjárglæframanninn Mc- Greevy. Hafi stefnuleysingjar stutt hann í laumi—opinberlega gerðu þeir það ekki—, þá geta þeir vitaskuld talið þau úrslit sinn sigur og í því tilfelli er þeim ekki of gott að státa af honum. En nú eru engar líkur til þess að þeir hafi hjálpað honum og þess vegna ekki hægt að sjá hvernig þeir telja sér sigur- inn í því kjördæmi. Þá geta þeir naumast státað af úr- slitunum í Haldimand. Vitaskuld var umsækjandi þeirra þar ekki beinn flokksmaður, heldur fylgismaður Dal- tons McCarthy, nafni hans og sam- viunumaður. Eigi að síður fylgdu margir dugandi stefnuleysingjar hon- honum, þó Laurier kæmi ekki fram sjálfur, enda ekki við því að búast, þar sem trúflokkaþræta ’var aðal-vopnið. En það er efasamt, hvort saga nokkurr ar þjóðar sýnir jafnmikið kapp lagt á aðfella stjórnarsinna, eins og raun varð á í Haldimand. Allir flokkar, sem á einhvern hátt eru sambandsstjórn and- vígir, lögðust á eitt. Þeir jafnvel fengu dómsmálastjórann í Manitoba til að fara austur þangað og gera alt sem hann kunni. Að auki gerðu þeir það, sem aldrei hefir verið leikið áður, þeir fengu ofsaíullan Orange-manna prest, vestan úr Mlanitoba, til að æða um kjördæmið og spana upp alla Orange- menn í kjördæminu. en þeir eru í mikl- um meirihluta. Árangurinn af öllu þessu varð sá, að stjórnarsinninn fékk 569 atkv. fleira, en hann fekk við síð- ustu kosningar. Þess má og geta, að Haldimand var helgað ' ‘liberölum” frá upphafi til þess 1887, að dr. Montague hreif það úr höndum þeirra með einn atkv. mun. Frá þeim tíma til 1890 voru þar uppihaldslitlar málsóknir af hálfu flokkanna á víxl fyrir mútur. |0g eiginlega náðu conservatívar ekki kjör- dæminu fyrr en við almennar kosning- ar 1891, þá með 78 atkv. mun. Á þeim árum sem síðan eru liðin hafa þeir því grætt 569 áhangendur, þrátt fyrir dæmalausar tilraunir að draga frá þeim fyrst og fremst alla Orangemenn og yf- ir höfuð alla prótestanta. Blaðið “The Week” í Toronto verð- ekki kært fyrir hlutdrægni, en um kosningaúrslit þessi segir það, að eftir alt saman séu menn engu vísari um það, hvað almenni viljinn sé, að því er snerti 2 aðal-málin, sem nú séu fyrir þjóðinni : verzlunar, eða tollmálið, og skólamálið. Þegar allar kringumstæð- ur eru athugaðar, virðist það líka góð- um mun nær réttu áliti, heldur en dómar hlutdrægra flokksblaða. Olíu-veldið í Ameríku hefir um langan tima þótt óheilla tilvera, en þó aldrei eins og nú. Þrátt fyrir steinolíu-einveldið hefir verð á steinoliu verið lágt, JafnvelíWin- nipeg hefir olían verið óvanalega ódýr (20—30 cents galónan eftir gæðum) um undanfarin 2 ár, eða svo, og er þó Winnipeg illa settur í því efni, vegna fjarlægðar frá oliubrunnunum og járn- brauta einveldi sameinuðu. En nú eru allra beztu horfur á að hún komist í sitt “fyrra far”. Ástæðan til þessa er sú, að alt af síðan á nýári hefir olían verið að hækka í verði við oliubrunnana. O- hreinsuð olía, sem á nýári fékkst kcypt fyrir 95 cents tunnan við oliubrunnana í Ohio og Pennsylvania, var komin upp í 82,40 tunnan í lok Apríl síðastl. og allar horfur á að hún hækki enn meira. Það eru margar tilgátur um það hvernig á þessu stendur. Nokkrir halda þvi fram, að verðhækkunin sé eðlileg, lindirnar séu að tæmast og þorna algerlega, að sprengikúlu eftir sprengikúlu hafi verið skotið niður í brunnana í þeirri von að við sprenging- una opnaðist ný æð, og að straumurinn þá ykist. Því til sönnunar, að olíuæð- arnar séu að tæmast, er þess getið, að á fyrstu 3 mánuðum þessa árs hafi 1401 olíubrunnar verið grafnir, eins margir eins og á fyrra helmingi ársins næsta á •ndan. Þetta á að vera ástæðan og það, að 1. Apríl síðastl. voru ekki til nema 5 milj. tunna af Pennsylvania- steinolíu, þar sem til voru 11 milj. tunna sama mánaðardag í fyrra. Aftur eru aðrir, sem halda því fram að þessi verðhækkun sé “Standard”-fé- laginu einu að kenna. Annað félag er að sögn að komast á fót í því skyni, að brjóta “Standard”-einveldið á bak aft- ur. Það er keppinautur sem “Stand- ard” vitanlega hefir enga ást á og þess vegna er um að gera að kæfa það í fæð- ingunni. Það var auðgerðast með því að sprengja upp sem mest mátti verðið á olíunni óhreinsaðri, en halda áfram svo lengi sem unt er að selja olíuna hreinsaða fyrir verð sem næst gamla lága verðihu. “Standard” getur þolað slíkan leik um hríð, en síður nýtt félag. Því veitist örðugt að .kaupa óunninn varning með hæsta verði, en selja hann með því lægsta. Þessi ástæðan er að minsta skosti engu ólíklegri en hin, og þó ekki væri nú um að gera að greiða nýja félaginu banahögg, þá,er verð- hækkun óhreinsuðu olíunnar gild og góð ástæða til að sprengja upp verðið á henni hreinsaðri við smákaupmennina þegar fram h'ða sttlndir. Það út af fyr- ir sig er svo ginnandi von, að “Stand- ard”-einveldinu er tiltrúandi að leika þannig, þó ekkert gagnstríðandi félag þyrfti að yfirbuga. Það er ekki sjáanlegt neitt sam- band milli “Standard”-einveldisins og olíufélaganna í Canada, þó hækkaði ol- ían í Canada öldungis eins og hún hækkaði á olíutorginu milka : Pitts- burg, og sýnir þannig, að sambandið er til, þó ekki só það sýnilegt. Af þessari verðhækkun hefir leitt, að menn eru nú hvervetna að leita að nýjum lindum í grend við olíubruiinana miklu, bæði í Bandaríkjunum og Cana- da, En því er spáð, að nýir brunnar verði ekki fyr fundnir, en vérðið fellur aftur, þó hreinsaða olían þá kunni að haldast í háu verði, sérstaklega ef “Standard” nú getur komið keppinaut- um sínum á kné. Timburauðlegð í Canada er umtalsefnið hjá ónafngreindum höf- undi í New York “Sun” nú nýlega, er leggur út af skýrslu sambandsstjórnar. innar áhrærandi það málefni. Segir hann þar meðal annars á þessa leið :— “Stofnfé iðnaðarfólaga i Canada er ein- göngu hagnýta óunnið tré til að fram- leiða verzlunarvöru, er samtals 100 milj. dollars. Einn fimti af öllu vöru- magni sem flutt er með járnbrautum um Canada og tveir fimtu hlutar vöru magnsins, sem flutt er um canadiska skipaskurði er trjávara unnin eða ó- unnin. Samlagt verð trjávörunnar, er unnin vár í Canada árið 1891 var yfir 80 milj. dollars og af henni fór 27 milj. dollars virði til útlanda sama árið. I rikinu eru samtals 300 milj. ekra af ó- unnu skóglandi og skógurinn á helming þess landflæmis nú nægilega stórvax- inn til að umhverfa honum í verzlunar- vöru. Það er lágt að meta þennan skóg 810 virði á hverri ekru, en geri maður það, verður útkoman eitt þúsund og fimmhundruð milj. dollars. Þetta er lágt metið verð helmingsins af skógin- um en þessi upphæð er nægileg til að borga þjóðskuldina í Canada fimmsinn- um. Hvers virði verður þessi skógur éftir 50 ár, þegar hafskipagengir skurð- ir samtengja stórvötnin og Atlantshaf, bæði um Lawrence-flóa og um New York-vík? Verði öll Norður-Amerika þá eitt lýðveldi er engin ýkja áætlun að meta skóginn á fimm þúsund milj. dollara”. — Greinin öll ber það með sér, eins og líka þessi seinasta setning bend- ir á, að höfundurinn, hver sem hanner, er einn af þeim mörgu—og sem alt af eru að fjölga—í Bandaríkjunum, sem bafa löngun til að fá Canada inn í Bandaríkja-sambandið. í sambandi við þetta má geta þess, að sonator H. C, Lodge, hefir í Forum (Aprll) ritað grein um utanrikisstjórn Bandaríkja og segir þar, að til sé ákveð- in stefna, sem þjóðskörungar Banda- ríkja þurfi að fylgja, ef þeir vilja reyn- ast verðugir afkomendur Washingtons og Johns Q. Adams, sú, að færa út kví- ar lýðveldisins norður á bóginn þangað til einn fáni einungis verði viðurkendur alt frá Rio Grande-fljótinu að sunnan til íshafsin* að norðan. En í suðurátt- ina segir hann ekki æskilegt að auka landeignina. Þetta og samþykkt New York þingsins um daginn að biðja con- gress að bjóða Canada inngöngu bendir til þess, að ílöngun í Canada sé óðum að vaxa meðal bræðraþjóðar vorrar fyr- ir sunnan línuna. Um bindindismálið ritar kvennskörungurinn Frances E. Willard í Arena (Boston), í Aprílmán- aðar-heftinu. Kemst hún þar að þeirri sanngjörnu niðurstöðu, að alþýðuskól- arnir sóu eina framtíðar von allra bind- indisvina. Það só þar, sem ungdómur- inn þurfi að læra hin skaðlegu áhrif vínsins á heilsu manna og líkamsbygg- ingu. “Engin önnur stofnun í lýðveld- inu”, segir hún, “nær til þeirra allra. Áhrifamikil eins og prédikunarstólarnir og blöðin eru, ná þau aldrei til allra. Það heyra aldrei nærri allir til presta og ræðumanna og blöðin eru oft undirorp- in áhrifum vínsölunnar, ýmist fjárhags- lega eða fyrir pólitiska samvinnu. Eng- in slík áhrif ná til skólanna. En í þeim safnast saman á.hverjum degi börn fá- tækra og ríkra til að læra þau lög, sem snerta þeirra eigin tilveru, jafnframt öllu öðru gagnlegu, sem að menningu lýtur. Og það má óhætt treysta því, að sjálfselskan sé nógu mikil hjá hverj- um einum til þess, að hann forðist það, sem reynslan sannar að er banvænt fyr- ir heilsu og lif. Af þessu mætti ætla að Miss Villard sé að “snúast”, að taka nýja trú í bindindismálum. Því til þessa virðist hún venjulega hafa fylt flokk ofstækismanna þeirra íj því rnáli, sem án afláts heimta afnám vínsölunn- ar með þvingunarlögum, sjáandi, að ekki einn maður af þúsund er meðtæki- legur fyrir þesskyns lög, eins og reynsl- an er búin að margsanna í ríkjum, sem reynt hafa vínsölubannið. Seymor House slefan. Þær eru meira en í meðallagi slefu- legar ritstjórnargreinarnar flestar í tveimnr síðustu blöðum Lögbergs (18. og 25. Apríl). Það er öldungis nýtt í íslenzkri blaðamensku, að jafn orð- margar greinar sé ritaðar um samtíð- arblað, án þess í þeim finnist ein ein- asta brú, ein einasta setning sem vit er í, Þessar greinar standa því alveg einar, sem sýnishorn af örvita manns æði í peysulegasta og óþriflagasta bún- ingi. í seinni útgáfunni (25. Apr.) eru heil tvö atriði, sem ætlast er til að vit sé í, þó það vit sé á sama stigi og vit þess manns, er bröltir meðvitundarlítill um bekki og gólf í knæpunum. Þessi tvö atriði eru : 1. — Það er ótvíræðlega gefið í skyn í Lögbergi, að bréfinu góða, hafi ver- ið stolið. Vill ritstjóri blaðsins gera svo vel og segja, hvern hann hefir grun- aðan ? Hann er líka siðferðislega skyld- ugur til að gera það, úr því hann leyfir sér að kæra nokkurn. Annars virðist hann nokkuð “rúglaður í ritningunum,” því ekki verður betur séð, en að hann ætlist til að hinn “seki” sanni sakleysi sitt, þvert á móti öllum lögum og venju. 2. — Það þykir honum menskum mönnum ofvaxið að skilja, hvernig Hkr. fór að birta kvæði. sem út kom í Hkr. sömu vikuna og það birtist í Lögb. Fyrri er nú skilningur lítill en svona sé! Þessa kynja-gátu ráðum vér þannig : Höfundur kvæðisins, hr. S. J. Jóhannesson, færði oss það ti prentunar siðdegis á miðvikudaginn, og var það fært í letur um kveldið. Frek- ari upplýsingar um þetta getur ritstj. Lögbergs eflaust fengið hjá höf. kvæð- isins. Orða-belgurinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er velkomið að “leggja orðí belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfellis-uinmæli um einstaka menn verða tekin nema með fullu nafni undir. Ritstj. afsalar sér allri ábyrgð á skoðun- umþeim, sem koma fram í þessumbálki]. Character. Falski Loki lyndishálfi og leirskáldið hann Mökkurkálfi, andans bræður eru þeir. Þeir eru að kasta aur á aðra, útfarnir að ljúga og slaðra, — kristnir bjánar báðir tveir. S. B. Benedictsson. Doktor í vitleysu. Hr. Gunnsteinn Eyjólfsson hefir komið út í annað skifti eftir endurfæð- inguna og disputerað fyrir doktors-nafn- bót í vitleysu, eins og sjá má áLögbergi 4. Apríl þ. á. Hann gefur í skyn, að fyrir nokkr- um árum hafi verið álitið heiðarlegt að vaða með persónulegum skömmum og illyrðum upp á menn. Hvenær var það álitið heiðarlegt ? Líklega þegar Gunn- steinn hamaðist í skamma og illyrða peysunni. ‘íSætt er flest á sjálfsbúi!” Hann biður menn að skoða huga sinn um, hvort hann standi ekki á hærra mentastijji en einhverjir mann- lastarar í Nýja Islandi. Það er nú ekki gott að draga ályktun út úr þessu fyrr en hann tilgreinir þessa mannlastara. En hvað Gunnstein snertir, þá sýnist hann ekki standa á háu menningarstigi ef hann er dæmdur eingöngu eftir þvi, sem hann ritar. Saga hans “Elenora” ber það með sér, að maðurinn hefir litla þekking og enga menning. Og þó hann ávarpi Ný íslendinga með sæmilegri kurteisi, þá er það ekki sönnun fyrir því að hann standi á háu menningar- stigi. Iíann álítur grein mína afleiðing af því, að hann hafi látið í ljósi hvað hann áliti Ný-íslendingum fyrir bestu í póli- tik þessa lands. Þetta er svo mikil fjar- stæða, að slíkt he.yrist ekki í íslenskum blöðum, ekki einu sinni í hordálkum Lögbergs. Það varðar víst engan lif- andi mann um hvað Gunnsteinn Eyj- ólfsson álitur “fyrir bestu.” í greininni 14. Marz tók hann sér þann myndug- leik, að segja okkur hvernig við eigum að hugsa og breyta og það er nokkuð annað. Hann tók það fram að það væri “eiginlega pólitík” sem væri oisök til þess að hann tæki “til máls,” en hann tók það hvergi fram, að hann tal- aði af sannfœringu, svo það var ekki gott að vita hvað hann áleit “fyrir bestu.” Honum tekst undur vel, að leika Vigfús heitinn á Hala, þegar hann fer að lesa móðurmál sitt, eins og sjá má á þeim skilning, sem hann leggur í það er er ég minntist á samsæristilraun Sig- tryggs Jónassonar. Mér dettur ekki í hug að fara að útskýra það betur fyrir Gunnsteini, það skilja líka allir sem nokkurt vit hafa á setningaskipun í ís- lenzku máli. Honum dettur í hug, að orðið “end- urfæðing” meini það, að hann hafi um- snúist í pólitík, en það er langt frá, því hann hefir eins oft snúist um í pólitík eins og hann hefir -signt sig á kristileg- an hátt og ekki tekið neinum bótum, sem gæti kallast endurfæðing. Sann- leikurinn er að maðurinn hefir aldrei átt sjálfstæða pólitiska skcðun í eigu sinni þrátt fyrir álla umsnúningana. Hann yrði að sýna ofutlítinn snefil af pólitisku viti til að geta heitið endurfæddur á pólitiskan hátt. Hann segir að öllum sé kunnugt um, að hann hafi fylgt frjálslynda flokknum síðan hann fyrst fór að taka þátt í pólitík. Auðvitað hefir hann talsvert snúist um frelsisnafnið, án þess að ihuga hvernig það er vanbrúkað af pólitiskum hræsnurum hér í landi, en sem sagt var ekki um neinar sjálfstæðar skoðanir að ræða hjá Gunnsteini, nema ef eigingirnin hefir orðið að lífsskoðun nú upp á síðkastið. Þegar Lögberg var stofnað fyrir rúmum 7 árum hangdi Gunnsteinn aftan i F. B. Anderson, lik- lega með þeirri hugsun, að það væri að tylgja frjdlalynda flokknum. Síðan hefir hann fylgt eða látist fylgja hinum og þessum til skiftis, eftir því sem þeir hafa raupað af ritverkum hans. Þegar “Elenora” kom út, skrifaði þáverandi ritstjóri Lögbergs hr. Einar Hjörleifs- son fáorðan en en mjög sanngjarnan rit- dóm um bókina. Gunnsteinn, sem þá var einmitt að dingla við Lögberginga umsnérist svo ótrúlega að hann fékk dauðlegt hatur, ekki einungis á ritstjór- anum og útgefendum blaðsins, heldur öllum þeirra flokksmönnum og flokks- málum. Gunnsteinn veit það sjálfur, að hann vildi umfram alt gera þeim ein- hvern ógreiða, ef ekki i hefndarskyni, þá af þénustusemi við hr. Jón Olafsson, sem lót tilleiðast að semja lofræðu um bókina, auðvitað í háði. Þetta er nú fylgið, sem maðurinn hefir veitt “frjáls- lynda flokknum ! !” Hann er ekki dottinn af baki með þá staðhæfing, að McDonell haldi em- bætti hjá fylkisstjórninni með því að fara á sambandsþing. Það má vel vera að Greenwayingar veiti honum undan- þágu frá sínum eigin lögum. Þó viröist þetta fremur einkenna Gunnstein sjálf- an, og vera svipað þeirri skoðun hans að það “hafi verið heiðarlegt, að vaða með persónulegum skömmum og illyrð- um upp á menn,” meðan hann hamaðist sjálfur í peysunni. Hann kannast ekki við að Colcleugh hafi lofað öðru 1892, en því er hann hefir efnt. Ef Gunnsteinn hefir ekki heyrt önnur loforð, þá ætti hann samt að muna eftir loforðaböggunum, sem þeir þrímenningarnir Sigtr. Jónasson W. H. Paulson og Jón Júlíus roguðust með hór fram og aftur fyrir síðustu fylkis- kosningar, þvi þeir voru hreint ekki smáir. Ef Gunnsteinn hefir ekki séð þá, má hann hafa verið ótrúlega nær- sýnn, nema því að eins að honum hafi dottið í hug að væri mútufí i pokunum. Að Colcleugh hefir komið skammarlega fram á þingi gagnvart kjördæmi sínu má meðal annars ráða af því að Lög- berg kvartaði undan því í fyrra vetur og vex þó blaðinu ekki alt i augum að því er snertir frjálslegt ranglæti. Ef hér væri að eiga við menn með fullu viti, þá vildi ég mega spyrja hann að, á hverju hann byggir þær illgetur, er hann dróttar að ritstjóra Heims- kringlu. Það yrðu líklega flestir í hans stöðu, sem tækju jafn sanngjarnar greinar og þær er ég hefi skrifað í blaðið ,29. Marz og aftur nú. Að öðru leyti hefir ritstj. engann hlut að því er ég skrifa. Það sýnist ekki margra verk að eiga við Gunnstein Eyjólfsson, doktor í vitleysu. E. — 18. Endurmynningar frá æsku árum. Eftir G. A. Dalmann, Minneota, Minn. Framh. Það var komið sumar og ég var orðinn 9 eða 10 ára gamall, en í hvaða mánuði það var veit ég ekki, því frændi minn brúkaði aldrei almanak. Hann áleit það vansæmi sönnum íslendingi að taká upp þvílíkan gikkshátt. Hann sagði að Njáll hefði ekki gefið sig við slíku glingri og hefði hann þó verið vitrastur allra manna í fornöld. En livað sem því lei<V þá man ég að ég var oft búinn að reka ærnar á kvöldin, það var minn sjálfsagður starfi, og svo að bera inn vatn og eldivið fyrir ráðskon- una. Ég var vanur að sitja á kvía- veggnum á meðan Gróa mjaltaði. Hún hafði verið mikið betri við mig að und- anförnu svo mér var farið að verðanokk uð betur við hana; hún gekk á það lag- ið og narraði mig til að kveða níð um nágrannana, og hvernig sem því var varið, þá var það þó Svo, að þess Ijót- ari sem kviðlingar mínir voru, því meira hló hún og hrósaði mér. Hún taldi það víst að óg mundi verða einn af mestu skáldum landsins, og svo lauk, að hún kom mér til að taka frænda mín um tak, auðvitað lofaði hún að þegja yfir öllu saman, en engu að síður leið mér illa ; mér fanst ég hafa gert rangt, að atyrða saklausa menn. Stundum efaði ég að skáldskapur minn væri eins mikils virði og Gróa lét. Eg lofaði sjálf um mér bót og betrun, að hætta við all- an kveðskap, en nú var ég á valdi ráðs- konunnar, hún kynni að segja eftir mér ef ég léti ekki að orðum hennar, svo öll mín góðu áform urðu að engu. Ég hélt áfram að yrkja þar til komið var fram á slátt, þá kom það fyrir einn sunnu- dagsmorgun, að þrumuveður skall á úr heiðskýru lofti. Frændi minn var mað- ur árrisull, því svo kvað hann verið hafa alla dugandi menn til forna. Ég vaknaði við það að heldur óþyrmilega var tekið i hárið á mér. í dauðans of- boði opnaði ég augun og sá að frændi minn var í vígamóð, þó ekki hefði hann exi Skarphéðins. Eg var eins og vindill í höndum hans. Hann sneri mér fyrir sér á ýmsa vegu eins og hann væii að yfirvega hvar að mér skyldi leggja, um leið og hann sagði : “Það er helzt til firn mikil að þú skulir kveða níð um mig og aðra dugandi menn. Þú fetar nákvæmlega í spor Sigmundar, er níðið orti um Njál bónda, en lítið varð úr honum fyrir öxi Héðins. Eg skal sýna þer, maðkurinn þinn, hvað lítill þú ert í samanburði við mig”. Og það gerði hann svikalaust. Litlu síðarfóru þau frændi minn og Gróa til kyrkju, þvi hann var kyrkju- rækinn maður og kvað það ósvinnu að sækja ekki helgar tíðir. Ég skildi það vel að Gróa hafði svikið mig, liún hafði gefið mór sykurmola og hagldaköku til að na vinfengi mínu aftur, og svo hafði hun hleypt mér í þau vandræði, að ó- mögulegt var fyrir mig að sjá livaða endir yrði áþvíöllujégyrði líklega klag- aður fyrir presti og sýslumanni. Prest- inn halði ég séð. Hann var hár o<>• dig- urog hlautað vera miklu sterkari en frændi minn. Það var eitthvað við hann í minum augum, sem mér fanst yoðaíega tignarlegt. Sýslumanninn hafði eg aldrei séð, en áleit að hann væri enn þá stærri enn presturinn. Ég mundi lika eftir einhverri öxi i sam- bandi við hann og kom til hugar að ver- ið gæti, að hann hefði öxi Skarphéðins, Se“.,ífænd! minn talaöi um með svo mikilli virðingu. Hvernig sem ég velti Þessu við i huga mínum, þá gat ég ó- mögulega. komizt að annari niðurstöðu, en að til stór-vandræða horfði. Það eina sem ég gat gert var, að gráta, því Groa hafði þá ekki ánægju af að heyra t.l min i það skiftið, og það gerði' óg liggjandi milli þúfnanna í túninu. Ég gretþar tflégvar orðin uppgefinn, þá íor eg að hugsa um framtíðina enn þá einusmni. Eg óskaði Gróu, sykurmol- anum og hagldakökunni upp á Herðu- breið og heitstrengdi að búa aldrei til visu um nokkurn mann, ef óg kæmist emhvernveginn lifandi frá þessum vand r & um, en þar til sa ég nú raunar eng- an veg. Sólin skein svo ástrík og blíð j r °í? færði mér heim sanninn að hun skini jafnt yfirréttláta og rangláta. Eg Þóttist viss um það, að ég hlaut að vera sa versti unglingur er til var í heimmum. Gróa hafði stundum sagt við yms hátíðleg tækifæri, að hún liéldi ég væri 'besettur” af djöflinum ; ég skildi ekki vel hvað hún meinti, að það væri dEjiullrnn’ sem talað var um í stóru bókinni, er frændi minn las í þegar nann f<n'ekki til kyrkju, það hólt ég ekki gæti verið, því mér virtust þau bæði eins og vera hrædd, hafa beig af djoflmum í bókinni, en óg hafði mörg- uin sinnum komist að því að þau voru ekki það minsta hrædd við mig. Það hlaut því að vera einhver annar djöfull, er Gróa áleit að væri í mér, máske skyldur liinum, en ekki fullvaxinn. Ég gat ekki fengið neitt samhengi í þetta, enda var það þýðingarlítið. Það var ekki til að hugsa fyrir mig að vera góð- ur drengur. Ég hafði mörgum sinnum beðið guð grátandi að gera úr mér góð- an dreng, eins og drenginn hans ná- granna míns, sem hafði fengið ]jóm- andi fallega treyju með gyltum hnöpp- um, af því hann var góður, eða svo var mór sagt. Eg hélt að guð hefði gefið honum treyjuna, en þar eð ég var treyjulaus, þá sá ég það að hann hafði viðhka álit á mér og frændi minn, og svo þetta siðasta tilfelli ekkert annað líkara, en að Gróa hefði sagt honum eftir mór og þá var ekki við góðu að búast. Auðvitað liafði ég aldrei lagt honum neitt til í kveðskap minum, en væri hann eins reiður ogfrændi minn, þá var ekki þaðan hjálpar að vænta; nú það var.fokið í öll skjól fyrir mér. Ég mundi það vel að móðir mín hafði sagt mór skömmu áður en hún dó, að hún ætlaði til guðs sem væri á liimnum og bíða þar eftir drengnum sínum. En hún skyldi ekki minna guð á að gefa mér treyju áður en ég varð vondur, eða koma þá og sækja mig, því það var nu það, sem ég lengi Iiafði gert mér vonir um, en alt fór einn veg fyrir mér. Eg gat ómögulega samrýmt alt þetta og fór því að rifja upp versin sem móð- ir min hafði kent mer. Eg var búinn að gleyma þeim flestum. Á meðan ég var að því, sneri ég mér upp í loft og vaktaði skýin, er sigldu svo hátignar- lega á blárri hvelfingunni, eins og óg hugsaði mer það, Þau voru allavega löguð, sum voru eins og hræðilega stór dýr, önnur líktust mannsandlitum. Gat það ekki skeð að móðir mín væri ein- hversstaðar þar. uppi í skýjunum ? eða var hun a bak við það bláa, og hvernig hafði hun komizt þangað? Þessar og þvílíkar hugsanir kviknuðu í huga mín- um með ógurlegum hraða, en skýin færðust saman í voðalega, hvíta bólstra, sem sýndust svo illilegir að ég varð hræddur og gleymdi öllum vandræðum míuum og hljóp í bæinn eins fljótt og fætur gátu borið mig. Um kveldið var komin þoka og þéttings-úði samfara nákaldri norðan- golu. Ég kveið fyrir að reka ærnar, því bæði var ég hræddur við þokuna og huldufólkið, er mór var sagt að bygði klettana. er umkringdu hvammana sem ærnar gengu í um nætur. Við Stekkj- arhvamm voru klettarnir lang-stórkost- legastir, enda hafði Gróa sagt mér að þar væri kyrkjustaður huldufólksins. Einmitt fram í þennan hvamm átti ég að reka ærnar, og hvað vondur sem ég var, þá gerði ég það æfinlega, þó hræddur væri, en ég var einlægt að versna, svo það var ekki annað líkara, en ég væri orðinn nógu vondur svo huldufólkinu þætti slægur í mér, því öllum bar saman um það, að góð börn væru alveg óbult fyrir því. Mér kom til hugar að reyna nýtt ráð og það var, að fara til rúms’míns snemma. Klæða- burður minn var þannig að ég þurfti k. i í

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.