Heimskringla - 10.05.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.05.1895, Blaðsíða 1
i Heimskringla. C.c ttpo TTftorn • rr *ttttw IxTárTT WINNIPEG, MÁN., 10. MAl 1895. NR. 19. Er vafalaust að vér seljum með lægra verði en aðrir. Það sést á því hve mikið menn kaupa hjá oss. Ef þig langar til að nota þér þessi góðu tækifæri, þá kómdu strax og veldu það sem þú vilt hafa. Yér græðum ekki á því! Vörurnar verða að seljast! Hinn mikli afslattur á Karlmanna, Drengja, Unglinga og Barna-fötum. gerir verzlun vora f jörugri en nokkur önnur verzlun í bænum. Það hefir gengið svo vel hjá oss, að vér bjuggumst ekki við öðru eins. Síðan við byrjuðum, hefir fólk úr öllum pörtum bæjarins komið til okkar. íbúar norðurbæjarins komu og fóru heim ánægðir. Ibúar vesturbæjarins komu og voru hissa á hve ódýrt alt var. Margir hafa komið til okkar utan af landi, og ýmsir hafa sent skriflegar pantanir, bæði stórar og smáar ; vér afgreiðum híhar smærri eins fljótt og hin- ar stærri. Við setjum okkur það mark og mið, að uppfylla það sem við lofum og halda við það sem við auglýsum. Við vitum að allir sem eiga viðskifti við okkur viðurkenna, að vörurnar séu eins góðar eins og þær eru sagðar, að þær séu ódýrar og að þær séu “móðins.” HEIMSKRINGLA — OG- ÖLDIN. Nýbúið er að endurprenta fyrsta núm- erið af Öldinni. sem brann í Maí 1893. Fyrir $ 2.25 fyrirfram borgað, fá nú nýir kaupendur Heimskringlu frí byrjun sögunnar : “Mikael StrogofE,” til næsta nýárs, og Öldina frá upphafi (3 árganga, 30 númer) einnig til næsta nýárs, meðan upplagið hrekkur. Fyrir $ 2.00. Öldin frá upphafi (þrir árgangar) til næsta nýárs, verður seld sérstök á $2.00 fyrirfram borgað. í Öldinni eru, eins og flestum er kunn- ugt ágætis kvæði, fræðiritgerðir um visindalegt og sögulegt efni, sögur, þar á meðal hinar frægu “Sögur herlæknis- ins” (um 30 ára stríðið), eftir .Zakarías Topelius, ásamt ýmsu fleiru — alls 480 blaðsíður i stóru broti. Öldin er mjög fróðleg og skemtileg bók, enda í sérlegu afhaldi hjá öllum þeim, sem hafa eignast hana og ættu allir þeir, sem ekki hafa Þegar fengið hana með Heimskringlu, að nota þetta tækifæri til að fá þrjá ár- ganga af Öldinni fyrir svo sem ekki neitt Munið eftir skilmálunum : Heimskringla frá 1. Maí þ. á. til ársloka ásam t Öldinni, 3 árg., fyrirfram borg., að eins $2.25 Öldin 1893, 1894 og 1895, (30 bl.) fyrirfram borg., að eins $2.00 Upplagið er Ktið, (að eins 250) og því hetra fyrir þá, sem sœta vilja þessu boði, að gerastkaupendur nú þegar. Forstöðune fndin. FRÉTTIR. DAGrBÓK. EÖSTUDAG 3. MAÍ. Fjármálastjóri Breta flutti ársskýrslu sína í gær, og sýnir hún, að tekjuhalli stjórnarinnar var rúmlega $1J milj. á úrinu. Með því að auka tollinn á hverri gallónu af öli um 12 cents, sagði hann að stjórnin gæti fyrirbygt annan eins tekjuhalla næsta ár. Stjórnarformaður, Sir McKenzie Howell, skýrði, í gær, efri deild domini- °n þingsins frá aðgerðum stjórnarinnar í Hudsonsflóa brautarmálinu. Kom þar fram. sem sagt hefir verið, að stjórnin hefir lofað að lána félaginu $10.000 fyrir hverja mílu brautarinnar norður að Saskatchewan-fljóti, frá Winnipeg. ^rygging stjórnarinnar verður $80.000 á úri í 20 ár, sem stjórnin eða þingið hafði áður veitt fólaginu fyrir póst og annan flutning stjórnarinnar á þeirri leið, og *tð auki fær stjórnin fyrsta veðrétt í allri landeign fálagsins. Þó er þetta lán veitt tneð þeim skilmálum, sem auðvitað er, að þingið samþykki frumvarp þess efnis. Sagt er að þeir Vanderbilt-bræður séu að reyna að ná tangarhaldi á Great Northern-brautinni. Til að afstýra því fór J. J. Hill snögglega af stað til Lund- úna í gær. Indíánar í North Dakota láta ófrið- lega og hafa hertekið þorþið St. Johns, smá-kauptún rétt fyrir sunnan Mantoba fandamærin. Stjórnin í Washington hefir að sögn ákveðið, að upphefja nautgripavörðinn á Canada landamærunum og leyfa naut- gripum frá Canada inngöngu rannsókn- arlaust. Fellibylur í Kansas varð 15 manns að bana í gær. HAUGARDAG 4. MAÍ. Fjármálastjóri Canadastjórnar flutti ársskýrslu sína í gær og sýnir hún, að tekjuhallinn á yfirstandandi fjárhagsári er motinn $4J milj. Við tekjuhalla á n®sta fjárhagsári er einnig búizt og hann metinn $1.700.000. Á þremur fjár- hagsárum, 1894, 5 og 0, er tekjuhallinn samtals $7.400.000. Til þess að afmá væntanlegan tekjuhalla á næst fjárhags- ari. hefir stjórnin afráðið að leígja J cts. toll á hvert pd. af sykri. hreinsuðum eða óhreinsuðum; enn fremur aukinn tollur- mn á áUngisdrykkjum, sem bruggaðir efu i ríkinu og eins þeim aðfluttu. í gær voru lögð fyrir dominionþing- ið öll skjöl áhærandi Hudsonsflóabraut- armálið og öll bréf, sem farið höfðu milli stjórnarinnar og félagsins, síðan það æskti eftir styrknum í nýrri mynd. Síð- asta bréfið er dagsett 26. Apr. 15 menn fórust af fiskiskipi frá Se- atle, norður við Alaskastrendur í síðastl. Apríl. Skeyti frá Kina segir, að af ótta fyr- ir áhlaupi á Peking, hafi Kínastjórn lát- ið rjúfa flóðgarða við fljót í grend við borgina, svo vegurinn jtöí ófær Japan- ítum. Flóðið lagði hérað mikið í rústir og drekti hundruðum íbúanna. Auglýst er. að 8. þ. m. staðfesti keisari Kínverja friðarsamninginn, sem Japan keisarinn staðfesti 20. f. m. Acadia-sykurgerðarfél. í Halifax græddi $335.000 á J cts. tollinum, sem lagður er á sykurpundið — átti svo mik- ið fyrirliggjandi af óhreinsuðum sykri. Um árið, þegar tollinum var alveg svift af sömu vöru, tapaði þetta félag yfir $300.000. MÁNUDAG, 6. MAÍ. Indiánarnir í Norðr-Dakota gáfust upp umsvifalaust, þegar þeir sáu að Bandaríkjastjórn var alvara með að senda þangað hermenn. Þeir sáu þá viturlegast að framselja timburþjófana og með það er upþreisn þessi á enda. Bretar léttu akkerum á Corinto- höfn i Nicaragua í gær og héldu brott, eftir að Bretastjórn tók gilt loforð Ni- caragua-stjórnar um að borga $77,500 í skaðabætur til Breta, er sviftir voru eignum og gerðir landrækir. Salvador- stjórn hljóþ undir bagga og ábyrgðist upphæðina fyrir bróðurþjóð sína. Sex þumlunga djúpur snjór féll í Colorado á laugardaginn. — Sama dag- inn 65—70 stiga hiti í Manitoba. Skeyti frá Kína segir aö Japanítar hafi látið undan þeim þremenningunum Rússum, Frökkum og Þjóðverjum, og sleppi öllu tilkalli til Port Arthur kast- alans og Liao Tang skagans, sem kast- aiinn stendur á. Þessi fregn hefir ver- ið send öllum þremur hlutaðeigandi stjórnum. ÞRIÐJUDAG, 7. MAÍ. Ástæðurnar á eynni Formora. sem nýlega er orðin eign Japan-manna, eru svo iskyggilegar, vegna óánægju yfir eigendaskiftunum, að Bretar og Þjóð- verjy hafa lileypt her á land til vernd- ar erlendum mönnum búsettúm á eyj- unni. Yfirheyasla í tekjuskattsmáli Bandaríkjastjórnar var hafiðíWashing- ton í gær, að viðstöddum öllum hæzta- réttardómurunum. Járnbrautarlest, sem þau konungur og drottning á Italíu voru að ferðast með norðan frá Florence, hljóp af spor- inu í dag og meiddist fjöldi af farþegj- unum, en kongshjónin sluppu óskemd. Hjólreiðarmaður er á ferðinni frá Halifax til Winnipeg; ætlar að fara á hjólhestinum alla leið og án þess aðeyða einum dollar í fæði á ferðinni. I gær var hann kominn tilBellevilleí Ontario. MIÐVIKUDAG 8. MAÍ. Einhverjir andvígismenn sambands- ins við Canada gerðu tilraun í gær að ofbjóða útibúum canadisku bankanna i Nýfundnalandi, með þvi. að skjóta þeirri flugu í munn mönnum, að þeir væru valtir. Öllum var borgað í gulli og þegar kvöldaði var æðið afstaðið. Almennur fundur var hafður i Lundúnum í gær til aðsamþykkjamót- mælayfirlýsing yfir meöferðinni á Ar- meniu-mönnum. — Samdægurs kom út bréf úr Armeniu í blaðinu “News” þar sem segir frá tilraunum Tyrkja að smeigja sér undan ábyrgðinni fyrir voðaverkin í haust er leið. Karlar og konur eru pintaðar til þess að ná undir- skriftum þeirra undir vitnisburð, er al- gerlega sýknar Tyrki í því efni. Blóð- baðiðá þar aðveraKurdista-ræningjum einum að lcenna. Japanítar fá$50'milj. í peningum fyrir að sleþþa tilkalli til Port Arthur kastalans. Þremenningarnir, er geng- ust fyrir þessari breytingu, eru að sögn ánægðir með þetta fyrirkomulag, Þing Rómverja var rofið í gær. Nýj- ar kosningar fara fram 26. þ. m. og 2. Júní næstk. Hið nýja þing á svo að koma saman 2. Ágúst í sumar. FIMTUDAG, 9. MAÍ. Sagt er að vindurinn, sem fylgdi steypiregninu á laugardaginn var,, hafi valdið eignatjóni á stöku stað í vestur- hluta Manitoba. Frézt hefir um tvo ’skipskaða í Be- ringssundi, skip frá Victoria, British Columbia, með 23 mönnum og skip frá San Francisco með 17 mönnum. Fregn frá Nýfundnalandi aegir, að Whiteway-stjórnin sé hætt að hugsa til sameiningar við Canada, vegna mót- spyrnunnar, en aðhún munirýra stjórn arkostnað allan um þriðjung eða meir og leita svo eftir láni á Englandi og í Bandaríkjunum, til að mæta skuldum, sem falla í gjalddaga í Júní nsestk. Samningurinn í gildi. Eins og aug lýst hafði verið staðfesti keisari Kin- verja friðarsamninginn við Japaníta í gær, í borginni Chee Foo. Winnipeg & Great Northern járnbrautin. Þetta er nýja nafniðá Hudsonsflóa- brautinni, nafn sem félaginu var gefið í fyrra á dominionþingi, samkvæmt ósk þess og af þeirri ástæðu, að allir. sem ekki vora því kunnugri, rugluðu saman stofnununum tveimr: Hudsonsflóabraut arfél. og Hudsonsflóaverzlunarfélaginu mikla. Nú er yfírmaður H. flóaverzl- unarfél. Sir Donald A, Smith, einn stór eigandi C. P. R. fél., og er þá hugsan- legt, að honum hafi ekki verið kært að menn rugluðu saman nöfnunum. Fram- vegis mun Hkr. nefna fél. og braut þessa með sínu nýja og eina löglega nafni, þrátt fyrir að oss,eins og flestum er tamara, að nefna hið upprunalega nafn. Það er lítið nýtt að fegja um þetta fyrirtæki enn. Eins og frá er skýrt annarsstaðar voru öll skjöl áhrærandi væntanlega hjálp stjórnarinnar lögð fyrir þingið á föstudaginn var. I sömu svifum var fjárlagafrumvarpið lagt fjT- ir þingið og hvarf þá áhuginn fj'rir járnbrautarmálinu í bráð. Við það sit- ur enn (miðvikudag) Og ekki hægt að geta á hvenær það mál kemur til urn- ræðu og því síður atkvæða. Að það fái mótspyrnu er vitanlegt, en hvað mikil hún verðurer nokkuð, sem enginn veit. Það hefir verið sagt, að Joseph Martin (Winnipeg þingm.) verði á móti nokkurri breytingu á styrknum, en svo hafa ýmsir “liberals” hór í bænum sent honum “kveðju guðs og sína” og til- kynt honum, að liann þurfi ekki að ó- maka sig vestur hingað, ef hann styðji ekki stjórnarsinna í þessu máli. I millitíðinni halda contractararnir áfram að búa sig til starfa. Á þriðju- daginn l'igðu mælingamenn af stað til að ákveða brautarstæðið og er því mið- ur fullsannað nú, að hún á að liggja um Portage La Prairie og norður fyrir vestan Manitobavatn. Mælingamenn- irnir sem sé taka til starfa nokkrar mílur norðvestur frá Portage La Prai- rie. Strax eftir næstu helgi er búizt við að tekið verði til að byggja grunn- inn. Eru contractararnir nú að semja við járnbrauta bj-ggingamenn hér í bænum um að takast verkið í fang. Eru þeir samningar að sögn fullgerðir við Geo. H. Strevel, J, W. Buchanan, An- drew Smitli, R. R, Keitb, J. G. Denison og .1. J. Egan. Fleiri menn ér og sagt að sé tilbúnir að takast grunnlegging á hendur, en samningar ekki fullgerðir enn. Hver þessara manna fer mo.ð 20 til 25 pör hesta og all-mikinn mann- fjölda, og eru þeir nú óðum að búa sig, gera að verkfærum, tjöldum o. s. frv. Landeign félagsins er meir en lítil, svo framarlega sem það byggir braut- ina. Á dominionþingi 1885 var því veitt land sem fylgir: Fj-rir brautina fullgerða frá aðal- braut C. P. R. fél, í Manitoba norður á takmörk fylkisins 1,440,000 ekrur ; á- ætluð vegalengd 225 mílur. Fyrir brautina frá norðurtakmörk- um Manitoba til endastöðvanna við fló- ann (við Nelson-ármynnið) 5.440,000 ekrur : áætluð vegalengd 435 mílur, Fyrir kvísl af brautinni frá Saskat- chewan-fljóti suðvestur um land alt að Manitoba&Northwestern járnbrautinni, en ekki j-flr 250 mílur að lengd, 1,609 þús, ekrur. Alls er því landeignin 840,000 ekrur ef brautin verður bygð samkvæmt samningi. En þessu landi á stjórnin að halda sem tryggingu á meðan félag- ið er að vinna af sér $21J milj. lánið sem stjórnin nú hefir lofað að veita og sem sjálfsagt verður, ef þingið verður viðráðanlegt. í því sambandi verður að hafa það hugfast, að nálega alt aust- urlandið er fyrirtækinu andvígt, af þeirri hugmynd að braut þessi muni draga frá því verzlun og viðskifti. /. Islands-fréttir. Eftir “Austra”. Seyðisfirði, 29. Marz 1895. l'iðarfar. Eftir miðjan þ. m. hafa gengið töluverðar hríðar og sett niður allmikinn snjó. SíldaraUinn helzt alt af við á Suður- fjörðunum; en nú veiða þar að eins O. Wathnes menn með nótum, og gengur að vanda veiðin vel, Þegar síðast fréttist var síldin enn þá í góðu verði erlendis. Nú er síld farin að Jfiskast hér í Seyðisfirði. Snjóflóð kom á Rimum í Mjóafirði og braut 2 fjárhús, en skepnur náðust flestar lifandi. “EgilV' og póstur eru enn ókomnir. Skagafirði 8. Febr. 1895. Herra ritstjóri! Þér biðjið mig um fréttir úr Skaga- firði fyrir árið sem leið. Ég byrja þá eins og alment gerist á veðráttunni. Hún var mjög góð yfir höfuð allt árið. Hver dagurinn var öðrum blíðari og betri alt sumarið og haustið. Grasvöxt- ur mikill á harðvelli, en lakari ímýrum. Heyskapur ágætur, bæði mikill og góð- ur. Síðast á árinu voru nokkrir um- hleypingar. Yertlun fremur hagfeld. Utlend vara var með allgóðu verði, og með enn betra verði í pöntunarfélaginu. en á Sauðárkrók, feins og eðlilegt er enda er það talinn fremur dýrseldur verzlunar- staður. Aðaliundur kaupfélagsins var hald- inn á Ási 9. og 10 f. m. Var þar ákveð-1 ið, að halda félaginu áfram í sama horfi og að undanförnu með sömu starfs- mönnum innanlands og utan eins og næstliðið ár. Formaður er Pálmi Pét- ursson óðalsbóndi á Sjávarborg, og varaformaður Konráð Jónsson, hrepp- stjóri í Bæ. Formaður var settur á 600 kr. föst laun. Áður hafði hann 12% af vörum. Hann hefir mikið að gera. Á sauðasölunni hefir félagið ekki haft neinn liag í þetta sinn. Verðið kemur merkilega heim við verðið á mörkuðum hér næstl. haust. Hið sama er um verðið á hinum vörutegundunum, er seldar voru í félaginu. Fiakiafli var ágætur næstliðið ár hér, svo að einnig í þessu tilliti verður að telja árið 1894 með beztu árum. Hlutir í haust voru almennt hér inn- fjarðar 1000—1400. Þess er vert að geta, að nú er byrj- að að stníða brúna yfir austari Héraðs- vötnin; liefir í næstl. mánuði duglega verið ekið grjóti að staðnum, sem er norðan við Gljúfrá þar sem hún rennur í Vötnin fyrir utan Hofstaðasel. Yfir- smiður er Bjarni Gúlason úr Siglufirði, ötull maður. Verður brúin hin mesta framför. Húnavatnssýslu 8. Marz 1895. Veturinn hefir verið svo góður til þessa, að fáir hafa slíkir vetrar komið hér norðanlands langa lengi. Nú alauð jörð, svo sem á vori væri milli sumar- mála og krossmessu. Sjaldan frost að mun. Nú mun bráðapestin loks vera hætt um sinn, og geta menn því notað hina góðu tíð fyrir skepnur sínar. Það eru ekki svo litil hey, sem eyðst hafa í vetur PYNY - PECTORAL brings quick relief. Cures all ir.- flatmnation of thc bronchial tube9, throat or chest. No un- certainty. Relieves, soothes, heals promptly. A Large Bottle for 25 Centa. ^ OAVIS A LAWaEfiCE CD.S LTD. PR0PRIET0R8. MONTREAL. Karlmannaföt. Vér höfum ekki rúm til að segja mikið um þessi föt. Vér höfum hér um bil 3000 alfatnaöi úr kanadisku vaðmáli, rúðóttu, röndóttu og marglitu. Einnig Worsteds og Cheviots tvíhneft og ein hneft á $3,30, $4,50, $5,50, $6,50, $7,75 og $8,75. Hvert af þessum fötum er ágætt og sá sem á annað borð vill fá sér föt, sleppir ekki þessu tækifæri. WALSH’S drengja og barna-föt Vér höfum sérlega mikið af drengjaföt- um af öllum tegundum. Drengjaföt með löngum buxum, skólaföt og sunnu- dagaföt. Stuttbuxur á 35, 40 og 50 cts. Saálorföt 90c. $1,25 og $2,00. Vaðmáls- föt $1,50 til $3,50. Svört Worsted-föt $2,50 til $4,50. Drengja og barna hatt- ar og húfur 25c. og jrfir. vegna pestarinnar, því menn hafa þá trú — sem líka mun á rökum bygð — að góð heygjöf muni vera talsverð vörn við henni Hin nýbygða kjrkja á Blönduósi var vígð 1. sunnudag eftir þrettánda, að fjölda manns — hátt á þriðja hundr- að — viðstöddum. Mannalát. 17. f. m. andaðist — varð bráðkvaddur — óðalsbóndi Jónas Erlendsson á Tindum hálf áttræður. Við jarðarför hans, er framfór 4. þ. m. kom annað mannslátið fjTÍr er engu síður þótti mikils umvert og næstasvip- legt. Einn af hoðsmönnunum, Sigurð- ur Hjálmarson frá Búrfellshól, gekkfrá matborði útá bæjarhlað; þogar hann hafði lítið eitt gengið þar, hné hann niður. 2 menn er stóðu þar á hlaðinu, fóru þeerar þangað og báru hann inn, því þeir héldu hann hefði fallið i ómeg- in. Þegar inn kom, sýndist hann vera látinn; voru samt rejmdar ýmsar lífgun- artilraunir, en allar urðu þær árangurs- lausar. Maður þessi mun hafa verið miðaldra og sagður dugnaðarmaður, eu að öðru leyti er hér í sveit eigi kunnur lífsferill hans. Varðskipið. Það hefiv farið betur en áhorfðist með varðskipjð. Ríkisdag- nrinn hefir veitt féð og hiugað kemur bráðum til landsins til eftirlits með hin- um útlendu fiskimönnum ágætt, nýtt og mjög hraðskrej’tt herskip ‘ ‘Ileim- dallur” skipstjóri Schxdz, og þar eríyfir- mannaflokki næstelzti sonur krónprinz- ins (prinz) Carl. “Heimdalli” er einkum ætlaðar stöðvar hér fyrir Austurlandi. Annaðlierskip “Ingóltnr” skipstjóri Commandör Vandel verður við mæling- ar hér í sumar fyrir vestan land og i Grænlandshafi. Þessi herskip hefir stórkaupmaður Ásgeir Ásgeirson tekið að sér að byrgja upp í sumar með kolum, og mun því guíuskip hans “Á. Ásffeirston” væntan- legt hingað við og við í sumar. Gufuskip Otto Wathnes, ”EgiU”\a.x í Hamborg þann 26. Marz, þá ferðliúið til Stavanger, og er því eins og líka “ Vaagcnvæntanlegt hingað á hverjum degi. Hattar! Hattar! Stórkostleg kjörkaup. Mikið að skoða í hattadeildinni, Vér höfum aldrei áðurhaft jafnmikiðaf hött- um eins og nú. Allir með nýjasta lagi. Þér getið fengið hvers konar hatt sem þér viljið. $1.00 hattar nú á 50c., $1.50 hattar nú á 75c., $2,00 hattar að eins $1,00, $2,50 hattar á $1,75, $3,00 hattar á $2,00 og $4,00 hattar á $2,75, Skyrtur og annað þess konar fyrir drengi og full- orðna með afarlágu verði. Flannelette firskyrtur að eins 20c., axlabönd 10c., vítar skvrtur að eins 65c. Karlmanna- hanzkar 75c., kostuðu $1.50. Hálsbindi. á 5, 10 og 15c., kosta helmingi meira. Vér verðum að minka fátabjTgðirn- ar og á meðan á því stendur lokum vér augunum fj’rir hinu rétta verði vörunn- ar og seljum hana fj’rir það sem fæst fyrir hana alt fram að 25. Mai. Á með- an á þessu stendur verður það regluleet flóð af fatnaði sem fer út úr búð Walshs á aðalstrætinu. Flutningsskip þeirra Zollners og Vídalíns, “Stramýord” átti að fara frá Kaupmannahöfn 3. þ. m. til Newcastle, liggja Þar fáa daga, og mun væntanlegt hingað um páskaleytið. Stórkaupmaður Thor. E. Tulinius hefir nú leigt gufuskipið “Itjúkan” til vöruflutninga í sumar, og er það vænt- anlegt hingað til Austurlandsins bráð- lega, svo það lítur út fyrir að samgöng- urnar við útlönd verði í bezta lagi í sumar héðan frá Austurlandi. Snjóflóð. Nýlega fórust karlmaður og kvennmaður í Vattarnesskriðum milli Rej’ðarfj. og Fáskrúðsfjarðar. Þann 24. f. m. fóll snjóflóð á bæinn Stórudali í Mjóafirði og braut þar bæði búr og eldhús og skemdi matvæli, það braut og fjárhús á túninu og drap 4 kindur. — Annað snjóflóð féll samdæg- urs á næsta bæ, Grund og hefir víst gert mikinn skaða á túni. Arni nokkur Sigurðsson, ættaður úr Skaftafellssýslu, varð úti á Fjarðarheiði fyrir skömmu. Tíðarfar viðvarandi snjóasamt og óstilt. Hafíshraungl iiefir s'zt útaf Iléraðs- flóa, og fáeinir jakar á Borgarfirði. VEITT UÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN IÐ BEZT TILBÚNA. Obiönduð vínberja Cream of Tanar Powder. Ekkert álún, ammonia eóa önnur óholl efni. 40 ára rejTizlu, WALSH’S fatasolubud 515 og 517 Main Str. — — — — Gegnt City Hall.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.