Heimskringla - 10.05.1895, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.05.1895, Blaðsíða 4
y 4 HEIMSKRINGLA 10. MAÍ 1895. TÍMINN -«• hefir þrjú hár framan í höfðinu, en er að öðru leyti alveg sköllóttur. Af þessu leiðir, að það er auðvelt að hand- sama hann þegar hann kemur framan að manni, en ómögulegt þegar hann er kominn fram hjá. — Þið getið fengið UR og KLUKKUR af alls konar tegundum og með lægra verði en annarsstaðar, hjá G. THOMAS, 534 Mnin Street. : Dagatal Heimskringlu.} \ f 1895 - - S. M. 5 6 1» i:t 1» 20 26 27 7 14 21 28 1 8 15 22 2» 2 » 16 23 30 - 1895 L. 4 "í '*J 25 \ ”„í 3 ÍO 17 24 31 Winnipeg. Lesið auglýsing Mr. G. Johnson’s á 3. blaðsíðu. Regn mikið féll á laugardaginn var hér í bænum og að því er heyTzt hefir víðast hvar í fylkinu. Smærri skúrir hafa og komið öðruhvoru siðan um byrjun mánaðarins. Herra Benedikt Benediktsson frá Crystal, N. Dak. hefir dvalið hér í bæn- um undanfarandi hálfsmánaðartíma þeim tilgangi að leita sér augnalækn- ar. Hefir dr. Good stundað hann og tekizt það vel. Það gleymdist að geta þess i siðasta blaði, að 22. April lézt á sjúkrahúsi bæjarins eftir 6 mánaða legu íslenzk unglingsstúlka, tæpra 12 ára gömul. Sigriður að nafni Sigurðardóttir.Pálma- sonar, frá Keewatin, Ontario. Útför hennar fór fram fyrra mánudag undir umsjón S. J. Jóhanessonar. Herra Jón Sigvaldason, sem lengi hefir unnið hjá Ogilvie-fél. hér í bænum, fór af stað til Nýja íslands í gær og ætlar í sumar að vinna á gufubátnum “Ida”, sem er norður við Mikley. Þeg ar síðast fréttist var íshroði enn á vatn- inu, en svo sundurlaus orðinn, að þétt- ur vindur mundi leysa hann upp. Hitunarofnar og matreiðslustór með nýju lagi og með tvöfaldri kolagrind, sem sérstaklega er gerð fyrir linkol eins og Souris-kolin, eru tilsýnis um nokkra daga'að 576 Main Str. Félag i St. Paul Minn., heldur einkaleyfi að búa til þessar stör og ofna. — Allir eru boðnir velkomnir að skoða gripi þessa. Á St. Bonifac spitalanum lézt á þriðjudaginn var íslenzkur maður, Er- lindur Pálmason. Hafði verið skorinn upp vegna sullaveiki í lifrinni. Hann kom hingað fyrir 2 árum eða svo frá Dakota og hefir búið hér siðan. Hann var trésmiður og stundaði þá atvinnu. Hann lætur eftir sig ekkju og 2 börn. Síðastl. föstudag (3. Mai) voru gefin saman í hjónaband,|af séra Jóni Bjama syni, herra Benedikt Frimannsson og ungfrú Ingibjörg B. Olson. Hjóna- vígslan fór fram í húsi séra Jóns, en að því afstöðnu héldu brúðhjónin veizlu í húsi hra. Bjöms Ámasonar, sem setin var af helzta vildarfólki þeirra. Þar flutti herra Amljótur B. Olson brúð- hjónunum kvæði. Fylkisþingið kom saman kl. 3 e. h. í gær og var sagt að fyrsta verk stjórn- arinnar yrði að leggja fyrir það svar upp á skólamálið. Mr. G. Johnson (suð-vestur horn Ross <fc Isabel St.) gefur um þessar mundir ágætis kjörkaup á ''Dry goods” varningi og fatnaði. Bréf hafa að sögn komið til manna hér í bænum frá Martin þingmanni i Ottawa, þar sem hann gefur í skyn að hann muni fylgja Wpg. & Great Nort- hern málinu á þingi, í hvaða mynd sem hinn nýi styrkur verði. Skrúðganga mikil verður á sunnu daginn kemur, stuttu eftir hádegi, norð- ur í St. Johns kyrkjugarð. Verða þá grafir þeirra, er féllu í Riels-ófriðnum um árið, skreyttar með blómum, ræður fluttar o. s. frv. Stórbreyting á munntóbaki. TUCKETT’S T & B Mahogany. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. A B. tinmerh sé á plötnnni. Tilbúið ap Thb Geo. E. Tuckett <fc Son Co., Ltd. HAMILTON, ONT. Bæjarstjórain ráðgerir að fjölga strætaljósum bæjarins lítið eitt, þau eru nú 121, en verða 131, ef bæjarstjórnar- nefndin, sem sér um ljós og vatnsveit ingar, fær ósk sina uppfylta. Ársgjald- ið fyrir 131 ljós, verður þá $20.746, Fátt af trjám var plantað hér i bænum á trjáplöntunardaginn, en al mennt héldu menn heilagt seinnihluta dagsins. Steypiregn nóttina næstu á undan hindraði mjög ýmsar skemtanir sem áttu að fara fram undir bera lofti Björg Jónsdóttir Thorkelson, (en ekki Thorvaldson), sem kendi við Lund arskóla, ísl.flj. í Nýja Isl. síðastliðinn vetur, fór vestur til ÞingvaUanýlendu á laugardaginn 27. Apríl, til að kenna þar við Lögbergs-skóla á komandi sumri. íslenzkur bóndi í Argylebygð, Bjöm Ámason að nafni, varð fyrir því slysi nýlega, segir Deloraine ‘•Times”, að byssa sprakk í hendi hans og meiddist hann svo í hendinni að óvíst þykir hvort hÚH verður grædd. Dr. Loug- head í Glenboro var sóttur til hans. Sagt er að í Júnímán. næstkom. muni C. P. R. fél. auka lestaferðir á brautum sinum öllum í fylkinu, og að meðal annars verði þá aukalest látin ganga á hverjum degi milli Winnipeg og Moosomin, eða einhvers staðar í því ná- grenni. Það er sagt, að þá muni aukin ferð meginlandslestarinnar milli Van- couver og Winnipeg. A þriðjudaginn 21. þ. m. og annan- hvom þrjðjudag frá þeim degi að telja, til hausts, fylgir frystivagn fólkslest- lestinni á Glenboro-brautinni, svo bænd ur geti sent smjör og [aðra vöru, sem ekki þolir hita, til markaðar í góðu á- sigkomulagi. yluia-kostnaður við að senda vörar í frystivagninum á þessari braut verður 10 cents fyrir 100 pundin. Eins og traustleiki byggingarinnar er komirm undir errundvellinum, eins er heilsan komin undir ástandi blóðsins. Til þess að hreinsa likamann og styrkja liffærin er ekkert meðal eins gott eins og Ayer’s Sarsaparilla. Læknar og lyfsalar ráðleggja Ayers Sarsaparilla, sem hið bezta meðal við gallveiki. uppköstum, óhægðum, melt- iigarleysi, lifrarveiki, gulu og höfuð- verk, einnig við hitasótt og taugagikt og giktveiki. Verðlaunin afhf.nt. Bókmenntafé- lag nemendanna á Winnipeg Business College hafði skemtisamkomu á föstu dagskveldiðvar og varþar útbýtt verð- launum fyrirfullkomnust verk á síðast- liðnum 6 mánuðum. Ritari skólafé- lagsins, hra. G. W. Donald. útbýtti verðlaunum sem fylgir: Fyrir bezt bókhald, 1. verðlaun, silf ur-medalia, E. R. James frá Rosser, Man.; 2. verðl.: bókin: “Expert Book- keeping”, D. W. Reid frá Golden, Brit. Col. Fyrir mesta framför i skrift, 1. verðl.: silfur-medalía, W. H. Sinclair, Winnipeg; 2.{verðl., bókin : “Self In- structor in[Penmansliip”, W. J. Beaton, Portage La[Prairie, Fyrii'réttasta hraðritun.^l. verðl.: silfur-medalia.* P. H. Allen, Winniþeg; 2. verðl.: fræðibækur um hraðritun, Miss McFarlane, Winnipeg. Prófdómendumir lýstu ánægju sinni yfir framför allra stúdentanna.— Næsta próf verður haldið í haust. This is« piciure Of THE fAMOUS CUIE fOR SCIKTIC PAINS. Járnbrautir í Canada. Ársskýrsla járnbrauta og skipa- skurða umboðsmannsins i Canada hefir verið lögð fyrir Dominion þing. Sýnir hún að í lok siðastl. fjárhagsárs vora í Canada fullgerðar 15,768 mílur af járn- brautum (448 mílum meira en 30. Júni 1893); að auki eru taldar 2,017 mílur í hliðar-brautum við hinar ýmsu vagn stöðvar. TJppborgaður höfuðstóll þess- ara félaga samtals $887,975,020. Tekj ur félaganna á fjárh. árinu voru alls $49,552,528, en það er $2,489,869 minna en á fjárh. árinu næsta á undan. Við- halds og vinnu kostnaður var $35,218, 433, rúmlega $1 milj. minni en árið á undan. Á árinu tóku 14.462,498 manns sér far með brautunum, en það er 844,- 471 fleira en árið á undan. Vöruflutn- ingur aftur á móti rýrnaði mikið, sem afleiðing af harðærinu, nam alls 20J milj. tons á árinu, meir 1J milj. tons minna en árið á undan. Lestafercfirnar voru og rýrðar að miklum mun á árinu af sömu ástæðum. Vegalengdin, sem lestirnar fóru á árinu nam samtals 43, 770,029 mílum, en það er 615,924 míl- um minna en árið á undan. Á árinu biðu 12 farþegjar bana fyrir slys á með an þeir voru á ferö með brautunum talsvert minna en eitt líftjón á hverja miljón fei'ðamanna. — Frá fyrstu tíð hefir Canadastjórn, til 30. Júni 1894, veitt $136,463,776 til járnbrauta í rík- inu og hefir þar af gengið til brautanna sem enn eru þjóðeign $97,075,388. Hitt ($39,388,438) eru gjafir í peningum, því landi, sem gefið hefir verið er hér ekki með talið, til hinna ýmsu jámbrauta- félaga. Winnipeg Dairy Association heldur fund að 320 Main Street á laug- ardagskveldið 11. þ. m. Allir félags- menn eru ámintir að sækja íundinn.— Byrjar kl. 8. í umboði félagsins. Jónas G. Dalmann. Wm. Amlerson 118 Lydia Str. Winnipeg. Hinn eini ísl. agent fyrir aliskonar hljóðfærum og Music. Ábyrgist að útvega löndum sínum hljóð færi fyrir lægra verð enn þeir geta feng- ið hjá öðrum í bænum. Gömul hljcðfæri tekin sem borgun upp i ný. Fundarboð. Á fundi hins íslenzka verkamanna- fél. í Winnipeg, sem haldinn var þann 27. f. m. var samþykt að haldnir yrðu aukafundir fyrir alla íslenzka daglauna- menn í þessum bæ laugardagskvöldin )ann 4. og 18 Maí og 1., 15. og 29. Júní næstk., til að ræða um ýmisleg nauð- synjamál, sem beinlinis snertir verka- menn. Og er vonandi að sem flestir sæki þessa fjrirhuguðu fundi vel og rækilega. Fundirnir byrja kl. 8. e. m. Verkamannafél. húsinu á Elgin Ave. Winnipeg 1. Maí 1895. Jónas J. Danielsson ritari. Ask your Druggist for Murray & Lanman’s FLORIDA WATER A DAINTY FLORAL EXTRACT For Handkerckicf, Toilet and Bath. Endurmynningar frá æsku árum. Eftir G. A. Dalmann, Minneota, Minn. Niðurlag. Ég rölti organdi á eftir ánum, sem löbbuðu eins og skynsemi gæddar ver- ur, eins og vant var. Grenjaði ég hátt og lengi, en svo fór að draga niður í mér og ég fór að reyna að hugsa um fram- tíðina. Ég tók eftir þvi á meðan ég var að 'snökta, að stór hvít ær, sem æfín- lega labbaði seinust og var kölluð lata- Hvít, leit tvisvar við og var eins og hún brosti framan í mig, en þó alt öðru vísi en Gróa gerði. Mér flaug i hug að blessuð skepnan kendi i brjósti um mig, enda var hún sérlega frið og góðleg og hafði vangaskegg eins og auðvitað allar ærnar höfðu, en einhvernveginn alt öðruvísi. Ég hafði einu sinni séð mann með vangaskegg, Hann keypti hest af frænda mínum og gaf mér fagran pen ing á stærð við treyjuhnapp, og sagði ég væri gáfulegur drengur. Mér var vel við þennan mann og var honum þakklátur fyrir peninginn, en frændi sagðist ætla að geyma hann þar til ég yrði stór maður. En alt um það sýnd- ist mér lata-Hvit hafa mikin svip af manni þessum, svona í andlitsfalli Hvernig því var varið vissi ég ekki, en eitt var vist, að mér var betur við þessu rollu en allar hinar, og svo var þetta til- lit hennar einhvernveginn svo fult af meðaumkun; mér fanst hún vildi segja Þú átt bágt, auminginn. Gat það ekki verið að hún þekti huldufólkið og vissi að ég var að ganga í greipar þess ? Ég leit í kringum mig og var þó hálfhrædd- ur, því ég bjósthálft í hverju við að sjá huldumann. Ég sá ekki langt fyrir þok- unni, en klettarnir er ég þekti litu alt öðruvísi út en vanalega. Ég fór að hugsa um hag minn. Var það áreiðan- legt að huldufólkið væri alt vont ? Gat það ekki verið að það yrði mér eins gott og frændi minn og Gróa ? Þessi liðni dagur hafði verið voða-dagur fyrir mig, og svo öll þessi ósköp er kveðskapur minn kynni að hafa í för með sér, og svo þessi ær-rekstur í þoku og rign- ingu, Það kæmi líklega á Gróu að reka og svo þyrfti hún sjálf að bera vatn Það var voðalegt að fara til huldufólks, en það var fokið í öll min skjól. Svo fanst mér einhvernveginn eins og burt- för mín mundi verða fólkinu til leiðinda Ég velti þessu fyrir mér á ýmsa vegu, en gat eins og að engri niðurstöðu kom- izt. Loks kom mér til hugar að ef lata- Hrít liti við áður en ég væri kominn of an í Stekkjarhvamm, þá skyldi óg ekki fara heim aftur, heldur bíða þar til huldukona tæki mig. Ég var að eins búinn að gera þessa ákvörðun þegar þegar blessuð ær-skepnan leit við og mér virtist hún depla augunum framan í mig, eins og hún víldi segja: Gerðu það, drengur minn. Þannig hafði ég þá staðráðið að yfir gefa mannheima og ég gat eiginlega ekkert fundið í huga mínum, er mér þætti fyrir að sjá af eða skilja við, en samt fór um mig kuldahroilur, er ég hugsaði til þess að eyða æfi minui hjá álfum. En nú varðsvo að vera og mér fanst óg hafa gert þeim hjúunum heima töluvert mikið tjón og leiðindi; mér fanst þau mundu ésaka sig þunglega fyrir hvað vond þau hefðu verið mér. Gat það líka ekki átt sór stað, þegar ég ég væri orðin stór huldumaður að ég gæti jafnað mig á þeira ? Þar var ég raunar óklókur í, en samt gaf hug- myndin mér ótrúlega mikið þrek, Eitt var ég viss um, að ef ég staðnæmdist í Stekkjarbotni, þá yrði ég tekinn. Nú var ég líka kominn á hinn tUtekna stað, ég vissi að Stekkjarhvammur var sá lang-stórkostlegasti klettur og að skot eða hellir var undir hann að sunnan- verðu. Þar skreið ég inn á þurra mold- ina og fanst hún hálfvolg, svo mér varð mikið notalegra á beru fótunum, er voru kaldir úr blautum götunum. Þarna lá óg og leið raunar betur en ég gat nú gert mér grein fyrir, Ég tók saman ráð mín; ég ætlaði að segja huldukonunni hvað ég héti og hvað gamall óg væri og svo ætlaði ég að spyrja hana hvort hún vildi gefa mór eitthvað að borða; ég vissi það var ljótt að segja, að éta. Ég ætlaði að vera svo kurteis sem framast mátti verða. Svona leið langur tími, að mér fanst. Ég lagði aftur augun. og hlustaði, en heyrði ekkert nema nið í ofurlitlum læk sem rann niður í hvamminn skamt frá klettinum. Mér kom til hugar að læð- ast undur hægt undan kiettinum o& hlaupa alt sem fætur toguðu heim, en þá sá ég í hendi minni að ég mundi fá viðtektir hjá frænda mínum, því nú var ég búinn að tefja svolengi. Það var mér ekki úr minni liðið að ég átti einu sinni að sækja hest, en sá spóa er ég hólt að ætti egg einhversstaðar, en Gróu þóttu góð egg og ég var viss um að fá stórt brauð, ef ég findi eggin, sem ég þá aldrei fann, Svo var ég of lengi að sækja hestinn og þegar heim kom sagðist frændi minn ætla að sýna mér hvernig Gunnar á Hlíðarenda hefði far- ið með Skammkel i vígaferlunum við Rangá. Ég hélt hann mundi máske sýna mér aðra viðburði, er voru helzt til harðleiknir fyrir mig og skildu mig vanaiega eftir bláann og blóðrisa, Nei. ég varð að biða. Mér var orðið kalt og ég skalf af kulda og einhverjum ónotum er ég get ekki með orðuin lýst. Ég tók húfuna mína og stakk andlitinu ofan i hana svo ég dróg að mér volgan andann aftur, svo mér leið nokkuð betur. Svona lá ég, ég veit ekki hvað lengi, þar til ég heyrði létt fótatak. Eg gægðist út úr hettunni og sá að hjá mér stóð há kona á svörtum kjól með mikið og sítt ljós- gult hár. Andlitið var undur góðmann- legt. Hún tók mig upp, kyssti mig og faðmaði. Ég fann svo glöggt hvernig hjartað í henni barðist, en ég var svo feiminn að ég kom engu orði fyrir mig, enda var hún á svipstundu komin með mig inn i snotra baðstofu, þar sem alt var hvítt og hreint. Hún setti mig við borð og sagði mór að borða, Málrómur inn 'var svo blíður og ástúðlegur, að mér kom til hugar að þetta væri móðir min, en það var svo undur ólíkt henni í sjón, að það gat ekki verið, enda hugs aði ég ekki um annað en sætu kökurnar og heitu mjólkina; ég hafði aldrei bfragð að svo góðar kökur. Konan stóð hjá mér og klappaði á kollinn á mér og sagði: “Þú hefir of mikið hár, góði minn”. Eg var nær því hættur að éta, því mér kom til hugar að hlaupa upp um hálsinn á henni og kyssa hana, en hætti þó við það og hélt áfram að raða ofan i mig kökunum og mjólkinni þar til ég var saddur. Þá klappaði hún aftur á kollinn á mér og sagði: “Þú ert þreyttur, góði minn, það er betra fyrir þig að sofa þér væran blund”. Svo þvoði hún á mér fæturna og bar á þá eitthvað, er ég hélt að væri vttllhumals smyrsl, og lagði mig í mjúkt rúm með hvítum voðum og kodda. Svo kyssti hún mig á kinnina og sagði: “Sofðu rótt, elsku litli vinur minn”. Þetta var meira en ég gat staðið, þetta var meiri blíða en mér hafði verið sýnd síðan móð ir min dó. Ég reis npp og vafði litlu handleggjunum utan um hálsinn á henni og kyssti hana marga kossa rétt á munninn. Ég var ekki að hugsa um það hvort tiltæki mitt væri kurteist eða ekki, en einhvernveginn fanst mér að henni þykja vænt um bliðulætin í mér ; nokkuð var það að hún lagði mig út af með enn meiri nákvæmni en áður og gekk í burtu. Ég var klökkur, allar mínar beztu tilfinningar eins og vökn- uðu af dvala. Ég var sannfærður um að undir svona löguðum kringumstæð- gæti ég verið góður drengur. Ég lof- aði guð með tárin í augunum fyrir að vera komin í svona góðan stað; ég hét því hátíðlega að kveða aldrei níðum nokkurn mann, og reyndi að rifja upp versin og kvöldljóðin, er móðir mín hafði kent mér ; morgunijóðin hafði ég aldrei lært, svo um þau var ekki að tala. Eg var til með að fyrirgefa Gróu alt illt og frænda mínum allar hárreyt- ingar og hryðjuverk. Mér var ljúft að hugsa um öll mín góðu áform, en samt gat ég ekki gert að því, að hugsa um framtíðina. Skyldi ég allatíð fá sætar kökur að borða, eða var það bara á með an ég var gestur ? Skyldi konan gefa mér bláa treyju með gyltum hnöppum ? Ef svo, þá væri garnan að geta látið Gróu og frænda sjá sig og heyra hann tala um Skarphóðinn, Njúlsbrennu og önnur æfintýri úr fornöld. Hvað lengi þetta sælunnar ástand entist veit ég ekki, en hitt man ég, að ég vaknaði undir klettinum við það, að tekið var í lurginn á mér heldur hraustlega. Um leið og ég opnoði augun sá égaðsólin var komin hátt á loft og sendi frá sér daufan rauðleitann bjarma gegn um morgunroða netjuþykni. Mér hafði verið sagt, að þegar sólin væri rauð, þá vissi það á blóðsúthellingar, En hvaða sannindi sem í því kunna að vera, þá var það víst, að þennan dag hlæddi úr vissum hluta líkama míns. Ég man ó- gjörla hvað frændi minn sagði, því ég hafði um annað að hugsa, en eitthvað mintist hann á Grettir Asmundarson. Upp frá þeim degi var ég aldrei hrædd- ur við huldufólk. Skin eftir skúr.' SKYIN SEM HENGU YFIR HEIM- ILI EINU í NIAGARA FALLS HAFA LIÐIÐ FRÁ. Litla Mabel Dorety læknaðist af riðu eftir að fjórir læknar höfðu árangurslaust reynt að lækna hana. Telcið eftir Niagara Falls Review. I samtali við kunningja okkar vor- um við nýlega spurðir að hvort við hefð- GREAT lfiL it at once by using Pírrv Davis’ "Poi'mKiúev RojíI ch«it by ltsclf. Kllls every form of external or internal paln. ___ ____ I)o«k—A teaspoonful iu half glaiw of watcr or mllkjwarm convcnfcnt). gamkepnin harðnar Tle Blue Store MERKI : BLÁ STJARNA 434 Main Street. Selur ætíð með lægsta verði. Hið ágæta upplag vort af nýjum vor- fatnaði, sem vér seljum með óumræði- lega lágu verði, kemur illa við keppi- nauta vora, og þeir vita það líka. FYRIR » 3,50 fást góð vinnuföt fyrir karl- menn sem kosta $6,50. 6 4,50 fást lagleg mórauð og grá Cheviot-föt $7,50 virði. 9 5,00 fást góð karlmannaföt úr ensku vaðmáii, sem seld eru fyrir $8,50. 9 7,50 fást alullar karlmannaföt með nýjasta sniði, $12,50 virði. 6 8,50 fást föt úr Indigó bláu Serge, sem seld eru vanalega á $13,50 »10,00 fást alullar karlmannföt úr bláu írsku Serge, $16,50 virði. 9154,50 fást karlmnnnaföt af ágæt- ustu gerð, vanaverð $18,50. »15,00 fást fin karlmannaföt með öllum nýjustu sniðum, sem seljast vanalega á $25,00. Fáheyrð kjörkaup hjá oss á Drengja og Barnafötum. FYRIR » 1,50 fást drengjaföt, $3,00 virði. » 8,50 fást drengjaföt, vanaverð $4. » 3,50 fást fín drengja alullarföt vanaverð $5,00. » 4,50 fást alullarföt úr kanadisku vaðmáli fyrir unga menn frá 14 til 19 ára, sem engin ennur búð í bænum getur selt fyrir minna en $8,50. Kjörkaup á höttum. Buxur í þúsundatali. Drengjabuxur vel vandaðar fyrir 50c, Þú sparar peninga með því að kaupa hjá oss. Vér efnnm það sem vér lofum. BLUE STORE Merki—Blá stjarna. 434 MAIN STREET. A. Chevrier. um heyrt, að litla Mabel Dorety, átta ára gömul dóttir Mrs. Dorety á Ontario Ave., hefði læknast á furðanlegan hátt af riðu. Vér neituðum að hafa heyrt nokkuð um það, en lofuðumst til að gera rannsókn í málinu og skýra svo opinber- lega frá úrslitunum. Vér létum heim- sækja Mrs. Dorety, sem afleiðing af þessu, og sagði hún oss það sem fylgir : “Litia stúlkan mín hefir gengið í gegnum merkilega eldraun. Það er hér um bil hálft þriðja ár síðan Mabel varð veik af riðu sem var afleiðing af influ- enza og gigt. Ég leitaði til þriggja lækna fyrir utnn læknir þann frá Niagara, sem stundaði hana, en þrátt fyrir allar for- skriftir og umhyggjusemi. fór Mabelalt- af versnandi. Það mátti ekki skilja við hana eitt augnablik, og hún var alveg ófær um að hreifa sig. Hún gat ekkert gengið án hjálpar, og heldur ekki gat hún nærst neinu að mun. Þegar svona var komið. sagði einn af læknunum : ‘Mrs. Dorety, það er ekkert gagn í því að ég sé að koma oftar. Ég þekki ekk- ert ráð til að bæta stúlkunni.’ Það hélt nú samt áfram um stund nokkurn veg- in í sama horfinu, þangað til einn dag ég hélt ekkert annað en barnið mitt mundi deyja. Ég mundi þá eftir að hafa séð, að riða hefði verið læknuð með Dr. Wil- iams Pink Pills for Pale People, og ég af réð þegar að reyna þær. Ég efaðist alt- af um að þær væru til nokkurs. og það vai' ekki fyr en öll önnur von var úti að ég fór að brúka þær, en afleiðingarnar gerðu mig forviða. Það leið ekki á löngu að þær fóru að hafa góðar verkanir, og ég fann nú að ég hafði að lokum náð í meðal, sem gat læknað litlu stúlkuna mína. Innan þriggja mánaða var henni batnað svo, að öll hætta var úti, og var þá hætt við pillurnar. Nokkrum mán- uðum síðar kom það samt í ljós, að sjúk- dómurinn var ekki alveg upprættur, svo óg lét hana fara að brúka pillurnar aftur Ég er viss um öll sjúkdómseinkenni hverfa smámsaman, því nú sem stendur gengur hún á skóla og þurfum ekkert að vera hrædd við að skilja hana eftir eina. Dr. Williams Pink Pills eru áreiðanlega mjög merkilegt meðal og ég vildi ekki vera án þeirra fyrir nokkurn mun, því ég álít þær eins mikils virði eins og jafn- þyngd þeirra í gulli. Það gleður mig að geta látið aðra, sem máske með þurfa, vita hvað vel Dr. Williams Pink Pills hafa reynst mér.” Þegar jafn sterk rök og þetta liggja að því, hve ágætt meðal Dr. Williams Pink Pills eru. þá er ekki að furða þótt mikið seljist af þoim, og að þær eru í af- haldi hjá fólki. Dr. Williams Pink Pills liafa í sér þau efni, sem bata blóðið og styrkja líkamann. Þær eru seldar í öskj- um (aldrei iausar eða í hundraðatali, og er því almenningur varaður við ýmsum eftirstælingum, sem eru seldar 4 þann hátt), fyrir 50c. askjan eða sex öskjur á $2.50, og fást hjá öilum lyfsölum eða með pósti frá Dr. Williams Medecine Company, Brockville, Ont. eða Sche- nectady, N, Y.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.