Heimskringla - 17.05.1895, Page 1

Heimskringla - 17.05.1895, Page 1
Cfí %*» 'lUjy IX. ÁR. WINNIPEG, MAN., 17. MAl 1895. NR. 20. HEIMSKSINGIi •OG- OLDIN. Nýbúið er að endurprenta fyrsta núm erið af Öldinni. sem brann í Maí 1893 Fyrir $ 2.25 fyrirfram borgað, fá nú nýir kaupendur Heimskringlu frá byrjun sögunnar : “Mikael Strogoff,” til næsta nýárs, og Öldina frá upphafi (3 árganga, 30 númer) einnig til næsta nýárs, meðan upplagið hrekkur. Fyrir $ 2.00. Öldin frá upphafi (þrír árgangar) til næsta nýárs, verður seld sérstök á $2.00 fyrirfram borgað. í Öldinni eru, eins og flestum er kunn- ugt ágætis kvæði, fræðiritgerðir um vísindalegt og sögulegt efni, sögur, þar á meðal hinar frægu “Sögur herlæknis ins” (um 30 ára stríðið), eftir Zakarías Topelius, ásamt ýmsu fleiru — alls 480 blaðsíður í stóru broti. Öldin er mjög fróðleg og skemtileg bók, enda í sérlegu afhaldi hjá öllum þeim, sem hafa eignast hana og ættu allir þeir, sem ekki hafa þegar fengið hana með Heimskringlu, að nota þetta tækifæri til að fá þrjá ár- ganga af Öldinni fyrir svo sem ekki neitt Munið eftir skilmálunum : Heimskringla frá 1. Maí þ. á. til ársloka ásam t Öldinni, 3 árg., fyrirfram borg., að eins $2.25 Öldin 1893, 18f»4 og 1895, (30 bl.) fyrirfram borg., að eins $2.00 Upplagið er lítið, (að eins 250) og því betra fyrir þá, sem sæta vilja þessu boði, að gerastkaupendur nú þegar. Forstöðunefndi n. Fylkisþingið kom saman, eins og til stóð. 9. þ. m. kl 41 e. h. og sat til kl. nærri 12 um nótt- ina, en þá var fundi frestað tii 13. Júní. Undireins og fundur var settur bað stjórnarformaður Greenway um þennan aukafrest og var hann veittur umyrða- lítið. Mestu mótmælin gegn því komu frá A. F. Martin, sem gjarnan vildi fá að vita hvernig á þessum drætti stæði, og flutti hann í því sambandi all-langa ávítunarræðu yfir stjórninni fyrir að- gerðir hennar í þessu máli (skólamál- inu), en þó sérstaklega fyrir æðisgang Siftonsdómsmálastjóra í öðru fylki, þar sem hann beitti skólamálinu sem agni. —Greenway fór hjá að svara, því hann beiddi um lengri frest; en síðar hefir ver ið sagt, að landstjóri Canada, Aber- deen lávarður, hafi ritað honum og æskt eftir samtali við hann um þetta mál m. m. Aðrir segja þá sögu hæfulausa, og þannig stendur málið enn. FRETTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG 10. MAÍ. Nýfundnalands þingi var frestað í gær um vikutíma til að bíða eftir svari frá Canadastjórn upp á sameiningar samninginn. Þrír ráðherrarnir eru ein- ingunni meðmæltir, en ófúsir að ganga að skilyrðum Canadastjórnar. Ef svar yrði ekki komið þegar þingið yrði sett aftur kvaðst Whiteway stjórnarformað- l>r neyðast til að segja sameiningarmál- ið útkljáð og kvaðst þá vona að verða filbúinn með nýja uppástungu, sem eyj- menn þá mættu til með að aðhyllast. — Það sem einkum ber á milli er sagt það, að eyj.irmenn vilja fá verðlaun fyrir út- fluttan þorsk er nemur $1.50 fyrir hvert úuintal (kvintal), eða 112 pund, segja, að tUeð því eina móti getiþeirmætt frönsk- Um fiskisölum á sölutorgum við Mið- jarðarhaf. Canadastjórn býður $1.00 á kvintal, en ekki meira og vill að stjórn Breta gjaldi hitt. Þar við situr enn, að Því er kunnugt er. Að því er fregnir frá Lundúnum segja var Rússum alvara með að herja á Japanita heldur en láta þú halda Port A.rth ur kastalanum. Þeir voru búnir sð veita 30 milj. rúbla til herferðar og voru búnir að draga saman 110,000 liðs- öienn í mið-héruðum Síberíu, sem ferð- búnir voru samdægurs og Japanítar befðu neitað að sleppa kastalanum. Altaf er Roseberry lávarður á Eng- landi heilsulaus. I gærkvöldi flutti hann ræðu í gildi einu og var svo minn- jslaus að hann hvað eftir annaðgleymdi umtalsefninu og það enda þó 2 vildar- menn hans væru smámsaman að minna hann á. Á Englandi er nýlátinn Sir Robert Pcel, sonur gamla mannsins^jiafnfræga, “korn-laga” eða “Free Trad ” Peels. Þrætur nokkrar spunnust útaf því í gær, á Dorninion-þingi, að>j inn nafn- frægi rithöfundur og grundvallarlaga fræðingur, þingritari Dr, J. G. Bouri- not, hafði ritað fylkisstjóra Schulte í Manitoba é.lit sitt á skólamálinu, en Schultz hafði birt brófið í almennum fréttablöðum. Var því haldið fram af andstæðingum stjórnarinnar að Schultz hefði gert þetta í þeim tilgangi að hafa áhrif í málinu og fyrir það var hann ávittur. LAUGARDAG 11. MAÍ. í gær kom skoyti frá stjórn Bret.a til Nýfundnalands, þar sem segir að Cana- dastjórn só tilbúin að taka að sér skuld eyjarskeggja, $10 milj. alls, ef hún gerist fylki í sambandinu og ef Bretar leggi fram fó sem þarf til að fullgera járnbraut yfir þvera eyna, svo ekki verði nema 60 milna leið frá endastöð hennar t.il hafnar á Cape Breton í Nýja Skotlandi, og enn fremur, ef eyjarþingið semur lög, er los- ar Canadastjórn á hagkvæman hétt við fiskiveiðaþrætu eyjarmanna og Frakka. Bretar eru þessu meðmæltir. ef eyjar- skeggjar leysa sitt hlutverk ftf hendi. Nefndin sem Dominion-stjórnin skip- aði til að rannsaka kærurnar um það, að C. P. R. félagið setti upp hóflaust gjald fyrir vöruflutning hér vestra, hefir nú afhent stjórninni álit sitt og kemst hún að þeirri niðurstöðu að gjaldið sé ekki hóflaust þegar á alt só litið.—Þetta þrátt fyrir alt sem þessir menn fróttu hér vestra! Governorinn í New York ríki stað- festi í gær lög, sem fyrirbjóða peninga spil í allri mynd. Samþykt var í gær á þingi Breta, j með 230 gogn 206 atkv., tillaga fjár- j málastjórans að auka öltollinn um 12 j cents á galónunni. Fregnin sú um daginn að uppreist-1 in á Cuba væri útdauð reynist ekki al- j veg rétt. Uppreistarmönnum hefir aldrei gengið betur en í orustu allmik- illi í gær; yíirunnu þá 2000 spænskaher- menn og tóku þorp eitt herskildi. Það er nýlega komið upp í Chicago að um eða yfir $1 milj. hafa verið svikn- ir af bæjarstjórninni, einkutn á þann bátt að löngu dauðir menn voru látnir draga laun fyrir opinber störf í þarfir borgarinnar. Stríðið milli ríkis og kyrkju á Frakklandi er orðið svo opinbert, segja blöðin, að stjórnin hlýtnr að fara að taka tillit til þess. Kyrkjan er höfund- urinn; er að skifta lýðnum í andvíga flokka. MÁNUDAG 13. MAÍ. Byltinga-laga-frumvarpið, sem Vil- hjálmi keisara var svto ant um, var felt. grein eftir grein, án nokkurrar verulegr- ar umræðu, á þingi Þjóðverja á laugar- daginn. Búizt er við að nú hvessi í Vil- hjálmi, og að innanríkisstjórinn falli nú umsvifalítið úr tigninni. 4,002 innflytjendur komu til New York á laugardaginn, en það er stærsti intiflytjendahópurinn, sem þar heíir komið á einum degi síðan 8. Júní 1893, þá komu 4,142. Allir 9 hæstaréttardómarar Banda- ríkja sátu á fundi á laugardaginn til að ræða um tekjuskattslögin. Er sagt að þeir þá hafi komist að niðurstöðu í mál- inu og að þeir opinberi úrskurð sinn á mánudaginn komur (20. þ. m.) Fyrverandi forseti Bandaríkja, Benja- min Harrison, hefir auglýst, að fram- vegis hverfi hann algerlega úr sögunni sem opinber starfsmaður. Hann lauk við að fly tja mál fyrir rétti á laugardag- inn og sagði það yrði áreiðanlega i sein- asta skifti sem hann kæmi í róttarsal sem málaflutningsmaður. Framvegis kvaðst hann heldur engan þátt taka i opinberum málum í einni eða annari mynd. Eftir þvi vinna þeir fyrir gíg, sem eru að útvega honum fylgjendur sem forsetaefni við næstu kosningar. Enn eru Norðurálfuríkin ekki ánægð með tilslökun Japaníta. Frakkar hafa nú formlega mótmælt því, að þeir haldi eyjunni Formosa ; þykjast hafa meiri rétt til hennar sjálfir. Spánverjar, ef ekki aðrir, standa eða falla með Frökk- um í þessu máli. Frost og kuldi í austurhluta lands- ins hefir ollað tjóni miklu undanfarna viku; hefir alinent skemt og sumstaðar eyðilagt aldina-uppskeruna í ár. Snjór féll töluverður í ýmsuni héruðum. Tekjuhalli Frakkastjórnar í ár er 55 milj. franka (11 milj. dollars) ogerá- kveðið að auka tolla og alla skatta til að afstýra sama tekjuhalla á næsta fjár- hagsári. ÞRIÐJUDAG, 14. MAÍ. Síðustu fregnir frá Nýfundnalandi segja nú meiri von til að sarnan gangi með eynni og Canada. Er nú ráðgert að á morgun (miðvikudag) verði tilboð Canadastjórnar lagt fyrir þíngið. Roseberry lávarður er kominn af stað í sjóferð um Englandssund sér til heilsubótar. Hann neitar að tajra inn meðulin, sem læknar fyrirskipa, envon- ar að sér batni. ef hann heldur sig á sjó úti um tíma og sleppir alveg að hugsa um stjórnmál. Stjórnin í Japan er að semja við Nicaragua-stjórn um hagnýting skipa- skurðarins, sem vonast er eftir að graf- inn verði yfir þvert rikið, Bandaríkja- stjórn, sem ráðgerir að útvega megin- hluta fjárins, lízt ekki á það. Formaður utanrikisstjórnardeildar Bandarikja, Walter Q. Gresham, hefir verið veikur mjög um undanfarinn tíma og litið útlit fyrir að hann fái lieilsuna bráðlega. Er því talað um að hann segi af sér, en að Donald M. Dick- inson verði eftirmaður hans. Skurðurirxn mikli, sem Chicgo menn eru að grafa frá Michigan-vatni suðvesur í Missisippi-fljót og sem búist er við að rýri vatnsmagnið í stórvötn- unum fyrir austan Superior-vatn, varð umræðuefni á Dominionþingi í gær, Kvaðst sambandsstjórnin vera að at- huga málið og ætla séraðsjéumað vatnavegirnir yrðu ekki gerðir ónýtir, kvaðst rita hermálastjóra Bandaríkja um það. — Allir stórbæirnir í grend við stórvötnin eru að vinna á móti þessari skurðgerð. Japaniska þjóðin er óð og æf yfir því, að keisarinn skyldi sleppa Port Arthur kastalanum. Foringi sálulijálparhersins, Wm. Booth, vonast eftir að senda 10,000 manns til Canada í haust, í því skyni að stofna þar eina sína einkennilegu ný- bygð, þar sem öll eignin er sameiginleg. MIÐVIKUDAG, 15. MAÍ. Uppskerutjónið af völdum frostsins um daginn i héraðinu umhverfis Buffalo í New York-ríki er metið á $2) milj.— Það hefði verið gumað mikið af öðru eins tjóni hór vestra og þótt sönnun fyrir, að liér sé hvergi lifandi, en þar fárast enginn um það. Rannsóknarnefnd Evrópuþjóða hef- ir nú sannað, að sannar eru ákærurnar á Tyrki, að því er snertir manndrápin í Armeniu síðastl, haust. Snurða all-mikil er hlaupin á Paris- ar-samninginn um selaveiðar í Berings- svuidi. Breta kváðu neita að fyrirbjóða þegnum sínurn að brúka skotfæri í sum- ar, en það var ein aðal-grein samnings- ins, að öll skotfæri væru bönnuð. Klerka og kyrkjumanna þing mikið verður haldið í Tonpnto í sumar, frá 18. til 25. Júlí. Koma þar saman klerkar og kyrkjumenn úr endilangri Norður- og Suður-Ameríku. FIMTUDAG 16. MAÍ. Skeyti frá Tacoma, Wash., höfuð- bóli Northern Pacific fól. við Kyrrahaf- ið segir, að sykurgerðarfélags-einveldið og steinolíu-einveldið séu sameiginlega að vinna að því að ná undir sig Nortli- ern Pacific-brautinni og öllum tilheyr- andi eignum, sem innan skamms er vonast til að losni úr höndum Banda- ríkjastjórnar. Sagt er að 14 skip hafi farizt á Mic- higan-vatn' í ofveðri, sem æddi þar ný- lega. Yfir $50 milj. er tekjuhalli Banda- ríkjastjórnar orðinn á yfirstandandi fjárhagsári. — Ásíðastl. fjárhagsári var tekjuhallinn alls $69,809,260. 131SV1 30kVT V hOii *££ 'Xpsiu ijtl| 3HI SvtijSáJj pve jjiuputQ oj pus ub Sjmi snifl CSauÁjp SjusAOjdp«al| aljj 0 jcj pipua|cis si ji dvog \)Vi-omvd jiedSap ui uie pue ^uitjjÁjano paiJJ OAStj Oj UJ33S | 'Jjtpi pusdiwg 3ijj5iíisus3|0jqj p00jsUBl|MJ0J00Q Frá löndum. KAFLI ÚR BRÉFI FRÁ ÁRNESP.O. Nýja í.-landi. 8. Maí 1895. Tíðin er afbragðs góð, og ísinn rak hór undan landi í hægri vestangolu um miðjan dag, 5. þ. m., og hefir ekki sézt síðan. Nú er nægur afli af nálfiski og gullaugum og strjálingur af öðrum fisk- tegundum. Jörð grær óðum, því bag- stæðir regnskúrir vökva hana annað slagið. — Nú er verið í óða-önn að taka upp grjót í Hnausa-brygejuna bæði norður hjá Bræðrahöfn oghér í kring- um allan Oddnýjarstaðatanga og liafa verið við þá vinnu yfir 20 inanns, Svo eru aðrir að fella stórtré, sém þeir láta uxa draga fram að vatninu og þar tek- ur bvggingarfélagið þau ásamt grjót- inu og flytur norður. Daglaun við grjót-tökuna er $1—1,25, en um verð við bjálka-vinnu er enn óákveðið. Orða-belgurinn. Mikli Maðurinn! Sigtryggur Jónasson byrjar á þvi að brúka sömu aðferð við mig eins og hann befir haft við aðra síðan bann tók við ritstjórn Lögb. Það getur hver les- andi blaðsins séð, hversu mikla sóma- tilfinningu sá maður hefir, sem hnoðar saman þvilíkum ósköpum af órökstudd- um staðhæfingum og hleypidómum.sem dálkar Lögb. eru fuliir af. í 18. nr. Lögb. þ. á. riður hann úr sór heilmiklu máli—í reiði, eftir venju—út af því að ég sagði sannleikann, nefnil: að Sigtr. hefði barizt á móti Ilnausabrygujunm. Það liefir hann gert, eins og líka allir vita, sem lesið hafa Lögb. Það sem liann er sárreiðastur út af er það, að ég skuli kalla það gleðióp—svona upphátt —þar sem hann er að gleðjast yfir falli Bradburys og Hnausa-brygajunnar, og vill siðan reyna aðklóra sig úr skamma króknum svo fljótt sem unt er, og snýr sinnieigin handaskömm, sem hann við- urkenuir vera, með því að éta það alt ofan í sig, og segir það hafi verið blátt áfram skop. Mikill maður er Sigtrygg- ur, svona aðdáanlega dreng]jTndur, vel- viljaður sómamaður, svona einkenni- lega ber hann velferð Ný-íslendinga fyr ir brjóstinu, að hann skopast að þeirra stærstu velferðarmálefnum, svívirðir þá menn scm barizt hafa fyrir framkvæmd um almenningi til gagns og sóma, og yfir höfuð reynir að sýna þá svo lítil- fjörlega að það sé ekkert vit í nokkru sem þeir gera, og að þeir hali ekki vit á neinu, sem mótstætt er skoðun hins mikla dómara ! Herra Sigtryggur slær þvi út, að ég sé ekki fær um að dæma hvaða gildi samningurinn um Hnausa- bryggjuna hefir. Eg get sagt hr. Sig- tryggi það, að þó óg bafi ekki útbúið samning, sem varnað hefir mannorðs- og munaþjófuin frá þvi að stela bæði úr sinni eigin hendi og annara, þá hefi ég útbúið samninga, sembundiðhafamenn við loforð sín og hlýðni við lög landsins. Þótt Sigtryggur viti að ég er ekki eins fær um að útbúa krókótta samninga og hann múske or, þá hefi ég fullkom- lega eins mikið vit á og hann að dæma um hvort samningur hefir fuilkomið gildi eða ekki. Af því hr. Sigtryggur hefir nú einu sinni ásett sér að útniða mig, þá mun haun ekki svífast neins, eftir því sem liann sagði mór sjálfur, að liann ætlaði að sýna mig lítilfjörlegann, af því óghafði fengið viðurkenningu fxá beztu mönnum flokksins á útnefningar- fundinum 9. Apríl. Þess vegna verður mér ekki bilt við neitt það sem rennur úr þeirri átt, hvornig sem því verður saman linoðað og smurt með lygum og glósum, blandað hatri, hroka og hefnd- argirni, og þótt hann segi mig vitlaus- ann eða brjálaðann næst, þá skal óg taka það með söinu ró frá þeim manni. Það er ekki víst að hann verði hafður laus eða látinn ganga sjálfala. Það er altalað að stjórnarnefndin muni ekki þora að hafa hann lausann öllu lengur. því hætta sé búin, ef hann froðufelli bölvandi, með prik i hendinni, að hann bani einhverjum lítilmagnanum. Winnipeg, 14. Maí 1895. Stephan Sigurosson. The Apj o'f (Ur i n g' SciATlCA,í\HEUMáTI3M > • -Neu^Mjsi^ • ..'AIN5 IN gACKOAStOE •0t\ ANYftUSCUlAI\P\m£ |ie5in'Using ’■ '■ y\\E fí Y H 0 L . ' Piástér' Er vafalaust að vér seljurn með lægra verði en aðrir. Það sést á því hve mikið menn kaupa bjá oss. Ef þig langar til að nota þér þcssi góðu tækifæri, þá komdu strax og veldu það sem þú vilt hafa. Yér græðum ekki á því ! Vörurnar verða að seljast! Hinn mikli afslafíur á Karlraanna, Drengja, Unglinga og Barna-fötura. gerir verzlun vora f jörugri en nokkur önnur verzlun í bænum. Það hefir gengið svo vel hjá oss, að vér bjuggumst ekki við öðru eins. Síðan við byrjuðum, befir fólk úr öllum pörtum bæjarins komið til okkar. íbúar norðurbæjarins komu og fóru hoim ánægðir. íbúar vesturbæjarins komu og voru hissa á hve ódýrt alt var. Margir hafa komið til okkar utan af landi, og ýmsir hafa sent skriflegar pantanir, bæði stórar og smáar ; vér afgreiðum hinar smærri eins fljótt og hin- ar stærri. Við setjum okkur það mark og mið, að uppfylla það sem við lofum og halda við það sem við auglýsum. Við vitum að allir sem eiga viðskifti við okkur viðurkenna, að vörurnur séu eins góðar eins og þær eru sagðar, að þær séu ódýrar og að þær séu “móðins.” Karlmannaföt. Vór höfum ekki rúm til að segja mikið um þessi föt. Vór höfum hér um bil 3000 alfatnaði úr kanadisku vaðmáli, rúðóttu, röndóttu og marglitu. Einnig Worsteds og Cheviots tvihneft og ein hneftá $3,30, $4,50, $5,50, $6,50, $7,75 og $8,75. Hvert af þessum fötum er ágætt og sá sóm á annað borð vill fá sór föt, sleppir ekki þessu tækifæri. WALSU’S drengja og barna-föt Vér höfum sórlega mikið af drengjaföt- um af öllum tegundum. Drengjaföt meðlöngum buxum, skólaföt og sunnu- dagaföt. Stuttbuxur á 35, 40 og 50 cts. Sailorföt 90c. $1,25 og $2,00. Vaðmáls- föt $1,50 til $3,50. Svört Worsted-föt $2,50 til $4,50. Drengja og barna hatt- ar og húfur 25c. og yfir. Hattar! Hattar! Stórkostleg kjörkaup. Mikið að skoða í hattadeildinni, Vér höfum aldrei áður haft jafnmikið af hött- uiu eins og nú. Allir með nýjasta lagi. Þér getið fengið hvers konnr hatt sem þér viljið. $1.00hattar nú á 50c., $1.50 hattar nú á 75c., $2,00 hattar að eins $1,00, $2,50 hattar á $1,75, $3,00 hattar á $2,00 og $4,00 hattar á $2,75. Skyrtur og annað þess koriar fyrir drengiog full- orðna með afarlágu verði. Flannelette yfirskyrtur að eins 20c.. axlabönd 10c., hvítar skyrtur að eins 65c. Karlmanna- hanzkar 75c., kostuðu $1.50. Hálsbindi á 5, 10 og 15c., kosta helmingi meira. Vér verðum að minka fatabyrgðirn- ar og á meðau á því stendur lokum vér augunum fyrir hinu rétta verði vörunn- ar og seljum hana fyrir það sem fæst fyrir hana alt fram að 25. Maí. Á með- an á þessu stendur verðnr það regluleet flóð af fatnaði sem fer út úr búð Wal&hs á aðalstrætinu. WALSíi’S fatasolubud 515 og 517 Main Str. — — — Gegnt City Hall. Saga sögð ritstjóTanum. MR. THOS. STRANG TALAR SVO AÐRIR SKULI LESA OG LIFA. Fékk influenza sem varð orsök í hjart- veiki. Vinir hans hugðu honum ekki líf. Eftir ótal ónýtis tilraun- ir er hann nú orðinn heill heilsu. Tekið eftir The Comber Herald. Strangfield heitir pósthús eitt sex mílur frá Comber. Það dregur nafn sitt af hinni alþektu, og vel virtu Strang- familiu. Það er mjög rólegt þar í grendinni enda býr þar mesta iðju og reglu fólk. Af fólki þar er enginn maður betur þekktur heldur en Mr. Thos. Strang. Mr. Strang er miðaldra maður, og ó- kvæntur. Fyrir nokkrum dögum sagði hann fregnrita blaðsins Herald hvernig liann hafði komið til heilsu eftir sjúk- dóm, sem hann sagði að mundi hafa loitt sig til dauða ef hann hefði ekki far- ið að brúka Pink Pills. Það sem upp- runalega gekk að Mr. Strang var influ- enza, sem breyttist i hjartveiki. Hann lá mánuðum saman mSttvana og ó- styrkur. Hnm reyndi ýins meðöl, en þau virtust ekki koma að neinu haldi. Stundum hrestist hann svo að hann gerði tilraun til að hreyfa sig en tauga- óstjTkurinn og máttlej'sið var þá svo mikið að liann datt oft flatur til jarðar, og varð þá að bera liann til Íivílu sinn- ar aftur. I þessu ástandi var liann svo mánuðum skifti, og var þá alt af að verða óstyrkari og óstj'rkari, og jafnvel þeir af vinum hans sem vonbeztir voru, voru farnir að láta huefi»llast. Það var mikið roynt til að fá hann til að rejma hinar víðfrægu Dr. Williams’Pink Pills. Ntígranni einri var sendur til lyfjabúð- arinnar i Comber eftir Pink Pills, og eftir fárra daga brúkun þeirra var hon- uln rnjög svo mikið farið að batna. Eft- ir hálfan mánuð gat Mr. Strang farið hindrunarlaust forða sinna, og nú er hann eins heilsugóður eins og hann heíir nokkurntíma verið. og er glaður yfir að geta sagt sömu scguna sem svo margir aðrir liafa sagt, sem brúkað hafa Pink Pills. Hann gengur jafnaðarloga til kyrkju í Combor, som eru sex mílur vegar. Hann sagði við fregurita blaðs- ins Herald að hann væri glaður af að geta gefið þeim sem þjást af sjúkdómum upplýsingar um þau meðöl sem hefðu bætt sér. — Dagar þeir eru liðnir, þeg- ar angistar svitinn vætti enni Mr. Strang, og nú er hann sem nýr maður fjT-ir brúkun Dr. Williams Pink Pills. Afleiðingar influenza, og alfir sjúk- dómar sem orsakast af skemdu blóði, eða veikluðu taugakerfi lúta fljótloga undan Dr. Williams Pink Pills. Þær lækna það sem önnur meðöl lækna ekki. og enginn ætti að berjast við sjúkdóm tiL lengdar án þess að rejma þetta frá- bæra lyf. Þessar pillur eru til sölu hjá öllum lyfsölum fyrir 50 cts. askjan eða sex öskjur fyrir $2.50 einnig fást þær með pósti frá Dr. Williams’ Medicine Co. Brockville Ont. og Schenectady N. Y. Takið engar eftirstælingar. VEITT HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINOUNN ifflll IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reyndu. Jaraes Farquhar. Húsfiutningamaður. ÁbjTgist verkið vel af hendi leyst og eins ódýrt og ódýrast gerist. Heimili: 859 Main Street.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.