Heimskringla - 28.06.1895, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.06.1895, Blaðsíða 3
HEIMSKKINGLA 28. JÚNÍ 1895. 3 Mikael Strogoff, “Ja, þaö er rétt; óvinir”. En þangað til sknlum við vera sarahentir og ekki gera tilraunir til að eyðileggja hvor ann- an. Samt sem áður lofa ég því að haldn leyndu öllu, sem ég kann að sjá-------- “Og ég öllu, sem ég kann að heyra”. “Ertu ásáttur með þetta?” “Ég er asáttur”. “Gefðu mér hendina”. Rigning! Solskin! Solskin! Rigning! Síberíu-förin. Eftir Jules V?rne. hjólin mátti þetta fólk ekki koma, og fram fyrir hvelfinguna leizt 1. káetu mönnumekki árennilegt að ganga í þetta sinn vegna þrengslanna. Sem sagt gekk ferðin greitt niður ána, enda gengu vél- arnar undir fylsta gufuþrýstingi. Fram hjá fór litil lest af allskonar bátum og 1 ‘prömmum”, sem gufubátar drógu á móti straumnum til Nijni-Novgorod og annara staða enn lengra upp í landi. Annan sprettinn fór Kákasus fram hjá endalausum röstum af eldiviðar-flekum. Allar þessar vörur voru á leið til markaðarins mikla i Nijni-Nov- gorod, sem fyrir óhagkvæma skipun keisarans var nú ekki lengur til í ár. Með köflum voru árbakkarnir lágir og sef og stör gekk langt út í fljótið, flugu þaðan í loft upp, með ys og þys og gargi, heilir herskarar af öndum, þegar öldurnar, er skipið myndaði á hinu slétta yfirborði, veltust inn i sofið og ókyrðu vatnið. Þess á milli voru bakkarnir háir og þaktir beltum af grönnum trjám, elri-trjám, bogvið og öspum, og fyrir handan runnana hjarðir af rauðum og svörtum nautgripum, snöggkliptu, blökku sauðfé og mislitum svínum. Enn fjær sáust akrar með gysnu bókhveiti og þar fyrir handan rækt- arlitlar og hrjóstugar hæðir. Útsýni þetta var óumbreytan- legt og þess vegna lítið verkefni fyrir útsýnis-málara, ef ein- hver slíkur hefði verið á Kákasus í leit eftir efni í nýja mynd. Kákasus hafði farið fulla ferð nær tveimur klukkustund- um, þegar Li voniu-stúlkan sneri sér að Strogoif og ávarpaði hann þannig : “Ætlar þú til Irkutsk, bróðir?” “Já, systir”, svaraðí hann. “Við förum bæði til sama staðar. Þess vegna fer þú líka hvert sem ég fer”. “A morgun skaltu bróðir frétta hvers vegna ég yfirgaf strendur Eystrasalts til þess að ferðast austur yfir IJral- fjöll”. “Ég krefst engra upplýsinga, systir". “En þú skalt fá að heyra sögu mína alla”, svaraði hún með veiklulegu brosi. “Systirin hefir ekki rétt til að dylja bróðurjsinn neins. En ég treysti mér ekki til þess í dag. — Sorg og þreyta hafa bugað mig svo”. “Viltu þá ekki fara inn í herbergi þitt og hvíla þig spurði Strogoff. “Jú, jú, en á morgun.....”. “Komdu þá--------”. Hann hikaði við og lauk ekki setningunni, eins og vildi hann enda hana með nafni meyjarinnar, en sem hann ekki vissi hvað var. “Nadia”, sagði hún og rétt honum hendina. “Komdu þá, Nadia”, svaraði Strogoff, “og hagnýttu bróður þinn, Nikulás Korpanoff, á hvern veg sem þú getur”. Og hann leiddi hana inn í herbergi út frá setustofunni. Svo hraðaði hann sér út á þilfar aftur, því hann fýsti að heyra fréttir, ef nokkrar fengjust frá þeim stöðvum, er hann átti að leggja leiðir um. Hann fór aftur og fram meðal farþegj- anna, en gaf sig sem minst á tal við þá. Væri hann spurður einhvers um sig og ferð sfna, gaf hann nafnið og stöðuna, sem ákveðin var í vegabréfinu, og kvaðst vera á leið austur að landamærum. En frá því þótti honum ekki ráðlegt að segja, að hann hefði sérstakt leyfi tif að halda áfram ferð- inni austur. Útlendingarnir allir gátu ekki um annað talað en skipunina og afleiðingar hennar, og var það von. Þessir vesalingar voru tæpast búnir að hvíla sig eftir þreytandi ferð austan úr Mið-Asíu þegar þetta háska-boð kom út, að þeir mættu til að hverfa heim aftur. Að þeir klöguðu ekki yfir þessu upphátt, var því einu að þakka, að þeir þorðu ekki að kvarta. Öttinn og Jlotningin hélt þeim í skefjum. Það var alt eins líklegt að lögregluþjónar í dularbúningi væru á skipinu og því var heppilegast að segja sem allra minst um hörku stjórnarinnar, þvi burtreksturinn og alt tjónið var eftir alt saman sætleikur í samanburði við varð- og fangelsi. Af þessu leiddi, að annaðtveggja sátu menn Þegjandi eða töluðu svo á víð og dreif og svo óákveðið um atburð þennan, að ekkert var að græða á samtalinu. Stro- goff frétti því lítið úr þessari átt. Menn vissu ekki hver hann var, og ef hann nálgaðist lióp af útlendingum, datt samtal þeirra niður. Innan skamms heyrði hann samt á tal eins manns, sem virtist standa á sama þó allur heimurinn heyrði á ræðu lians. Hann talaði rússneskti, en með áherzlu sem auðkendi hann sem útlending, og hann var að tala við annan mann, sem einnig mátti heyra að ekki átti rússnesk- una fyrir móðurmál, og var sá hinn sami freinar stuttur í svörum og fáorður. “Hvað !” sagði hinn málhvati. “Ert þú hér lika, minn góði vinur ! sem ég hitti i keisara-veizlunni f Moskva, og sá bregða fyrir i Nijni-Novgorod ?” “Já, það er ég !” syaraði hinn fáorði. "Ja, óg er orðlaus ! Mér datt sizt í hug að þú myndir fylgja mór svona fast eftir”. “Einmitt! En ég er nú ekki að elta þig. Ég er á und- an þér!” “A undan, undan ! Látum okkur ganga samhliða og stíga spor fyrir spor eins og hermenn á skrúðgöngu og fyrst um sinn að minnsta kosti skulum við koma okkur samaii um að hvorugur skuli fara fram fyrir hinn”. “Þvert á móti skal ég fara fram fyrir!” “Við skulum nú sjá til, þegar á leikvöll byltingamanna kemur, en þangað til skulum við vera samferðamenn, Eftir það er nægur tími til að gerast keppinautar”. “Óvinir!” “Óvinir ; jæja, ef þú svo vilt. Mér falla orð þín vel. vinur góður, þau eru svo reglubundin. Maðnr veit æfin- lega á hverju maður á von hjá þér”. “Hvað gerir það?” “Gerir ekki nokkurn skapaðan hlut. Og svo ætla ég að að biðja þig um leyfi til að skýra afstöðu okkar frá mínu sjónarmiði”. “Seg sem þér sýnist”. “Þú ætlar til Perm—eins og ég”. “Eins og þú”. “Það er líkast að þú farir frá Perm til Ekaterenborgar, af því það er hættuminnsta leiðin yfir Uralfjöll ?” “Ekki ólíklegt”. “Þegar víð komumst yfir íjöllin erum við í Síberíu,__ meðal byltingamanna”. ‘,Við verðum það”. “Jæja, þá. en fyrrj ekki, er tími til kominn að segja : Sjái hver um sig, og guð... “Hjálpi mér !” “Þér einum—eingöngu—, nú, jaja ! En fyrst við nú höfum vikutíma, og ekkert sérlegt að gern, því litlum freguum rignir vísc yfir okkur á leiðinni, þá látum okkur vera vini til þess tíminn kemur að verða keppinautar”. “Óvinir!” “Hér er liún”. Málhvati maðurinn rétti fram hönd sína alla, þ. e., fimm fingra breiða, en hinn orðfái rétti að eins fram tvo fingur, er hinn tók í hönd sína og hristi með ánægju. “Eftir á að hyggja”, bætti sá málhvati við, “ég gat í morgun sent orð- rétta skipunina til frænku, klukkan 7 minútur eftir 10”. “Og ég sendi hana orðréttatil “Daily Telegraph” klukk- an 13 mínútur eftir 10”. “Bravo, vinur Blount!” “Ágætt, vinur Jo'.ivet!” “Égskal reyna að vinna það upp!” “Það verður ervitt!” “Samt skal ég reyna það”, Og um leið hneigði Fransmaðurinn sig með virktum fyrir Englendingnum, sem beygði svírann litið eitt og þyrk- ingslega. Skipunin gerði þessum mönnum ekkert til. Þeir voru ekki þegnar Rússa og ekki af Asíu-þjóðum. Þeir voru blátt áfram frétta-veiöimenn og gátu farið ferða sinna þrátt fyrir skipunina. Báðir lögðu út í ferð þessa í sama tilgangi og ekki nema eðlilegt að þeir tækju sömu ferðafterin austur að Síberíu-sléttunum. Þeir voru því samferðamenn og ekkert annað þangað til í veiðistöðina kæmi, hvort sem þeir vora vinir eða óvinir. Þegar í veiðistöðina kom, byrjaði leikur- inn, og þá hlaut sá að sigra, sem betur mátti. Fransmað- urinn varð fyrri til að bjóða bræðralag, og þó Englendingur- inn gengi að því, var það með kulda og þyrkingi. Þó lag- aðist samlyndið nokkuð við miðdagsverðarborðið, þó Frans- maðurinn væri þar sem annarsstaðar helzt um of orðmarg- ur, og Englendingurinn aftur á móti of orðfá*-. En að mál- tíðinni lokinni sátu þeir saman að drykkju við borðið og tæmdu eina Cliquot-flöskuna, sem þar kostaði dollar, á eftir annari, En það var nýtt og ferskt, búið til úr birki- vökva fengnum í grendinni. Þá stundina voru þeir beztu vinir. Þegar Strogoff hafði heyrt á tal þessara náunga, leizt. honum svo á, að þeir væru opinskáir og óvarkárir, og þess vegna heppilegast að kynnast þeim sem minnst. Livoniu-stúlkan—Nadia—kom ekki til miðdagsverðar, húnsvafinnií lierbergi sínu og Strogoff vildi ekki vekja lni.na. Það var því komið kvöld þegar hún kom upp á þil- far aftur. Ljósaskiftin á þeasu hnattmælistigi eru löng, og er þá loftið hreint og svalt, enda kom fæstum farþegjunum í hug að fara inn í herbergin, en sátu á bekkjunum og stólunum og önduðu að sérhinu svala kvöldlofti, sem var svo hress- andi eftir hitann um daginn. Milli sólseturs og sólar upp- komu varð á þessum tíma aldrei myrkara en svo, að stýri- maðurinn sá til að þræða fram milli skipanna á allri stærð, sem, eins og Kákasus, voru á ferð eftir ánni. Af því nýtt tungl var, var samt nærri dimmt í þetta skifti frá kl. 11 til 2 um nóttina. Farþegjar flestir voru þá sofandi á bekkjun- um og hvar annarsstaðar sem sæti var að fá, og var ekkert að heyra nema þyt vélanna og gauragang lijólanna, er þau skelltu vatnið. Strogoff var vakandi og gekk um gólf aftir í stafni. Einu sinni fór hann svo langt áfram, að hann var samhiiða vélahúsinu, og var þá um leið kominn yfir tak- mörk farþegjanna á fvrstu káetu. Þar virtust allir í svefni, ekki síður en aftur á skipinu. Lágu menn þar á bekkjunum, á vöruböggum og enda á nöktu þilfarinu og sváfu. Yarð- mennina bar við loftið, þar sem þeir stóðu á há-þiljunni og hovfðu til beggja handa og frnmuudan sér. Tvær luktir, önnur rauð, en hin græn, héngu að venju í reiðanum, sín yfir livorri hlið skipsins, og köstuðu daufri skímu niður á borðstokkana og með fram þeim. Maður máttl vera varkár til þess að stíga ekki ofan á eða snerta neinn af sofendunum á þilfarinu. Þeir voru flestir þjónar og lausamenn, vanir illu og þótti því þilfarið sæmilegt rúm, en sarnt mátti búast við illyrðum, ef maður í ógáti ræki fót í einhvern þeirra og vekti hann. Strogoff var því sérlega varkár, því hann hélt áfram göngunni fram eftir skipinu, í þeim tilgangi að halda sér vakandi. Hann komst slysalaust fram að stiganum, sem lá upp á háþiljuna, og var í þann veginn a'S ganga þar upp, þegar itann heyrði hljóðskraf manna í grendinni. Hann nam staðar; orðasveimurinn barzt að eyrum hans frá vissum hóp farþegja, er allir voru vafðir i kápum og ábreiðum, svo ó-‘ mögulegt var að greina hvaða menn það voru. En með köflum, þegar duglega var látið í eldinn svo að óslitinn eid- straumur gaus npp úrreyklráfnum meðal reistanna og varp- aði í svipinn eldlegri blæju yfir alt á þilfarinu, virtist Stro- goff sem geislabrot þessi lýstu upp þúsund spengur og skildi á bviningi trúðauDa og giftanna, og það einmitt i þeim flokki á þilfarinu, þar sem samtalið var í næturkyrðinni. Eftir litla viðstöðu var Strogoff í þann veginn að ganga upp stig- ann þegar hann lieyrði skýrt og skilraerkilegt samtal á sömu málizkunni, sem hann hafði heyrt kvöldinu áður i Nijni-Novgorod. Þá fór hann að hlusta fyrir alvöru. Hann stóð upp við vegginn á stýrlmaunshúsinu í skugga, og var þessvegna ómögulegt að sjá hann. Hann gat heldur ekki séð þá sem töluðu, en varð að láta sér nægja að heyra orðin sem þeirtöluðu. Fyrstum sinn höfðu þau enga þýðingu aðra en þá, að hann þóttist þekkja málróm stóra giftans og konunnar, er hann rakst á kvöldið áður. og varð það til þess, að hann lagði sig betur eftir að heyra livað þau sögðu. Honum þótti það ekki neitt undarlegt þó þau og margir aðrir giftar og trúðar, sem bönnuð var vist í Nijni-Novgorod, væru á Ivá- kasus, þaðvar ekkert eðlilegra, enað þeirafþeim, sem ráð liöfðu á, tækju sér far með skipinu svo langt sem efnin lirykkju. Þaðvar heppilegt að hann hlustaði, því á meðal þess er hann heyrði var þetta: “Það er sagt að hraðboði sé kominn á ferðina frá Moskva til Irkutsk”. “Svo er nú sagt, Sangarre, en annaðtveggja kemst hann alls ekki austur. eða þa að hann verður of seinn”. Þessi orð snertu Strogoff svo mikið, að þaðvarekkió- náttúrlogt, þó honum yrði hverft við þetta svar mannsins. llann reyndi til að sjá hvort þetta væru lijónin, sem liann hann útti við kvöldið áður, en svo var skuggsýnt, að honum tókst það ekki. Hann hætti við uppgönguna á háþiljurnar, en sneri aftur í stafn og lét liöfuð í hendur liníga. Til að sjá mátti álíta hann sofandi, en hann var þó glaðvakandi og í óða-önn að velta þessari spurningu fyrir sér: “Hver get.ur vitað um för raína og hverjum getur veríð hér áríðandi að vita um hana?” 8. KaPÍTULI. Ferðin upp eftir Kamn. Morguninn eftir, 18. Júlí, klukkan 40 mínútur gengin sjö, var Kákasus bundinn við bryggjuna frarn undan Kasan, er var 7 versts frá sjúlfum bænum, Brer þessi er við mót ánna Volga og Kasanka. Er það aðal-bærinn £ liéraðinu ; sitja þar umboðsmenn stjórnarinnar, þar er og liáskóli og Framhald. Þetta er það sem venjulega skiftist á I Júnímánuði. Vér höfum búist við því, og höfum, eins og vér áður gátum um, mjög mikið af ódýrura - - - Regnkápum ----- svo góðum, að hver sem þær brúkar hefir bara gaman af að vera úti í hinum fossandi þrumuskúrum Júnimánaðar. — Vér höfumjeinnig ljómandi sólhlífar scm senda sólargeislana svo langt í burtu, að hver sem þær brúkar, getur sagt: “Sólskic, hvar er nú þinn stingur.” — Sirs og kjólatau höfum vér svo góð, að þau þola þetta hvorttveggja. <a. JOHNSON, South-West corner Ross & Isabel Str. Náttúrusteinar TIL SÖLU. — Náttúrusteinar með undarlegum krafti hefir Gunnar Sveinsson 131 Higgin St. til sölu. Komið, skoðið og kaup- ið undraverkfæri þetta. Ég sendi varning til allra staða i landin. Athugið vel hvers þið þarfnist fyrir jólin og nýjárið. Sparið peninga. Að spara peninga er sama sem að innvinna sér peninga. Kaupið vindla og vín í inni alkunnu búð H. L. CHABOT Gegnt City Hall--518 Main Str. ÍSLENZKR LÆKNIR m. M. IIALLDORSSON, Park River — N. Dak. Wm. Anderson 118 Lydia Str. Winnipeg, Hinn eini ísl. agent fyrir allskonar hljóðfærum og Music. Ábyrgist að útvega löndum sínum hljóð færi fyrir lægra verð enn þeir geta feng- ið hjá öðrum í bænum. Gömul hljcðfæri tekin sem borgun upp í ný. THE PERFECT TEA THE FIMIIT TC» IN THE WORLD TROM THE TEA PLANT TO THE TEA CUP IN ITS NATIVE PURITY. “ Monsoon” Tea »s packed underthe supervísion of the Tea growers, and is ad vertiscd and sold by them as a sampleof the best qualitiesof Indian and Ceylon Teas. For that reason they see that none but the vcry fresh leaves go into Monsoon packages. That is why “Monsoon.* the perfectTea, canbe sold at the same príce as infcrtor tea. It is put up in sealed caddies of lh., i lb. and 5 Ibs., ana sold in three tíavours at 40C., soc. and 6oc. If your grocer does not keep it, tell him to write to STEEL. HAVTER & CO., 1« and 13 Front St. East, Toronto W. ---- 131 Higgin Ntreet ------ gefur hverjum sem hafa vill T_T_sem sannað getur að mjöl, gripafóður og eldivið •*■ «/ 1 O hann sejjj ekl£Í ó(jýr. ari vörur, eftir gæðum, en nokkur annar í þessum bæ. Wateriown Marble & Granite Works. Selur marmara 0g granit minnisvarða, bautasteina, jámgirðingar, blómpotta, Etc., Legsteinarnir kosta" $12,00 til $300,00. Fjögra — fimm feta háir legsteinar kostá $50.00 til $100,00, uppsettir í kyrkjugarðinum “af umboðsmanui félagsins án aukagjads. Mismunandi verðj eftir stærð og frágangi. Aðal-nmboðsmaður félagsins er ÍSL. V. LEIFUR, Glasston, N. Dak. eldspitur hafa náð þeirri fullkomnun, að allir sem brúka þær eru ánægðir. Þær eni búnar til eftir þeim fullkomnustu reglum sem hafðar eru við eldspýtna- gerð. mícAvtAlð.lnAUtMARKs^p V COPYRJGHTS.^ CAIV I OBTAIN A PATENT ? For a prqmpt »n»wer and an honest optnlon. wrlte to MUNN CO., who have had nearly flrty years* experience in the patent businesa. Communioa* tlona strictly confldenttal. A Handbook of In- formation ooncerninu Patentn and how to ob- tain them eent free. Also a catalogue Of mechan- ical and acientiflc books sent free. Patents taken tbrough Munn & Co. receive epecial nottceinthe Scientiflr Amerirnn, aml thus are brought widely before the publlc wltb- out coat to the inventor. Thls splendld paper. isaued weekly. elegantly illnstrated, has by far the largeat circulation ot anv Bcientiflc work ln the world. ^3 a yeer. Sample oopies sent free. Buildinu; Edition, monthly, #2.50 a year. Slngle copiea, Uo cents. Every number contatns beau- tifnl plates, in colors, and photopraphfl of new houses. wtth pians, enablinff huilders to show the latent deslgns aud secure oontracts. Address MUKN & CO„ Nkw Yohk, 361 Bboahway. N orthern Paciíic AILROAD TIME CARD.—Taking effect Sunday Dec. 16. 1894. MAIN LINE. North B’und Soouth Bund 4* 3 W-3 — q 8TATIONS. ** «« M . •S<!2 CÍ3 oí 0 P-l d ■SP rH 1.20p| 3.15p .. Winnipeg.. 12.15þ 5.30» 1.05p 3.03p *Portage Junc 12.27p 5.47» 12.42p 2.50p * St.Norbert.. 12.40p 6.07» 12.22p 2.38p *. Cartier.... 12.52p 6.25» U.54a 2.22p *.St. Agathe.. l.lOp 6.51» 11 31a 2.13p *Union Point. l.l7p 7.02» U.07a 2.02p *Sllver Plains 1.28p 7.19» 10.31a 1 40p .. .Morris.... 1.45p 7.45» 10.03a l.i2p .. .St. Jean... 1.58p 8.25» 9.23a 12.59p . .Letellier ... 2.17p 9.18» 8.00a 12.30p|.. Emerson .. 2.35p 10.15» 7.00a 12.20p . .Pembina. .. 2.50p 11.15» U.05p 8.35a Grand Forks.. 6.30p 8.2öp 1.30p 4.55a .Wpg. Junc.. lO.lOp 1.25p 3.45p Duluth 7.25a 8.40p Minneapolis 6.45a 8.00p ... St. Paul... 7 25 10.30p ... Chicago ., 9.35p MORRIS-BRANDON BRANCH East Bound W. Bound. / r— tm J ■3»® ® 00 £p*: STATIONS. Freight Tus.Thur.8a J? a O M ® % OQ r cu 3 07 . S d Dominion of Canada. ALylisj artlir okayPis íyrir milionir maia. 200,000,000 ekra í hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókeypisfyrir landnema. Djúpr ogfrábærlegafrjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skógi, og meginhlutinn nálægt járnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 bushel, ef vel er umbúið. “ í inu frjóeama belti í Rauðárdalnum, Saskatcliewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfis- liggjandi sléttlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, engi og beiti- landi—innvíðáttumesti fláki í heimi af líttbygðu landi. Málmnámaland. Gull, silfr, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma- landi;eldiviðr því tryggrum allan aldr. Járnbraut frá hafi til hafs. Canada-Kyrrahafs-járnbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial- brautirnar mynda óslitna jámbrautfrá öllum hafnstöðum við Atlanzhafí Ca- nada til Kyrrahafe. Sú braut liggr um miðhlut frjósamabeltisins eftir því endi- löngu og um hina hrikalegu, tignarlegu fjallaklasa, norðr og ver n og um in nafnfrægu Klettafjöll Vestrheims. Heilnœmt loftslag. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilnœmasta í Ame- ríku. Hreinviðri og þurviðri vetrogsumar. vetrinn kaldr, en bjartr og stað- viðrasamr; aldrei þoka og súld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinn. Sambandsstjórnin í Canada gefr hverjum karlmanni yfir 18 ára gömlum og hverjum kvennmanni, sem heflr fyrir familíu að sjá, 160 ekrur af Inndi alveg ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu ogyrk það. A þann hatt gefet hverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábýlis jarðar og sjálfetæðr í efnalegu tilliti. íslenzkar uýlendur f Manitoba og canadiska Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í 6 stöð m Þeirra stœrst er NYJA ÍSLAND, liggjandi 45—80 mílur norðr frá Winnipeg’á vestrströnd Winnipeg-vatns. Vestr frá Nýja íslandi, £ 30—25 raílna fjarlægð er aLFTAVATNS-NYLENDAN. í báðum þessum nýlendum er .mikið af ó- numdu landi, og báðar þessar nýlendr liggja nær höfuðstað fylkisins, en nokkr hinna. ARGYLE-NYLENDAN er 110 mílur suðvestr frá Winnipeg; ÞING- VALLA-NYLENDAN, 260 mílur norðvestr frá Winnipeg; QU’APPELLE-NÝ- LENDAN um 20 mílur suðr frá Þingvalla-nýlendu, og ALBERTA-NÝLEND- AN um 70 mílur norðr frá Calgarv, en um 900 mílur vestr frá Winnipeg. í síðast töldum 3 nýlendunum er mikið af óbygðu, ágætu akr- og beitilandi. Frekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið með þvi. að skrifa um það: Eða 13- L CoinmÍNSionei* ot‘ Itoininion þands. Baldwinson, isl. umboðsm. Winnipeg Canada 7.50p 6.5bp 6.49p 5.23p 4.39p 3.58p 3.14p 21p 2 5p 17p 19p 2.57p 2.27p ll.57a •il.l2a Í0.37a 0.13a 9.49a 9.39a 9.05a 8.28a 7.50a 1.30p 1.07p 12.42p 12.32p 12.14p 11.59a U.38a lf.27a 11.09a ]0.55a 10.40a tO.SOa lO.löa í 0.00a 9.38a 9.21a 9.05a 8.58a 8.49a 8 35a 8.18a 8.00a , .Morris .. Lowe Farm ... Myrtle... ..Rolnnd. . Rosebank.. .. Miami.... Deerwood.. Altamont .. Somerset... *Swan Lake.. * Ind. Springs ♦Mnriapolis .. * Greenway .. ... Baldur.... . .Belmont.... *.. Hilton.... *.. Ashdown.. Wawanesa.. Elliotts 12.15p 1.50p 2.15p 2.4lp 2.53p Ronnthwaite ♦Martinville. Brandon.. West-bound passenger trains stop at Baldur for meals. 8.10p t0.23a 8.25p 3.48p 4.01 p 4.20p 4.36p 4.51p 5.02p 5.18p 5.34p 5.57p 6.17p 6.34p 6.42p 6.53p 7.08p 7.25p 7.45p 5.30p 8.00» 8.44a 6.31» 9.50» 10.64» 11.44» 12.10p 12.51p 1.22p 1.54p 2.18p 2.52p 3.25p 4 15p 4.53p 5.28p 5.47p 6.04p ö.87p 7.18p 8.00p PORTAGE LA PRAIRE BRANCH. W. Bound Mixed No. 143 Every Day Exci-pt Snnday, STATION8. fv East Bound Míxed No. 144 Every Day Except •Sunday. 4.00 p.m. .. Winnlpeg.. 12.40p.m. 4.15 p.m ♦Port.Iunction 12.26 p.m. 4.40 p.m. *St. Charles.. 11.56 a.m. 4.46 p.m. * Headingly.. 11.47 a.m. 5.10 p.m. * White PlaÍDs 11.19 a.m. 5.34p.m. *Gr Pit Spur 10.49a.m. 5.42p.m. *LsSalle Tank 10.40 a.m. 5.55 p.m. *.. Eustace.. 10.25 a.m. 6.25 a.m. *.. Oakville.. 10.00 a.m. 6.48 a.m. *.. .Curtis. . . 9.43 a.m; 7 30 a.m. Port.la Prairie 9.15 a.m. Stations marked —*-— have no agent Freight inust be prepaid. Numbers 107 and 108 have through Pullman Vestibuled DrawingRonm Sieep ing Cars between Winnipeg, St. Paui and Minneapolis. Also Pnlace Dining Cars Close connection at Chicago wlth easteru lines. Connection at Winnipeg Junction with tfalns to and from the Pacific coats For rates and fuil information con- cerning connectlon witli linos, etc., apply to any agent of tlie company, or CHAS. S. FEE. H. SWINFORD, G.P.&.T.A., St.Pful. G ‘ii a gt Wpg H. J BELCH, Ticket * ent. 486 Maiu Str., Winnipeg,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.