Heimskringla - 01.08.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.08.1895, Blaðsíða 1
IX. ÁR. NR. 31. WINNIPEGr, MAN., 1. ÁGtJST 1895. r—*---* 4 J Dagatal Heimshringlu. í " í 1895 - AUGUST - 1895r M. Þ. M. Fi. Fö. 4 4 4 4 h■ 4 4 í 18 19 J «5 8« 87 28 4 5 11 12 « 1» 20 7 14 21 1 8 15 22 29 2 9 16 23 30 L1 -( 4 4 »4 31 Sú fregn er gosin upp í Montreal, að W. R. Meredith, sem í vetur er leið var gerður yfirdómari í Ontario, eigi að taka við formennsku Dominionstjórn- arinnar, en að Bowell eigi að víkja. Franskir auðmenn eru í þann veg- inn að kaupa gróðurlausa hólmann mikla i Lawrence-flóanum—Anticoste- eyna, og ætla að gera hana að fiskistöð og reyna garðrækt m. m. Dominionstjórnin hefir sent Mani- tohastjórninni annað bréf áhrærandi skólamálið. Þangað til svar kemur liggur það mál svo milli hluta. Fellibylur á Japan ströndum veldur stórkostlegu lífs og eigna tjóni á sjó og landi. Fjöldi af skipum fórzt og flest- ir skipverjar. áhöld öll og fótograf-vél, André ráðger- ir að leggja af stað í Júlí 1896 í góðum sunnanbyr og fara þá heint stryk til norðurskautsins, en á heimleiðinni ætlar hann annaðtveggja suður um Ameríku eða Sibetíu, og þá vestur um Rússland. MIÐVIKUDAG, 30. JÚLÍ. Sagt er að Dominion-stjórnin í Ca- nada hafi ákveðið að auka um $100,090 gjaldið til C. P. R. félagsins fyrir póst- flutning og þh. ár hvert. Stjórnin íNýja Sjálandi hefir ákveð ið að veita Canada-Astralíu-línunni $100,000 styrk á ári. Gladstone garali hefir lofað að fljfija ræðu um Armeniu-málið á opin- berum fundi á þriðjudaginn kemur. FRBTTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG 26. JÚLÍ. Almennar þingkosningar eru nýaf- staðnar í héraðinu Nýja Suður-Wales í Ástralíu. Kjörnir eru 62 “free-trade”- sinnar, 44 verndartollsinnar og 19 verka- manna fulltrúar. Brasilíumenn eru óðir og ærir af því, að Bretar hafa ákveðið að koma upp kolaforðabúri og herskipastöð á Tri- nidad-eyjunni — suðvestustu í West India eyjaklasanum. Brasilíumönnum finst, að eyjan muni engrar einnar þjóð- ar eign, en Bretar halda eignbréfi síðan 1802. Til vandræða horfir eystra vegna vatnslej-sis í St. Lawrence-fljóti. Er nú vatnsdýpið á Montrealhöfn að eins 26J fet, en er venjulega 30 fet. Skipakví mikil verður vígð í Sout- hampton á Englandi á laugardaginn 3. þ. m. Að sögn Bandaríkjakonsúlsins Þar, verður hún stórkostlegasta skiþa- kví í heimi. Indíánar í Wyoming láta ófriðlega mjög, og er ástæðan sögð sú, að ný- b.Vggjar hafa ráðist á flokk lítinn af Ind- íánurn og drepið, án þess nokkur sýni- leg ástæða væri til. Washingtonstjórn- in hefir verið beðin um herafla. Fjdkisstjórnín i Mafiitöba ætiast á 25—30 milj. bush. uppskeru af hveiti í fyikinu í suinar. Langt plógfar. Til að varna sléttu- eldum hefir C. P. R. félagið látið plægja 16 feta breiða spildu beggja megin spors- ins frá Indian Head í Assiniboia til Cal- gary, 440 mílur vegar. LAUGARDAG, 27. JÚLÍ. Allsherjar þing landfræðinga var sett í Lundúnum í gærkveldi. Meðal þess er rætt verður um er hin fyrirhug- aða loftsigling Svíans André til norður- heimsskautsins. Er hann þar sjálfur á þinginu og skýrir ,yrirætlun sína. James E. Nicholson• Nærri ótrúlegt. Mr. Jos. E. Nicholson, Florenceville, N. B., þjáðist í sjö ár af krabbapieini í vörinni og batnaði af AVHD’Q Barsa- ní LR O parilla. Mr. Nicholson segir : “Eg fór til lækna, sem gáfu inér meðul, en það hafði enga þýðingu, krabbinn fór að íírafa um sig’ , og færðist út á kijinina, og þannig þjáðist ég í heil sjö úr. Loks fór ég að brúka Aj’ers Sarsaparilla. Innan viku fann ég á mér töluverðan bata Við þetta óx mér kjarkur svo ég hélt áfram, og eftir mánaðar tíma var sárið á kinninni á mér farið að batna. Eftir þrjá mánuði fór vör- in að gróa, og eftir 6 mánuði voru öll einkenni sjúkdómsins liorfin. AYEB’S S. SARSAPAEILLA Á SÝNINGUNNI. Ayer’s Pills lækna innýflin. Járnbrautabj’ggingamaðurinn mikli Donald Grant í *Faribault, Minn., og með honum fleiri Minnesota-menn, hefir tekizt á hendurað byggja 12mílnalanga járnbraut í Venezuela í Suður-Ameríku, sem á að kosta um $15 milj. Þriðjung- ur brautarinnar verður jarðgöng undir fjallgarð. Brautin á að liggja til hafn- staðar við Atlantshaf. Er þar nú járn- braut, sem hringar sig j’fir fjöllin, er 30 mílur á lengd og ótækilega brött, enda á að afleggja hana undir eins og jarð- göngin eru búin. MÁNUDAG 29. JÚLÍ. I felliveðrinu í Japan á laugardag- inn fórst jánibrautarlest með 140 far- þegjum, alt hermönnum á heimleið. í lestinni voru alls 23 vagnar með 400 farþegjum og 2 guf uvagnar drógu hana. Á kafia lá brautin á sjávarbakkanum og þar sleit veðrið lestina af sporinu og bj’lti henni niður i sjóinn. Kólera liefir orðið 5000 mönnum að bana í Japan á skömmum tíma. ’ Rússar eru sagðir potturinn og pannan í Macedoníu upjireistinni, sem Tyrkjum gengur illa að bæla. Nokkrir fj’rirliðar þeirra liafa samt verið höndl- aðir, og eru þeir rússneskir,og skjöl sem á þeim fiunast bera vott um afskiftasemi Rússa. Skjöl þau senda Tyrkir stór- veldunum. 16,000 skraddarar í NeW York og Brookljm liættu vinnu í gærmorgun — því allir þessir menn eru gyöingar og bj’i jar vinnutími þeirra á sunnudags- morgna, þar laugardagurinn er þeirra helgidagur. Þeir vilja fá vinnutímann, stj’ttan um eina kl.st. á föstudögum og vilja aftra því, að aðrir en félagsmenn fái vinnu. Á laugardagskvöldið var voru á Englandi kjörnir: Salisburj’-sinnar alls 410, Gladstone-sinnar alls 225. Eft- ir að kjósa í 35 kjördæmum. — Jafn- mikill atkv. munur á þingi Breta og þessi úrslit benda á, hefir þar ekki átt sér stað á allri þessari öld. — Meðal nafntogaðra manna, er nú flutu með straumnum inn í þingsalinn, í fj’rsta skifti. er Afríku Stanley. Komst nú að í því kjördæmi Lundúna, er hafnaði honum með miklum atkv. mun 1892. — Það er sagt að Manitoba-skólamáliðhafl enda valdið úrslitum í nokkrum kjör- dæmum á Englandi. — Ein skarpasta sóknin í þessum kosningum er sögð að hafa verið milll Herberts Gladstones, sein er dugandi “sonur föður síns,” er allir kannast við, og Col. Norths, er græddi 100 milj. dollars á námum í Peru í Suður-Ameríku. Sóttust þeir í Leeds-kjördæminu og Gladstone yngri bar sigur úr býtum, Hann hefir verið við stjórnmál riðinn síðan 1881. Haglél mikið i gær í suðurliluta North Dakota og í Suður-Dakota. Tjón- ið á hveiti-ökrum metið á $300,000. ÞRIÐJUDAG 30. JÚNÍ. Fj rir skömmu var þess getið í Hkr. að lik tveggja barna hefðu fundist undir húsi í Toronto, er mj’rt hefðu verið í því skj-ni að fá lífsábyrgð er þeim bar. Morðinginn heitir H. H. Holmes, en gengur annars undir ótal nöfnum. Er nú upp komið, að hann hefir þannig mjTt 11 manns, í Toronto, Detroit, Philadelphia og Chicago og ef til vill viðar. Og endirinn er ekki enn. Sagt er að Madagaskarstjórn sé far- in að semja um vopnahlé og frið við Frakka. Einusinni enn gýs upp fregn að tek- ið verði til starfa við Panama-skurðinn. Á landfræðingaþinginu í Lundúnum var í gær gerður góður rómur að ræðu S. A. André, hins sænska, er gehk út á að lýsa loftfari sínu, sem nú er i smíðum í Parísarborg. Loftfarið á að kosta $11.000. Belgurinn er svo þéttur og svo stór, að ekki þarf að fj’lla liann með gasi nema einu sinni í mánuði. I körf- unni verður nægilegt rúm fj’rir 3—4 menn, 4 mánaða fæði, sleða, gkotfæri og Frá iöndum. OTTO P. O. MAN., 18. Júli 1895. Eg ræðst nú í að rita Hkr. nokkrar línur, því það er orðið talsvert langt síðan nokkuð liefir verið ritað úr þessari bygð um j.u ðneska hluti. — Heilsufar gott almennt. — Það eru flestir sem bj’rja á að lýsa tíðinni og ætla ég ekki að bregða vananum. Það er í fæstum orðum sagt, að um næstl. tvo mánuði hafa gengið fjarskalegar rign- ingar og kuldar; aldrei komið heitur dagur að teljandi sé. Má því heita að alt sé j’firflotið í vatni, og eins og stend ur ekki sjáanlegt að nokkru hej’strái verði náð, í það minnsta á meðan sama. tíð lielzt, og er því orðið heldur dauft liljóð í fólki j firleitt. Kom það ljóslega fram á samkomu, er haldin var hér 16. þ. m. Mr. A. M. Freeman las upp ræðu og minntist í henni á framtíðar-h'orfur nýlendunnar, sem honum sýndust alt annað en glæsilegar—fyrir hina miklu hækkun á Shoal Lake, sem nú liggur j’fir meirihluta alls engis þessarar bj’gðar. Var þá talsvert rætt um livað nauðsynlegt væri að rist væri vatnið frarn, en að öðrum kosti mundu menn nej’ðast til að flj’tja héðan, þar ekki j rði hægt að ná hej’i handa gripum, sem hér er aðal-bústofn manna. Menn voru mjög gramir v’ið þingmann okkar Mr. Burrows, út af því, að hann hefði algerlega srtkil'íofurð sín með-að rej na að fá stjórnina til að láta ræsa fram vatnið (Shoal Lake). Hanu var stælt- ur vel þegar hann var að liafa út atkv. bænda handa sér síðast, þóttist þá viss að geta gert mikið, þar sem hann væri “tengdur Mr. Sifton”, og ekki hætta, á að viljann v’antaði þá. — Héðan hafa verið sendar margar bænarskrár til fj’lkisstjórnarinnar um það mál, en alt til einskis. Álitu menn því gagnslaust að leita til Greenway-inga oftar, og of seint að gera nokkuð, sem gæti komið að gagni þetta sumar, enda bera menn hér það traust til núverandi fj’lkis- stjórnar, að hún geri ekkert það or að gagni verði fjwir þessa sveít. Hin mörgu loforð stjórnarinnar hafa verið vegin og léttvæg fundin og að þeirri raun mun hún komast við næstu kosn- ingar, NikulúS Th. SsæDAL. HNAUSA P. O. 23. JÚLÍ 1895. (Frá fregnrita Hkr.) Siðan ég skrifaði seinast fréttir til Hkr. hefir fátt til tíðinda borið hér á meðal vor. HeiUuf'r manna fremur gott j’fir þaðheila tekið. Skepnuhöld góð nema hvað björninn hefir á stöku stað, gert vart við sig, einkum hér í Breiðuvík og við Fljótið, og drepið nokkrar kindur á ýmsum heimilum, til muna á sumum. Grasspretta léleg frameftir öllu V’egna kulda og þurka tíðar, og garðar manna mjög misjafnir, þó þeir hafi stórum skánað siðan veðurátta brej’tt- ist. Útengi kemur til að verða í ineðal- lagi eftir útliti að dæma. Drottningardags skemtun var höfð að Hnausum, voru þar ýmsar skemtan- ir hafðar, og nokkur verðlaun gefinleik- endum af Mr. P. McVeigh, contractor og'þeim Sigurðsson bræðrum. Alt fór þar vel fram. í»lentUngadiig«-skemtun er ákv’eðið að halda að Hnausum 2. Agúst og er búið að kjósa menn, til að standa fj’rir henni. S/cúliirdðsfídltrúa-íanAm var iiald- inn á Árnesinu 31. Maí fjwir til- lögu sveitarráðsins, og á þeim fundi urðu' menn vdð þeim tilmælum þess (ráðsins) að takmarka kensluna í al- þýðuskólum nýlendunnar þetta ár, þ. e. a. s. kenna færri mánuði eu að undan- förnu, því sveitin kvað vera i fjárþröng og hefir þó á þessu ári tekið nokkurt lán, en þó ekki fullkomléga getað mætt skuldum. Stafar þetta ástand mest af framkvæmdarlej’si í því að innkalla úti- standandi skatta. Ilvítfisksveiði norður á vatninu hefir verið góð í vor, og þeir “landar” sem fiskuðu upp á sinn kostnað og seldu svo félögunum fiskinn, hafa stórum ábatast af þvi. Verzlun er hér mjög dauf. Árni Jónsson, sem fluttist til Can- ada fjwir 11—12 árum, og síðan hefir dvalið í Ontario, kom hingað í þessum mán. með konu og 3 börn, nokkuð upp- komin, og sezt að í Miklej’; hann er ætt- aður úr Borgarfirði á suðurlandi. Haglskúr kom kl. 3J í dag, svo stór- kostlegur að slegin jörð varð hvítgrá. Haglkornin stærrien stærstu handbyssu kúlur. Oveðrið gekk frá norðri til suð- urs og stóð j’fir um 15 mínútur og skemmdi mjög í görðum, og hefði hlotið að ej’ðileggja akra hefðu þeir verið i vegi þess. Ekki hefi ég séð slíkt veður þau 8 ár, sem ég er húinn að vera hér í Nýja Islandi, enda munu þau sjaldgæf, sem betur fer. O. G. A. Orða-belgurinn. Winnipeg, 24. Júlí 1895. Herra ritstj. Hkr. Samkvæmt álj’ktun, sem gerð var á fundi Good-Templar stúkunnar Skuld þ. 22. þ. m., sendiég j’ður meðfj’lgjandi yfirlýsingu, sem.þór eruð beðinn að birta í j’ðar heiðraða blaði Heims- kringlu: Vér, meðlimir Good-Templar stúk- unnar Skuldar, lýsum liér með sterkri óánægju vorri j’fir því, að ritstj. Hkr. hefir tekið í blað sitt sögu, sem birtist í 25. og 26. tbl. þ.'á., og kölluð er “Núll- ið”. Sagan á auðsjáanlega að miða til þess að svívirða íslenzku bindindisfélög- in hér í bænum, en lýsir að eins van- þekkingu höfundarins á G. T. stúkun- um og illvilja hans til þeirra. Og fyrir utan það, að sagan er ætluð til þess að vanvirða stóran hóp af heiðarlegu fólki og gera lítið úr félagsvinnu þess, þá er hún svo úr garði gerð, að fáum mun finnast að hún hafi verðskuldað að komast fjwir sjónir almennings. A"ér álitum það ósamboðið hverju blaði, sem annars gerir kröfu til þess að álítast heiðvirt blað, að bjóða lesendum sínurn slíkt. Og af því að vér erum oss ekki þess meðvitandi, að hafa, sem fé- lag, gert neitt á liluta Heimskringlu, þá hljótum vér að skoða það sem óverð- skuldaða áreitni af blaðinu að birta téða sögu. C. B. Julius, ritari. Fyrir hönd stúkunnar Skuld. ATH. Ástandið virðist nokkuð einkennilegt orðið, þegar opinbert blað má ekki flj’tja skdldsögu nema til að fá óþökk fjwir og ávítanir, hjá þeim sem virðist að hann eða þeir geti tekið eitt- hvað af því til sín, sem í sögunni kann að standa, og það er sannarlega illa samin saga, ef einhver getur ekki tekið eitthvað af því sem í henni stendur til sín, beinlínis eða óbeinlínis. Hvað snertir höfund sögunnar, sem ofangreind óánægju j’firlýsing höndlar um, þá er það ástæðulaus og ranglát tilgáta, að hann hafi ritað söguna i þeim tilgangi að svíviiða íslenzku liindindis- félögin hér í bænum”. Það er ætlun vor, að enginn sem þekkir höf. hafi á- stæðu til að bera slíka sakargift á hann, að því er snertir breytni hans gagnvart nokkrum félagsskap hér i bæn- um. Tilgangurinn var að sýna gallana sem ekki ættu að eiga sér stað, en sem allir vita að eiga sér stað í bindindisfé- lögum, eins og auðvitað í öllum öðrum félögum. Á þetta vildi hann benda í því skj-ni að gott en ekki illt leiddi af— að umbætur væru gerðar, þar sem þörf er á þeim. En að hann liafi sneitt að nokkurri einni félagsdeild, það er óverð skulduð getsök, en vera má að hann hafi verið um of þunghentur, er hann dró hina dökku drætti, um það skulum vér ekkert segja, en þá liafa honum samt orðið manna dæmi. Búningur sögunnar liefði auðvitað getað verið miklu betri og héfði sjálf sagt orðið það hjá æfðum skáldsagna- smil. Eigi að síður er það ætlun vor, að hún í því efni þoli samanburð við margar smásögur, sem birtast í hérlend um blöðum, og sem margir meðliinir hinnar lieiðruðu stúku óefað lesa með ánægju og finna ekkert að. Og með allri virðingu fyrir hinni heiðruðu stúku, hljótum vér að álíta, að hún sem félagsheild sé ekki eins fær um að semja sanngjarnan og hlutdrægnislaus- an ritdóm, eins og þarf, ef sá dómur á að ná tilgangi sínum. Kærunni á hendur Hkr. nennum vér ekki að svara. Það er gömul saga í nýju gerfi. Það er viss fiokkur manna her vestra, sem hefir þá rótgrónu skoð- un, að flest sem Hkr. segir sé af illum rótum sprottið. Þess vegna afsökuin vér þó hin heiðraða stúka hafi fallið fjwir þeirri freistingu, að “vera með” í því efni. Þessi skoðun gerir oss ekk- ert, en er þeim sjálfsagt til ánægju, sem halda henni fram. Sé svo, þá er alt fengið, því ánægjan er fyrir öllu. Goldvin Smith afsakaður. I 26. nr. Hkr. er lítil ritstjóragrein með fjwirsögninni: Liberala álit um Islendinga. Grein þessi sýnir álit Gold win Smiths á Islendingum, þar sem hann líkir þeim við Mennonita og rusl- ið af strætunum í Lundúnaborg. Fjw- sögnin á þessari grein hefði átt að vera álit enskutalandi þjóðarinnar í Canada á ísleudingum, því Goldvin Smith sýn- ir að eins í opinberu blaði það álit, sem enskutalandi menn í Cauada hafa á ís- lendingum. — Ég hefi verið 13 ár í Ca- nada og dögum saman hejwt enskutal- andi menn tala um Islendinga, og álitið á Islendingum er ætíð það sama og hjá Goldvin Smifh, að öðru lej’ti en því, að margir viðurkenna að Islendingar séu ráðvandari en ruslið af götum Lund- únaborgar er álitið að vera. Að vísu hafa pólitiskir vindbelgir oft staðið upp á mannfundum og haldið lofræður um íslendinga, en vel að merkja. ástæðan hefir verið sú, að þeim hefir þá legið á atkvæðum þeirra til einhvers og þess vegna álitið betra að hæla þeim dálítið uppí eyrun, en vináttan hefir verið úti þegar ölið hefir verið af könnunni. Líka veit ég að það vilja margir heldur leigja íslendinga til stritvinnu en aðra, en það er af því sprottið, að þeir eiga hægra með að brúka þá eins og þræla svíkja þá svo um kaupið, ef þeim ræður svo við að liorfa; og ég get ekkí betur séð, en að enskutalandi fólk í Canada skoði íslendinga eins og gólfdulurnar og áburðarjálka, sem um sé að gera að drepa sem allra fjwst á sem vestri vinnu og litlu fóðri. Winnipeg, 14. Júlí 1895. S. STEFáNSSÓN. ATH. Það er ekki sanngjarnt gagn- vart hérlendu fólki yfir höfuð. að halda því fram, sem Mr. Stefánsson heldur fram í ofanritaðri grein. Það er enginn efi á því að það er hér fjöldi af mönnum sem hafa það álit á Islendingum, sem höf. tilgreinir og velja þeim alt annað en vingjarnleg orð í viðtali, en þeir menn, nokkurnveginn undantekningar- laust, eru á því stigi, að þeirra gætir einkis í þjóðfélaginu og hafa þar engin áhrif, nema eins og hver annar borgari á kjörþingi. Hjá mentuðum mönnum yfir höfuð, sem annars þekkja nokkuð til íslendinga, ber aldrei á þessari skoð- un. Þeir meta íslendinga fullkomna jafningja þeirra Norðurálfu þjóðflokka, sem eftirsóknarverðastir þj’kja í sveit nýbyggjanna, hvar sem er í allri Norð- ur-Ameríku, en það eru “Skandinavar’’ og Þjóðverjar. Þegar á alt er litið er lieldur ekki nema eðlilegt að fjölda margir hérlendir — þeir sem í bæjum búa — venjist á að álíta Islendinga sem sjálfsagða þjóna sína við alla strit vinnu og öll óvönduð verk. Islendingar eru tiestir allslausir þegar þeir koma að heiman, geta ekki flutt út í sveitir og numið land eins og allur fjöldi annara þjóða manna, en neyðast til að ieita eftir daglaunavinnu í bæjunum og úti á járnbrautum. Þeir hafa ekki aðra úrkosti en að skipa sér sjálfir í þennan þjóna flokk — í flokk á- .burðarjálka þeirra, sem betur mega. Og reynslan sýnir að þeir alt of margir eru alt of spakir í þessum flokki, reyna offájr að bi jótast burt og berjast við að verða óháðir bændur í einhverri nýlend- unni, og á hinn bóginn, reyna of fáir að þokast upp, læra handverk, búðarstörf o. s. frv. Þeir, sem búa í bæjunum og sem ár eftir ár eru ánægðir með að leita eftir skurða, stræta og byggingavinnu geta ekki með sanngirni búist við öðru áliti en því, að þeir séu eðlilegir þjónar hérlendra. Ritstj. Fáein þnkklætisorð finnum vér oss ljúfj og skylt að færa löndum vorum í Argj’lebj’gð, er við heimsóttum nýlega. Móðix okkar.tvær systur og annað temidafólk og vinir, báru okkur á höndum sér og svo gerðu lika allir aðrir, þó okkur væru óþekkt- ir. Til allra þessara sendum við kæra kveðju meðinnilegu þakklæti fyrir mót- tökurnar, — gleðistundirnar, er þeir veittu okkur í svo ríkum mæli, að við minnumst eaki meiri rausuar og gleði. Sá sem þetta ritar hafði ekki fjwr séð Argjle-bj’gð og leizt mér vel á hana, bæði að því er snertir landslag og ,út- svni. Bústofn bænda er þar víða góð- ur, enda hafa þeir mörg hlunnindi, sem ekki eru annarsstaðar. Og j’fir höfuð eru þeir vel settir, að mínu áliti, í þeim hluta bygðarinnar, sem við fórum um—aueturhlutann. í þeimj hluta eru, margir vinir og kunningjar frá samtíð í Nýja Islandi fjwir 15 árum. Þótti mér sérlega ánægjulegt að heimsækja þá og finna þá ánægða og í góðum kringumstæðum, — glaða yfir að hafa slitið sig hurt úr dej’fðinni, framkvæmd arlej’sinu og vankunáttunni, sem að meira ogminna leyti hefir fj’lgt Nýja ísl. fram á yfirstandandi tíma, að ein- stöku undantekningum. Winnipeg Business College and Shorthand Institute. Ef þú þarft tilsögn í: LESTRI, ' SKRIFT, STÖFUN, REIKNINGI, BÓKHALDI, VERZLUNAR-LÖGUM, BRÉFA SKRIFTUM, HRAÐRITUN, TYPEWRITING, þá farðu á dag eða kvöldskólann að 482 Main Street. C. A. Fleming G. W. Donald President. Secretary. Víð eitt varð ég var. og sem mér þótti vænt um, en það er ofurlítill metnaður á milli landa í Argyle og Da- kota bj’gðunum, að þvíleyti, að þeir vilja ekki vera ver standandi í efnalegu tilliti. Þetta er naðsj’nlegt, en til þess að vita fywir víst mismun á einu og öðru þarf reynslu og eigin sjón. Þess vegna álít ég að landar okkar fj’flr sunnan og norðan landamærin gerðu rétt f að heimsækja hvorir aðra við tækifæri. Mundi það margt vera, sem menn þannig gætu nnmið hver hjá öðr- um.auk þess er tíðír samfundir hlytu að miða til þess að viðhalda okkar göf- ugu þjóðareinkennum—gestrisni, og yf- ir höfuð öllu þvi góða og fagra, er við höfum fengið í arf með móðurmálinu og sem ekki þarf að standa okkur f jwir þrifum í þessu landi. Svo kveðjum við þá Argj’le-búa og árnum þeim alls gengis, jafnframt og við vonum að þeir láti ekki hjá liða að heimsækja okkur í Dakota við fyrsta og bezta tækifæri, þvi hér er lika marg ur góður drengur. Húrra fjwir Argj’le-bj’gð ! Glatt er heimkomnum að [heilu öllu, fagnandi vinum, fé og löndum. Gott er heim komnum hug að renna j’fir frjálsa ferð um fjarlæga bygð. Fögur leizt oss Argyle hin ifrjólenda; auðvamir akrar og iðju merki; þó var hug vorum hrifa meiri manndáð og drenglund, er oss mættu þar. Glatt var oss að hitta heila vini, móður hjartkæra, mága og sj’stur, þar sem ættræknin ástúðlega blómgaði minning bernsku vorrar. Þó var hug vorum ei hrifaminna fjarskj’ldra landa faðinur opinn, faðrnur gestrisni • guð-boriunar, faðmur frjálslj’ndis og fagrar vomr. Glatt var oss að sitja við gleði ræður, veitingum hresstir 1 í vina húsum. Glatt var oss að renna reið á brautum, er fjörmóðgir fákar flug hart knúðu. Því er oss hugljúft og hjarta fólgið kærum gest-vinum kveðju að senda, kveðju þakklætis og þeirra óska, er í brjósti manns beztar vaka, Blessun sé og ársæld í bj’gð j’ðvarri, og frjálslj’nd eining í félagsskap hverjum. Minning ykkar nýt og niðjar j’ðrir lifi og blómgist meðan lönd eru bj’gð. Foster Johnson Kuistjan Johnson. Glasston, N. Dakota, 23. Júlí 1895. VEITT HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN •FÁ1; BMSNfi p®w§ia IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vinberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára rej’nslu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.