Heimskringla - 01.08.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.08.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 1. ÁGÚST 1895. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. & PuW. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til Islands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $1. «••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus yið blaðið. • ••• Peningar sendist í P. 0. iMoney Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með affollum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS JIANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P. O. Box 303. Um kosningar-rétt. ^ I suður-Bandaríkjunum er farið að að brydda á löngun tíl að takmarka hinn dýrkeypta rétt svertingjanna að vera menn með mönnum. Það er ekki talað um að takmarka rétt þeirra til að lifa, leita sér atvinnu og taka laun fyr- ir, en það er talað um að svifta þá kosningarrétti. Er það einkum blaðið “News and Courier” í Charleston,South Carolina, er heldur þessu fram- Blaðið telur lesendum sínum trú um, að svert- ingjar hefðu hag en ekki óhag af grund- Vallarlagabreyting, er svifti alla svarta menn atkvæðisrétti, og sýnir undireins fram á að Norðurálfu-mrannflokkarnir allir—hvítu mennirnir—hefðu ekki síð- ur hag af þessari jafnréttis takmörkun. Blaðið æskir eftir allsherjar sam- tökum til að fá þessa grundvallarlaga- breyting, en heldur þó fram, að ef þau ekki fáist, sé ekkert á móti að Suður- Carolinu ríkið út af fyrir sig leggi út í þessa baráttu og telur sem ástæðu, að í því ríkihafi pólítiskar byltingar jafn- an átt upptök sín. Við þetta gerir blaðið “Evening Post” í New York þá athugasemd, að leggi ríkið einsamalt af Stað og svífti svertingja sína kosninga- rétti, fækki fulltrúar þess á þjóðþingi um helming eða meir. Það er sem sé ákveöið í 14. breyting grundvallarlag- anna, að svifti nokkurt eitt ríki hokk- urn flokk manná í því riki koshingar- rétti, skuli fulltrúar þess á þjóðþingi fækka að sama skapi. I South Carolinu er meir en helmingur íbúanna svert- ingjar, og því eins víst að fulltrv'iar þess á þjóðþingi yrðu ekki nema 3 eftir þá réttar skerðing viðtekna, en nú eru fulltrúarnir 7. Það er ekki sagt að hörundsliturinn sé orsök í þessari uppástungu og er því sanngjarnari tilgátan, að hún sé sprott- in af þeirri meðvitund, að svertingjarn- ir séu ekki nógu vel að sér til þess að greiða atkv. skynsamlega. Sé það or- sökin, þá er ekki sagt að uppástungan sé hófleysislega ranglát, hvað grund- vallaratriði málsins snertir, en ranglát er hún Samt að því leyti, að öllura er ekki gert jafnhátt undir höfði, án tillits til þess hvort hörundsliturinn er svart- ur, rauður, gulur eða hvítur. Það sýnist ósamboðið jafnréttis- kenningunni og frelsinu mikla, sem sí- felt er ropað um í öllu þessu landi, ef svo eða svo fjölmennur flokkur manna er sviftur þeim rétti að kjósa fulltrúa á þing eða í aðrar smærri stjórnir. En þó er efasamt að sjálfstjórnandi ríki sé meiri hætta búin af nokkru öðru, en einmitt þessum ótakmarkaða kosninga- rétti. Það ar sífelt kvartað undan mút- um og allskonar pólitiskum óknyttura. Stafar það ekki einmitt af því, að svo fjölda margir fá að kjósa, sem ekki hafa minnstu hugmynd um “landsins gagn og nauðsynjar”, og sem ekki kæra sig um að fræðast um þau efni, hafa enga löngun til þess, alt svo lengi sem nöfn þeirra eru tekin gild á k jörþingi ? Það eru þjssir óupplýstu, kærulausu kjós- endnr, sem í einu kjördæminu eftir annað geta ráðið úrslitum og komið skaðlegustu mönnunum á þing, mönn- um, sem ekki i.ugsa um neitt nema eig- in hag, og sem búnir eru að koma svo hræðilegu póhtisku óorði áþjóðina bæði í Bandaríkjunum og Canada. Spurnsmálið er þá, hvort eigi að sitja í fyrirrúmi:hagur þjóðarinnarallr- ar og viðhald þess stjórnarfyrirkomu- lags. sem er, eða frelsi og jafnrétti. meira í orði en á borði, þeirra, sem hvorugt kunna að hagnýta eða meta. Það væri rangt að svifta menn at- kvæðisrétti um allan aldur, ekki síður en það er ranglátt að miða atkvæðis- réttinn við eignir. Það er margur mað ur miklu hæfari til að kjósa fulltrúa þjóðgrinnar, sem ekki á 1 ferhyrnings- fet af fasteign, heldur en þeir sem eiga þúsundir ekra af arðberandi landi, eða stórliýsi i borgum hundruð þúsunda dollars virði. Þaðer þá eignin, en ekki maðurinn, sem hefir atkvæðisrétt, nokkuð sem ekki er rétt í þjóðmálum, þó það hljóti að vera rétt í prívat gróða félögum. En það sýnistekki rangt. í því landi eða löndum, þar sem hið opinbera er skyldugt að annast um almenna upp- lýsing á kostnað hins opinbera, að veita þeim einum kosningarrétt og kjörgengi sem náð hafa ákveðnu stigi í mentun og þekkingu á landsraálum, Með þvi væri gefin hvöt til að ná því stigi, en sú hvöt er ekki til eins og fyrirkomu- lagið nú er, þar sem aðalskilyrðið er að hafa unnið þegnskyldueiðinn og búið á- kveðinn tímaí kjordæminu. Lærdóms- greinarn.,r þyrftu ekki að vera þyngri en svo að öllum væri innanhandar, enda tilsagnarlaust, að nenm þær og standast sitt próf. Það kæmi þá brátt í ljós hverjir verðskulda og hverjir ekki verðskulda að hafa kosningarrétt. Þeir sem löngun hefðu til að vera jafnsnjall- ir öðrum og geta tekið þátt í þjóðar- innar merkustu störfum, þeim að kjósa menn til að stjórna sér, ‘mundu þá á skömmum tíma afla sér þeirrar upplýs- ingar, sem nauðsynleg væri til þess í þessu efni að verða jafningjar þjóðar- innar mestu manna. Það væri sanngjarnara að fara fram á breytingu grundvallarlaganna í þessa átt, Jieldur en heimta útbolun svertingjanna einna frá kjörþingum. Að leggjast á þá eina bendir óneitan- lega á, að það sé hörundsliturinn frem- ur en jhæfileika skortur, sem ræður, enda verðar því ekki neitað, að fjölda margir menn í Bandaríkjunum virðast hafa þá skoðun, að svertingjarnir séu undanþegnir ákvæðunum í lausnarskrá (Declaration of Independence) Banda- ríkja, að allir menn séu jafnir, og sem gumað er um 4. Júlí ár hvert. Það væri þess vegna nær jafnréttis hug- mynd að banna öllum atkvæðagreiðslu, hvítum mönnum jafnt og svörtum, sem ekki hafa náð ákveðnu þekkingar stigi. Með tíð og tíma yrði það vinningur fyr- ir einstaklinginn, sem atkvæði væri sviftur í bráð, ekki síður en fyrir þjóð- ina í heild sinni. “Enginn gerir svo öllum líki.” Tvennskonar kvartanabréf hafa streymt til vor úr öllum áttum umund- anfarinn tíma, sum frá einstaklingum og sum með mörgum nöfnum undirrit uðum. I einu bréfinu hefir v§rið þakk- að fyrir hve lítið vér höfum gefið oss við níðinu, sem staðið hefir í Lögbergi af og til nú um langan tíma, bæði per- sónulega til ritstj. Hkr. og til blaðsins sjálfs. Höfundar sumra þeirra þakk- lætis-ávarpa hafa ætlast til að þau birt- ust í blaðinu, en oss finst það tæpast viðeigandi og biðjum því höfundana að afsaka þó þau ekki komi í blaðinu*. í öðru bréfinu aftur á móti eru kvartanir yfir því, að vér séum of meinlausir, hvað vér hugsurn með að svara ekki orði til orðs, m. m. Þeim bréfum sum- um fylgja einnig “pistlar.” sem æilasf er til að komi í blaðinu, en sem vér einnig sjáum tilhlýðilegast að stinga undir stól. Sannleikurinn er, að vér fáum oss fullreynda á að birta í blaðinu svör þeirra, sem Lögberg neyðir til að svara einhverju. Eins víst eins og al- *) í þessu sambandi viljum vér fullvissa þá Garðar-búa, er eitt slíkt skeyti sendu, um það að vér höfum með athygli athugað það sem þeir segja á- hrærandi önnur málefni í sama bréfi. — Því miður getum vór ekki orðið við til- mælum þeirra áhrærandi bújarða veð- skuldir í Norður-Dakota, höfum hvergi séð þær skýrslur út af fyrir sig. Það næsta sem vér komumst er, að benda þeim á greinina um þetta mál í Hkr. (nr. 9.) 1. Marz síðastl. Þar er sagt að leiguliðar og þeir bændur, sem jarðir sinar hafa veðsettar, séu í Minnesota 54.56%, eða 545 af hverjum þúsund bændum. Fylgir sú skýring, að þetta muni nokkurnveginn rétt sýnishorn af ástandinu í vesturríkjunum öllum. Af því er að ráða að ástandið sé líkt í N. Dak. menningur er orðinn leiður á þeim elt- ingaleik, eins víst er það, að vér erum fyrir löngu leiðir á honum, af því hann er lika svo þýðingarlaus. Vér erum fyrir löngu komnir að þeirri niðurstöðu og að áþekkri niðurstöðu vildum vér að sem flestir af viðskiftamönnum vorum kæmust, þeirri, að það er jafn-hyggilegt að hugsa sór að Lögberg, eins og það nú er á sig komið, taki gildar nokkrar sannanir, nokkur röK, eins og að hugsa sér að yfh buga vitlaust naut í mojdflagi með orðum einum. Ef menn alment athuguðu þetta og það jafnframt, að uppnefni og illyrðasamsteypa er skað- legri þeim sem viðhefur orðin heldur en þeim, sem þau eru ætluð, er lítill efi á því að menn hættu að svara. Hvað oss og Hkr. snertir, þá höfum vér ásett oss að eyða sem allra fæstum orðum til þess að svara Lögbergi. En af því vér höfum fengið svo margar spurningar og enda áskoranir um að ganga ekki þegjandi frámhjá Lögbergs- rumbunni um stjórnarstyrk Hkr. og “boodle”-tilgáturnar í því sambandi, finnum vér oss skylt að minnast á það með nokkrum orðum. Fyrir all-löngum tíma síðan lét Lögberg í ljósi að það væri búið að sanna. að Hkr. fengi eins mikinn styrk á ári eins og Lögberg fær. Það tilfærði ákveðna upp- hæð og gat svo til að fleira væri til, þó ekki sæíst það í ríkis-reikn- ingunum. En slikt er engin sönnun. Vér hefðum alveg sama rétt til aðstinga upp á ankagetum, sem Lögberg fengi, þó ekki sæist það í fylkisreikningunum, en vér gerðum enga, áætlun, sýndum aðeins það sem stóð í reikningnum. — Síðan er framkomin splúnkurný út- gáfa af þessari sögu hjá Lögbergi. Seg- ir nú að á síðastl. fjárhagsári hafi Hkr. og B. L. Baldwinson til samans fengið $5,036,19. Það er hreinlegur frágangur á þessu, eða svo mundi það hafa þótt, ef vér hefðum sagt útskýringarlaust, að á síðastl. ári hefðu nánustu vildarmenn Lögbergs og blað þeirra fengið$5,709.73 úr fylkissjóði, án þess að láta nokkurt þarflegt starf á móti koma, að Lögbergi auðvitað, undanskildu. Ef Lögberg hefði viljað vera hrein- skilið og segja satt frá, þá hefði það sjálfsagt liðað þessa upphæð sundur og sýnt að af þessari upphæð fóru : Fyrir 3000 eintök af Landnem- anum árlangt............ $650.00 Fyrir prentun á 5000 landa- bréfum................... $ 91.80 Fyrir prentun á 5000 bækling- um, 2,000 eintökum af fyr- irlestri og 3,000 eintökum af varnar-riti........... $219.13 Fyrir málafærslu störf, leigu og skemd á fundarsal..... $ 43.64 Til Hkr. fyrir auglýsingar og eintök af blaðinu og sér- prentanir................... S832.50 er samlagt gerir $1.867.07. Dragi mað- ur þessa upphæð frá þeim $5,036,10, er Lögberg dregur fram verða eftir $3,169,- 12. Þegar svo þess er gætt, að þessi síðasttalda upphæð innibindur tuttugv °fí tvefígja mánaða laun Mr. Baldwins- sons (yfir því þagði hið sannleikselsk- andi Lögberg); að hún ennfremur inni- •bindur ferðakostnað til Islands og það an aftur; aukaferð frá Islandi til Liver- pool og til Reykjavíkuraftur, aukkostn- aðarins, sem leiðir af 13 mánaða dvöl á Islandi, — þegar þetta pr at- hugað. þá verður ekki auðráðið h vernig þeim manni fer að vaxa sú upphæð í augum, sem sýpur upp $1.580.00 af fylkisfé á 6 mánaða tíma og fer þó lítið ef nokkuð út fyrir takmörk Reykjavík- urbæjar. Vér setjum hverjum einum sjálf- dæmi í því hvor sé betur kominn að kæru um “boodling” : sá, sem er þjónn stjórnarinnar ár eftir ár og vinnur þar og á þeim tíma sem hún segir, eða sá, sem útvegar sér $1500—1600 í því yfir- skyni að vinna að innflutningi til fylk- isins, en, ver svo tímanum til að gabba íslendinga með tilboði frá umkomulitl- um mönnum í útlöndum um að bjrggja járnbraut á Islandi, svo framarlega sein alþingi vildi gefa nógu ríflegan styrk, tilboði sem, þó það gerði ekki annað, stemdi útflutningsstrauminn í bráð, og kveikti enda Islands-fýsn í nokkrum, sem áður voru komnir til Manitoba. Hver er trúverðugri þjónn alþýðu ? Hver eyðir meira fé á sömu tímalengd á sama ferðalagi ? Nýmæli birtist í Austra (10. Júlí þ. á.). Hinn mikli vikingur og íslands-vinur, Otto Wathne, ritar í blaðið grein áhrær andi íslands flutníng íslendinga frá Ameríku. Telur hann vist að fjölda margir hér flyttu heim aftur ef efni leyfðu, og ræður það af bréfum að vest- an, þar sem spurt er um fargjald með skipum hans frá Skotlandi eða Noregi. Sjálfur býðst liann til að flytja mann- inn frá Leith eða Stavanger (í Noregi) til Islands fyrir 10 krónur, eða þar um, auk fæéis líklega, þó ekki sé það tekið fram. Hann vill og að landssjóður stuðli til þessa, með því að styrkja þá menn til að komast heira, sem þangað fýsir, en hafa ónóg efni. Ef von væri á stórum hóp heimfara, kveðst Wathne tilbúinn að sækja þá til “Quebec. eða Chicago-borgar*. ef stjórn landsins vildi styðja fýrirtækið með nokkrum fjárstyrku. Það má mikið vera, ef sumir brosa- brosa ekki í kamp, er þeir lesa þetta á- varp “til Islendinga í Ameríku”, enda þótt auðsætt sé að Wathne gangi gott eitt til, eins í því sem öðru, er hann ger ir fyrir ísiand. Það eru vitanlega margir, fjölda margir, sem langar-til að koma heim, en þeir eru líklega til- tölulega fáir. sem langar til að setjast þar að fyrir fult og alt. Og það eru talsverð líkindi til, að æði-margir af þeim sem hefðu hugmynd um að taka sér þar varanlegan bústað yrðu búnir að fá nóg af íslandsvistinni eftir 2—3 missira setu he:ma, sem þjónar annara, því ekki yrði um annað að gera fyrir þeim, sem færu héðan efnalausir. |Þeir væru nej’ddir til að byrja þar, eins og hór—sem vinnumenn þeirra, er betur mega. Það kj’nnu þeir að þekkjast, er hér hafa verið skamma stund, en fæstir þeiri'a, sem hér hafa verið lengi og eru orðnir hagvanir. Það er eitt gott og þakklætisvert í þessari gein, svo og í athugasemd rit- stjórans, er fj-lgir, það að Vestur-ís- lendingar fá verðuga viðurkenningu. Þeir eru álitnir sérstaklega eftirsóknar- verðir fj-rir ísland, af því þeir hafi lært ■‘að tíminn er peningar” og, að treysta á eigin atorku. Þetta sama kemur engu ógreinilegar fram hjá ritsöjóran- um, þar sem hann segir : “Þar eð land inu liggur á engu fremur en duganBi og ‘'praktítkum’' starfsmönnum, þá sýnist oss eigi athugamál fyrir alþingi að styrkja Vestur-íslendinga að einhverju leyti til heimfararinnar”. Þannig fer þá að bóla á þeir.ii skoðun á íslandi.sem Hkr. hefir haldið fram fyrir löngu síð- an, að Island hafi með tíð og tíma miklu meira gagn en ógagn af vestur- flutningunum, sem smásál’r ýmsar eru enn að berjast á móti. Þó er það tvent sem þarf til þess íslandi komi “prakt- isk” þekking Vestur-íslendinga að not- um. Fj-rst það, að vaninn ekki banni allar breytingar, og að þeim, sem héð- an koma í þeim tilgangi að gera gagn, sé þakkað með öðru en skömmum, eins og t. d. Fr. B. Anderson, er hann í fyrrahaust stakk upp á að raflýsa Rej-kjavík. Þar var þó um þj-ðingar- mikið starf að ræða, því vatnsafl er ó- þrjótandi á Islandi, og umhverft í raf- magn má hagnýta það til óendanlega margbreyttra starfa og það langt burtu frá rafmagnsstöðinni. Annað er það, að varast og sporna á móti stórfeldum innflutningsstraumi að vestan. Þegar vel árar beima en illa hór, þá er hugs- anlegt að marga megi spana upp til heimferðar, en það reyndist tjón eitt fj-rir Island. Því sem sagt, þeir sem fúsastir yrðu til heimferðar, yrðu þá þeir, sein hér hafa dvalið stutta stund og þar af leiðandi hafa ekki aflað sér þeirrar “praktisku” þekkingar, sem er $vo bráðnauðsynleg á íslandi. Svo er og þess að gæta, að þótt spana mætti marga til heimferðar, þá reyndist það kostnaður einn fyrir ísland, því fiestir hyrfu vestur aftur eftir litla stund. Það er betra aD vera í Noregi en á ís- landi og þó eira ekki Norðmenn þar, sem þó hafa j-firgefið Ameríku í þeim tilgangi að koma ekki aftur. Sama mundi raunin með Islendinga. Vestur-íslendingar koma íslandi því að eins að gagni, að þeir fari heim smámsaman, einn og einn í senn, og að þeir þegar þar kernur geti komist af án annara aðstoðar. En gott væri það ef Wathne gæti lækkað ferðakostnaðinn milli íslands og Leith, því hann er hófleysislega mikill fj-rir jafnstutta sjóleið. Það væri gagn jafnt Austur- og Vestur-ís- lendingum. Það væri enda gaman að hej-ra hvað fargjald yrði hjá Wathne frá t. d. Quebec til íslands og til Que- *) Ókunnugleiki veldur því að lík- um ad Chicago ér tilnefnd. Ef “púkk- að” er upp á að fá sem ódýrasta ferð, ætti skipið að koma til Port Arthur og Duluth. Þá yrði landleiðin stutt fj-rir allan þorra heimfaranna! Ritstj. bec aftur eftir svo sem 6 mánaða tíma, ef hann fengi loforð fyrir 50 til 100 vest- ur-íslenzkum “túristum”. Það mundu margir taka þátt í þeirri för, ef viðráð anlegt fargjald fengist bæði á landi og sjó, og ef þeir vissu hvað fargjaldið j-rði ári eða svo áður en ferðinni væri heitið. Gull- og silfur- þræta all-merkileg (í bj-rjuninní) hefir staðið j-fir í Chicago að undanförnu, hófzt 18. Júlí, og var ákveðið að hún stæði j-fir í 8 daga, seinni hluta dagsins einungis. Var þetta gróðabragð þeirra er ræðurnar fluttu, og gekk vel fj-rst framan af, en miður er út á leið, enda sumt það sem á borð var borið aum- asta slúður: Ræðumennirnir voru : fj-rir hönd gullsins sem verðmiðils og andvígur frí- sláttu silfursins, Roswell G. Horr, fj-rrum þjóðþingmaður frá Michigan, en núverandi einn af meðritstjórum blaðsins “Tribune” í New York ; for- mælandi silfursinsog frísláttu þess var William H. Harvey, ókunnur öllum þorra manna þangað til í vetur er leið, er út kom bók hans “Coins Financial School”, og sem valdið hefir meiru um- tali en nokkur annar ritlingur, sem út hefir komið í seinni tíð. Báðir menn- irnir eru mælskir, og fyrst um sinn rökstuddu þeir mál sitt vel, en seinustu dagana fóru röksemdirnar að verða þunnar og það svo, að j-firgengilegt er að nokkur maður skyldi kaupa aðgang að fundarsalnum. Á meðal þess er Harvey þá lét sér sæma að bera á borð fyrir áhej-rendurna, því til sönnunar að jafnvægi beggja málmpeninga væri eðlilegt var það: “að öll náttúran væri “bimetallic”, að maðurinn hefði 2 fætur, tvær hendur, tvö augu og tvö eyru” m. m. Þetta átti að gilda sem sönnun fyrir því, að gull og silfur ætti að hafa eitt og sama verð í viðskiftum mannfélagsins. En svo sleppti hann að geta þess, aö maðurinn hefir fleira til að státa af, en það sem hann nafngreindi. Horr hefði getað sýnt fram á, en hann laut ekki svo lágt, að maðurinn hefði að eins eitt höfuð, einn líkama, einn munn og eitt nef. Það hefði hann get- að látið heita sem sönnun fj-rir því, aö gullið hlj-ti að vera allsherjar verömið- ill (standard) í öllum viðskiftum og hún hefði verið eins gild og góð og sú, sem Harvey framsetti. Annað markvert var það síðustu dagana hjá Harvey, að “stjórnin skap- aði peningana. Horr kom það öðruvísi fyrir, og hið sama mun flestum finnast. Að minnsta kosti mun flestum koma það svo fyrir, að sé stjórnin svo almátt ug að hún getí skapað peninga, en geri það ekki og láti land og þjóð líða nauð þess vegna, þá er hún harðbrjóstaðri en svo að dæmi séu til annars eins. Þegar öllu er á botninn hvolft þyk- ir líkast að silfur-ítar hafi meira ógagn en gagn af þessari miklu kappræðu, er átrúnaðargoð þeirra Harvey efndi til. í því skyni bæði að græða fé og auglýsa nafn sPt sem makalaus gjaldeyrisfræð- ingur. Isýtt boð Breta. í Fjállkonunni (3. Júlí þ. á.) er þess getið, að nýtt tilboð komi til alþingis frá Bretum áhrærandi. gufuskipaferðir umhveifis ísland og til útlanda, fyrir milligöngu fjárkaupamannsins Mr. Fr. Franz. Er svo til ætlaö, að hlutafélag sé stofnað á Bretlandi og Islandi með 450,000 kr. höfuðstól, í 180 kr. hlutum. Fimtahlutann af höfuðstólnurn (90,000 kr.) á alþirigi að leggja til og að auki veita félaginu 50,000 kr. styrk á ári um næstu 10 ár, en svo á félagið að skila landssjói helmingnum af tekjum sínum, ef þær að frádregnum öllum kostnaði verða meira en 10% nokkurt ár. Skip félagsins er ætlast til að beri 900—1000 tons, og hafi á fyrsta og öðru plássi rúm fyrir 110—160 farþegja. Ganghraði þess á að vera minnst 12 sjómílur á klukkustand. Ferðir skips- ins til útlanda eiga að vera 16 á árinu, auk strandferðanna inn á allar hafnir, er þingið ákveður. Eins og i almennum hlutafélögum skulu hluthafar kjósa stjórn félagsins oghefirþáhver hlutur eitt atkvæði. Það segir ekki, en er þó að vændum ætlast .til, að félagið skuli löggilt. Bretar að likum legðu ekki út í “part- nership” með sjálfsagðri ótakmarkaðri skuldaábyrgð. En tilvonagd hluthaf- ar á íslandi þurfa líka að sannfærast um að svo sé áður en þeir hætta fé sínu ífyrirtækið, hversu álitlegt sem það kann að virðast og hvei’su gott og nyt- samlegt, sem það er. Félög geta æfin- lega orðið gjaldþrota, og fari svo og sé skuldaábyrgð hluthafa ekki takmörk uð með lögum, má ganga svo ríkt eftir, að til vandræða leiði. Fyrirtæki þetta er þarflegt og gott og alitlegt sýnist' það vera fyrir vænt- anlega hluthafa, ef alþingi gengur að framboðnum skilmálum. En ekki get- um vér að því gert, að oss vifðist um- beðinn styrkur helzt til hár, þegar höf- uðstóllinn er athugaður, og þegar at- hugað er hve afgjald af peningum er lágt a Englandi um þessar mundir. Oss getur ekki annað sýnst, fremur en í fyrra, að íslandi væri happameira að taka lan og kaupa skipið og eiga, heldur en að gefa af fátækt sinni fleiri tugi þusunda krona á ari til felags, sem stofna vill nýjar milli-landa og strand- ferðir. íslendingar ættu að rej-nast jafningjar Kínverja á peninga-markað- inum utlenda fá peninga lánaða gegn ^%< °8 gera þeim mun betur að þurfa ekki að fella um einn ej-ri fram- boðin skuldabréf. Með því móti j-rði afgjaldið af ákveðnum .höfuðstól félagsins að eins 18,000 kr. á ári, én tekjurnar eftir skipið, ef nokkrar fram yfir kostnað, rinnu þá allar í landssjóð. Setji maður svo, að meðal ágóði á tíma- bilinu (10 árum) yrði 5% á ári, og það sýnist ekki neitt óhófleg ágizkun, þá yrðu meðal tekjur landssjóðs á ári 22, 500 kr., eða 4.500 kr. umfram afgjaldið af láninu á ári hverju. Undir öllum kringumstæðum sýn- ist landinu affarasælla að eiga sitt gufuskip sjálft, úr því tillagið úr lands- sjóði þarf að vera svo mikið, hvaða fé- lag sem í hlut á. Gigt í maganum. EFTIRTEKTAVERÐ ATRIÐI VIÐ- VÍKJANDI ÞESSUM SJÚKDÓMI. Kona ein frá Pembroke, sem htfir haft þessa veiki, segir söguna. Tekið eftir Pembroke Standard. Hrós margra þúsunda í Canada og víðar er viðurkenning þess, að Pink Pills for Pale People sé öðrum meðulum fremri. Vér þj-kjumst vissir um að það sé ekki til þorp, bær eða borg í Ca- nada, sem ekki þekkir til þessa fram- úrskarandi meðals,og er það hreint ekki við því að búast að Pembroke hafi meira að segja um þær heldur en aðrir staðir. Á meðal þeirra sem hafa lokið lofsorði á Dr. Williams Pink Pills er MrsFournier, kona Mr. Peter Four- nier, sem bæði eru vel þekkt og í miklu áliti hjá þeim sem þekkja þau. Mrs. Fournier skýrði fregnrita einum, sem nýlega heimsótti hana, afdráttaslaust fiajsjúkdómi sínum og hvernig hún hefði nóð heilsu. “Það eru nú um átta ár”, sagðihún, “síðan ég fyrst fann til veikinda minna, sem byrjuðn meðverk í bakinu, maganum og síðunum. Þján- ingarnar sem ég tók út eru naumast hugsanlegar. Eftir því sem lengra leið frá varð ég veikari og veikari og aldrei linti þrautunum tíl fulls. Að lokum varð ég svo yfirkomin að ég fór alveg í rúmið, yfirkomin af þessum i-júkdóm, sem geiði mér lífið svo þungbært. Mat- arlystin var alveg farin og ég bjózt ekki við öðru en að ég yrði karar-ó- roagi alla æfi. A meðan á þessu stóð, var ég undir umsjón mei ks læknis, en þrátt fyrir það kom aðstoð hans mér að engu liði. Hann sagði að það sem að mér gengi væri taugagigt í maganum. Það var um þetta leyti meðan ég lá þarna hjólpai laus og \ onlaus, aðvinur mirin einn lagði að mér að reyna Dr. Williams Pink Pills, og þrátt fyrir það þó að ég hefði litla tiú á þeim, lét ég þó tilleifast að rej na ] ær. Þegar ég var buin að brúka upp úr nokkrum öskjum var mér farið að batria. Ég hélt áfram með þær þangað til að ég var búin með úr tólf cskjum, og nú getur þú sjólfur séð hvort ég lft út fj-r- ir að vera sérlega lasbuiða. Sárindin í maganum, síðunum og bakinu hafa lið- ið frá, og í heil atta ár hefir mér ekki i öið eins\el eins og nú. Matarlystin sem svo lengi hafði verið úr lagi, er nú góð, og ég hefi þá skoðun að Pink Pills hafi ekki einungis læknað mig af sjúk- dómi mínum, heldar hafi þar og yfir- bugað sjúkdóm, sern hefði að lokum leitt mig tif bana. Mr. Fournier, sem var viðstaddur þessar samræður, bar vitni um að þetta væri fyllilega satt, Dr. Williams Pink Pills gera blóðið hreint ogheilnæmt og eyðileggja þann- ig þá sjúkdóma sem fyrir eru betur en nokkur önnur meðul. Flestir þeir sjúkdómar sem þjá mannkj-nið orsak- ast af skemdu blóði, eðaveikluðu tauga kerfi, og við því eru Pink Pills óyggj- andi. Þessar piliur eru aldrei seldar öðiuvísi en í öskjum með merki félagsins á, umúbunum með f'dlum stöfum: “Dr. Wiiliams Pink Pdls for Pale Peonle”. Ef öðruvísi er frá gengið, eru það svik sem ætti að varast. Takið hinar réttu pilíur og lát ð ykkur batna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.